Þjóðviljinn - 24.04.1977, Page 2

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. aprn 1977 .. ..........................1.■■■"■................ "■■■■■■. ... fil hnífs og skeidar Þegar við lesum smá- auglýsingar dagblaðanna sjáum við að mikil eftir- spurn er eftir ýmsum notuðum hlutum, t.d. reiðhjólum, vögnum, kerrum, barnarúmum, barnastólum og fleiru. Ástæðan er augljós: Þessar vörur eru orðnar svo dýrar að fæstir hafa efni á að kaupa þær nýj- ar. Og þeir sem kaupa nýtt, reyna að fara sem best með það til þess að koma því í verð þegar notkuninni er lokið — sé það þá ekki geymt fyrir næsta barn. Viða erlendis, t.d á Noröur- löndunum eru greiddar „fæðingarbætur” við hvert barn sem eru svo riflegar að fyrir þær má kaupa það sem nauö- synlegt er fyrir barnið fyrsta áriö. Slikar bætur eru sem kunnugter ekki til hér, utan það smáræði sem fer beint i aö greiöa fyrir sjúkrahúsleguna við fæðinguna. í ,,Vi föraldrar”, sænska foreldrablaöinu, gat nýlega að lita ýmsar góðar ráðleggingar til þeirra sem hyggjast kaupa notaðar vörur, t.d. vagna, rúm o.s.frv. Flest af þvi á við hér einnig,og þvi er ekki úr vegi að kynna sér þessar leiðbeiningar. Fyrst er að gæta þess, að maður þarf að taka sér nokkra daga til þess að detta niður á það sem mann vanhagar um. Það borgar sig ekki að kaupa bara það fyrsta besta sem maður sér. En maður þarf að vera snöggur ef maður sér aug- lýsingu sem manni list vel á, þvi sé i raun og veru um að ræða góð kaup, þá selst varan oftast samdægurs. Varðandi veröið er óhætt að segja að notaður barnavagn eöa t.d. barnabil- AÐ KAUPA NOTAÐ stóll sem litið sér á selst á allf að hálfvirði. Er þá miöað viö aö 1—2 börn hafi notað hlutinn; en sjái verulega á honum getur verðið farið allt niður i 1/3. Oft sér maður auglýstan hlut ,,sem nýjan”, á næstum fullu veröi, en notuð vara á ekki að seljast fyrir meira en sem svarar 2/3 af verðinu, þótt ekkert sjái á henni. En hálfvirði er sem sagt algengast. Það er þó rétt að benda á að maður getur gert miklu betri kaup ef maður er heppinn. Til dæmis ef maður lendir á hlut sem keyptur er erlendis, eöa hlut sem er ónot- aður, en eigandinn verður að losa sig við vegna þess að hann passar ekki þegar til kemur. 1 slikum tilfellum setur fólk oft mjög lágt verð á hlutinn og þá gildir bara að vera nógu snögg- ur að ná i hann um leið og aug- lýsingin birtist. Sjálf get ég sagt dæmi af isskáp nokkrum, sem ég keypti fyrir mörgum árum á 3000krónur, en hann hafði verið keyptur erlendis, en passaði svo ekki inn i eldhúsinnréttinguna. Þetta var aðeins brot af þágild- andi verði, en eigandinn þurfti að losna við hann samstundis af eldhúsgólfinu. Það sem er hættulegast þegar keypt er notað, er að leyndir gallar séu i hlutnum; sem geta reynst hættulegir.einkum ef um er að ræða barnarúm, stól eöa hjól. Séu gallar á öryggisbúnaði þessara hluta, geta þeir verio stórhættulegir. Mörg slys hafa hlotist af gölluðum barnastól- um, hjólum og rúmum. Hér eru nokkur minnisatriði sem vert er að hafa i huga, þegar keypt er notað. Barnastóll Ef keyptur er hár barnastóll þarf fyrst og fremst að athuga hvort hann er farinn að gefa sig á samskeytunum. Stólar, sem hægt er að leggja samanog gera að lágum stól með borði eru einkum varasamir hvað þetta snertir. Gæta þarf vel að öllum nöglum og ekki sist hjörunum, sem börn geta auðveldlega klemmt sig á, ef þær eru ekki stöðugar og læsingin örugg. Fæturnir á stólnum