Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. mai 1977. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Þeir geta borgað meira Höfuðkrafa verkalýðshreyfingarinnar i kjarasamningunum er sú að lágmarks- laun hækki um nálægt 50%, og jafnframt að slik laun verði að fullu verðtryggð. I boðskapnum, sem rikisstjórnin sendi frá sér fyrir réttri viku,er hins vegar talað um 6-7% hækkun raunlauna, og haft i hót- unum við verkalýðshreyfinguna, ef samið verði um meiri kjarabætur. Kenning talsmanna rikisstjórnarinnar og atvinnurekenda er enn sem fyrr sú, að atvinnulifið á íslandi og okkar þjóðarbú- skapur yfirleitt geti með engu móti borið öllu hærra kaup en það sem við þekkjum i dag, að launahækkun geti i mesta lagi orð- ið 6-7%. Þessu er blygðunarlaust haldið fram, þótt allir viti, að á siðustu þremur árum hafa launakjör alþýðu verið skert um 25- 40%. Þetta er staðhæft, þótt sérfræðingar rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum viðurkenni að allt bendi til þess, að þjóðartekjur okkar islendinga mældar á föstu verðlagi verði á þessu ári hærri en nokkru sinni fyrr á hvert nef i landinu. Þannig tala menn og skrifa i herbúðum rikisstjórnarflokkanna og atvinnurek- enda, enda þótt fyrir liggi upplýsingar frá Hagstofu Islands um það, að umsamið dagvinnutimakaup verkamanna sé nú að verðgildi engu hærra en i styrjaldarlokin fyrirmeira en 30 árum. Kaupmáttur laun- anna hefur sem sagtsveiflast upp og niður á þessum rúmlega 30 árum, en á siðasta ári var hann hjá hafnarverkamönnum hinn sami og 1945, samkvæmt upplýsing- um Hagstofu íslands, og er þá miðað við visitölu vöru og þjónustu. Opinberar skýrslur sýna okkur hins vegar svo að ekki verður um villst, að sá arður þjóðarbúsins, sem hér kemur til skipta, — þjóðartekjurnar, þær hafa nær íjórfaldast siðan 1945, og þótt fullt tillit sé tekið til mannfjöldabreytinga á þessum aldarþriðjungi, þá er um að ræða meira en tvöföldun þjóðartekna á mann. Samt var kaupið ekkert hærra árið 1976, enþaðvar 1945, miðaðvið raungildi. Þetta er hrikaleg staðreynd. Þegar talsmenn rikisstjórnarflokkanna og samtaka atvinnurekenda geta ekki lengur skotið sér undan þvi að ræða þessar bláköldu staðreyndir, sem auðvitað krefj- ast skýringa, þá fara þeir jafnan að býsn- ast yfir samneyslunni i þjóðfélaginu. Það er ,,Hið opinbera” sem hirðir þetta allt saman af okkur segja postular kjörorðsins „stétt meðstétt”! Ekki skulum við draga i efa, að margt fari i súginn og gangi úr- skeiðis hjá rikinu, rikisstofnunum og sveitarfélögunum i landinu undir stjórn þeirra flokka, sem nú fara með völd, en hér er svo sannarlega á fleira að lita. Sýnt hefur verið fram á i fjölmiðlum, m.a. með ótviræðum hætti i fréttaþætti i sjónvarpinu, að hér á íslandi er kaupið helmingi lægra hjá venjulegu launafólki en i Danmörku, sé miðað við raungildi. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, bendir á, að i Danmörku séu þjóðartekjur á mann 25-30% hærri en hér. Gott og vel, — en hvað segja menn þá um þá staðreynd, að i Danmörku er varið til samneyslu þrisvar sinnum hærri upphæð á mann heldur en hér á íslandi. Samkvæmt norrænni tölfræðiárbók, sem Norræna ráðið gefur út var á árinu 1975 varið 88 þús. kr. á mann til sam- neyslu hér á íslandi,en hins vegar 264 þús. isl. kr. á mann i Danmörku. Þessar tölur sýna betur en flest annað hversu fráleitt það er að kenna samneysl- unni um hin lágu laun á íslandi eða leita þar skýringanna á þvi, að laun skuli vera hér helmingi lægri en annars staðar á Norðurlöndum, og vera enn hin sömu og fyrir 30 árum, þegar þjóðartekjur á mann voru hér helmingi lægri en nú. — Nei, það er fyrst og fremst arðrán af- ætukerfisins, og stöðug eignatilfærsla verðbólgubraskaranna, sem þvi veldur að vaxandi arður þjóðarbúsins hefur runnið úr greipum verkafólksins, þrátt fyrir harða varnarbaráttu verkalýðs- hreyfingarinnar. Það er þetta kerfi, sem Sjálfstæðisflokkurinn og bandamenn hans hafa notað pólitisk völd sin til að efla og varðveita. _ k. Það sem koma skal Enginn félagsskapur á Islandi, pólitisk- ur eða ópólitiskur, getur kvatt á vettvang jafn mikinn f jölda af ungu fólki og Samtök herstöðvaandstæðinga. Þetta sýndi sig i Keflavikurgöngunni i fyrra, á glæsilegum fundi i Háskólabiói þann 30. mars s.l. og i Straumsvikurgöng- unni á laugardaginn var. Það voru milli eitt og tvö þúsund manns, sem hófu gönguna frá Straumi,og er kom á lokafundinn á