Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 24. mai 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 sjónvarp 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigurður Gunnarsson endar lestur þýðingar sinn- ar á sögunni „Sumri á fjöll- um” eftir Knut Hauge (25). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Kammerhljómsveitin i Munchen leikur Hljómsveit- artrió op. 1 nr. 2 i A-dúr eftir Stamitz: Carl Grovin stj./ Gerda Schimmel og Kammerhljómsveitin i Berlin leika Hörpukonsert i B-dúr op. 4 nr. 6 eftir Hand- el: Herbert Haarth stj./ Dietrich Fischer-Dieskau syngur skosk þjóðlög i út- setningu Haydns. Karl Eng- el Helmut Heller, Irmgard Poppen og Auréle Nicolet leika með á pianó, fiðlu, selló og flautu / Hátiöar- hljómsveitin i Bath leikur Hljómsveitarsvltu nr. 4 i D- dúr eftir Bach: Yehudi Menuhin stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Nana” eftir Emile Zola Karl Isfeld þýddi. Kristin Magnús Guð- bjartsdóttir les (12). 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins í Berlin leikur Ballöðu op. 23 fyrir hljómsveit eftir Gottfried von Einem: Fer- enc Fricsay stj. Eastman- Rochester sinfóniuhljóm- sveitin leikur Concerto Grosso nr. 1 fyrir strengja- sveit eftir Ernest Bloch: Howard Hanson stj. Kon- unglega hljómsveitin i Stokkhólmi leikur „Bergbú- ann”, balletttónlist op. 37 eftir Hugo Alfvén: höfund- urinn stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Sagan: „Þegar Coriand- er strandaði” eftir Eilis Dillon Ragnar Þorsteinsson islenskaði. Baldvin Halldórsson leikari les (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Almenningur og tölvan. Fyrsta erindi eftir Mogens Bogman i þýðingu Hólm- friðar Arnadóttur, Haraldur Ólafsson lektor les. 20.00 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 Glaumbær á Langholti Séra Agúst Sigurðsson flyt- ur fjórða og siðasta erindi sitt um sögu staðarins 21.25 Tcrsctt i I)-dúr fyrir fiðlu, sclló og gitar cftir Niccolo Paganini Alan Loveday, Amaryllis Flem- ing og John Williams leika. 21.45 Andleg ljóð. Höfundur- inn, Sæmundur G. Jó- hannesson, flytur. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Vor i verum” eftir Jón Rafnsson. Stefán ögmunds- son les (12). 22.40 A hljóðbergi.Fræg atriði Ur þremur leikritum.Shake- speares: „Makbeð”, „Hamlet” og „Lé konungi”. Leikarar: John Gielgud og Irene Worth. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Rikiö i rikinu 3. þáttur. Þau erfa landiö — og drykkjusiöina? Það er alkunna, að tmglingar byr ja nú fyrr að neyta áfengis en áður, og einnig er neyslan meðal þeirra almennari. Umsjónarmenn Einar Karl Haraldsson og Orn Haröar- son. 21.00 EHery Queen. Nýr bandariskur sakamála- myndaflokkur i 13 þáttum. Aðalhlutverk Jim Hutton og David Wayne. Sögurnar um Ellery Queen gerast I Bandarikjunum fyrir 30-40 árum. Ellery ritar saka- málasögur, sem njóta gifur- legra vinsælda. Faðir hans er lögregluforingi i New York, og hann leitar oft aðstoðar sonar sins, þegar lögreglan fær erfið mál til úrlausnar. 1. þáttur. Kostulegt tcboð. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 21.50 Alparnir Frönsk heimildamynd um Alpa- fjöll, einkum þann hluta, sem er á mörkum Frakk- lands og Italiu. Ýmis fegurstu svæði Alpanna eru i hættu vegna iðnvæðingar og náttúruspjalla, sem hennieru samfara. Þýðandi og þulur Ragna Ragnars. 22.40 Dagskrárlok. 5.9%. 7 af hundraði dagskrár- timans voru skemmtiþættir. Leikritin fengu I sinn hlut 9.5% dagskrártimans 1975. 