Þjóðviljinn - 25.05.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.05.1977, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. mai 1977. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. (Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síöumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Eins og biautur gólfklútur framan í VL-inga alira landa í gær var tekið fyrir i undirrétti íslands eitt mál VL-inganna gegn þeim sem mót- mæltu vinnubrögðum þeirra á öndverðu þjóðhátiðarárinu 1974. Það sætir ekki tið- indum lengur að meiðyrðamál Varins lands séu til umfjöllunar i dómstólum landsins; i þrjú ár hafa þau velkst i réttar- kerfinu, en alls eru mál þessi 15 talsins. Dómar hafa verið felldir i hæstarétti i nokkrum þessara mála og eru þeir all- miklu þyngri en dómar undirréttarins, þó falla VL-snötunum i skaut hundsbætur einar miðað við það hversu hátt var til höggsins reittá sinum tima. Samt sem áð- ur er það svo að mikill meirihluti þeirra sem einhverja skoðun hafa á málum þess- um telur að hæstiréttur hafi gengið full- langt i dómum sinum, að dómararnir séu fangar úreltra viðhorfa sem fyrir áratug- um hefur verið varpað fyrir ofurborð i ná- grannalöndum okkar. Þar — i nágranna- löndunum — þykja VL-mál þessi tiðindi sem vert er að skrifa um langar blaða- greinar og gera um útvarpsdagskrár. Hefur sú kynning sist orðið islensku réttarkerfi til álitsauka að undanförnu að nú ekki sé minnst á VL-ingana sjálfa. En tilefni þessarar forystugreinar er ekki VL-málin. Tilefni hennar er að finna vestur i Bandarikjunum. Þar hélt forseti landsins, Jimmy Carter,ræðu við skólaslit skóla nokkurs og hefur ræða þessi vakið mikla athygli um allan heim sem vonlegt er. Ræðan var samfelld árás á fyrri stefnu bandarikjamanna i utanrikismálum, að visu með varkáru orðalagi bandarikjafor- seta sem æðsta embættis- og trúnaðar- manns sundurleitrar þjóðar, og vissulega er ekki að vita hverjar efndir verða. Þar mun timinn skera úr, en orðin ein sér voru út af fyrir sig til marks um það hve banda- risk utanrikisstefna er óvinsæl, og til marks um það að nú situr á veldisstóli i Bandarikjunum maður sem telur sér i orði að minnsta kosti hentast að gagnrýna þessa stefnu. í ræðu sinni lagði Jimmy Carter áherslu á alþjóðlegt samstarf umfram Atlants- hafsbandalagið. Hann sagði að nauðsyn- legt væri að breyta ásjónu þess og tima- bært að draga úr þeim einstrengingslega andkommúnisma sem einkennt hefði Atlantshafsbandalagið. Hann talaði um ,,úrelt traust” á bandalagi þessu og sagði ennfremur: „Við erum nú lausir við hinn óhóflega ótta við kommúnismann, sem kom okkur til þess að faðma hvern þann einræðisherra, sem deildi þessum ótta með okkur”. Nefndi forsetinn Vietnam- málið sem gleggsta dæmið um það hversu fráleit utanrikisstefna bandarikjamanna hefði verið á undanfömum áratugum. Ræða Carters Bandarikjaforseta er ekki aðeins eindregin árás á þá stefnu sem for- setar Bandarikjanna hafa fylgt á fyrri árum: hún er sérstakl. hörð árás á þá að- ila annars staðar i heiminum sem hafa mænt á bandarikjastjórn eins og átrún- aðargoð og við þurfum ekki langt að fara til þess að finna slika stjóm. Hér á Islandi hefur utanrikisstefna lýðveldisins með fá- um undantekningum einkennst af undir- lægjuhætti gagnvart bandarikjamönnum. Eða hvenær hefur Morgunblaðið gagnrýnt Atlantshafsbandalagið fyrir „einstreng- ingslegan andkommúnisma”? Hvenær hefur Morgunblaðið skrifað um „úrelt traust” á NATO? Hvenær hefur Morgun- blaðið gagnrýnt bandarikjastjórn fyrir að „faðma einræðisherra”? Allir vita svarið — það hefur ihaldið á Islandi aldrei gert. Yfirlýsing Carters bandarikjaforseta — jafnvel þó að orðum hans fylgi ekki at- hafnir — em þess vegna eins og blautur gólfklútur framan i þá menn á íslandi sem bera ábyrgð á utanrikisstefnu undanfar- inna áratuga. Yfirlýsingar Carters eru VL-ingum þungbærari en svo að þeir fái rönd við reist: ekki dugir að stefna banda- rikjaforseta fyrir meiðyrði við islenskan dómstól! Morgunblaðið, VL-ingar íslandssögunn- ar, hafa varið allar vitleysur banda- riskrar utanrikisstefnu i áratugi. Þeir hafa tekið upp hanskann fyrir villimann- legt árásarstrið sem sjálfur Bandarikja- forseti nefnir nú sem gleggsta dæmið um vitlausa utanrikisstefnu lands sins á fyrri árum. Morgunblaðið fagnaði einlæglega kosningasigri