Þjóðviljinn - 24.04.1977, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. aprfl 1977
Sambandid auglýsir
eftir eftirtöldum
starfsmönnum
1. Manni til framtiðarstarfa við bókhalds-
störf. Bókhaldskunnátta nauðsynleg.
2. Skrifstofumanni með málakunnáttu til
starfa við afgreiðslustörf o.fl. hjá Skipa-
deild.
3. Mönnum til afgreiðslustarfa i bygging-
arvöruverslun.
4. Fólki til starfa við innkaup á matvörum
o.fl.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf, sendist starfsmanna-
stjóra, sem gefur nánari upplýsingar, fyr-
ir 1. maí n.k.
Samband tsl. samvinnufélaga
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Ólafur Kvaran
skrifar um
myndlist
Raunsæ framsetning.
Raunsætt myndmál hefur sett
stóran svip á listsýningar i
Reykjavik aö undanförnu. And-
stætt þvi sem t.d. hefur gerst i
Skandinaviu, þar sem raunsæ
framsetning hefur ööru fremur
veriö notuö til aö varpa ljósi á
ýmsar misfellur i samfélaginu og
hugmyndalegar mótsetningar, þá
hefur raunsæiö hér fyrst og
fremst einkennst af ljóörænum
innileika, hugleiöingum um sam-
skipti viö náttúruna, nostursleg-
um skýrslum um ákveöiö mynd-
efni eöa hugvitsamlegum sjónar-
hornum án viötækari merkingar.
Flóra myndtákna.
Þorbjörg Höskuldsdóttir til-
heyrir þeim hópi listamanna er
beitir raunsærri framsetningu og
myndtákn hennar hafa margvis-
lega skirskotun: froskur leikur
sér ibygginn aö jarökringlunni,
leikfangabangsi i barroskum
arkitektúr, forsöguleg skrimsli
meö vörumerkjum stórveldanna
takast glimutökum, ferfætt furðu-
dýr spigsspora um gljáfægö tlgla-
gólf, mörgæsir kjaga eftir auöum
borgarstrætum i fylgd sebrahesta
ellegar mæta spariklæddum
mönnum I kjól og hvittformrænar
samlikingar, settar fram á oft
kiminn og hugvitsamlegan hátt.
Hugleiðingar um umhverf-
ið.
1 fjölda verka á sýningunni er
teflt saman ólikum myndefnis-
þáttum sem skirskota til sambýl-
is manna viö umhverfi sitt. Foss
steypist fram af hárri Ibúðar-
blokk , orkuturnar í háum fall-
vötnum, eöa steinsteypustrengir I
mjúku ölduróti. En þessar hug-
leiöingar fá einnig annaö svipmót
er höfundurinn i fyllstu merkingu
þess orös „mublerar” upp náttúr-
una, eöa teppaleggur hlaö-
varpann — blandar saman innra
og ytra rými, svo spurningin sem
eftir stendur er e.t.v. hvað er inni
og hvað er úti?
óráðin vídd.
Meö vissri alhæfingu má segja
aö afstaða Þorbjargar til mynd-
efnisins sveiflist frá þvi aö gefa
myndefninu annars vegar finleg-
an ljóörænan innileika og hins
vegar aö laöa fram hina óráönu
og tviræöu hlið þess. 1 verkum
eins og t.d. ,,Úr alfaraleiö” og
„Jökulheimar”, sem hafa nokkra
sérstööu á sýningunni er mynd-
efniö auö borgarstræti meö svip-
móti klassiks arkitektúrs og með
samspili mjúkrar og harðrar
birtu, umbreytinga i myndrým-
inu — laðar hún fram andblæ
upplausnar og örvæntingar.
Collage— myndir.
Þær collage eöa klippmyndir
sem Þorbjörg sýnir hér eru fyrst
og fremst formyndir aö stærri
oliuverkum, en eru þegar á heild-
ina er litið e.t.v. áhugaveröasti
þátturinn i sýningunni . 1 þeim
felst mun meiri hnitmiöun i lit og
formrænni samþjöppun, sem gef-
ur inntaki þeirra skýrari og
áhrifameiri áherslu, en einkennir
mörg hinna stærri oliuverka.
