Þjóðviljinn - 24.04.1977, Side 20
2« SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 24. apríl 1977
Krossgáta
nr. 78
Rimnasaínið
Stafirnir mynda islensk
orö eöa mjög kunnugleg
erlend heiti, hvort sem
lesiö er lárétt eöa lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt
númer og galdurinn viö
lausn gátunnar er sá aö
finna staflykilinn. Eitt
orð er gefið og á þaö aö
vera næg hjálp, þvi að
meö þvi eru gefnir stafir i
allmörgum öörum
orðum. Þaö eru þvi eðlileg-
ustu vinnu'orögðin aö
setja þessa stafi hvern i
sinn reit eftir þvi sem töl-
urnarsegja til um. Einnig
er rétt að taka fram, aö i
þessari krossgátu e.
gerður skýr greinarmun
ur á grönnum sérhljóða
og breiðum, t.d. getur a
aldrei komið i stað á og
öfugt.
/ 2 3 5 5 92 (s> 7 2 9 92 10 )l 12 \Z S 92 II
)3> /7 S? 15 l(s> 12 15 I? 92 / 19 \<L 92 l(p 19 12 5 /6
6 14- 5~ !(p 92 12 13 92 5- 20 21 S 18 5 92 5 1 92
S 22 19 \(p /7 22 2% 6 92 19 2+ 25 19 92 76 13
l(p )7 / )2 s 92 5 1 9 n v 27 1 S 25 Z2 9 Ko
s? (9 12 ■ 25- /6 92 22 92 2? !3 /2 S 92 /6 // /7 S
19 % 9 22 25 l(o 92 20 /9 12 5 92 J7 / / 92 /6
26 2 l(o 92 12 7 ('o 92 'L 9? hS 92 \(p S /y 9 92
29 22 9 s? 9 1 22 z 12 9 92 30 19 92 9 )H 19
/6 ’ S' 2H- 9 22 92 5 22 9 92 10 iT l 92 31 92 18 32
ST /6 92 1 5 !8 92 5 / 26 5 /7 92 26 13 /2 9 92
10 Ko 9 15 12 22 /6
Setjið rétta stafi reitina ^
neðan við krossgátuna. Þá Reykjavik, merkt „Verðlauna-
mynda þeir nafn á islensku krossgáta nr. 78”. Skilafrestur
skipi. Sendið þetta nafn sem er þrjár vikur. Verðlaunin
lausn á krossgátunni til verða send vinningshafa.
Þjóöviljans, Siðumúla 6, Verðlaun að þessu sinni er
bókin Rimnasafnið eftir
Sveinbjörn Beinteinsson. Út-
gefandi er Helgafell og kom»
bókin út árið 1966. 1 formála
bókarinnar segir höfundur m.a.
„Ritþetta er tekið saman i þeim
tilgangi að vera sýnisbók rimna
frá um 1360 til 1960. Naumast er
hér beinlinis um Urval að ræða
en reynt var að sýna sem flest
svipbrigði rimna og jafnframt
þróun þeirrá- um aldir.”
Ennfremur segir Sveinbjörn i
formálanum: „Rimnaskáldin
komu viða við og skiptu sér af
mörgu.enda voru í .þeirra hópi
menn úr öllum stéttúm, allt frá
örsnauðum bónbjargarmönnum
til lögmanna og biskupa.
Rimurnar gefa þvi nokkuð góða
mynd af hugsunarhætti og við-
fangsefnum hverrar aldar. En
til að skilja rimur verðum við að
setja okkur i spor þeirra kyn-
slóða sem ortu og hlýddu á rim-
ur hvers tima."
Verðlaun fyrir
krossgátu nr. 74
Vcrðiaun fyrir krossgátu nr. 74 hlaut
Björn Jónsson, Swan River, Kanada.
Verðlaunin eru bókin S'ðasta skip
suður eftir Jökul Jakobsson og
Baltasar.
Lausnarorðið var BOHR.
Stálverkamaöur; hvaö uin unga
fólkið?
Verkalýðssamband
bandarískra stálíðnaðar-
manna hefur orðið fyrst
til þess að setja þá kröfu
fram, að meðlimum þess
sé tryggö atvinna ævi-
langt.
Krafan er borin fram við upp-
haf viðra'ðna um nýja samninga
til þriggja ára. Formaður stál-
karla, Iorvvith W. Abel, orðar
kröfuna á þessa leið: „Mönnum
sé tryggt ævistarf með sóma-
samlegum launum”.
Krafa þessi þykir einkar rót-
tæk. Timaritið Business Week
kemst svo að orði, að ef að Abel
tækist aö koma i gegn ævitrygg-
ingarkröfunni, þá gæti það haft
„byltingarkennd áhrif á sam-
band verkamanna og atvinnu-
rekenda”.
Vidbrögd
við atvinnuleysi
Fyrrnefnd krafa er reyndar
borin fram i framhaldi af þvi
sem hefur verið að gerast á
vinnumarkaði. Vegna þess að
atvinnuleysi er mikiö og stöð-
ugt, hafa verklýðsfélög i vax-
STALVERKAMENN RIÐU Á VAÐIÐ:
æviráðníngu
samningana
Vilja
inn í
andi mæli reynt að tryggja með-
limum sinum aukið öryggi, i
stað þess að leggja áherslu á
beinar kauphækkanir. En þau
hafa þá fyrst og fremst krafist
þess, að dregið sé úr uppsagnar-
áhættu með þvi að dreiía þeirri
vinnu sem er að hafa á fleiri
menn, eða þess. að sá sem miss-
ir vinnu skuli fá tekjutapið bætt
að sem mestu leyti.
