Þjóðviljinn - 24.04.1977, Side 14

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. apríl 1977 Guðbjörg Kristjánsdóttir ræðir við Sigurð Guðmundsson í tilefni af sýningu hans í Gallerí SÚM G.K,: Var þaö eitthvaö ákveö- ið, sem réöi þvl, aö þú ákvaðst að gerast myndlistarmaöur? S.G.: Nei, þaö var ekkert sér- stakt, nema hvaö allt annaö haföi mistekist Ég var i Myndlista- og handiöaskólanum á árunum 1961 63. Þá var siöur i skólanum að fara að vinna á Kleppi eftir nám- ið. A þriðja ári hætti ég á miöjum vetri og vann i 9 mánuði á Kleppi sem gæslumaður, frekar lélegur gæslumaöur á órólegu deildinni. Siöan fór ég út til Hollands til framhaldsnáms. Ég bað Þórð Ben aö teikna fyrir mig módel- teikningar til aö komast inn á skólann. Hann geröi þaö og ég komst þangað inn með glans, en sagöi jafnframt aö ég hefði engan áhuga á módelteikningu, enda skildu þeir þaö mæta vel, þegar þeir skoðuðu teikningar Þórðar. G.K.: Menn hafa álitiö þig fullnuminn i módelteikningu? S.G.: Já, ég fór bara styttri leiðina i módelteikningu, fór til Þórðar. Ég var i skólanum þarna i Hollandi i eitt ár. Þetta var akademia, ágætur skóli i raun og veru en ó- sköp venjulegur miöaö viö að- stæður áriö 1963. Eftir áriö á aka- demiunni flutti ég upp i sveit i Hollandi og fór aö vinna i Philips- verksmiðju og skrifa hugleiðing- hópurinn var að gera á þessum tima. En þetta var nú ekki fyrsta myndlistin, sem viö kynntumst Viö höföum haft dálitil kynni af poppi i gamla daga. Siðan þróað- ist þetta smám saman. Maöur þróast þangað, sem manni liöur betur, svo breytist maður og maöurinn breytist og maður finn- ur stað sem manni liöur ágætlega á. Hollandsdvöl — Þroskaár G.K.: Eftir fyrstu sýninguna þina árið 1969 heldur þú aftur út til Hollands. Varstu þá að sækjast eftir meiri menntun eða var erfitt að vinna að myndlist hér heima á þessum tima? S.G.: Nei, mér fannst ógurlega gaman þetta ár á íslandi, þetta var ægilega fjörugt ár og margt, sem skeöi i Islenskri myndlist þá. Við héldum svona 10 sýningar i galleri SOM, þar af hafa áreiðan- lega 6 verið stórmerkilegar, t.d. SOM II og SOM III sýningarnar. Þetta voru samsýningar, sem Dieter Rot hjálpaði okkur að velja i. Það var lika fullt af öðrum sýningum, Kristján og Þórður Ben voru með happening og dálít- ið var um konkret poetri. Siðan fór ég út til Hollands, Sigurður Guðinundsson mátti sýningin meira að segja ekki heita 4 Islendingar, vegna þess að þeir sögðu að það væri ekki ætlunin, heldur værum við valdir þarna sem einstaklingar. Þeir vildu afmá að þetta væri is- lensk sýning, enda var hún kölluð allt annaö eöa Ca va? ca va. Konceptlist G.K.: Nú hefur listsköpun þin þróast yfir i koncept list, sem er ný og óþekkt stefna hér á landi. Geturðu lýst henni nokkuö? S.G.: Fyrir mig er hún þannig, að maður vinnur fyrst og fremst með hugmynd. En maður vinnur með hugmynd sem myndlistar- maður en ekki sem maður sem er að reyna að finna upp nýjar undirskálar. Hann vinnur lika meö hugmyndir, en sem iöjuhöld- ur eða uppfinningamaður. Maður gengur út frá hugmyndinni sem myndlistamaður og lætur þvi hið myndræna bara segja frá hug- myndinni en gerir ekki tilkall til þess sem efnis eða medium. Sem sagt. engin sjónræn áhrifabrögð, engin blæbrigði i litatónum og þess háttar, nema það eigi bein- linis heima I hugmyndinni. Þá þarf hugmyndin að fjalla einmitt um áhrifabrögð, blæbrigði og svoleiðis. Það verður engu breytt fram yfir það sem hugmyndin býður upp á. Myndin verður að hlýða hugmyndinni. Oft má gera myndirnar meira elegant.en þjóni það ekki hugmyndinni er það bara eins og óhreinindi i mynd- inni jafnvel þótt hún sé hrifandi i lit og formum. Siðan kemur að þvi að velja þessari hugmynd form. Það getur verið oliumál- verk, grafikmynd og hvað sem er. En einkennið verður alltaf hið sama, að maður finni fyrst og fremst fyrir hugmyndinni. G.K.:Nú eru á sýningunni þinni núna bæði texti og myndir. S.G.: Það er min leið. Ég er alls ekki neitt ideal dæmi um kon- ceptualisma á