Þjóðviljinn - 24.04.1977, Side 7
Sunnudagur 24. aprn 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
smiðjunni i Straumsvik með
knöppum meirihluta — eins at-
kvæðis meirihluta i efri deild til
dæmis.
Alþýðuflokkurinn hefur á yfir-
standandi þingi flutt tillögur um
vinnuvernd og atvinnulýöræði.
Ekkert er þó i meiri andstöðu við
þann málflutning en afstaða
Alþýðuflokksins til kisiljárnvers-
ins á alþingi i nýliðinni viku.
Hvergi er erfiðara fyrir verka-
lýðinn að tryggja sér mannsæm-
andi vinnuumhverfi en hjá stór-
iðjufyrirtækjum; reynslan i
Straumsvik ætti að kenna mönn-
um það, einnig Alþýðuflokknum
sem samþykkti . verksmiðjuna
og beitti sér fyrir henni á sinum
tima.
Þessi afstaða Alþýðuflokksins
er einnig i hróplegri andstöðu við
stefnuskrá ASÍ-þingsins frá s.l.
hausti.
Það er ástæðulaust að eyða
löngu máli i að ræða um örlög
Alþýðuflokksins; hann virðist
sjálfur kjósa að skrifa lokakafla
sögu sinnar fyrir næstu kosn-
ingar, forysta hans er i við-
reisnarálögunum enn.
En afstaða þess flokks mun
heldur ekki ráða úrslitum I þess-
um málum sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni; það verður
Alþýðubandalagið og styrkur
þess sem mun ráða úrslitum. Um
afstöðuna til islenskrar atvinnu-
stefnu liggja vatnaskil islenskra
stjórnmála, I þeim stjórnmála-
átökum sem framundan eru
næstu misseri verður barist um
islenska atvinnustefnu eða
erlenda stóriðju.
Fyrr var á það minnst að
Alþýðubandalagið hefði og myndi
enn skýrar sýna fram á yfirburði
islenskrar atvinnustefnu, að sýnt
hafi verið fram á þá stórfelldu
möguleika sem blasa við Islensku
þjóðinni enn frekar, þannig að öll-
um verði ljóst að framundan eru
ærin verkefni fyrir þjóðina að
glima við. Þar þarf ei aö leita til
fjölþjóðahringa um neinskonar
,,hjálp”eða „aðstoð”. Spurningin
er þvi ekki lengur um möguleik-
ana; það mun sannast að þeir eru
til,og það mun sannast að mikill
meirihluti landsmanna fylgir því
að þeir verði nýttir. Þá kemur
upp spurningin um það hvernig
þeir skuli nýttir, og það er efni i
aðra grein; að sinni verður aðeins
látið nægja að minna á að
áætlunarbúskapur er forsenda
þess að möguleikarnir verði nýtt-
ir skynsamlega. Með áætlana-
gerð á ég ekki við einskisnýta
óskalista, heldur framkvæmda-
forystu sem stýrir fjármunum
þjóðarinnar að þeim verkefnum
sem brýnust eru á hverjum tima
— en horfið verði frá sjónar-
miðum atkvæðaveiðanna og
ævintýramennskunnar.
—s.
Islensk réttarvernd
efnir til happdrættis
islensk Héttarvernd er þessa
dagana að hrinda af stað happ-
drætti, þar sem margir veglegir
vinningar eru i boði. Agóða af
happdrætti þessu, verður varð til
að efla starfsemi isienskrar Rétt-
arverndar og þá sérstaklega lög-
fræðiþjónustuna.
íslensk Réttarvernd var
stofnaö á mannréttindadaginn 10.
desember 1975, en markmið Rétt-
arverndar er að berjast fyrir
mannréttindum einstaklinga og
auknu réttlæti i framkvæmd
stjórnkerfis og réttarkerfis hér á
landi.
i byrjun þessa árs, opnaði Is-
lensk Réttarvernd skrifstofu, þar
sem lögfræðileg aðstoö er veitt
ókeypis. Fjöldi manns hefur snúið
sér til skrifstofunnar með hin
margvislegustu vandamál og hef-
ur þessi þjónusta margsannað, að
samtaka sem þessarra er mikil
þörf hér á landi.
