Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.05.1977, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. mai 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 „...Annars kynni svo aö fara, að litiö veröi á læknastéttina upp til hópa sem eiturbyrlara, sem enginn þyröi að trúa fyrir lifi sinu og heilsu”. Guösteinn Þengilsson, læknir AÐ EITRA FYRIR SJÚKLINGA Það eru allmörg ár siðan það fóru að koma i fjölmiðlum vitt og breitt ádrepur til lækna þess efn- is, að þeir væru nokkuð lauslátir á lyfseðla upp á „eiturlyf” eins og það var þá kallað. Einkum hafa tollverðir og lögreglumenn verið fundvisir á slikt „eitur” og hafa fundið af þvi ótrálegt magn i fór- um delinkventa, sem hafa gengið i eiturvimu um bæinn. Oft hefur það viljað brenna við i ádrepum þessum að talað er um eiturefni og eitur- eða fiknilyf i belg og biðu og enginn greinarmunur gerður á, hvort umrætt efni hefur nokk- urntima verið notað sem lyf eða ekki. Hass, LSD og áfengi eru þó umtalsverðir vimugjafar og eit- urefni, sem ekki þarfnast uppá- skriftar lækna. Yfirleitt hefur verið fjallað um þessi mál af fólki, sem litt hefur lagt stund á lyfjafræði og þaðan af siður á lyf- læknísfræði. Þó er ljóst, að það vill fræða almenning á tslandi um, hvernig haga skuli lyfjameð- ferð á sjúkdómum, þótt enginn viti, hvaðan þvi er sú viska kom- in. Ég vil strax leggja á það áherslu, að þessi orð hér eiga ekki að vera rituð af neinum stéttar- hroka eða drambi. Það er auðvit- að mál, að læknisþjónusta á ekki að vera fremur en önnur opinber þjónusta undanþegin gagnrýni að þvi er varðar almenna fram- kvæmd hennar. Um sérfræðilegri atriði getur álmenningur hins vegar ekki dæmt, en á það er bent, að hafi sjúklingur beðið tjón á heilsu sinni, og hann telji það stafa af vitaverðu gáleysi eða vanrækslu læknisins, getur hann með aðstoð lögfræðings kært mál- ið og mun þá um það fjallað af sérfróðum dómi. Nú er svo komið, að vegna mjög einhliða, neikvæðrar gagnrýni á lyfjaneyslu yfirleitt, er orðið erf- iðara en áður að beita lyfjum gegn sjúkdómum. Sú skoðun er að verða æ útbreiddari meðal al- mennings, að allt lyfjaát sé af hinu illa, geri sjúklingunum ein- ungis ógagn, stundum er sagt að þeir geti varla staðið vegna þess hvað þeir komi „uppdópaðir” frá lækninum, læknirinn hafi eitrað fyrir þá o.s.frv. Þeir einu, sem græði á þessum „bisness” séu læknar og lyfsalar. Þvi miður er málið alvarlegra en svo, aö það eitt skipti neinu hvort einhverjir úr læknastétt móðgist af slikum ummælum eða ekki. Hið háska- legasta við skrif og umræður, sem fram hafa farið um lyfjamis- notkun á vegum lækna er, hve mjög þær bitna á sjúklingum sem þurfa að nota lyf að stað- aldri, en þeir eru margir. Til að halda heilsu eða jafnvel lifi þurfa þeir oft árum saman að taka lyfin og fara nákvæmlega eftir fyrir- mælum. Þvi miður eru dæmi um það, að sumt þetta fólk hafi dreg- ið úr lyfjaskammti sinum eða jafnvel alveg hætt að nota lyfin vegna ótta, sem telja má beina afleiðingu þess, hvernig um lyfja- mál hefur verið fjallað á opinber- um vettvangi. Hrakandi heilsufar og jafnvel dauðsföll hafa af þessu hlotist. Það er þvi ekki að ófyrir- synju, að fyrrgreint lyfjaneyslu- tal flokkist undir það að vera lifs- hættulegt. Það hefur lengi verið hafður sá háttur á, þegar meiriháttar smit- sjúkdómafaraldrar eru yfirvof- andi, s.s. asiuinflúensur, svinain- flúensur eða heilahimnubólgufar- sóttir að gripa til ráðstafana eins og bólusetninga til að vernda fólk fyrir þessum vágesti. Einnig er ferðafólki og öðrum sem það varðar bent á hvar i útlandinu hættulegar farsóttir séu á gangi, svo að hægt sé að forðast sýkt svæði. Allur er þessi viðbúnaður góðra gjalda verður, en mig lang- ar til að benda á, að heilbrigðis- yfirvöld eiga nú i höggi við enn einn faraldur, sem er ekki siður háskasamlegur en fyrrgreindar farsóttir. Þessi kvilli er i þvi fólg- inn, að fólk sem ekki er búið læknisfræðilegri kunnáttu hefur reynt að