Þjóðviljinn - 24.04.1977, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. aprll 1977
Sunnudagur 24. apríl 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Námsefni verður kapítal
og þekklngin söluvara
\
Einnig segir I sömu grein aö
skólinn skulí búa nem. undir llf og
starf I lýöræöisþjóöfélagi, sem sé
I sífelldri þróun.
1 þeim umræöum um skólamál
sem fariö hafa fram I fjölmiölum
og vlöar undanfarnar vikur hefur
komiö fram aö ýmsum finnst
daglegt líf I skólunum alls ekki I
samræmi viö tilvitnaöa lagagrein
enda útilokaö aö unnt sé aö fram-
fylgja henni viö óbreyttar aöstæö-
ur. Aörir eru ekki svo svartsýnir
og telja lögin harla góö og enn
aörir segja aö lagasetningin hafi
veriö allsendis óþörf, nóg heföi
veriö aö framfylgja gömlu lögun-
um og lagfæra þau lltilsháttar.
Flestar Jjessar vangaveltur hafa
veriö fremur brotakenndar og til
aö reyna að fá einhverja heildar-
mynd af íslensku skólakerfi og
möguleikum þess til þróunar ieit-
uðum viö til Jónasar Pálssonar,
skólastjóra Æfinga- og tilrauna-
skólans en hann er manna fróö-
astur um uppeldis- og skólamál
og hefur mikiö ritaö og rætt um
þau efni á undanförnum árum.
Málamiölun
Og viö hef jum þá samtalið á þvl
aö spyrja, hvers konar lög Is-
lensku grunnskólalögin séu.
— Þau eru málamiölun. Ann-
ars vegar milli afturhalds-
manna I félags- og menntamál-
um, sem vilja I rauninni viöhalda
menntakerfi þar sem 15-20%
ganga „menntaveginn” gegnum
embættismannaskóla af ýmsu
tagi og enda I háskólum og sér-
skólum, og hins vegar milli fé-
lagslega sinnaöra umbótamanna,
sem vilja auka upplýsingu og
fræöslu almennings, viöurkenna
fjölbreytni I hæfileikum manna^
óllk áhugamál og þarfir fólks.
Þeir vilja efla mannúö frjálsræöi
og sjálfstæöi nemenda aö taka á-
kvaröanir og vera raunverulega
virkir I lýöræöisþjóöfélagi.
— Aukiö jafnrétti til náms er
höfuöeinkenni þessarar löggjafar
en viöleitni I þá átt er raunar
helsta einkenni skólalöggjafar
um allan heim sl. 200 ár. Jafn-
framt er reynt aö skapa svigrúm
til þess aö einstaklingar meö mis-
munandi hæfileika njóti sln amk.
meðan þeir eru I skylduskólan-
um.
Brœðingsskóli
— Er þetta ekki iofsvert fram-
faraspor og æriö verkefni?
— Vissulega. En hér er þó
margs aö gæta og ekki allt sem
sýnist. 1 fyrsta lagi er þetta bræö-
ingsskóli. Grunnskólinn, þe. sam-
felldi skólinn, hér og erlendis er
enn skóli borgarastéttarinnar.og
þó einkum skóli þeirra sem geta
„lært”. Þetta er enn aö eölisgerö
bóknámsskóli fyrri alda, mennta-
skólinn gamli og háskólinn.
Grunngerð þessa skóla hefur ver-
iö teygö og toguö til aö þjóna hin-
um ólfkustu markmiöum og hags-
munum.
— Skólinn býr þvl viö miklar
innri mótsetningar. Foreldrar,
kennarar, valdamenn og almenn-
ingur hefur mjög óljósar hug-
myndir um hlutverk og starfs-
hætti skóla í nútlma þjóðfelagi,
sbr. lætin fyrr I vetur I sambandi
viö samræmdu prófin, þar sem
þessi tvlskinnungur I garö skól-
ans kom glöggt fram.
'
M
Jónas Pálsson: Menn veröa aö gera sér glögga og hliföarlausa mynd af
ástandinu. En ég hefi trú á mannlegum hæfileikum til aö ráöa á bæri-
legan hátt fram úr hvaöa vanda sem er.
í markmiðsgrein grunnskólalaganna segir ma:
„Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sin-
um i sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nem-
enda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og
menntun hvers og eins.
Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til
aðafla sér þekkingar og temja sér vinnubrögð, sem
stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska.
Skólastarfið skal þvi leggja grundvöll að sjálfstæðri
hugsun nemenda og þjálfa þá til samstarfs við
aðra.”
— og litlu
skiptir
hvað fest
er í lögum
ef ekki
verður
tekin upp
gjörbreytt
stefna í
efnahags-
og
atvinnu-
málum
— Aö mlnu mati ætti grunn-
skölinn aö vera laus viö ein-
kunnagjöf og próf eins og þeim
hefur oftast veriö beitt hingaö til.
Góöur árangur eins á ekki aö vera
ósigur og niöurlæging annars.
Grunnskólinn er enn skóli sam-
keppni fremur en samstarfs og
menn treystaá metnaö nemenda
til aö leggja sig fram viö vinnu
fremur en áhuga þeirra og
ánægju af vel unnu verki. En viö
komum e.t.v. aö þessu siöar.
Allir flokkar
sammála
—- Þrátt fyrir þessa vankanta
sem ég hef nefnt á grunnskólan-
um er hann tvlmælalaust spor I
rétta átt. En skilyröin til aö fram-
kvæma stefnu hans eru harla
veik. Verst er e.t.v. hve lltinn
stuöning hugmyndir hans viröast
eiga I hugum foreldra og almenn-
ings yfirleitt. Orsök þess er þessi
mikla einangrun Islenska skólans
frá öörum þáttum þjóölífsins bæöi
hugmyndafræöilega og hvaö
snertir daglegt líf manna. Skólinn
er ekki samkv. minum skilningi
bara undirbúningur undir llfiö,
skólinn er i æ meira mæli llfs-
form, sem á sér eigin tilgang og
tilveru fyrir stóran hóp manna I
fjöldamörg ár á sama hátt og
hvert æviskeiö er jafngilt I veru
sinni, bæöi bernska, æska og elli.
— Og allir stjórnmálaflokkar
viröast sammála 1 grundvallarat-
riöum um aö halda leyndu fyrir
almenningi samhengi skólans og
menntastefnunnar viö þróun
þjóöfélagsins, bæöi félagslega,
efnahagslega og menningarlega.
En gerum ráö fyrir aö grunn-
skólalögin yröu raunverulega
framkvæmd, hvernig gerist þaö
og hvaö myndi af þvi leiöa?
— Ég tel aö grunnskólalögin
hafi þegar haft nokkur áhrif. Þar
ber mest aö þakka fórnfúsu starfi
kennara, námsstjóra og
embættismanna sem leggja nótt
viö dag aö koma málum áfram.
En ég held aö lögin séu I raun
óframkvæmanleg I grundvallar-
atriöum viö núverandi stefnu I
efnahags- og atvinnumálum og
þar meö stjórnarstefnunni yfir-
leitt. Hér er um svo flókiö mál aö
ræöa aö vonlaust er aö útskýra
þaö I stuttu blaöaviðtali til nokk-
urrar hlltar en ég get samt nefnt
nokkur atriöi.
— Kennarinn er hornsteinn
þeirrar mannúðar-, jafnréttis- og
frjálsræöisstefnu I skólastarfi
sem grunnskólalögin stefna aö.
Menntun kennara hefur mjög
veriö vanrækt sl. tvo áratugi, þótt
nokkuö hafi veriö bætt úr I þvl
efni nú siöustu árin. Þar þarf þó
aö gera stórátak, en mér viröist
þunglega horfa I þeim efnum.
Laun kennara eru heldur ekki
glæsileg, þótt þau séu e.t.v. I
sjálfu sér hlutfallslega ekki lakari
en annarra launamanna I opin-
berri þjónustu. Þaö er svo önnur
saga en óbeint þessu tengd aö
kennarastéttin er sundruö, á-
hrifalítil og sjálfri sér sundur-
þykk.
— önnur meginforsenda fyrir
framkvæmd laganna er starfs-
skilyröi, húsnæöi, námsgagna-
kostur, búnaöur skóla o.s.frv. Hér
vantar stórmikiö á aö fullnægt sé
lágmarksþörfum. Búnaöur
flestra heimila er svo langtum
betri en vinnustaður nemenda I
skólanum aö ekki þolir neinn
samanburö. Einsetning ætti einn-
ig aö vera sjálfsögö og skóladag-
ur, I þéttbýli amk., að vera frá kl.
