Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 16
f/úm/m Þriðjudagur 24. mal 1977. 3 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægtað ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. I ■Utgáfustarfsemi ASI um kjarabaráttuna: Þetta viljum við j Þrír bæklingar með kröfum verka- j lýðssamtakanna og dreifimiði Alþýðusambandið hefur nú gefið út þrjá upplýsingabæklinga um megin- kröfur verkalýðshreyfingarinnar og stuttar útlistanir á þeim. Þessir bæklingar eru gefnir út undir samheit- inu ,,Þetta viljum við" en eru í þrem litum, rauður, grænn og brúnn. I þeim rauða er fjallað um grund- vailarstefnuna í kjarabaráttunni, styttingu vinnuvikunnar og félagsleg- ar íbúðabyggingar. i græna bæklingnum er fjallað um samræmda verölagningu og betra eftirlit með verðlagningu, skynsam- legt skipulag fjárfestingarmála og dagvistunarmála. l brúna bæklingnum er svo f jallað um tvö mál/ breytingar á skattalögun- um og vinnuvernd. Þessum pésum hefur nú verið dreift til verka- iýðsfélaganna og munu þau sjá um að koma þeim til félagsmanna sinna. Þá hefur Alþýðusambandið einnig gefið út dreifimiöa, sem byrjað var að dreifa um landið á laugardaginn, en verður væntanlega dreift að fullu í dag og á morgun. Hér er um að ræða íregnmiða um yfirvinnubannið og hótanir at- vinnurekenda, en sambandið telur nauðsynlegt að félagar verkalýðshreyfingarinnar fylgist sem best með gangi samningamála og þvi er útgáfa i þessum dúr fyrirhuguð öðru hverju meðan á samningum stendur. FISKSJUKDOMURINN I LAXALONI: Enginn vafí á sjúkdómsgreiningunni segja sér- fræðingar í Tilraunastöð háskólans í meinafrœði Vopnafjarðargrunn: Nýju veiði- svæði lokað Mikið af smáþorski var i afla togaranna á Vopna- f jarðargrunni og s.l. sunnudag var nýju svæði á ofanverðu grunninu lokað í vikutíma. t gær var hinsvegar opnað svæði i framhaldi af þvi sem nú var lokað til vesturs, en það hafði verið lokað i viku. Ölafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur, sagði i viðtali við blaöið að ekki kæmi i Ijós fyrr en eftir nokkur ár hver árangur af þessum lokunum yrði, en væntanlega yrði hann nokkur, þótt lokanirnar dygðu ekki einar sér til að byggja upp þorskstofn- inn á skömmum tima. Sagði hann að um 56% af afla togaranna á fyrrnefndu svæði hefði verið und- ir 58 sm. þs ,,Þar sem Skúli á Laxalóni hef- ur vitnað i orð min um að að- stæður til fisksjúkdómagreininga hér séu bágbornar, töldum við ástæðu til að kynna þá starfsemi scm hér fer fram við greiningar og rannsóknir á sjúkdómum i fiskum. Jafnframt er þess að geta. að enda þótt við höfum ekki enn fengið fjárveitingu til þess að ráða sérfræðing i fisksjúkdómum við stöðina,fer þvi fjarri að okkur sé ekki treystandi til þess að greina hér sjúkdóm á borð við þann senj óumdeilanlega hefur fuudist i laxi frá Laxalóni", sagði dr. Guðmundur Pétursson m.a., er efnt var til blaðamannafundar með honum, dr. Guðmundi Georgssyni og Sigurði Richtcr sérfræðingi í snikjudýrafræði i Tilraunastöö háskólans i meina- fræði að Keldum. Var blaðamönnum kynnt þar hvernig unnið er hérlendis að fisksjúkdómarannsóknum, og fengu þeir m.a.að lita á sýkta fiska frá Laxalóni og heilbrigða, svo og að skoða sýni i smásjá af vefjum úr sýktum fiski. Veiki sú sem hér um ræðir nefnist smitandi nýrnaveiki og finnst sjúkdómurinn með tiltölu- lega einföldum aðferðum, sé hann á háu stigi. Svo sem kunnugt er hefur Fisksjúkdómanefnd bent á að öruggasta leiðin til að útrýma smitsjúkdóminum úr eldistöðinni á Laxalóni, sé að eyða þar öllum fiski og hrognum og sótthreinsa stöðina, en þannig var sjúk- dóminum útrýmt úr eldistöðinni við Elliðaár árið 1968. Aðrar leiðir koma einnig til greina, en land - Framhald á bls. 14. Alþýðubandalagið i Reykjavík: Aðalfundur á föstudag Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verð- ur haldinn næstkomandi föstudagskvöld kl. 20.30. Á fundinum fer fram kosning nýrrar stjórnar félags- ins auk annarra venjulegra aðalfundarstarfa. Fjallað verður um stöðu kjaramálanna. Alþýðubandalagið í Reykjavik. I*r. Guðmundur Pétursson (til h.) og dr. Guðmundur Georgsson sýna blaöamönnum sýni af vefjum úr sýktum fiski. Blaðberahappdrœttið: Drætti er frestað til föstudagsins Drætti vinninga i blaðaberahappdrætti Þjóðviljans er frestað til föstudags. Astæðan er sú að umboðsmenn blaðsins úti á landi hafa ekki allir gert grein fyrir óskum sinum um miðafjölda. Aðalvinningur i happdrættinu er ferð til Grænlands með Útivist. Allar upplýsingar um happdrættið veitir afgreiðsla Þjóðvilj- ans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.