Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 3
Þribjudagur 24. mal 1977. |>.K)l)VIl..UNN — StUA — :i CARTER FORSETI Hættum að faöma eínræðísherrana Washington 2:i/5 rcuter — Jimm.v Carter forseti Bandarikjanna hélt i dag meiriháttar ræöu þar sem hann útlistaöi ýtarlega stefnu stjórnar sinnar i utanrikismólum. Merkustu tiöindi hennar eru þau aö hann kvaöst ætla aö hverfa frá ofuráherslu á hernaöarbandalög og þeim takmarkalausa ótta viö kommúnismann sem einkennt hefur utanr ikisstef nu fyrri stjórna i Bandarikjunum. I ræöu sinni sagði Carter að timabært væri að segja skilið við þá stefnu sem markaðist af kalda striðinu. — Við erum nú laus úr viðjum þess óhóflega otta við kommúnismann sem fyrrum Danmörk Deilan leyst hjá Berlingske Kaupmannahöfn 23/5 reuter — Ein illvigasta og langvinnasta kjaradeila i Danmörku á siöari árum tók enda i dag þegar prent- arar viö Berlingske Tidende samþykktu sáttatillögu i deilu þeirra viö útgefendur blaösins. Aöur höföu útgefendur fallist á tillöguna. Fulltrúar prentara og stjórnar Berlings sátu á fundum alla helg- ina og á sunnudag náðist sam- komulag sem útgefendur féllust á. Prentarar greiddu atkvæöi um tillöguna í dag og féllu atkvæði þannig að 657 voru fylgjandi henni en 88 andvigir. Dregid 6. júní Ákveðið hefur verið að fresta til 6. júni drætti i happdrætti Alþýðu- bandalagsins i Eeykjavík. Stuðningsmenn eru beðnir að vitja miða og gera skil sem fyrst á skrifstofu félagsins að Grettis- götu 3. Simi 17500. Deila prentara og útgefenda hófst 30. janúar sl. og hefur þvi staðið i hartnær fjóra mánuöi. Hófst hún þegar stjórn Berlings hótaði aö segja 1.000 prenturum upp vegna þess að þeir neituðu að fallast á fyrirkomulag breytinga á prentun blaðsins sem útgefend- ur ætluðu að framkvæma en þaö hefði kostað amk. 350 manns vinnuna. Prentarar höjðu sjálfir samið vinnuskipulag sem útgef- endur neituðu að samþykkja. Málinu var skotiö til Vinnu- dómstólsins sem þrivegis fyrir- skipaði prenturum að snúa aftur til vinnu. Þeir hundsuðu úrskurði dómsins og eftir að sá siðasti var upp kveðinn sagði stjórn Berlings öllum upp. Sú ákvörðun hrinti af stað viðtækum prentaraverkföll- um sem þögguðu niöur f dönskum blaðaheimi i þrjár vikur. Þegar þeim lauk hugðist stjórn Berlings hefja neyðarútgáfu á blaðinu. Prentarar og fylgismenn þeirra reyndu að koma i veg fyrir aö henni yrði dreift og kom til átaka milli þeirra og lögreglu nokkra daga i röð. Veöurbliða var með eindæm- um miðað við árstima viöa á noröur og austurlandi i gær. Á Sauöárkróki og á Akureyri komst hitinn i 19 stig um miðjan daginn og á Eyvindará var hit- inn 18 stig klukkan 15.00. Þá bárust af þvi fréttir aö á innfjörðum á Austurlandi hafi hitinn verið kominn i 20 stig um hádegið, svo sem i Nes- kaupstað. Aö sögn Guðmundar Haf- steinssonar veðurfræðings er búist við þvi að veður verði hlýtt áfram hér á landi, kannski ekki alveg eins heitt og i gær, en þetta 14 til 15 stiga hiti fyrir norðan og austan. Hér á suður-og vesturlandi er spáð skúrum en hlýju veðri. I gær komst hitinn hæst i 11 stig i Reykjavik, en siðdegis létti til og sólin tók að skina, en það verður stutt gaman, að þvi er Guðmundur spáði i gær; súld eða rigning er það sem koma skal hér syðra. —S.dór. Humarverð ákveðið A fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins i gær var ákveðið nýtt verð á ferskum og slitnum humri frá 20. mai til loka humarver- tiöar. 1. flokkur, óbrotinn humarhali, 25 gr. og yfir, verður á 1.250 kr. hvert kiló, en 2. flokkur, 10-25 gr. óbrotinn humarhali og 10 gr. og yfir brotinn, er á 560 kr. kilóið. Verðflokkun byggist á gæðaflokk- un Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Deilt er um nýtingu hafcbotnssvæðisins Sjötti áfangi hafréttarráöstefnu Sameinuöu þjóðanna er hafinn I aðalstöövum Sameinuöu þjóð- anna INew York. Helsta deiluefni ráöstefnunnar aö þessu sinni er nýtingarrétturinn til hafsbotnsins utan 200 milnanna. Um 150 riki eiga fulltrúa á ráð- stefnunni. Formaöur islensku sendinefndarinnar á ráöstefnunni er Hans G. Andersen sendiherra en fulltrúi Alþýðubandalagsins i þingmannasendinefnd er Lúðvik Jósepsson. Samkomulagið sem gert hefur verið gerir ráö fyrir þvi að allir prentararnir þúsund haldi vinnu