Tii dæmis fengu verkamenn i
bilaiðnaðinum þvi framgengt i
fyrrahaust að fridögum yrði
fjölgað — á þeirri forsendu, að
þar með mætti að nokkru draga
Ur atvinnuleysi i greininni. Auk
þess fékk verkalýðssambandið,
United Automobile Workers, þvi
framgengt aö verkamaður, sem
sagt er upp starfi. fái um 95%
þess kaups sem hann hafði i eitt
ár eftir uppsögn.
Stálverkamenn, sem eru með
bestlaunuðu verkamönnum
Bandarikjanna (meðallaun um
1600 krónur á timann) hafa viö
fyrri samningagerð knúið fram
atvinnuleysisbætur sem fyrir-
tækin greiða og nema nú um 65
af brúttólaunum.
Tilhögun
En fyrrnefndur Abel segir, að
nú skuli stálhringarnir ekki
borga fyrir að „ekki er unnið”.
Fyrirtækin eiga að sjá til þess,
að peningunum sé varið til þess
að verkamennirnir geti unnið
eitthvert jákvætt starf.
Nú er sagt sem svo, áð erfitt
sé að koma við starfstryggingu i
— en ýmsir
maðkar eru í
mysunni
grein sem stáiiönaði, sem er
mjög háður sveiflum og tækni-
breytingar eru örar. Foringjar
stálverkamanna hafa reyndar
ekki lagt fram i smáatriðum
hvernig þeir hugsa sér fram-
kvæmd slikrar kröfugerðar. En
þeir hafa t.d. sagt sem svo, að
þetta geti komið fram i þvi, að
verkamenn lai tiltekinn lág-
marksfjölda vinnustunda i sinn
hlut, eða a.m.k. þeir sem eru
hinn fasti starfsmannakjarni
fyrirtækjanna. Með þvi að láta
verkamenn oft skipta um starf
innan fyrirtækis, með þvi að
lækka eftirlaunaaldur og með
þvi að framleiða fyrir lager i
lágskveiflum telja þeir, að fyrir-
tækin geti i senn unnið eftir ævi-
ráðningarkröfunni og sneitt
hjá neikvæðustu afleiðingum
hinna miklu sveiflna sem verða
á framleiðslunni.
Fulltrúar launa- og verðlags-
málanefndar alrikisstjórnar-
innar hafa litið þessar tillögur
með tortryggni, þeir segja blátt
áfram, að i „frjálsu markaðs-
kerfi” (m.ö.o. kapitalisma) sé
ekki hægt að tryggja mönnum
öryggi ævilangt. En það heyrist
einnig, aðýmsir ráðamenn stál-
iðnaðarins hafi áhuga á ofan-
greindri tillögu. Þeir telja, að
með þvi að framkvæma hana
gætu þeir ef til vill tryggt sér
ákveðinn kjarna vel þjálfaðra
manna, sem bundinn sé við-
komandi fyrirtæki, hvað sem
öllum sveiflum liður. í annan
stað vonast kapitalistar til þess,
að geta skorið niður framlög sin
til atvinnuleysistrygginga og
annarra trygginga ef þeir gang-
ast inn á æviráðningu.
Samheldni í
þröngum hópi
Þarna er einmitt komið að
hlutum, sem geta verið mjög
varhugaverðir i hugmyndum
forystumanna stálverkamanna.
1 reynd gæti útkoman orðið sú,
að æviráðningin yrði aðeins
trygging fyrir fremur þröngan
hóp verkamanna, sem á nokkra
starfsreynslu að baki. Þvi eins
og segir i frásögn af máli þessu i
Spiegel, þá eru bæði stálkóngar
og verklýðsforysta sammála
um að ekki skuli hver sá fá fuli
réttindi sem er kominn inn fyrir
verksmiðjudyr. Æviráðning
gæti orðið til þess að gera hlut
æskumanna epn verri en nú;
þeir eru nú þegar teknir inn i
„hásveiflum” og látnir fara
fyrstir — núna hafa þeir ekki
heldur atvinnuleysisbætur á við
þá sem eldri eru i faginu.
Það hefur lengi verið mikill
ljóður á hefðum bandariskrar
verklýðshreyfingar, að félögin
eru mjög einhliða byggð upp
með það fyrir augum að vernda
aðeins hagsmuni þeirra sem eru
þegar i félaginu en láta aðra
lönd og leið. Þessi þrönga
„stéttvisi”, sem miðast aðeins
við „okkar hóp”, leiðir t.d. til
þess, að sterk verklýðsfélög
hafa kannski engan ’ sérstakan
áhuga að fjölga meölimum —
heldur er yngri mönnum haldið
fyrir utan og látið afskiptalaust
að þeir séu ódýrt varalið þegar
mikið er að gera. Af öllu þessu
hefur samstöðu og pólitiskri vit-
und hnignað svo i mörgum
félögum, að menn vita ekki
lengur almennilega, hvort þeir
hafa fyrir framan sig baráttu-
tæki verkalýðs eða anga af
mafiunni.
Abel, formaður stálverkamannasambandsins (t.h.),heilsar formanni
samninganefndar stáihringanna við upphaf samningaviðræðna.