breiðum grundv. Ég er bara úti i minu horni með mina hluti. Sumir vinna eingöngu með texta, aðrir vinna bara i málverki og teikningum, enn aðr- Menntun og mótunarár ar, sem ég birti sem betur fór aldrei. Ég vann lika smávegis að myndlist þarna. Svo kom ég til íslands um mitt árið 1966 og fór í tollskólann og gerðist tollvörður. Ég var I tollin- um i 3 ár, og meðan ég var þar, vann ég mjög mikið i myndlist. Éghéltsiðan mina fyrstu sýningu i Galleri SOM i febrúar 1969 og fór siðan út tii Hoilands i ársbyrjun 1970. G.K.: Þú varst einn af stofn- endum SOM. Hver voru tildrögin að stofnun gallerisins, fylgduð þið einhverri sameiginlegri stefnu? S.G.: Ég var einn af stofnend- um Galleri SOM, en ekki félags- skaparins SOM,og ég var sá fyrsti sem sýndi i galleriinu. Við vorum þarna mörg saman i hóp að leita okkur að sýningarhúsnæði. Sam- band okkar byggðist á vináttu og mikilli trúmennsku i garð hvers annars en ekki þvi.að við fylgdum sömu stefnu. Þetta var unga kyn- slóðin, myndlist á Isiandi þá, þeir yngstu. Það var ekkert farið illa með okkur, en okkur langaði i eigið galleri, i stað þess að fá inni hjá öðrum, sýna I Bogasalnum eða eitthvað svoleiðis. G.K.: Dieter Rot hafði mikil á- hrif á þessu timabili. Hvar kemur hann inn i myndina? S.G.:Hannvar sá myndlistar- maður á Islandi þá, sem við höfð- um auðvitað lang-mestan áhuga á. Hann hafði tekið óskaplega mikinn þátt i nútimamyndlist þá, bæði erlendis og hér heima, og i gegnum hann opnuðust fyrir okk- ur leiðir til að kynnast manni, sem vann með konkret og visual poetri auk alls annars, sem hann fékkst við. Ég nefni til dæmis bækurnar, hann var nánast upp- hafsmaðurinn að bók sem list- formi. Þessi nýrealismi, sem kallaður er, var það sem Fluxus- vegna þess að ég á hollenska konu. Um þetta leyti tók ég þátt i Ungdomsbiennalnum i Oslo og fór siðan að vinna að þvi að setja upp SÚM sýningu i Hoiiandi. G.K.: Þú hefur tekið þér fyrir hendur að flytja út islenska list? S.G.: Já, það voru 14 Islenskir myndlistarmenn, sem sýndu þarna. Þetta var stór sýning i heilu safni. G.K.:Aðstaða i Hollandi hlýtur að vera mjög góð, ef marka má af þeirri fyrirgreiðslu, sem þið feng- uð. S.G.: Já, sýningin var haldin i samráði við menntamálaráðu- neytið hollenska, og það var dálit- iðgaman að þvi, að þegar ég kom þangað að ganga frá ýmsu i sam- bandi við smá styrki og fyrir- greiðslur, þá þekktu þeir SOM-fé- lagsskapinn að töluverðu leyti. G.K.: Það er vist meira en sagt verður um islendinga á sama tima. Holiendingar hafa verið betur að sér i islenskri myndlist? S.G.: Já, það er dálitið skritið. Að minnsta kosti þekktu þeir okk- ur betur en margir er ráðskuðust með myndlistarmenn hér á Is- landi þá Það er heldur engin yfir- bygging I islenskum kúltúr, engir peningar settir i það og enginn strúktúr i strategiunni. Hún er bara blind. G.K.:Ferðu svo að vinna þarna i Hollandi fullum fetum? S.G.: Ég fór i skóla I eitt ár, sem reyndar var ekki klassiskur skóli, heldur vinnuaðstaða, þar sem hver maður haföi sitt stúdió. G.K.: Hvað tók svo við að nám- inu loknu? S.G.: Hollendingar hafa gert samning við myndlistarmenn, sem kallaður er Kontrat-prestatie og byggist á eins konar gagn- kvæmu framlagi listamannsins og rikisins, þ.e.a.s. listamaðurinn leggur fram verkið og rikið pen- ingana. Hollendingar ganga út frá þvi að starf myndlistarmanns ins sé alveg jafnæskilegt fyrir þjóðfélagið og starf smiðsins. Þegar smiðurinn kemur út úr iðn- skólanum i Hollandi og hefur lok- ið sinu sveinstykki, ber samfélag- ið ábyrgð á honum. Þannig er reynt að leita aö vinnu handa hon- um I hans fagi á ráðningaskrif- stofu.og takist það ekki, þá býr rikið til vinnu handa honum eða þá að hann er settur á atvinnu- leysisstyrk. Og fyrst þeir lita ná- kvæmlega sömu augum á mynd- listarmenn og smið, að hann sé æskilegur fyrir þjóðfélagið alveg eins og smiðurinn og það funkeri betur með myndlistarmönnum heldur en án þeirra, þá hefur hol- lenska rikið ákveðið að kaupa mjög mikið af