Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 24. mal 1977. Systurnar Anna og Drifa /•— * Frcyja KiriksdóUir trúnaðarmaður Þetta er eins og ad selja sig skrattanum Segir Freyja Eiriksdóttir á Akureyri um bónuskerfiö Guörún Ingimundardóttir, vinnur hálfan daginn i heimsókn þingmanna Aiþýðubandalagsins til Akureyrar var frystihús Útgerðarfélags Akureyr- ar heimsótt eins og áður hefur verið skýrt frá í Þjóðviljanum. Á göngu okkar um flökunarsalinn tókum við tali nokkra starfsmenn sem voru önnum kafnir við færi- bönd/ f lökunarborð/ nið- urlagningu fiskflaka i kassa/ brýnslu og önnur verk sem lúta að fiskiðn- aði i frystihúsi. óþolandi hávaði Fyrst komum viö inn i sal þar sem konur stóðu i löngum röð- um við roðflettingarvélar. Eunnu flökin eftir færiböndum og voru konurnar ótrúlega handfljótar að þvi er okkur sýndist. Þarna inni var svo mik- ill hávaði að ekki var viðlit að tala saman nema hrópa. Flestir starfsmenn voru með eyrnahlif- ar og veitti vist ekki af. Við náð- um að hrópa til einnar konunnar hvort ekki væri þreytandi að vinna að staðaldri i svona mikl- um hávaða og sagði hún að það vendist eins og annað. Ekki vissi hún samt hvort heyrn hennar hefði skerst. hélt svo ekki vera enda hafði hún ekki unnið þarna svo lengi. Daginn sem við vorum þarna hafði mikil grálúða borist á land og voru konur i flökunarsalnum i óðaönn að flaka hana. Þær voru þvi óvanar, þar sem þetta var i fyrsta skipti á vertiðinni að grálúða barst á land. Heldur fannst okkur lyktin af skepnunni óyndisleg en kannski venst hún lika, eins og annað. Tvær konur sem voru að flaka grálúðu sögðust ekki vita ná- kvæmlega hvernig greitt yrði fyrir fyrir flökunina, þar sem þær væru alveg að byrja á þess- ari vinnu. Bjarni Loftsson, brýnslumaður Grálúðan flökuð Bónusinn gefur 30-60 % hækkun Annars er bónuskerfið yfir- leitt það greiðslufyrirkomulag sem er algengast i þessu frysti- húsi eins og öðrum. Einnig er greidd svokölluð premia og fer upphæð hennar eftir þvi hversu mikið magn af fiski fer i gegn- um húsið á dag. Fyrir leikmann virðist þetta greiðslufyrirkomulag þó vera svo flókið og margs konar að við treystum okkur ekki til að út- lista það nákvæmlega. Að þvi er okkur skildist er það lika mis- jafnt hvað verkafólkið fær mikið i sinn hlut af bónusnum og hvað rennur i vasa atvinnurekand- ans. Eftir þvi sem við komumst næst munu laun starfsmanna hækka frá 30-60% við bónus- ’greiðslurnar en eins og áöur segir er bónusinn og premian mismunandi eftir þvi um hvaða starf I frystihúsinu er að ræða. Við eitt pökkunarborðið voru tvær ungar stúlkur aö leggja fiskflök niður i kassa. Þær reyndust vera systur og heita Anna og Drifa Pétursdætur. önnur var búin að vinna þarna i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.