9-4 daglega.
— Jafngilding námsgreina er
ein af fræöilegum forsendum
grunnskóla erlendis og þá vænt-
anlega einnig hér heima. Þá
reynir á hvort nám handar og
hugar er metið til jafns viö nám
af bók meö tilheyrandi tjáningu
orösins. Þvl fer mjög fjarri aö
grunnskólinn geri verklegu námi
tónlist, hreyfilist og myndlist
jafnhátt undir höföi og bóknámi.
Þaö ber aö vlsu aö játa og meta
aö yfirvöld i menntamálum sýna
viöleitni I þessa veru og nokkuö
hefur áunnist amk. meö ritun
greinargeröa og eins hefur til-
raunanámsefni veriö samiö I
nokkrum greinum. Einnig hefur
raungreinakennsla stórbatnaö,
enda þar I raun og veru um bók-
lega kennslu aö ræöa.
— En I heild sinni er ennþá
grundvallarmunur milli bóklegra
greina og verklegra og ég sé eng-
ar líkur á aö hann minnki teljandi
á næstu árum. Verknámiö er
dýrt. Þaö er mergurinn málsins
eins og berlega sést I framhald-
skólunum. Auöveldast er og aö
þvl mestur gróöinn aö fleyta
rjómann ofan af hjá námfúsasta
og hæfileikamesta bóknámsfólk-
inu.
Hvað mundi Stephan
G. segja?
— Aö mlnu mati er þaö hins
vegar stefna og andi grunnskóla-
laganna aö skólinn sé ekki aöeins
fræöslustofnun heldur alhliöa
menntastofnun og er þetta skylt
þvl sem ég sagöi fyrr um jafnrétti
greina. En ég er ansi hræddur um
aö Stephan G. Stephansson heföi
gert ýmsar athugasemdir viö
menntunargildi skylduskólans
eins og hann starfar á Islandi I
dag.
— Og grunnskólinn á aö vera
samfelldur. Þaö er eitt af mark-
miöum laganna. Ég tel aö einmitt
þetta sé mjög mikilvægt og vissu-
lega viöleitni aö hrinda þessu
lagaákvæöi I framkvæmd. Og slst
vil ég gera lltiö úr þvi starfi, en
samt eru ákveöin skil milli skóla-
stiga, bæöi hvaö snertir náms-
efni, kennsluhætti og skólabrag
og þetta bil þarf aö brúa. En
grunur minn er sá aö ýmsir öflug-
ir aðilar leggist hér sterklega I
gegn. Alverst er þó aö grunninn
vantar, og á ég þar viö upplýst al-
menningsálit.
— Margt fleira mætti telja af
markmiöum grunnskóla en þetta
veröur aö nægja. Ég svara þvl
spurningu þinni svo aö þaö væri
framfaraspor og hagur alþýöu
jafntsem forréttindahópa, ef lög-
in yröu raunverulega fram-
kvæmd, þótt þau að mlnu mati
séu ekki I gerö sinni ætluö til aö
koma á þeirri skólagerö, sem ég
kalla skóla alþýöu og myndi losa
okkur viö margar af þeim mót-
setningum sem grunnskólinn á
við aö stríöa. Mig langar aö ræöa
nánar um alþýöuskólann en þaö
vröi heilslöugrein svo aö ég verö
að láta þaö blöa. En ég legg á-
herslu á aö lögin eru góö svo langt
sem þau ná, þau mjaka okkur
hænufet og meiningin er góö aö
flestu leyti enda réöu umbóta-
menn og mannúöarfólk feröinni
viö lagasmíöina.
Frœðslulögin 1946
voru afar róttœk
Er þá ekki hægt aö framkvæma
grunnskólalögin?
— Framkvæmdin er allt annaö
en lagabókstafurinn og nú reynir
á hana. Hér er vert aö minná á
fræöslulögin frá 1946 og hvaöa
lærdóm megi af þeim draga. Þau
voru ein róttækustu og umbóta-
sinnuöustu fræöslulög I V-Evrópu
á sinni tlö og bera höfundum sln-
um lofsvert vitni. Samkvæmt
þeim átti aö auka fræöslu og
menntun og draga úr misrétti til
menntunar og þaö sem mest var
um vert, leggja grundvöll aö ai-
mennri menntun, sem grundvall-
aöist á verknámi og bóknámi á
jafnréttisgrundvelli.