Til að fjármagna lögfræðiþjón-
ustu íslenskrar Réttarverndar,
hefur fyrrnefndu happdrætti ver-
ið hrundið af stað. Dregið verður
18. júni n.k., en meðal hinna
glæsilegu vinninga er utanlands-
ferð eftir vali fyrir tvo að verð-
mæti 200 þúsund krónur, vöruút-
tektir fyrir samtals 200 þúsund
krónur og margt fleira.
Miðar fást á skrifstofu is-
lenskrar Réttarverndar I Miðbæj-
arskólanum, sem opin er á
þriðjudögum og föstudögum frá
kl. 16-19, en einnig munu félags-
menn selja miða viðar.
(Fréttatilkynning)
Frá Heilsuverndar-
stöd Kópavogs
Bólusetning gegn mænusótt fyrir full-
orðna fer fram daglega i Heilsuverndar-
stöðinni að Digranesvegi 12 kl. 17-18.30.
Þeir sem eiga ónæmisskirteini hafi það
meðferðis.
>43-, Húsnæðismáiastofnun
ó ríkisins ALJGtfSIR
Útboð
Húsnæðismálastofnun rikisins efnir til út-
boðs meðal islenskra húseiningaverk-
smiðja, á framleiðslu ailt að 30 ibúða i ein-
býlis-, rað- eða parhúsum, viðs vegar um
land.
Útboðsgögn verða afhent hjá Tæknideild
Húsnæðismálastofnunar rikisins Lauga-
vegi77, Reykjavik, gegn 10 þús. kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11 f.h.
mánudaginn 16. mai 1977.
l#l HúsnæðismálasUrfhun
ú rikisins Laugavcgi 77 simi 28500
Of mikið
af lyftidufti
Stundum dettur mér I hug
hvort ég sé eini fátæklingurinn I
Reykjavik.
Af hverju?
Jú, sjáðu til. 1 þau fáu skipti
sem ég fer um miðbæinn (aöal-
lega til að borga einhverja bé-
vaða reikninga) þá er bærinn
fullur af fólki sem rápar búð úr
búð. Ekki get ég imyndað mér
að fólkið rápi 1 búðirnar til að
skoða það sem þaö getur ekki
keypt — eða gerir fólkið þaö?
Stendur fyrir framan búðar-
gluggann og horfir á kristals-
glös og kristalsskálar. Eitt glas
þúsund kall, ein skál þrjú þús-
und kall — samtals fjögur þús-
und kall. Það gerir tiu tima I
dagvinnu.
Kristalsdraumurinn hrynur
og brotnar i þúsund mola en
óbrjótandi Duralex glös og skál-
ar risa uppúr rústunum.
Svo þessar fatabúðir hér og
þar og alls staðar.
Stuttur kjólí tiu þúsund, siður
kjóll fimmtán þúsund — förum
hinn gullna meðalveg og
segjum: eitt stykki kjóll tólf
þúsund. Það gerir þrjátiu tima i
dagvinnu.
Kiólnum er sleppt og farið er
heim. Saumað uþpúr gamla
Kjólnum sem var saumaður
uppúr gamla kjólnum sem var
saumaður uppúr nýja kjólnum
siðan fyrir strið.
En hvað um skó?
Hræbillegt — aðeins sex þús-
und kall og fimmtán timar 1
dagvinnu.
Takk fyrir, sama og þegið.
Farið til næsta skósmiðs,
keyptur litur og svörtu skórnir
sem voru litaðir brúnir i hitteð-
fyrra fá sinn upprunalega
svarta lit.