sinni fyrst i stað. En eftir tiltekinn tima verður 250 manns sagt upp störfum. Einnig er talið liklegt aö samkomulagið leiði til fækkunar á ritstjórn og i skrifstofuliöi blað- hússins. Auk Berlingske Tidende eru gefin þar út siðdegisblaöið BT og nokkur vikurit. Alls ræður Berlingske Hus yfir uþb. 20% af samanlögðum blaðakosti dana. Þótt samkomulag hafi náöst munu liða 8-10 dagar þar til blöðin komast út þvi enn á eftir aö ganga frá ýmsum smáatriðum. Carter: — Drögum úr andkomm- j únismanum. neyddi okkur til þess að faðma að okkur hvern þann einræðisherra sem deildi þessum ótta með okk- ur, sagði forsetinn. Bandariskir embættismenn túlkuðu þetta á þann veg að þótt . Carter áliti Nató enn vera horn- stein bandariskrar utanrikis- stefnu væri hann þeirrar skoðun- ar að timabært væri að draga úr heim einstrengingslega and- kommúnisma sem einkennt hefur bandalagið. Carter setti fram fimm atriði sem hann hvatti bandamenn Bandarikjanna til að taka upp i utanrikisstefnu sina. Þau eru: 1. Að standa vörð um mannréttindi. 2. Náin samvinna iðnrikjanna. 3. Bætt sambúð við Sovétrikin og Kina. 4. Að gera átak til að sporna gegn þjáningum mannkyns og brúa bilið milli rikra þjóða og snauðra. 5. Að hvetja alfar þjóðir til að hefja sig upp yfir þjóðlega sérhagsmuni og vinna saman að lausn alheimsvandamála eins og hættunni á kjarnorkustriði. kvn- þáttahatri, vigbúnaöakapp- nlaupinu. umhverfisspillingu, hungri og sjúkdómum. Kæðu Carters hefur yfirleitt verið vel tekið i Vestur-Evrópu. Þó kváðust vestur-þjóðverjar enn hafa alvarlegar ányggjur af út- breiðslu heimskommúnismans. 160 manns í gíslingu Zuidlaren, llollandi 23/5 reuter — Hópur öfgasinna ættaður frá Suöur-Mólúkkacyjum i Indónesiu réöst i dag inn i hollenskan þorps- skóla og tók yfir 100 börn i gisl- ingu.Á sama tima rændu nokkrir landar þeirra járnbrautarlest skainint frá þar sem þeir halda um 50 manns i gislingu. Hollenska lögreglan telurað 105 börn og sex kennarar þeirra séu i haldi hjá sex eða sjö mólúkkum i barnaskólanum i Boensmilde i Norður-Hollandi. 1 20 m fjarlægð er annar eins hópur með 50 lestarfarþega i haldi. Báðir hóparnir eru vopnaðir vélbyss- um. Atburðir þessir minna mjög á aðra sem urðu i desember 1975 þegar ungmenni frá Suður- Mólúkkaeyjum héldu mörgum gislum i 15daga i járnbrautarlest og ræðismannsskrifstofu Indónesiu. 1 þeim átökum féllu þrir gislanna. Mólúkkarnir eru úr hópi 40 þús- und landa sinna sem búa land- flótta i Hollandi. Þeir gera þá krötu til hollensku stjórnarinnar að hún hlutist til um að ættland þeirra fái sjálfstæði og losni und- an yfirráðum Indónesiu. Báöir hóparnir hafa skotið við- vörunarskotum að þeim sem hadt hafa sér nærri þeim. Þeir hafa i báðum tilvikum sleppt löndum sinum sem voru meðal gislanna úr haldi. Hollenska stjórnin setti þegar i stað upp stjórnstöð aðgerða i borginni Assen og þangað kom dómsmálaráðherrann strax Sólarlandaveður norðan- og austanlands HAFNARFJORÐUR íslensk atvinnustefna Umræðufundur í Góðtempiarahúsinu í Hafnarfirði í kvöld, þriðjudaginn 24. maí, kl. 20.30. Kagnar Gils Snorri Alþýðubandalagið efnir til umræðufundar um is- lenska atvinnustefnu í Góðtemplarahúsinu/ niðri, i Hafnarfirði i kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Fundurinn verður í fyrirspurnaformi, á- hersla lögð á spurningar, svör, frjálsar umræður og stuttar ræður. Uinræðum verður cinkum beint að islenskum atvinnumálum og þcim kjaraátökum sem yfir standa. Fundurinn er öilum opinn ÍSLENSK JKsATVINNU S^jgíSTEFNA Umræðum stjórnar Hilmar Ingólfsson. Fyrir svörum sitja: Ragnar Arnaids, Gils Guðmundsson og Snorri Jónsson. • llvaöa áform cru uppi um frekari erlenda stóriöju? • livaöa mögulcikar eru á orkufrckum iðnaöi i höndum lands- manna sjálfra? • Hvaö þarf til aö innlendur iönaöur taki stór skref framávið? • Ilverjir ciga að hafa forystu i uppbvggingu atvinnulifsins: Einstaklingar, riki, samvinnufélög, sveitarfélög? • Er útlit fyrir minnkandi eöa vaxandi sjávarafla? • Er fiskiskipaf loti islendinga þegar oröinn of stór eða þarf hann enn aö vaxa? • Ilvað er að gerast i samningunum? • Um hvað hefur þegar verið samið? • Verða heildarsamningar gcrðir án verkfalla? ALÞÝÐUBANDALAGIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.