Og hver varö niðurstaöan?
Sorglega léleg frá alhliöa
menntapólitísku sjónarmiöi.
Verknámshugmyndin var alger-
lega vanrækt og smá tilraunir I þá
átt endanlega drepnar. Bóknám
var aö vlsu eflt I landinu og jafn-
rétti aukið til aö stunda sllkt nám,
en þaö var þröngt menntaskóla-
nám I flestum tilfellum. Iön- og
verkmenntun voru aftur á móti
gróflega vanrækt. Almenn og
starfsleg menntun sjómanna,
verkamanna, bænda og iðnverka-
fólks var sniögengin nær alveg og
sýnd fyrirlitning. Embættis-
mannastéttin I skóla- og fræöslu-
málum brást þeirri skyldu sinni
aö þróa lögin og koma þeim I
framkvæmd stig af stigi. Og al-
menningi var ekki gerö grein fyr-
ir málinu. Stjórnmálamenn van-
ræktu gjörsamlega aö veita þaö
fé sem þurfti til aö framkvæmd
laganna gæti oröiö aö veruleika.
— A Islandi eru orö æöstur veru-
leiki.
Veröur einnig svo meö grunn-
skólalögin?
Ég.óttast þaö, nema þaö
bjargi þeim, hvaö heiti þeirra
þykir óíslenskulegt.
Misjafnir inn,
misjafnir át
Viö höfum nú rætt talsvert um
jafnréttiö en þú hefur I fyrirlestr-
um um skólamál stundum staö-
hæft aö vfst kæmu nemendur
misjafnir I skólana en misjafnari
færu þeir þó út úr þeim. Hvernig
útskýrir þú þetta?
— Þessi staðhæfing þarf eins
og jafnan er þegar sllkum fram-
setningarmáta er beitt skýringa
við og er ýmsum skilyröum háö.
— Fyrst er hún tengd greindar-
hugtakinu, hvernig viö túlkum
þaö og svo markmiöum og starfs-
háttum skólans. Þetta veröur
ekki skýrt nema I löngu máli, en
ég get svo sem reynt aö drepa á
viss atriöi.
— Baráttumenn almennrar
fræöslu t.d. á 19. öld trúöu þvl aö
fræösla myndi gera alla menn
jafna, eöa amk. jafna aöstööuna
stórlega. Munur sá sem kemur
fram hjá fólki, bæöi börnum og
fullorönum við aö leysa verkefni,
einkum þau sem reyna á minni
skilning og dómgreind, var fyrir
þeim harla óljós, en þessi tengsl
hugsunar (sértæk hugsun) viröist
vera kjarni I hæfni til bóknáms.
Munur þessi kom smátt og smátt
skýrar I ljós eftir því sem borgar-
skóli millistéttarfólks festist I
sessi. Viö þekkjum flest af eigin
raun þennan skóla. Þar er sama
námsefni fyrir alla, slöan rööun I
bekki eftir einhvers konar
meintri námshæfni og llka sam-
ræmd próf meö einum eöa öörum
hætti og einkunnir, sem endan-
lega innsigla mun manna eftir
námsárangri þannig metnum og
mældum.
— Aö hve miklu leyti á þessi
einstaklingsmunur rætur aö rekja
til uppeldis og umhverfis?
— Þaö er mjög umdeilt meöal
fræöimanna. Allir eru þó sam-
mála um aö uppeldisáhrifin eru
geysimikilvæg en hérer ekki unnt
aö fara frekar út I þetta flókna
mál. En svo ég svari nánar fyrri
spurningu þinni aö einhverju leyti
þá er þaö mitt mat, aö vlst séu
einstaklingar mismunandi þegar
þeir koma I skóla hvaö náms-
hæfni snertir en þó sé unnt aö
leiöa aö því rök, bæöi fræöileg og
byggö á reynslu, aö þessi munur
hljóti aö aukast miöaö viö einhæft
bóknám.