veröa að vera algerlega stöðugir, annars er hætta á að stóllinn hvolfist ef barnið hreyfir sig i honum. Gæt- ið einnig vel að lakkinu á stóln- um (eða málningunní) Víður inn má hvergi vera ber, þvi þá er hætta á að barnið fái i sig flis- ar. Úr þessu má þó auðveldlega bæta með þvi að lakka stólinn eöa mála hann, þvi þá litur hann út eins og nýr. Hjól Hvort sem um er að ræða tvi- eða þrihjól er aðalatriðið að all- ur öryggisútbúnaður sé i lagi. A tvihjólinu er þýðingarmest aö bremsur, bjalla, ljósog stýrisé i fullkomnu lagi. Einnig eiga að vera kattaraugu á hjólinu; aur- hlifarnar þurfa að vera vel fast- ar, svo og sætið. Athugiö aö hjólin séu stöðug og dekkin góð. Slys hafa hlotist af þegar hvell- springur á lélegum dekkjum, ef hjólaðerhratt. Þrihjólið þarf að vera vel stöðugt. Gætið aö sæt- inu, sem oft vill losna. Hjól, sem farin eru að ryðga, má mála upp, eftir að búið er að pússa ryðblettina með sand- pappir og bera ryðvarnarefni undir málninguna. Einkum er hætta á að aurhlifarnar á tvihjólunum ryðgi, og getur þá oft borgað sig að kaupa nýjar frekar en reyna að iappa upp á þær gömlu. Gætið vel að gúmmiinu á „pedölunum”. Sé það lélegtgeturverið erfitt fyrir barnið að bremsa. Vagnar og kerrur Þegar keyptir eru notaðir barnavagnar eða kerrur er margt sem þarf að athuga. Fyrst og fremst eru það öryggisatriðin, bremsur, hjól og grindin. Athugið að hvergi sé komið ryö i samskeytin á grind- inni, þ'annig að hægt sé aö leggja hana saman. Þá er að athuga dúkinn á sjálfum vagninum. Plastdúkur er fljótur að springa i frosti og rifnar við minnstu viðkomu. Þegar raki kemst inn i dúkinn (sem oftast er tvöfaldur með svampi á milli) er hætt við fúa. Þið skuluð þvi athuga vel hvort dúkurinn er heill. Sé hann úr taui gerir minna til þótt hann sé farinn að slitna, enda auðveldara að bæta hann. Hjól- in mega heldur ekki vera mjög slitin,og athugið aö þau séu vel föst á. Þau eiga helst að vera 28,5 sm i þvermál. Rúm Notuö barnarúm getur borgað sig að kaupa, þvi séu þau máluð lita þau út eins og ný. Aðalatrið- ið er aö botninn sé vel fastur og hvergi sé sprunga i rimlunum. Gætið einnig að skrúfum, en oft getur þurft að skipta um skrúfur og setja stærri, ef rúmið er mik- ið notað. Bilið á milli rimlanna á helst að vera 8,5 sm og á milli rimlanna i botninum 2,5 sm. Hornrimlarnir (stólparnir) eiga helst ekki aö ná upp fyrir hina rimlana, þvi börn geta fest t.d. smekkböndin á hornunum. Barnabílstóll Strax og barnið fer að sitja, á það aö vera i bilstól þegar það ferðast i bíl. Það er nær óþekkt að börn i bilstól slasist, ef hann erréttsettur (imitt aftursætið). Athugið að öryggisólarnar séu i góðu lagi og ekki farnar að slitna. Sömuleiðis þarf aö athuga að allar skrúfur fylgi með sem nota þarf til aö festa sætið i bilinn. Best er að leiöbeiningarnar fylgi einnig með, þvi þá er auðveldara fyrir þann sem setur sætiö i að átta sig á þvi hvernig það er gert. Helst á að láta setja sætið i á verkstæði þvi ótrúlegustu óhöpp hafa gerst þegar fólk hefur ver- ið að reyna að bora sjálft fyrír bilsæti, m.a. að borað hafi verið i gegnum bremsuborðana. Og munið að kaupa aðeins örugga bilstóla, þ.e. sem ná upp fyrir hnakkann, eru með öryggisól- um og eru boltaðir niöur i bilinn. (Byggt að miklu leyti á Vi FörSldrar). Umsjón: Þórunn Siguröardóttir Ráö til þeirra sem hyggjast kaupa eftir smáauglýsingum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.