Nixon-stjómarinnar, þeirr- ar stjómar, sem nú er tákn fyrir spillingu og ömurlegustu niðurlægingu bandarisks stjórnkerfis. VL-ingar söfnuðu undir- skriftum til þess að biðja þessa stjórn Nixons um að tryggja það að herinn yrði um langa framtið hér á íslandi. Það var bænaskrá um erlenda hersetu — hvergi i viðri veröld er unnt að finna dæmi um annan eins skriðdýrshátt mannlegra vera eftir að mannskepnan fór að myndast við að standa upprétt. Bandarikjaforseti hefur nú rassskellt VL-inga allra landa með eftirminnilegum hætti. Þvi fagnar Þjóðviljinn. —s. Utanríkis- stefna sem brást Carter Bandarikjaforseti gerir það ekki endasleppt. Nú gerir hann heimsbyggðina hlessa meö endurmati sinu á bandariskri utanrikisstefnu eftirstríðsáranna. Vera má að hinir ungu ráðgjafar sem Carter hefur safnað um sig túlki betur þá vlðtæku viðhorfs- breytingu sem orðið hefur I kjöl- far Vietnamstriðsins meöal almennings i Bandarikjunum heldur en ráðgjafar Fords, Nixons og Johnsons, sem voru kaldastriðsmenn upp til hópa. — Við erum nú lausirúr viðjum þess óhóflega ótta við kommúnismann, sem fyrrum neyddi okkur til þess að faöma að okkur hvern þann einræöisherra sem deildi þessum ótta með okkur, sagði Carter i skólaslita- ræðunni i Notre-Dame háskólanum i fyrradag. Og hann bætti við athyglisverðum ummælum um Vietnamstríðið, og þá pólitik bandarfkjamanna að fara með báli og brandi. „Viö böröumst meö eldi gegn eldi, og hugleiddum það aldrei að best er að slökkva eldinn meö vatni”, sagði Carter og lagði áherslu á að hræöslan við yfirráð kommúnismans hefði lamað „lýöræðisrikin”. „Þessi stefna brást okkur, og Vietnam(striðiö) var skýrasta dæmið um vitsmunalegt og siðferðilegt gjaidþrot hennar.” 1 framhaldi af þessu rakti Carter þróun bandariskrar utan- rikisstefnu frá 1945. Hann kvað hana hafabyggtá tveimur grund- vallaratriðum: í fyrsta lagi að halda aftur af Sovétrikjunum og i öðru lagi að viðhalda einka- bandalagi við andkommúniskar þjóðir beggja vegna Atlantshafs. A bæði þessi atriði telur hann nú aö hafi verið lögð of mikil áhersla og vill halda þvf fram, aö banda- rikjamenn eigi annarra mikil- vægra hagsmuna að gæta. Mikilvæg viömiöun Það vantar tilfinnanlega skýringar á efnahagslegum for- sendum utanrikisstefnu Banda- rikjanna síðustu áratugi I ræðu Carters, ef ráða má af úrdrætti fréttastofa. Hagsmunir banda- riskra auðhringa og vopnafram- leiðenda fléttast inn i dæmið. Carter fjallar aðeins um pólitiska hlið málanna, og hætt er við að forstjórar auöhringanna og stórkapitalistarnir i Wall Street hugsi honum þegjandi þörfina og bregði fyrir hann fæti, ef forsetinn hyggst gera annað og meira en að tala um breytta utan- rikisstefnu. Hvað sem þvi liður verður ekki annað sagt en að Bandarikja- forseti hafi nú lagt fram stefnu- mið, sem hægt veröur að hafa til viðmiðunar, þegar fjallað verður um bandariska utanrikisstefnu i framkvæmd á næstu árum. Hrópandi ósamræmi i orðum og geröum getur i lengd orðið stjórn- málamanni mjög óþægilegt, þótt orðin hljómi vel i bráð. Það er þvi full ástæða til þess að festa sér vel 1 minni stefnumark- andi atriöi f ræðu Carters forseta. Og svo biðum við eftir þeirri skemmtan aö lesa útleggingu Morgunblaðsritstjóranna á ræðunni. Draugagang ur í VR draugagangi og huldum vættum uppá siðkastiö. Er það mikið miður I svo strjálbýlu landi, þar sem nóg pláss er fyrir fleira fólk en hiö dauðlega. Bót i máli er þó að vart hefur orðið huldumanna i Verslunarmannafélagi Reykja- vikur, og segir Morgunbiaðið ,,að þeir sem aö hringingum standa vilji einungis láta iilt af sér leiöa”, svo þetta gætu allt eins verið uppvakningar. Hvorki Guömundi H. Garðarssyni né Morgunblaðinu hefur tekist að leiða huldumenn þessa fram i dagsljósið, enda pólitiskt óráð að fara of nærri þar um, þvi reim- leikinn gæti verið i „ættinni”. En sé Guðmundi Rannt um aö fá að vita hið sanna getum við bent honum á að efna hið bráðasta til skyggnilýsingarfundar. Þar mætti greina VR-fylgjurnar, og Matthfas fengi svo einhvern hreintrúarprestinn, vin sinn, úr þjóðkirkjunni til þess að kveða þær niður. Það ættu að vera hæg heimatökin, þvi aö ritstjóri Kirkjuritsins hefur vottaö að Mra-gunblaðt sé málgagn upp- vakningarmanna i þjóökirkjunni. —ekh Hér á landi hefur litið frést af

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.