Sá greindi grœðir
— „Greindi” nemandinn ræöur
vel viö námsefniö, hann hefur þvl
full not af náminu. Sjálfstraust
hans og áhugi eflist og þvl er lik-
legt aö afköst hans fari hlutfalls-
lega vaxandi. Getulitli nemand-
inn, sem stóö af ejnhverjum
ástæöum höllum fæti I upphafi,
hans afköst og framfarir eru lik-
leg til aö veröa smá. Hann á löng-
um erfitt meö aö fylgjast meö og
skilja útskýringar kennarans,
sjálfsmynd hans mótast af ósigr-
um, kjarkur hans og sjálfstæöi
dvlnar. Félagslega og sálrænt
hefur þetta vlötækar afleiöingar.
— Ég játa aö reynt hefur verið
aö draga úr ókostum skólanna aö
þessu leyti meö ýmsu móti hin
slöari ár, svo sem meö auknu for-
skólastarfi, afnámi rööunar I
bekki, dregiö úr einkunnafargan-
inu, námsefni gert fjölþættara og
bætt kennaramenntun hefur auk-
iö skilning manna á þessum þátt-
um. Hagur nemenda hefur þannig
vissulega veriö bættur nokkuö og
dregiö úr mismunun þeirra og þvl
ofriki sem þeir sæta bæöi beint og
óbeint.
— Geturðu bætt einhverju viö I
þessu sambandi um mismunandi
tegundir greindar og greindar-
hugtakiö?
— Ja, en þaö er nú vist ekki
skynsamlegt aö gera þaö. Ég
verð fleginn lifandi þegar sllkt
birtist. Mér skilst stundum á
kunningjum mlnum, aö ég hafi
hingað til sloppiö frá meiriháttar
kárlnum vegna þess, aö menn
skilja ekki þaö sem ég segi.
— I fyrsta lagi held ég aö
greind sé miklu margþættara og
flóknara fyrirbæri en almennt er
talið. Það skrýtna er að foreldrar
og almennir kennarar eru miklu
þröngsýnni i þessum efnum en
sérfræöingar, t.d. sálfræöingar.
Og vafalaust er fólk misjafnt líf-
fræöilega f þessu efni eins og öör-
um. Hinsvegar er ég lika viss um
eins og ég sagöi áöan aö umhverfi
og uppeldi ráöa miklu meira en
menn hafa hingað til viöurkennt.
Greind sé ekki
mœlikvarði
— Annaö er þó miklu mikil-
vægara. „Greind á ekki að vera
mælikvaröi á jafnrétti manna.
Viö höfum þörf fyrir alla I samfé-
laginu og þeir rúmast þar allir viö
góöan hag ef viö búum I mann-
úöarsamfélagi, þar sem skyn-
samleg félagsleg markmiö ráöa
feröinni. En þaö samfélag veröur
ekki til nema nægilega margir
berjist meövitaö og markvisst
fyrir sköpun þess og slöan varö-
veislu. Um þetta er baráttan háö
ööru fremur ekki fyrst og fremst
innan skólans heldur á sviöi at-
vinnu-, efnahags- og félagsmála.
En vissulega einnig innan skól-
anna. Skipulag þeirra og starfs-
hættir draga langan slóöa.
— Þaö er meö greindarhugtak-
iö eins og svo margt annað mikil-
vægt, menn vilja ekki ræða þaö.
Ekki slst er þetta svo um marga
þá sem eru meö réttindi alþýöu á
vörunum. Þaö er af ýmsum sér-
fræðingum talað um aö I skólun-
um sé þaö sem kallað er „falin
námsskrá”. Menn gefa sér svo
margar forsendur, sem ekki eru
ræddar en ráöa þó úrslitum á
ótrúlega mörgum sviöum.
Greindarhugtakiö er eitt af þess-
um földu fyrirbærum. Það hefur
heldur betur orðiö fyrir barðinu á
þessari þögn —þögn hins ráðandi
meirihluta. — IslendingaT eru
tröllriðnir af þessumskolla,
greindasta þjóð i heimi, o.s.frv.
Þetta er vond Njála allt saman. —
En sleppum þvi.
— Aö mlnu mati er sú villan
stærst aö viö hömrum stööugt á
greindarskorti I staö þess aö
leggja áherslu á þaö sem er amk.
jafnörugg staöreynd, aö menn-
irnir búa yfir óendanlegri fjöl-
hæfni I gerö sinni og hæfileikum.