Lækjartorgi hafði tala þátt- takenda margfaldast, — og alltaf var unga fókið i yfirgnæfandi meirihluta. Það var vel til fundið að ganga frá Straumsvik að þessu sinni. Með þvi vildu herstöðvaandstæðingar leggja áherslu á, hversu náin tengsl eru milli baráttunnar fyrir brottför hersins og baráttunnar gegn ásókn erlendra auðhringa. Það er sjálfstæðisbarátta, sem hér er háð, er jafnframtrækjum við skyidur okk- ar við alla þá, sem eiga i höggi við alþjóð- legt auðvald og erlent kúgunarvald. Unga fólkið á framtiðina fyrir sér. Með óbilandi þrautseigju og órjúfandi sam- stöðu mun sigur vinnast fyrr en varir. — k. Tll aö treysta innri styrk AiþýöuHokksins berjast þrlr menn um efsta sætiö á iramboöslistanum i Noröurlandskjördæmi eystra: Arni, Báröur, Bragi. Vitnisburður fulltrúa á landsfundi Morgunblaöið birti fyrir nokkru viðtöi við fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var snemma i þessum mánuöi. Viðtöi þessi eru hin fröðiegustu um margt, einkum eru þau at- hyglisverður vitnisburður um ástand mála i hinum einstöku byggðarlögum Uti á landi. Unnsteinn Guðmundsson, Höfn, Hornafirði, segir til dæmis um orkumálin: „Annars vegar eru þaðorkumálin en i þeim erum við mjög illa haldnír og óviöa meiri orkuskortur en einmitt á Höfn. Getum viö ekki fengíð rafmagn til húsahitunar og veröum að leggja i alian þann kostnað sem oliuhit- un fylgir. Þá er ekki hægt aö setja á stofn neitt iðnfyrirtæki sem not- ar raforku...” Tómas Lárusson Alftagróf Dyr- hólahreppi segir: „Það er yfir- leitt dauft yfir öllu þarna hjá okk- ur.” Páil Pétursson Egilsstöðum segir um ástandið i raforkumál- um: „Við erum iðulega i hönk með rafmagn á veturna. Senni- lega kemst.. mjólkurstöö ekki i gagnið fyrr en gengið veröur frá byggðalinunni frá Kröflu...” „Komma- grýlan ” Innan Alþýöuflokksins eru haf- in mikil átök um frambjóðendur 1 voniaus og vonlítil þingsæti. Þannig eru þrir menn um efsta sætið á lista Alþýðuflokksins á Noröurlandi eystra, þeir Bragi Sigurjónsson, sem datt út úr þingi á slöustu kosningum, Báröur Halldórsson kennari á Akureyri og Arni Gunnarsson, ritstjóri úr Reykjavik. Baráttan mun þegar vera hafin; hefur ritstjóri Al- þýðublaðsins talið það helst til framdráttar sér aö berjast ein- dregið gegn Alþýðubandalaginu. Hann ku vilja draga fram „kommagrýluna” eins og hann er sagöur hafa komist að oröi á fundi. Verður fróölegt að sjá hvort Arna dugar grýla þessi bet- ur til pólitisks frama en leiötog- um Alþýðuflokksins á fyrri árum. Verður sú saga ekki rakin hér, en vinsamlegast er frambjóöendum Alþýðuflokksins i prófkjöri um vonlaus þingsæti bent á að lesa sér til fróðleiks bókina „Vor i ver- um” eftir Jón Rafnsson. Um hana var fjallað i forystugrein i Al- þýðublaðinu nýlega eins og okkur tryggum lesendum Alþýðubiaðs- ins er i fersku minni. Orkan í innbyrðis átök? Talið er að nokkurn veginn sé enn kyrrt um framboð Alþýðu- flokksins þar sem þau hafa þegar verið ákveðin, þe. á Norðurlandi vestra og á Suðurlandi. Ekki er ljóst hversu dansinn verður stig- inn á Vestfjörðum, en innan flokksforystu Alþýðuflokksins i Reykjavik telja menn liklegt að Jón Baldvin muni taka þátt i dansleiknum. A Vesturlandi er einnig óljóst um framvindu máia innan Alþýðuflokksins; Benedikt Gröndal viidi gjarnan i framboð i Reykjavik i eina þingsæti flokks- ins sem talið er öruggt: Gyifa átti að leiða af með þvi að senda Vil- mund Gylfason á Vesturland. Nú þykir ljóst að engu minni eftir spurn verði eftir þingsætum Al- þýðuflokksins i Reykjavik en á Norðurlandi eystra. Hefur Eggert G. Þorsteinsson stjórnarmaður i Járnblendiíélginu hf. ákveðið að sítja sem fastast. Þyngist þvi enn róðurinn. Þá er Jón Ármann Héðinsson ákveðinn i að berjast til fram- haldslifs i Reykjaneskjördæmi i trássi viö þá stefnu flokksforyst- unnar að koma Kjartani Jóhanns- syni varaformanni Alþýðuflokks- ins þar i þingsæti. Allt er þvi heldur óljóst um framvindu mála þar á bæ. Það er eðlilegt þegar langt er til kosninga, en þeim sem vilja Al- þýðuflokknum vel, eins og undir- rituðum, finnst dapurlegt aö hann skuli ekki hafa vit á þvi að snúa sér að þvi verkefni framar öllu ööru að berjast harðvituglega gegn auðstétt landsins og rikis- stjórn; hætt er við að þegar for- sprakkarnir eyða miklu púðri i að skjóta hver á annan verði litið eftir á hvalina, þó að einn og einn smáfugl kunni að falla. —-s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.