Ólafur Kvaran
Málverk
M'
verk voru fyrst kynnt hér á landi.
Frá þeirri sýningu hefur mikið
vatn falliö til sjávar og Haukur
Dór hefur á undanförnum árum
öðru fremur einbeitt sér aö kera-
mikmótun meö góöum árangri
eins og nokkur sýnishorn hér á
sýningunni bera ljósan vott.
Afskræming manneskj-
unnar.
Þau 28 oliumálverk sem Hauk-
ur Dór sýnir spanna yfir liölega 10
ára timabil og þó verkin séu um
margt ólik innbyröis — hvað
varðar elstu og yngstu myndirn-
ar- þá einkennist formgerð þeirra
allra af expressjónisma, tilfinn-
ingarikum vinnubrögðum og á
stundum með ofsafengnum
áherslum. Það er einkum i eldri
verkunum sem þessi haröi og
hraöi hrynjandi er ráöandi, þegar
formin ganga i sambýli viö það
næsta — á ofsafenginn hátt^iitir
mætast og skera hver annan.
1 formgerð þungra rauðra lita,
auk hrárrar efnisverkunar er
gjarnan ivafið brotum manns-
likamans, sem hann afskræmir
og umbreytir á margvislegan
hátt. 1 stórsniðnum hrynjandi
verka eins og „Strengbrúöur”,
tekst höfundi að gæða þau
ákveönu sálrænu inntaki, sem lit-
ur aö tortlmingu lifs og myrkvun
tilfinninga, þó ónákvæm litanotk-
un hans beri á stundum þetta inn-
tak ofurliði.
Svart og hvitt.
Þegar sýningin er skoöuð i heild
sinni þá eru það einkum verk frá
sl. ári, sem vekja sérstaka at-
hygli, er höfundurinn hefur lagt
til hliöar aöra liti en svart, hvitt
og grátt. 1 myndaröðinni „Mál-
verk 1-V”, gengur ákveöiö form-
stef gegnum öll verkin, sem sam-
stendur af samþjöppuðum lifræn-
ad Kjarvalsstödum
Ur alfaraleið
Dans
um formum, er hann umbreytir á
ýmsan máta með svartri útlinu-
teikningu, fellir þau inn I ólikt
samhengi, lætur þau svifa I skil-
greindu rými eilegar leggur
áherslu á tvividdareiginleika
flatarins. 1 öörum verkunum eins
og „Vetrarland” og „Keilir”, er
hinum lifrænu formklösum sleppt
og landslagsupplifun veröur for-
senda þeirra, sem veröur þó ekki
staðfært heldur er umbreytt og
gefin almennari merking. Hér
ræöur að öllu jöfnu meiri mýkt i
formgeröinni, er hann teflir sam-
an svartri pensilskriftinni sem
þrengist og vikkar fyrir mjúkleg-
um ljósbrotum á móti heilum
hvitum hvildarflötum.
Að Kjarvalsstöðum hef-
ur undanfarið staðið yfir
sýning Hauks Dór og Þor-
bjargar Höskuldsdóttur.
Haukur Dór sýnir 28 oliu-
málverk og Þorbjörg 44
verk/ oliumyndir/ collage/
teikningar og litkritar-
myndir.
Keramik — Málverk.
Haukur Dór mun eflaust vera
kunnari sem leirkerasmiöur, en
sem málari er hann nú efnir til
sinnar fyrstu einkasýningar.
Samt sem áöur er hann enginn
nýgræöingur i myndlistinni, þar
sem hann kom fyrst fram á SÚM
sýningunni i Asmundarsal 1965
(ásamt Jóni Gunnari, Sigurjóni
Jóhannssvni og fl.) er popp lista-
Vetrarland
Þorbjörg og
Haukur Dór