Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 1
DJOÐVIIIINN Þriðjudagur 24. mai!977 — 42. árg. —113. tbl. Svona getur þetta ekki gengið lengur r Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár: Fátækt fólk og Mánasigð valdar af íslands hálfu Tryiígvi Thnr Nú hafa verið valdar tvær bækur af islands hálfu í samkeppni til bók- menntaverðlauna Norð urlandaráðs i ár. Þær eru Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson og Mánasigð eftir Thor Vil- hjálmsson. Þetta er i fyrsta skipti sem ævi- minningar eru valdar í samkeppnina af íslands hálfu, en bók Tryggva hefur vakið mikla at- hygli. Það er sviinn Inge Knutsson sem þýðir bók Thors Vilhjálms- sonar og hefur verið ákveöið að hún komi út á sænsku á vegum bókaforlagsins Cavefors. Preben Maulengracht-Sörensen i Arósum þýðir hins vegar bók Tryggva Emilssonar á dönsku. Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri og Njörður P. Njarðvik lektor sitja i dómnefnd fyrir Is- land. —CÍFr sagöi Björn Jónsson forseti ASI um kyrrstöðuna í samningunum -,Það er alveg Ijóst, að verkalýðshreyfingin verð- ur nú að gripa til nýrra og róttækari aögerða en gert hefur veriö til þessa", sagði Björn Jónsson forseti ASl í gær, þegar haldinn hafði verið enn einn kyrr- stöðufundurinn i kjaradeil- unni. „Sannleikurinn er sá að i einar tva>r vikur heíur rikt alger kyrr- staða i samningamálunum, eða allt siðan atvinnurekendur lögðu fram gagntilboð sitt. Siðan þá hefur hvorki gengið né rekið. það hefur nánast ekkert verið ræðst við. Atvinnurekendur hafa heldur ekki svarað formlega umræðu grundvelli þeim, sem sáttanefnd- in lagði Iram á dögunum. Þeir hafa hvorki svarað þvi hvort þeir eru tilbúnir til viðræðna fyrir ofan eða neðan þann umræðugrund- völl. Og meðan þeir komast upp með að svara engu, er ekki von til þess að neitt gangi. Við höfum enn ekki tekið ákvörðun um f'rekari aðgerðir til að knýja á um samninga. Þegar skyndiverkföllin voru gerð á dögunum sögðust atvinnurek- endur ekki ræða við okkur fyrr en þeim væri hætt, en nú i nokkra daga hal'a engin skvndiverkföll verið gerð, en það er alveg sama, þeir eru ekki til viðtals um eitt eða neitt. Samninganelnd ASÍ mun hér á eftir ræða um frekari aðgerðir til að knýja á um samninga, en fvrr i dag-var fundur um málið hjá 10 manna nelndinni svo nefndu. ' sagði Bjiirn Jónsson. Búast má við þvi.að i dag sé að vænta einhverrar yfirlýsingar frá ASt i málinú. —S.dór Frá Akureyri — sjá „ Vinna og verkafólk” 6. siöu a Liðlega 7000 manns á útifundi á Lækjartorgi, hátt í tvö þúsund gengu alla leið frá Straumi Það var unga fólkið sem einkum setti svip sinn á að- gerðir Samtaka herstöðva- andstæðinga á laugardag- inn. Hátt i tvö þúsund manns gengu af stað úr Straumsvik upp úr klukkan 10 á laugardagsmorgun. A leiðinni voru þrír útifundir og að lokum var haldinn fundur á Lækjartorgi. Að- gerðirnar tókust vel og voru til marks um þann sterka hljómgrunn sem kröfur herstöðvaand- stæðinga eiga með þjóð- inni, einkum þó yngri kyn- sióðinni sem fyrr segir. A útifundinum á Lækjartorgi voru liðlega 7000 manns að mati kunnugra, en um 3000 manns gengu i gegnum þéttbýlisstaðina á höfuðborgarsvæðinu. Gengið var sem leið liggur um Hafnar- fjörð og Garðabæ, en i Kópavogi var haldið inn Alfhólsveg og Snaiðjuveg á Suðurlandsbraut. Samtals var gangan 20-25 kiló- metrar. Eitt hið athyglisverðasta við gönguna var hve vel göngumönn- um var hvarvetna tekið; skit- kastið sem mátti heita vist ein- hvers staðar á leiðinni er nú horfið, og þeir sem stóðu á gang- Sterkar aðgerðir herstöðvaandstæðinga úfcfiM Við hestinn við Suðurlandsbraut var haldinn næstsiðasti fundur Straumsvikurgöngunnar á laugardaginn var. Aðgerðir dagsins lókust allar hið besta og er frá þeim sagt i myndum og máli á þremur siðum blaðsins i dag. Þessa mynd og aðrar tók (IEL, Ijósmyndari blaðsins. stéttunum i miðborg Reykjavikur Frá göngunni, útifundunum og andstæðinga segir i myndum á einnig fjallað i forystugrein Þjóð- tóku göngufólki vel. aðgerðum Samtaka herstöðva- siðum 8, 9 og 10.og um málið er viljans i dag. Undirbúningur frekari aðgeröa ASÍ: F ormannafundur í gær var haldinn enn einn kyrrstöðufundurinn i samninga- málunum. Um kvöldmatarlcytið höfðu aðilar ekki ræðst við frekar en fyrri daginn og rikir þvi alger kyrrstaða i samningamálunum. Vegna þess hvernig málum er komið, hefur Alþýðusamband Is- lands ákveðið að boða til fundar allra formanna aðildarfélaga ASI i Reykjavik og verður fundurinn haldinn i dag. Þar mun verða rætt um frekari aðgerðir til að koma samningaviðræðunum af stað, en Ijóst er að vinnukaupendur ætla sér ekki að ræða við samninga- nefnd ASl fyrr en gripið verður til róttækra ráðstafana. I gær ræddi sáttanefnd við nokkra aðila, sem ekki eru innan sérsambanda ASl en eiga i samningum um þessar mundir, og var umræðuefnið umræðu- í dag grundvöllur sá sem sáttanelndin lagði fram i siðustu viku. Enginn árangur varð af þeim viðræðum frekar en þegar grundvöllurinn var lagður fyrir ASl og VSl á dögunum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.