Þjóðviljinn - 24.04.1977, Page 4

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Page 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Sunnudagur 24. aprll 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi Arni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úifar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6. Slmi 81333 Prentun: Illaöaprent hf. Krafan er réttlátari skipting þjóðartekna Fyrr i þessari viku var fjallað úm kjara- málin i umræðuþætti i sjónvarpssal. Þar krafði Guðmundur J. Guðnundsson, for- maður Verkamannasambands Islands fulltrúa atvinnurekenda svara við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um verðtryggð 110 þúsund króna lágmarkslaun. Svörin i sjónvarpssal voru lik og við samningaborðið á Hótel Loftleiðum, — vifillengjur og undanbrögð, og stað- hæfingar um að atvinnuvegirnir og þjóðarbúið þoli engar umtalsverðar kjarabætur. Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands islenskra útvegsmanna gaf m.a. þá yfirlýsingu, að þann teldi það ekki þjóna hagsmunum þeirra sem við sjávarútveg starfa að samþykkja kröfuna um verðtryggð 110 þúsund króna lág- markslaun. Er það máske reynsla Kristjáns Ragnarssonar af útgerð, að afkoman verði betri ef skipið aflar 75 tonna á mánuði, heldur en ef það aflar 110 tonna af sama fiski? Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitenda- sambands islands hélt þvi fram i sama sjónvarpsþætti að hér hafi að undanförnu verið skipt meiru en i rauninni var til skipta, og þvi sé ekki hægt að bæta kjörin að neinu marki. Sé það rétt hjá formanni Vinnuveitenda- sambandsinsaðhér hafi verið skipt meiru að undanförnu en til skiptanna var, — hverjir eru það þá, sem sölsað hafa undir sig meira en þjóðarbúið gat risið undir? Heldur nokkur, að það sé fólkið, sem hefur 70-100 þúsund krónur i dagvinnu- tekjur? Ekki einu sinni formaður Vinnuveit- endasambandsins treystir sér til að halda sliku fram. En hefur formaður Vinnuveitendasam- bandsins ekki enn skilið, að það er alger forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar, að einmitt þetta fólk fái sitt dagvinnukaup hækkað i 110 þús. kr. á mánuði og fulla verðtryggingu á þau laun? Þótt auðmannastéttin i landinu hafi löngum dregið sér meira en góðu hófi gegndi með tilliti til hagsmuna þjóðar- búsins, þá eru það engin rök fyrir þvi að ekki sé hægt að hækka kaup láglauna- fólksins, jafnvel þótt þjóðartekjur stæðu i stað. Fyrsta og siðasta krafa verkalýðs- hreyfingarinnar er réttlátari skipting þjóðarteknanna. í sjónvarpsþættinum um kjaramál benti Björn Þórhallsson, formaður Lands- sambands verslunarmanna á að sé litið enn lengra aftur i timann, eða allt til ársins 1945, þá hafi þjóðartekjur á mann rúmlega tvöfaldast en kaupmáttur tima- kaups láglauna hins vegar breyst sáralítið allan þennan tima. Svo leyfa menn sér að svara kröfum verkalýðshreyfingarinnar um verðtryggð 110 þús. króna lágmarkslaun með tómum barlómi yfir þvi, að það sé nú búið að skipta öllu sem aflást fyrirfram, og þess vegna ekkert eftir til að hækka kaup verkafólksins með. En er það ekki einmitt láglaunafólkið, sem öllum öðrum fremur ætti að njóta hækkaðra þjóðartekna? Eru menn ekki sammála um að kominn sé timi til að rétta hlut þess svo um muni, og hrinda af sér þeirri skömm, að hér þurfi fólk að afla helmings tekna sinna með yfirvinnu til að ná sambærilegu neyslustigi og alþýða manna hefur lengi búið við á öðrum Norðurlöndum. Framleiðsla okkar til lands og sjávar stendur með blóma, öll utanrikisviðskipti eruokkur sérdeilis hagstæð, og samkvæmt . spám Þjóðhagsstofnunar verður árið 1977 það næst hagstæðara i allri sögu okkar hvað viðskiptakjör út á við varðar. Samt er talað um að kaupmáttur tekna láglaunafólks, skuli bara hækka um 3-4% frá þvi lágmarki sem hann er nú i. Það liggur fyrir, að heildarsöluverð- mæti þeirra fiskafurða sem við seljum á Bandarikjamarkaði hækkaði á siðasta ári um 11.400 miljónir króna, eða um 44% og allt greitt i raunverulegum verðmætum. Það liggur lika fyrir, að útflutningsverð- mæti loðnuafurða frá siðustu loðnuvertið hækkar um yfir 7.000 miljónir króna, sem reyndar er meira en þreföldun frá þvi árið áður. Með hverju var reynt að réttlæta kjara- skerðinguna 1974, 1975 og 