Þjóðviljinn - 25.05.1977, Síða 12

Þjóðviljinn - 25.05.1977, Síða 12
12 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. mai 1977. Frá Hvalfirði F ramky æmdir á Grundartanga Aðfaranótt 4. mai 1977 voru samþykkt á Alþingi lög, sem leyfa byggingu málmblendiverk- smiðju á Grundartanga við Hval- fjörð. Eins og þegar hefur fram komið i fjölmiðlum, er sú fyrir- hugaða framkvæmd enginn óska- draumur okkar nágrannanna. Ekki svo að skilja að við séum á móti uppbyggingu arðbærra at- vinnufyrirtækja, sfður en svo, en að öllu skal farið með gát. Aö sjálfsögöu var eölilegt aö taka til athugunar öll tilboö um byggingu atvinnu- og fram- leiöslustööva, sem byggöar yröu i sambandi við stórar virkjanir fallvatna. Þaö mega allir skilja, og einnig aö þaö er ekki vanda- laust að velja og hafna. Þvi er ekki viö neinn aö sakast þótt tálaö hafi verið við erlenda menn, sem hingað hafa leitað meö orkufrek- an iönaö i huga. Þetta heid ég aö allt fólk láti afskiptalaust. En það er nú einu sinni svo aö reynslan sannar það, að viö fyrstu sýn eru hlutirnir meinleysislegir áaðsjá, dekkri hliðin snýr frá okkur, og ég held að það hafi einnig sannast i þvi máli, sem hér verður litillega rætt. Magnús sá lengra en margir aörir Þegar fyrst var talað um aö i athugun væri að reisa málm- blendiverksmiöju á Grundar- tanga i félagi við ameriskt fyrir- tæki, sem ætti bæði auö og þekk- ingu, er okkur skorti hvort- tveggja, þá leit þetta ekki svo illa út i hugum þess fólks, sem vissi að stórt atvinnufyrirtæki, sem kæmi til með að skila þjóðinni auði og atvinnu, yröi staösett inni i sveit fátæks sveitarfélags, er gat vel þegið aö eitthvaö stórt ræki á þess fjörur til að bæta og tryggja afkomu fólksins. Það hlaut þvi að teljast eölilegt að fólk biði frekari frétta og vonaði allt það besta. Ég hygg að fólk hafi borið nokkurt traust til þáverandi iðnaðarmála- ráðherra, Magnúsar Kjartans- sonar. Hann hafði manna best barist á móti þeim neyðarsamn- ingum, sem gerðir voru við sviss- lendinga um álverið i Straums-'. vik; hann átaldi harðlega verðið á raforkunni til þeirra, svo og ófullkomnar mengunarvarnir, Nú hefur komið i ljós að þessi glögg- skyggni gáfumaður hafði á réttu að standa, sá lengra en margir aðrir. Hann hefði látið endurbæta mengunarvarnir þar, ef honum hefði auðnast að fá að sitja heill heilsu i sæti iðnaðarráðherra. Ég hygg að fólk hafi borið traust til þessa manns um að standa vörð um strangar mengunarvarnir og verjast óæskilegu útlendinga- dekri. Áhersla á meirihlutaeign islendinga. Það vita allir að i ráðherratið Magnúsar komst málmblendi- verksmiðjan fyrst á dagskrá og það langt komst þetta mál, að ekki var búist við að til baka yrði snúið. Framkvæmdir hófust á staðnum, svo sem raun ber vitni. En fljótt skipast veður i lofti. Oliukreppan gengur i garð okkar sem annarra og var talin einn stærsti bölvaldur, sem upp hefur komið á siðari timum. Afstaða Magnúsar hefur verið umdeild i þessu máli. En hefur málið ekki verið skrumskælt fyrir augum fólksinsj? Ég lit þannig á þetta mál að i fyrsta lagi hafi Magnús talið það skyldu'' sina sem iðnaðarráðherra að verða við vilja meirihlutans og taka til at- hugunar tilboð um stóriðjufram- kvæmdir til þess að nýta orkuna sem var að koma i gagnið, ef þau tilboð skyldu reynast aðgengileg. Þegar hann svarar amerisku félögunum, setur hann fram kröfu um fullkomnustu meng- unarvarnir, sem til eru, og lætur þrautreyna hve langt þær ná, og