hafa áhrif á það, hvernig sérfræðilegri þekkingu skuli beitt við að lækna sjúkdóma, og það hefur einnig lagt á það dóm, að viss lyfjameðferð sé skaðleg. „Farsótt” þessi hefur þegar náð sér vel upp með afleiðingum, sem ég hef vikið að hér að framan og getur orðið miklu skæðari nema heilbrigðisyfirvöld taki enn rögg- samlegar i taumana en þau hafa gert hingað til Eg vil enn vekja athygli á þvi, að þessi orð eru ekki skrifuð af neinum þekkingarhroka, enda ferst greinarhöfundi ekki að beita honum. Mig langar aðeins til að benda á það, hvernig t.d. verk- fræðingi yrði við, ef ég segði að efni til einhverrar mannvirkja- gerðar væri vitlaust útreiknað, það væri allt of mikið af stein- steypu en of litið af styrktarjárni. Sem betur fer hefðu þessi um- mæli min litil áhrif á mannvirkið, en mannlegar verur bregðast öðru visi við gagnrýni. Milli læknis og sjúklings rikir eða á að rikja samband gagn- kvæms trúnaðar og trausts. Sjúk- lingurinn treyslir lækni sinum til að gera sitt besta i hverju tilviki, en veit J>ó að hann er ekki óskeik- uil fremur en aðrir menn. Sjúk- lingurinn treystir einnig læknin- um til að varðveita i fullum trún- aði öll einkamál sem fram kunna að koma. Læknirinn hlýtur aftur á móti að treysta sjúklingnum eða aðstandendum hans til að fara nákvæmlega eftir gefnum fyrirmælum, jafnt un lyfjanotkun sem annað. Ef t.d. sjúklingur tek- ur lyf i öðrum skömmtum en hin- um fyrirskipuðu, hefur hann brugðist þessu trausti og tekið á sig þá ábyrgð, sem af þvi leiðir. Þannig verða menn ofneytendur lyfja, þeir hafa ekki farið að fyrirmælum læknis sins. Með hinum hvatvislegu skrif- um og umræðum, sem ég hef get- ið hér um og hafa með nokkrum hvildum staðið yfir i rúman ára- tug, er á háskalegasta hátt vegið að viðkvæmu trúnaðarsambandi sjúklings og læknis. Hvernig á sjúklingurinn að geta treyst lækni sinum lengur, þegar hann hefur séð eða heyrt þvi haldið fram opinberlega og að þvi er virðist ómótmælt, að lyfin, sem hann fær frá lækninum séu skaðleg, hann geti orðið þessum lyfjum háður ævilangt i sivaxandi fikn og beðið óbætanlegt tjón á andlegri og lik- amlegri heilsu. Margur sjúkling- urinn hefur enga möguleika á þvi að gera sér grein fyrir hver af þeim lyfjum sem honum kann að hafa verið uppálagt að nota, séu þessi stórhættulegu fiknilyf, sem allir eru að tala um. Það er þvi ekki nema eðlilegt að honum finn- ist það viðurhiutaminnst að hætta við alia lyfjanotkun fyrir fullt og allt. Afleiðingarnar af þvi geta svo orðið með þeim eindæm- um sem að framan var getið. Mér virðist, að nú þurfi nauð- synlega að fræða almenning meir um eðli þessara lyfjamála og frá fleiri sjónarmiðum en þeim, sem undanfarið hafa verið helst á odd- inum. Annars kynni svo að fara að litið verði á læknastéttina upp til hópa sem eiturbyrlara, sem enginn þyrði að trúa fvrir lifi sinu og heilsu. Hætt er þá við. að lyf- lækningar yrðu brátt úr sögunni Þvi miður er ekki mögulegt að ræða þessi brýnu vandamal nógu ýtarlega i stuttri Dagskrárgrein. en ég vona að þessar hugleiðingar megi stuðla að þvi að þarflegri umræður hef jist en hingað til hafa tiðkast. Drengirnir sex sem keppa i Briissel ásamt þjálfurum slnum Alþjóðleg reiöhjólakeppni í Briissel Sex íslenskir drengir meöal þátttakenda tvö ár en hin i eitt ár. Þeim lik- aði vinnan sæmilega að sögn og vildu fyrir engan mun missa af bónusgreiðslunum. Að visu við- urkenndu þær að þetta fyrir- komulag skapaði mikinn spenn- ing og keppni en kaup þeirra hækkaði um 8-10 þús. kr. á viku fyrir vikið. — Og við viljum ekki missa af þeim peningum, sögðu þær. Þær vinna báðar fullan vinnu- dag frá kl. 8 á morgnana til 7 á kvöldin og stundum til kl. 11. — Það er orðinn ansi langur vinnu- dagur fannst þeim Og svo er unnið flestalla laugardaga lika. Tímakaupið er 435 kr. Við borð skammt frá var Guð- rún Ingimundardóttir að flaka i grið og erg. — Ég hef unnið hérna siðan 1975 og ég vildi alls ekki vinna i frystihúsi væri bón- usinn