1976? — Var það ekki fyrst og fremst með lækkandi verði á útflutningsvörum, með versnandi við- skiptakjörum sem þó var að aðeins um að ræða tvö fyrri árin? Svo þykjast menn samt ekkert geta borgað frekar núna!! k. Listmunir frá Palekh Listmunir frá Palekh, litlum bæ I Mið-Rússlandi, eru þekktir viöa um heim. Þaðan eru fluttir út list- munir til 64 landa. Hér er um að ræða lakkaöar öskjur af ýmsum stærðum, skartgripi og púðurdós- ir, skrautplatta og skrifborössett og allt er þetta skreytt listilega gerðum smámyndum. Palekh kemur við sögu Rúss- lands frá fornu fari. Þjóösagan segir að snemma á 13. öld, þegar mongólskir tatarar réðust innl Rússland, hafi íbúar borganna Vladimir og Susdal flúið undan þeim til þessa fjarlæga skógi klædda héraðs. „Þeir brenndu skógana á árbökkunum og byggðu sér hús og kölluðu staðinn Palekh. Meðal flóttamannanna voru munkar frá Susdal sem mál- 'uðu íkona (helgimyndir)”. Þann- ig er sagt frá tilurð Palekh, sem síðar átti eftir aö veröa mikil miöstöð Ikonamálara. En á 19. öld hnignaöi rússneskri ikonalist. Þessi listgrein, sem haföi gefiö heiminum listaverk manna eins og Andrei Rúbljofs, Þeofanusar hins grlska og Dion- ysiusar,varnúálitindauðúr ölluir æöum. Þaraöauki minnkaði eftir- spurnin eftir Ikonum mikiö I lok 19. aldar og ennþá meira eftir byltinguna 1917. Um tima leit út fyrir að þessi forna rússneska listgrein ætti sér enga framtlð. Listaráöiö Hvað á að mála og hvernig? Þetta var vandamálið sem blasti við listamönnunum I Palekh. íkonagerð tilheyröi for- tlöinni. En tæknin og listrænir möguleikar hennar, sem lista- mennirnir höfðu erft frá meistur- um gamla Rússlands, áttu eftir aö endurfæöast I nýju og frum- legu formi. Ivan Golikof, fyrsti sovéski Palekh-málarinn, vann aö þvl lengi aö finna ný form þangað til honum hugkvæmdist að búa til öskjur úr papplrsdeigi og þekja þær svörtu lakki. Arangurinn varð glæsilegur. Frumleg lita- samsetning og fornrússnesk myndlistartækni gerðu þessar einföldu öskjur að dýrgripum. Fleiri listamenn fylgdu fordæmi hans og 5. desember 1924 mynd- uöu sjö fyrrverandi helgimynda- málarar með sér félag og settu upp vinnustofu. Arangur samstarfsins kom fljótt I ljós: áriö eftir aö vinnu- stofan var sett á laggirnar fékk Ivan Vakurov gullverölaun á Al- þjóðasýningunni í Paris. öskjurnar hófu sigurför slna um heiminn. Smám saman eignaðist hver listamaöur sinn eigin stll, sínar eigin litasamsetningar. Palekh-málararnir áttu auðvelt með aö finna viöfangsefni I rúss- neskum þjóðsögum og bókmennt- um,I daglega lifinu og náttúrunni.' Palekh nú á dögum 1 dag er Palekh stór miðstöð listiönaöar. Á verkstæöum bæjar- ins eru framleiddir 20.000 list- munir á ári. Sérhver þeirra er merktur höfundi slnum. Engar eftirllkingar eru framleiddar I Palekh, allir munirnir eru ein- stakir I sinni röð. Listamennirnir I Palekh leita stööugt að nýjum möguleikum. Fyrir skömmu hófu þeir fram- leiðslu skartgripa meö lökkuöum smámyndum. 1 Palekh starfa nú um 180 list- málarar. Þeir kjósa úr sínum hópi sérstaka nefnd, sem kemur saman tvisvar i mánuöi til að dæma og meta framleiösluna. Þessi nefnd hefur rétt til að hafna verkum sem fullnægja ekki gæða- kröfum hennar, eöa krefjast þess að viökomandi listamaöur betr- umbæti verk sin. Engar nýjungar i aðferðum Margt hefur breyst I Palekh á s.l. 50 árum, en tæknin við að framleiöa öskjurnar, litina og lakkiö er enn söm og áöur og eru jafnvel notuð sömu verkfæri. Ein kynslóö kennir annarri leyndar- mál framleiöslunnar. Einsog áö- ur byrjar framleiðslan á verk- stæðinu þar sem pappirsdeigið er búið til með þvi að presa saman pappir og hveitilim. Siöan er öskjunum dýft i fernisoliu og þær þurrkaöar við 100 gr. C hita i sér- stökum ofnum. Viku siðar er pappirsdeigið orðið að sterku, höföu efni. Þá er það þakið með grunnlit sem gerður er úr sóti og leir og aö lokum er askjan lökkuð. Litirnir eru leystir upp i eggja- rauðu, sem blönduð er ediki og verða aö svokölluðum limfarva. Þá er myndin máluö á með fin- gerðum pensli úr ikornahári. Úlfstönn er notuð til aö fægja gylltu linurnar. Svart lakk er grunnliturinn á öskjunum utan- verðum, en að innan eru þær lakkaöar með hárauöu lakki. (APN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.