Viö einblinum á afar þröngt hæfi-
leikasviö, sértæknieiginleika (ab-
straktionhæfileika) hugsunarinn-
ar og gerum hann aö úrslitaatriöi.
Og viö gerum meira, viö notum
hann til aö skapa þeim sem þann
hæfilcika hafa sérréttindaaöstööu
(sem þó er á Islandi oröin harla
vafasöm). Jafnframt veröur
námshæfnin kapital og þekkingin
söluvara. Og þetta er sennilega
höfuöskýringin á látunum vegna
prófanna i vetur, foreldrar, nem-
endur og kennarar skynja óljóst
mikilvægi prófa og einkunna i
samkeppniskapphlaupi markaös-
þjóöfélagsins. Menn veröa gripn-
ir öryggisleysi þegar fariö er aö
hreyfa einhverju sem þeir vita
ekki ve) hvaö er. Hlutverk skól-
ans sem einhvers konar trygging-
ar- og flokkunarmasklna kemur
hér mjög skýrt I ljós.
— En svo ég vlki aftur aö
greindinni, þá leggjum viö altof
einhliöa áherslu á einstaklings-
greindina.
Ég fæ ekki betur séö en þaö sé
til gnægö af greind til aö leysa
flest raunhæf verkefni og vanda-
mál, sem aö mannkyni steöja ef
viö vinnum saman, leggjum hæfi-
leika okkar og kunnáttu fram I
samstilltu átaki.
Samfélagið býr yfir nægum
hæfileikum og kunnáttu til að
leysa vanda sem aö kreppir, þótt
hver einstaklingur megni þaö
ekki. En þá er lika erfitt fyrir ein-
staklingana og séni aö „brill-
era”. Auövitaö kemur hér enn
fram ein hliö þess einstaklings-
hyggju- og samkeppnisþjóö-
félags, sem viö búum viö og skól-
inn er spegilmynd af.
Foreldrar biðja ekki
um jafnrétti
— Þess má til gamans geta I
þessu sambandi aö ég hef sjaldan
heyrt foreldra krefjast þess aö
börn þeirra skuli nióta jafnréttis
við önnur börn i skólanum, þegar
bau lenda I örðugleikum I námi,
heldur er hitt algengt að þau beri
brigður á hæfileikamatið. Barnið
mitt er greint segja þeir og meina
þá I þessum heföbundna bóka-
námsskilningi. Þetta er auövitaö
skiljanlegt, þegar haft er I huga
hvernig rlkjandi álit flestra sér-
fræöinga, aö viöbættum upplýs-
inga- og umræðuskorti, hefur
fastmótað almenningsálitiö.
Þú nefndir uppþotiö sem varö
vegna samræmdu prófanna í vet-
ur. Hver er skýring þin á þvi?
— Orsakir þess eru margar og
sú fyrsta aö afturhaldsöflin I
skólakerfinu og samfélaginu,
sem aldrei hafa sætt sig viö
umbótahugmyndir grunnskóla-
laganna, sáu sér leik á boröi þeg-
ar I ljós komu tæknileg mistök á
samningu og framkvæmd próf-
anna. Þessi mistök voru notuð
sem tylliástæöa til að gera hiö
nýja prófkerfi tortryggilegt I
sjálfu sér.
— I ööru lagi heldu pólitlkusar
meö mismunandi flokkslit aö hér
væri kominn hvlareki sem nota
mætti til vinsælda hjá „alþýðu”.
En þó þeir væru með mismun-
andi flokkslit þá hallaðist ekki á
hvaö þekkinguna snerti. Ég get
ekki stillt mig um aö gera hér þá
athugasemd, aö þaö er ekki von
að vel gangi með úthald þjóöar-
skútunnar I efnahags- og atvinnu-
málum eða þjóöfélagsmálum yf-
irleitt ef þekkingin og heildin eru
þar á áþekku stigi og fram kom,
þegar skólamálin voru rædd
Próf, einkunnir,
peningar
— Þá vil ég I þriöja lagi benda
á aö próf og einkunnir snerta
grundvallaratriöi I gildakerfi þvi
sem rikir I þjóöfélagi af okkar
gerö, þ.e. I samfélagi þar sem
hagsmunir alls konar milli-
stéttarhópa og þeirra annarra
Framhald á bls. 22
ÍJ