niðurstaðan varð jákvæð. I öðru lagi setur hann fram kröfu um raforkuverð, allt annað og hag- stæðara en i álverssamningnum. i þriðja lagi leggur hann áherslu á meirihlutaeign islendinga i fyrirtækinu. Svo að islendingar hafi það á valdi sinu að láta allt fara fram að islenskum lögum. Þarna fær Magnús það i samn- inginn, sem honum finnst vanta i álsamninginn; þarna er sem sé reginmunur á. Skyldan við fjöldann Mér sýnist að Magnús hafi litt kannað vilja sinna flokksbræðra i þessu máli, máski vitað að þeir yrðu fleiri eða færri á móti þvi. Hann hefur þá metið meira vilja fólksins i landinu, meirihlutans. Ég lit svo á, að opinber embættis- maður eigi að gera skyldu sina við fjöldann, sem hann vinnur fyrir, jafnvel stundum á móti eig- in vilja. Er það ekki ævinlega þannig, þegar samsteypustjórn er mynduð, að allir verða að slaka á kröfum sinum, til að koma til móts við hina, sem sam- ið er við? Þegar eftirspurn eftir raforku til ibúðahúsahitunar jókst, vegna verðhækkunar á oliu, þá lét Magnús það álit sitt i ljós að hann teldi rétt að biða með byggingu málmblendiverksmiðju, en sinna þess i stað innlendri eftirspurn á raforku. Svo gerðist það að mark- aður varð ekki hagstæður á fram- leiðslu fyrirhugaðrar verksmiöju og þeir amerisku vildu hætta við þetta fyrirtæki. Þarna breyttist öll staða þessa máls, svo að enn varð að taka ákvörðun. Sterkara aflið þrýsti á að áfram skyldi haldið. Magnús lét það álit i ljós að rétt væri að biða, og flokks- bræður hans beittu sér ákveðið gegn stóriðjuframkvæmdum. Jónas Arnason hefur aldrei farið dult með sinn vilja i þessu máli. Hann hefur verið þessu mjög mótfallinn, og er hann þó þing- maður kjördæmisins, þar sem verksmiðjunni var ætlaður stað- ur. Svo gerist það að Magnús vik- ur úr ráðherrastól, reyndar af þingi vegna veikinda heilt þing, svo aftur i vetur, þannig að hans saga i þessu máli er ekki öllu lengri. ódrengilegur vopnaburður Ekki skyldi neinn álita að ég sé að taka að mér að verja Magnús i þessu máli, hann er einfær um það sjálfur. Hitt fer ekki á milli mála að ódrengilega hefur verið að honum vegið út af þessum málum. Útyfir hefur þó tekið þegar hann er ausinn óþverra þegar hann er fjarverandi vegna veikinda, sem allir sæmilega gerðir menn ættu þó að skilja að væri næg ástæða til að menn nytu friðhelgi. Slik fúlmennska að ráð- ast að veikum fjarverandi, það heillar engan sæmilega gerðan áheyranda. Vonandi fær Magnús heilsuna aftur sem fyrst, svo að hann geti gegnt þeim trúnaðar- störfum, sem honum eru falin. Hvaö sem segja má um fram- hald þessa máls held ég að allir viti og skilji, að þetta málm- blendifrumvarp hefði fengið sam- þykki á Alþingi þó að Magnús Kjartansson hefði verið i ráð- herrastól og málið heyrt undir hann, ef það á annað borð hefði komið til umræðu og atkvæða. Þessvegna eru öll látalæti óþörf, fólkið skilur fleira en sumir i það minnsta ætla. Nú er ekkert til fyrirstöðu með að halda áfram byggingu verksmiðjunnar. Eins og fram hefur komið i fréttum, þá eru ekki allir ánægðir um þessar mundir, i það minnsta ekki þeir, sem óskuðu eftir umræðum um málið heima i héraði. Fundur var haldinn i Heiðarborg og þar sam- þykkt að óska eftir leynilegri at- kvæðagreiðslu heimamanna um fyrirhugaðar framkvæmdir. Þett. var vitanlega alltof seint á ferð- inni, þvi að komið var að þingslit- um og frumvarpið að verða að lögum. Þvi var heimamönnum neitað um atkvæðagreiðsluna, já- kvæð afstaða