tekinn af okkur, sagði hún. — Timakaupið er svo lágt, 435 kr. að ég gæti alls ekki lifað á þvi einu saman. — Hér var gerð könnun 6 mánuðum eftir að bónuskerfið var tekið upp og starfsfólkið spurt hvort það vildi halda þessu greiðslufyrirkomu- lagi. Langflestir vildu það. Guðrún vinnur hálfan daginn og kvað það henta sér vel með heimilisstörfunum. Hún sagðist ekki vilja vinna meira en þó kæmi fyrir að hún ynni á laug- ardögum ef mikið lægi við. Bjarni Loftsson er einn af brýnslumönnunum og hann gekk á milli borðanna og brýndi hnifana fyrir konurnar. — Ég vinn mikla eftirvinnu, sagði hann,annað er ekki hægt. Eg get ekki lifað af dagvinnukaupinu. Til að komast af verð ég að vinna allt að 60 timum á viku, stundum meira. Á efri hæð frystihússins er kaffistofa og meðan við vorum á rölti um húsið var flautað i kaffipásu. Þar náðum við tali af þremur trúnaðarmönnum,þeim Freyju Eiriksdóttur, Auði Guð- jónsdóttur og Aðalheiði Þor- leifsdóttur. Þær voru mjög ósammála um ágæti bónusfyr- irkomulagsins. Freyja taldi þvi ýmislegt til foráttu og kvað margar gildrur vera i þvi kerfi, sem verkafólk ætti erfitt með að átta sig á og hún kvað margar konur leita til sin sem trúnaðar- manns vegna þess að þær skildu ekki þetta kerfi. T.d. sagði hún að eftir þvi sem konurnar vönd- uðu sig meira og nýtingin á fisk- inpm yrði betri ykjust kröf- urnar sem gerðar væru til að komast i bónus. Þetta ber að skilja svo að eftir þvi sem vinnufólkið vandar sig meira hækkar viðmiðunin. Einnig eru tekin sýnishorn daglega hjá öll- um konunum og ef galli finnst i einum kassa verður viðkomandi kona að taka allt upp aftur og missir þá bónusinn þann dag- inn. Og það eru bara konur sem vinna við þetta fyrirkomulag. Karlarnir á vélunum eru ekki undir sömu sök seldir. Enginn karlmaður myndi láta fara svona með sig — Það myndi enginn karl- maður láta fara svona með sig, sagði Freyja og þó eru þeir ekk- ert ofsælir af sinu kaupi. — Ég er lika alveg hætt að vinna I bónus, ég þoli það ekki. Þetta er eins og að selja sig fjandanum, það er heldur ekki sæmandi að hafa greiðslukerfið svo flókið að sárafáir geti skilið það. — En ég vil taka það fram, sagði Freyja að hér er sérlega góður andi og yfirmenn okkar eru til fyrirmyndar. Ekki voru hinir trúnaðar- mennirnir, þær Auður og Aðalheiður sammála Freyju að öllu leyti. Þær töldu bónus- greiðslurnar mikla kjarbót fyrir verkafólkið en trúlega væri þarflegt að endurskoða margt i þvi kerfi. —hs. Miðvikudaginn 25. mai fer fram i Briissel i Belgiu alþjóðleg keppni i akstri reiðhjóla og vélhjóla. Þetta er i 15. sinn sem keppni i reiðhjólaakstri fer fram en i 2. sinn er nú keppt i vélhjóla- akstri. Það eru alþjóðasamtökin P.R.I. (La Prevention Routiere Internationale) sem standa fyrir þessari keppni, en þau samtök vinna að bættu umferðaröryggi og samræmdum aðgerðum til varnar gegn slysum i umferð. Aðild að samtökum þessum eiga rúmlega þrjátiu þjóðir og gerðist tsland aðili árið 1973. Af Islands hálfu taka 6 drengir þátt i keppninni og er þetta i þriðja sinn sem þátttakendur eru sendir héðan i reiðhjólakeppni en annað sinn i vélhjólakeppni. Keppninni er skipt i þrennt: t fyrsta lagi er fræðilegt próf þar sem keppendur verða að svara spurningum um umferðarlög og reglur. í öðru lagi er keppni i akstri i umferð og i þriðja lagi er keppni i hjólaþrautum. tslensku keppendurnir hafa æft vel að undanförnu undir stjórn Guðmundar Þorsteinssonar námsstjóra i umferðarfræðslu og Baldvins Ottóssonar lögreglu- varðstjóra en þeir munu stjórna drengjunum I keppninní i Briissel. Drengirnir eru viða að af land- inu og þeir sem taka þátt i reiðhjólakeppninni eru: Ragnar Guðmundsson, Kópavogi, Hjörtur Stefánsson, Reykjavik, Steinar Valdimarsson, Stokkseyri og Sindri Már Heimisson, Svarf- aðardal i Eyjafirði. Þátttakendur i vélhjólakeppninni heita: Birgir Simonarson, Reykjavik og Birgir örn Arnarson, Akureyri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.