myndiist. Það er dálitið erfitt að komast á þennan samning fvrir úlend- inga. Til skamms tima voru að- eins átta útlendingar á þessum samning, þar af við bræpurnir tveir. En ég er dottinn út úr þessu núna, ég sé fyrir mér sjálfur með myndlistarverkum. G.K.: Gera þeir ákveðnar gæðakröfur til þeirra verka, sem keypt eru? S.G.: Þeir reyna að velja verk in samkvæmt einhverju gæða mati Það tekst ekki alltaf vel, en það er ekkert skilyrði að verkir séu prógressif. Hið framsækna er ekkert betra en hið ihaldsama i þessum efnum, bara ef það er heillega meint. Enda er ihaldsöm listá hverjum tima miklu aktifari en framsækin list, vegna þess að það er miklu meiri þátttaka i henni og hún hreyfir miklu fleiri hjörtu og sálir. Og fyrr en varir er framsækna listin lika orðin ihaldsöm og þannig gerist þetta alltaf koll af koili. G.K.:Hver er ástæðan fyrir þvi að hollendingar hafa komið á þessum samningum? S.G.: Hollendingar fóru illa með sina myndlistarmenn I gamla daga. Þeir hundsuðu menn eins og Piet Mondrian og Vincent van Gogh, og þeir ætla ekki að láta þetta koma fyrir sig aftur. Við höfum grætt töluvert á þvi, að þeir eru hræddir við að vera vondir við menn, sem eru með nýjar hugmyndir. Þessi samningur er gerður með það i huga að fleyta listamannin- um yfir hið óvinsæla timabil gagnvart þeim sem kaupa lista- verkin, af þvi að ný list er hrein- lega alltaf óvinsæl. Þeir sem hafa mesta tilfinningu fyrir henni eru aðrir listamenn, og þeir kaupa aldrei nokkurn skapaðan hlut. Þegar listamaðurinn er kominn yfir þetta timabil og farinn að selja sin verk, fellur samningur- inn sjálfkrafa úr gildi. G.K.: Þú hefur náð mjög langt i list þinni, Sigurður, og þér hefur hlotnast margvislegur heiður. Arið 1976 var þér boðið að sýna á Feneyja-biennalnum og siðar i Pompidousafninu i Paris I vetur. Hvernig stóð á boðinu i Pompidousafnið? S.G.: Við höfðum áður sýnt á Parisarbiennalnum árið 1973 og auk þess viða á söfnum, og þetta fólk fylgist með. Málið var lagt fyrir safnráðið i Pompidou-safn- inu og þeir tóku okkur fram yfir hina umsækjendurna. Ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að viö vorum búnir að vinna þarna út i Evrópu stift i 7 ár að myndlist og halda fjölmargar sýningar i mörgum löndum og söfnum.og sé tekið tillit til þessa er valið ekki óskiljanlegt. Þetta byggöist ekki á þvi að við værum islendingar. Þegar þeir voru að velja okkur, ir I skúlptúr. En þá er ekki gengið út frá hlutunum objektift. Það er ekki hnoðað i leir fyrst og verkið siðan athugað á skifu. Fyrir tveimur árum bjó ég til hlut sem er gott dæmi um þetta. Hann hét Molecule of my be- haviour eða Mólekúl úr hegðun minni. Ég fékk mér jarðleir og greip i hann með annarri hend- inni. Þetta var köggull með fingraförum minum. Siðan setti ég þetta á stöpul og texta undir: Molecule of my behaviour. G.K.: Það er sem sagt hreyf- ingin sem skiptir máli? S.G.: Fyrir mig var það hegð- unin, að láta hegðunina hafa mólekúl eins og hún væri hlutur. Og hvað er þá módelkúl? Það er minnsta þekkjanlega eining af efninu,og þaö að gripa svona er minnsta þekkjanlega eining af minni hegðun. Ég snerti efnið meö höndunum, klip aðeins I það, maður er alltaf að gera þetta. Sem mólekúl tengist það orðinu mólekúl i efni sem er minnsta þekkjanlega eining af efninu, sem hefur þó eiginleika þess. G.K.: Nú velur þú ljósmyndir sem form, skiptir það máli? S.G.: Nei, i raun og veru skiptir það ekki miklu máli, en ljósmynd in hentar mér best sem gagnsætt efni (transparent medium), vegna þess að maöur sér i gegnum hana. Þegar menn skoða fjölskyldualbúmið þá er alltaf lit- iðá staöinn og sagt: „Sastu þarna i lautinni, varstu að drekka úr þessum hitabrúsa”, en menn horfa ekki á það, hvernig ljós- myndin var klippt, þeir gleyma ljósmyndinni. Það er horft i gegn- um hana á það sem er að ske i myndinni. Menn velta ekki fyrir sér formunum heldur þvi sem er að gerast I myndinni. Þannig nota ég ljósmyndir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.