47% þeirra voru bresk, 37.4 norræn, 11.1 Islensk og 4.5 frá öðrum löndum. Barnaefnivar 9.1 af heildar- dagskrártima árið 1975. Þar hafði Bretland lika vinninginn með 29%, næst koma Bandarfk- in meö 25.8%, Island 23.6%, Noröurlönd 11.8% og aðrir 9.8%. Alls var hlutur islensks efnis i dagskránni 1975 39.4%. Breskt efni var 28.3%, bandariskt 17.2% norrænt 9,7% og 5.4% frá öðrum löndum. —eöe r Arið 1975 voru rúmlega 70% bíómynda og nær helmingur skemmtiþátta breskir 1 ársskýrslu Rfkisútvarpsins, sem nýlega er komin út, er tafla um skiptingu sjónvarpsefnis ár- in 1974-75 eftir efnisflokkum og upphafssvæðum. Ólíklegt má telja, að þau hlutföll sem þar koma fram, hafi breyst nokkuð að ráði árin 1976 eöa 77. Þarna kemur m.a. fram, að fréttir eru 12.8% heildar- dagskrártímans 1974 og 14% 1975. Ef miöað er við árið ’75 eru 90.4% fréttanna Islenskar, en afgangurinn skiptist bróðurlega milli bandarisks og bresks efnis, nema 0.6%, sem koma frá Noröurlöndum. Mjög svipuö hlutföll eru milli efnis i frétta- þáttum, þó er þar heldur lægra hlutfall innlends efnis, eða 82.7% árið 1975, en örlítið meira frá Noröurlöndum en i fréttun- um eða 2.9% og 2.4% frá löndum öðrum en Bandarikjunum, Bretlandi og Norðurlöndunum. Athygli vekur, að kennsluefni virðist á hverfanda hveli i sjón- varpsdagskránniiþað tekur 3% af dagskrártima 1974, en aðeins 0.8% 1975. Árið 1975 voru 12% dagskrártimans lögö undir iþróttir, þar af rúmlega helmingur islenskt efni, en af- gangurinn mestmegnis frá Bretlandi. Flestar fræöslu- myndirkomu frá Bretlandi áriö 1975, eöa 34.3% Islenskar voru 24.0% og norrænt fræösluefni 17.2%. 10.3% voru bandariskar og 14.2% frá öðrum löndum. „Lettir myndaflokkar,” sem svo eru flokkaðir, eru 11.1 af hundraði heildardagskrártim- ans 1975. Ekkert islenskt efni er þar að finna, en 67% létt- metisins er breskt og 32.8% bandariskt. Ekkert er þar nor- rænt heldur, en 0.2% frá öðrum löndum! Þá eru það blessaðar bió- myndirnar. Engin þeirra er Is- lensk 1975,en 71.4% bandariskar og 15.6% breskar. Biómyndirn- ar eru 11.3% af heildardag- skrártima. Skemmtiþættir flokkuöust þannig áriö 1975, að um helmingur, eða 49.2% þeirra, voru islenskir, þá kom Bretland með 21.1%, Norðurlönd 15.4%, Bandarikin 8.3% og önnur lönd I kvöld hefst í sjónvarpi nýr sakamálamyndaflokkur, bandarisk- ur (að sjálfsögðu). Myndaflokkur þessi er i 13 þáttum og aðalhlut- verkin leika Jim llutton og David Wayne. Þeir leika feðgana Ellery og Richard Oueen, sem ræðast við hér á myndinni. Ellery skrifar vinsælar sakamáiasögur, en faðir hans, Richard, er lögregluforingi. Fyrsti þátturinn nefnist Kostulegt teboð. Þýðandi er Ingi Karl Jó- hannesson. Fyrirlestur A vegum styrktarfélags vangefinna verð- ur haldinn fyrirlestur i Menntaskólanum við Hamrahlið á morgun 25. mai kl. 20.30. Fyrirlesturinn flytur N.E. Bang- Mikkelsen, ráðuneytisstjóri og yfirmaður málefna vangefinna i Danmörku. Fyrirlesturinn verður túlkaður á islensku. Fyrirlesari svarar spurningum fundar- manna að fyrirlestri loknum. Áhugafólk um málefni vangefinna er hvatt til þess að mæta á fundinum. Styrktarfélag vangefinna. Kennarar! Tvo kennara vantar að Grunnskóla Þor- lákshafnar. Æskilegt væri að annar þeirra gæti kennt stúlkum leikfimi og hinn piltum handavinnu. Upplýsingar gefa formaður skólanefndar i sima 99-3632 og skólastjóri i sima 99-3638. Skólanefnd. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir april mánuð 1977, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2 % til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð , talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. mai 1977. islenska járnblendifélagið hf. Icelandic Ailoys Ltd. Lágmúl 9, Reykjavik. Framkvæmdastjóri i Islenska járnblendifélagið h/f óskar að ráða framkvæmdastjóra til að veita félag- inu forstöðu. Skrifstofa þess verður að Grundartanga i Hvalfirði. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, skulu vera á islensku og jafnframt einu Norðurlandamáli eða ensku. Senda ber umsóknir á nafn félagsins að Lágmúla 9, Reykjavik, b/t Hjörtur Torfason, vara- formaður, eigi siðar en 6. júni nk. islenska járnblendifélagið hf. lcelandic Alloys Ltd. Lágmúla 9, Reykjavik, Raforkuverkfræðingur íslenska járnblendifélagið h/f óskar að ráða raforkuverkfræðing til starfa við byggingu kísiljárnverksm’.ðjunnar að Grundartanga og siðar við rekstur og við- haid raforkuvirkja hennar. Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum, sendist Jóni Steingrimssyni, Is- lenska járnblendifélaginu h/f Lágmúla 9, Reykjavik, eigi siðar en 6. júni nk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.