meirihluta bæjar- stjórnar Akraness var auglýst i útvarpi þarna inn i milli, svo að þetta eru trúlega þau endalok, sem við mátti búast. Vinnubrögð fyrír neðar allar hellur En hver er mergurinn málsins, hversvegna risa heimamenn hér upp og vilja ræða málið? Að visu veit ég það ekki fullkomlega, þvi að ég var ekki i þeim hópi, sem lét til skarar skriða og var ekki á neinum fundum. Hitt er ekkert launungarmál að við hjónin lofuð- um okkar áliti að fara á bréf- snepli með undirskriftalistanum. Það er aldrei að vita nema hon- um hafi verið hent, enda breytir það engu. Það sem kom mér til að skrifa þessar linur er óánægja okkar með ýmis atriði, sem sagt hefur verið frá i fjölmiðlum upp á siðkastið. Á þessum bæ er allstói hópur atkvæðisbærs fólks, og munum við vera sammála um það, sem hér verður sagt. I fyrsta lagi vekur það undrun okkar, svo ekki sé meira sagt. hvernig farið er með f jármuni al- þjóðar. Vinnubrögðin á Grundar- tanga eru i einu orði sagt brjálæðisleg vitleysa, og á ég þai við staðsetningu verksmiðjunnar i túni og undirbúnu ræktunarlandi þessarar góðu jarðar. Jarðsimi til Norðurlands frá Reykjavik kom þarna á land. Hann varð að fara. hvað kostaði það margar miljónii króna? Svo er það meö þjóðveg- inn, girðingar og fleira og siðast en ekki sist ónæðið og átroðning- inn, sem ábúendur verða fyrir og einnig ábúandi Kataness, ekki um stundarsakir, heldur um alla framtið. Nú sér hver vitiborinn maður, hvaða vit er i þeim vinnubrögðum að fara þarna ofan i mýrarsund, þar sem jarðlag ei þykkast, og flytja heilu bæjar- leiðirnar fleiri metra þykkt torf og moldarlag á bilum. Að visu mátti það teljast óheppni að hitt- ast skyldi á eitt mesta rigningar- sumarið, eftir þvi sem hér gerist. Hvað skyldu margar miljónii króna hafa farið þarna i súginn. til dæmis vegna slits, og brots á vélum og verkfærum? Ég vissi um menn, sem keyptu sér nýja og dýra bila með atvinnu þarna i huga, en þeim leist ekki betur á vinnubrögðin en það að þeir óku heim, vildu heldur heilum vagni aka og sætta sig við minni tekjur Þeir sáu sem var, að þarna vai eyðileggingin það mikil á vélum að áhættan var of mikil og þvi betur heima sétið. Fljótt fór að bera á ýmsum erfiðleikum, með kaupgreiðslur og fleira. Ef allt ei búið að greiða fyrir vélavinnu þarna, erþað nýlega uppgert. Ég efa stórlega að verktakinn hafi verið nokkuð öfundsverður held- ur. Jörðum gjörspillt Ekki þarf um að kenna að ekki sé til óunnið land á Islandi, þar sem staösetja mætti hitt og þetta án þess að eyðileggja önnur mannvirki. Það þurfti i þessu til- felli ekki lengra en suðurfyrir Klafastaðatúnið. Þar er eyðimel- ur og grjót, sem ýta hefði mátt fram i uppfyllingu, hafnarbakka sem skip hefðu getaö lagst að til afgreiðslu. Framkvæmdir á þess- um stað hefðu litiö raskað búsetu á jörðunum, sem illu heilli er nú búiö að gjörspilla um alla fram- tið, fyrir hreina handvömm og aulahátt. Það væri meiri mann- virki komiö upp núna ef þarna hefði verið unnið fyrir þær fúlgur fjár, sem þegar eru i allt þetta komnar. Við, sem ólumst upp i fá- tæku þjóðfélagi á krepputimum, fengum að vita aö nýtni, ráðdeild og sparsemi voru þær dyggðir, sem þeir eldri urðu að læra og hafa i heiðri I öllu, stóru og smáu. Betur væri að oflætishátturinn, sem nú rikir, ætti sér ekki langa framtið með okkar þrautseigu þjóð, sem mátt hefur reyna sitt af hverju áður en hún gat talist bjargálna.En skjótfenginn auöur er vist ekki alltaf