Ég stend tvlstigandi á
borgarastéttinni i Austurstræti,
er að gera það upp við mig hvað
ég eigi að kaupa i sunnudags-
matinn. Svlnakjöt eða nauta-
kjöt? Silung eða lax?
Munnvatnskirtlarnir auka
framleiðslu sina um helming —
monnipeningaglásin er talin og
ég kaupi saltað folaldakjöt.
Bráðum kemur betri tið með
blómi haga segi ég hughreyst-
andi við sjálfa mig.
Svo þú heldur þaö, segir háðsk
rödd einhvers staðar inni mér.
Ég er alveg viss, þeir eru aö
semja þessa dagana, svara ég.
Þeir gera það árlega, segir
röddin.
1 ár verður það öðruvisi, segi
ég-
Að hvaða leyti? spyr röddin.
Það liggur I augum uppi, segi
ég. Við getum ekki lifaö á sjötiu
eða áttatiu þúsund krónum á
mánuöi.
Ekki það, spyr röddin.
Maturinn kostar sitt, segi ég.
Þú getur nú ekki ætlast til að
fá höfðingjamat i hvert mál,
segir röddin.
Það væri tilbreyting aö fá eitt-
hvað annað en fisk I öll mál, segi
ég.
Einhver verður að éta fiskinn,
segir röddin.
Og fötin, ekki eru þau gefins,
segi ég.
Hvað þarft þú svo sem að gera
við föt, spyr röddin. Ekki þarft
þú aö fara i opinberar veislur.
Rafmagn og hiti, segi ég.
Ef þér er kalt þá geturöu bara
farið undir sæng, segir röddin.
Og þú getur svo sem notað
kertaljós, en hver á þá að borga
tapið á rafmagninu sem við
seljum til stóriðjunnar.
En siminn og sjónvarpið?
spyr ég.
Þú getur bara farið á staöinn
ef þú þarft að hitta einhvern að
máli eða fengið að hringja I
sjoppunni, svarar röddin. Ég
skil ekki að mikill missir sé að
sjónvarpinu þegar besta efnið I
þvi eru dagskrárlok.
En húsaleigan, spyr ég.
Hver er að biðja þig um að
búa I húsi, svarar röddin. Það er
ágætís tjaldstæði inni Laugar-
dal.
Hvað með bil? segi ég.
Handa hverjum eru strætis-
vagnarnir, segir röddin.
En ef mig langaði I bió eða
leikhús, spyr ég.
Þú getur þá skoöað myndirn-
ar I útstillingarkassanum,
svarar röddin.
Hvað með börnin min, segi ég.
Hver var að biðja þig um að
eignast börn, segir röddin.
Sumarfri, spyr ég.
Þú getur notað sumarfriiö þitt
til að vinna þér inn aukapening,
svarar röddin.
En ef mig langar i bækur,
spyr ég.
Láttu þér nægja að lesa
Moggann, svarar röddin.
En þetta er ekkert lif, segi ég.
Hver var að tala um að þú
ættir að lifa, segir röddin.
Eftir þessu aö dæma þá er ég
bara vinnudýr, segi ég.
Og hvaö með það, segir rödd-
in. Ekki geta allir veriö stjór -
ar.
Mig langar ekkert til að verða
stjóri, segi ég. Ég vil bara fá
sanngjarna sneið af þjóöarkök-
unni.
Og færðu hana ekki, spyr
röddin.
Nei, segi ég.
Sumir þurfa að éta meira en
aörir, segir röddin.
Já,en þjóðarkakan stækkar og
stækkar með hverju árinu sem
liöur, samt sem áður minnkar
alltaf kökubitinn minn, segi ég.
Af hverju?
Ertu að spyrja mig, segir
röddin.
Já ég er aö spyrja þig, segi ég.
Ég veit það ekki, svarar rödd-
in. Þeir hafa ef til vill látið of
mikiö af lyftidufti I þjóðarkök-
una.
EFTIR VALDÍSI
ÓSKARSDÓTTUR