farsæll. Þessi vinnubrögð, sem lýst hefur veriö, minna á málsháttinn: „Bókvitið verður ekki I askana látið”. Skóli lifsreynslunnar er nauðsynlegur með, starfið og stritið kennir mönnum meira en lært verður af bókum i sumum tilfellum að minnsta kosti. Það er óhætt að fyllyrða. Timarnirhafa breyst og geta gert það enn. En eitt er vist að þetta óhuggulega jarðrask á Klafastöðum verður lengi sem svöðusár i augum okkar, sem eig- um okkar æskuspor á þessum slóðum, og trúlega allra. Mengunarhættan Svo er það mengunarhættan. Nú er talað um að slakað verði á vörnum gegn mengun, þvi að norðmenn ráði ekki yfir jafnfull- kominni tækni á þvi sviði og þeir amerisku. Þá dettur manni I hug að hægt væri að fá keypta þessa kunnáttu þeirra amerikumanna. Að slaka á mengunarvörnum fer illa i fólk, á sama tima og vand- ræðaástand er komið upp i álver- inu, eftir fréttum að dæma. Þetta er áreiðanlega ein stærsta ástæð- an til óánægju nábúanna og fleiri. Fólkinu er ekki sama um sitt fagra umhverfi, um sitt margum- talaða friða land. Það er óskiljan- legt að þessi jarðspjöll skuli við- gangast, á sama tima og sterkur áróður er rekinn fyrir þvi og áminningum dreift um það að spilla ekki landinu á nokkurn hátt. Gífurlegur taprekstur Svo i þriðja lagi er ekki uppörv- andi fréttin um taprekstur fyrir- tækisins. Var ekki þjóðhagsstofn- un, hlutlaus aðili, að tala um yfir 800 miljónir á árinu 1976, ef þá hefði verið komið i fullan gang? Þarna er talað um að 130-150 manns fái vinnu. Ekki veit ég hvort þeir yrðu allir islendingar, varla strax i það minnsta. En i perlusteinsverksmiðju, sem nefnd hefur verið, skilst mér aö fengju vinnu um 480 manns. Ég er ekki i vafa um að allflestir hefðu orðið ánægöari með verksmiðjur, sem ynnu úr islensku efni. Hvað um saltverksmiðjuna, stækkun áburðarverksmiðju, heyköggla- verksmiðju eöa verksmiðju til að bræða allt brotajárnið okkar? Kannski það verði gert I málm- blendiverksmiðjunni og er það vonandi, þvi að það væri bæði til þrifa og gagns. Talað er um eftir- gjöf á innflutningstollum, lækkun söluskatts, ódýrt rafmagn, á sama tima og við sjálf verðum að greiða hátt verð fyrir allt og si- hækkandi, meira að segja marg- reiknaðan söluskatt á nauðsyn- legustu matvæli svo sem kjötvör- ur framleiddar I landinu. Hefur fólk gert sér grein fyrir þvi, hvað sá skattur eru oft lagður á með fullu álagi, fyrst á vélarnar, svo allt sem til þeirra þarf og fleira, en siðan fuilt álag á kjötið? Ef þetta væri leiðrétt, söluskatturinn afnuminn, mætti afnema niður- greiðsluna og samt mundi kjötið lækka i verði. Þetta segja þeir, sem út reikna. Þeir vilja Islandi allt Norðmenn kunna að nota sér aulahátt okkar islendinga. Þeir fá að smiða fyrir okkur skipin, þó að islenskar skipasmiðastöðvar vanti verkefni, og selja okkur sitthvað fleira með góðum hagn- aði. Þeir eru svo skæðustu keppi- nautar okkar á fiskmörkuðum og nú ætla þeir að notfæra sér ódýrt vinnuafl og ódýra orku ásamt mörgum fleiri hlunnindum hér á landi. Það er vist að þeir sjá um sig. Hefur það ekki komiö i ljós, að þeir selja verkkunnáttuna og hráefnið, en greiða ekkert fyrir land og aöstöðu hér i likingu við það, sem eölilegt teldist? Þetta dekur fer illa i fólk, það vill láta útlendinga sem hingað leita fara i einu og öllu eftir þeim sömu lög- um og við megum lúta. Fólkinu er Framhald á bls. 14. VALGARÐ L. JÓNSSON, Eystra-Miðfelli, Hvalfirði

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.