Þjóðviljinn - 25.05.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 25. mai 1977.
Skipulagsfræðingur
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa
hug á að ráða til starfa skipulagsfræðing,
er vinna skal að skipulags- og byggða-
þróunarverkefnum i Suðurlandskjör-
dæmi. Umsóknir um starfið þurfa að ber-
ast fyrir 15. júni n.k. Nánari upplýsingar
gefur framkvæmdastjóri Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga, Austurvegi 22, Sel-
fossi. Simi 99-1350.
Linusjómenn —
r
Utgerdarmenn
Framleiðandi nýju LOFOTIínunnar, Thor-
björn Sandnes, heldur kynningarfund um
notkun LOFOTIinunnar í fundarsal Fiski-
félags Islands við Ingólfsstræti í dag kl. 20:30.
Allir áhugamenn velkomnir.
Kynnið ykkur nýjungar í veiðitækni.
TRITON Kirkjutorgi 4 Sími 27244.
Múrarameistarl
getur bætt við sig nýbyggingum, pússn-
ingu, flisalögnum og viðgerðum.
Upplýsingar i simum 20390 & 24954 milli
kl. 12 og 1 og eftir kl. 19.00.
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — enntremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
og þéttingar á veggjum og þökum, steypt-
um sem báruðum. Notum aðeins álkvoðu.
10 ára ábyrgð á vinnu og efni.
Vörunaust sf.
Simar 20390 & 24954 milii kl. 12 & 1
og eftir kl. 19:00
Við þökkum af alhug þá hlýju og velvild
sem okkur var sýnd af vinum, venslafólki,
starfsfélögum og skoðanabræðrum á sex-
tugsafmæli okkar.
Sigriður E. Guðmundsdóttir
Haraldur Björnsson
af eriendum vettvangi
» Eftir moröin ilstanbúl 1. mai — stjórnin kennir þau maóistum, aörir gruna gráúlfana.
Carter og tyrkinn
Sú var tiöin aö Tyrkland var
kallað ,,hinn sjúki maður
Evrópu.” Eftir aö þaö hafði
tapaö striöi fyrir rússum og
rúmenum 1878 (þaö var þá fyrst
sem búigarar losnuöu undan
tyrkjanum) var haldin i Berlin,
sem þá var höfuðborg hins ný-
stofnaða þýska keisaradæmis
undir leiösögn Bismarcks járn-
kanslara, ailfræg ráðstefna, þar
sem stórveidi Vestur-Evrópu
sameinuöust um aö foröast aö
tyrkir færu of illa út úr striðinu.
í Vestur- Evrópu voru menn
þá hræddir viö rússann, litlu
siður en nú, og vildu viöhalda
„sjúka manninum” sem brim-
brjót gegn honum.
Nú, næstum hundrað árum
siðar, er Tyrkland aftur orðinn
„sjúklingur” frá sjónarmiði
Vestur-Evrópurikja. Og á leið-
togaráðstefnu Nató i Lundúnum
nýverið var reynt að hressa
sjúklinginn við, likt og I Berlin
1878. Þá var Bismarck yfir-
læknirinn; nú virðist Carter
Bandarikjaforseti kominn i það
hlutverk.
Óbjörgulegur þjóðar-
búskapur
Heilsufar Tyrklands er vissu-
lega ekki upp á það besta. bar
lafir nú við völd rikisstjórn
undir forustu Siileymans
Demirel, foringja svokallaðs
Réttlætisflokks, sem er fylgis-
mesti ihaldsflokkur landsins.
Stjórn hans styðst þar að auki
við fleiri hægriflokka, þar á
meðal Islamska þjóðfrelsis-
flokkinn, sem er gifurlega
ihaldssamur i menningarmál-
um og vill ekki sjá nokkur áhrif
frá Vesturlöndum, ekki einu
sinni fjárfestingar erlendra
fyrirtækja, og Þjóðernissinna-
flokkinn, sem er fasistaflokkur
og fer ekkert dult með það.
Undir þessari stjórn hefur flestu
miðað afturábak, og var
ástandiö þó siður en svo gott
fyrir. Samkvæmt einni heimild
er ólæsið i Tyrklandi enn 65%,
atvinnuleysi er 13% og væri
miklu meira, ef fjöldi tyrkja
fengi ekki vinnu i Vestur-
Evrópu, einkum Vestur-Þýska-
landi Gjaldmiðillinn hrapar ört
og verðbólga er mikil (þó all-
miklu minni en á Islandr), og
efnahagsmálin eru i slikum
ólestri, að landið hefur misst
mestallt lántraust sitt hjá vest-
rænum peningastofnunum. Þar
að auki náðu Lockheed-mútu-
hneykslin frægu, sem léku
Bernharð Bilderberg-prins
verst, til stjórnar Demirels og
hafa gert sitt til að rýra álit
hans.
Gráúlfar
Augljóster að andstaðan gegn
stjórninni er gifurleg. Hörðustu
gagnrýnendur hennar eru ýms
vinstrisamtök, og til þess að
þagga niður i þeim beitir
Demirel fyrrnefndum fasista-
flokki og bófafldikum á vegum
hans, sem sjálfir nefna sig
„gráúlfana”. Grimmd og
hrottaskapur hefur alltaf verið
ofarlega i tyrkneskum stjórn-
málum,og gráúlfarnir hafa séð
til þess að þetta hefur verið sér-
staklega áberandi undanfarið.
Rumpulýður þessi gerir með
góðfúslegu leyfi yfirvalda
vopnaðar árásir á vinstri-
sinnaða námsmenn og hefur
myrt þá svo hundruðum skiptir.
Sem dæmi um grimulausan
stuðning stjórnarinnar við fas-
ista má nefna, að Demirel út-
nefndi meðlim fasistaflokksins,
HasanTan að nafni, sem rektor
tækniháskólans i Ankara, en sá
háskóli hefur lengi verið mikið
vigi vinstrisinna. Tan lét það
verða sitt fyrsta verk að reka
um 200 starfsmenn háskólans og
skipa gráúlfa i þeirra stað. Sið-
an hafa fleiri og fleiri mennta-
stofnanir verið gefnar á vald
þessum stormsveitum Tyrk-
landsstjórnar.
Ein sú fréttin frá 1. mai-
hátíðahöldum þetta ár, sem
mesta athygli vakti, var af þeim
óhugnanlega atburði er skotið
var á hópfund verkamanna i
Istanbúl með þeim afleiðingum
að 34 manns biðu bana. (Að visu
létust ekki nema tveir þeirra af
skotsárum hinir tróðust undir I
ofboðinu, sem greip mannfjöld-
ann, eða voru barðir i hel af
öryggisvörðum, af óútskýrðum
ástæðum.) Stjórn Demirels
sagði að „maóistar” heföu skot
ið á fólkið og það hafa „hlut-
lausar” vestrænar fréttastofur
samviskusamlega bergmálað,
en margt bendir til þess að grá-
úlfarnir hafi átt hér hlut að máli
eins og venjulega i hliðstæðum
tilfellum. Frekja fasistalýðs
þessa gengur svo langt að hann
hefur hvað eftir annað sýnt
banatilræði Biilent Ecevit, leið-
toga sósíaldemókrata, og
verður sá flokkur þó alveg
ákveðið ekki sakaður um að
fara sér geyst i baráttu fyrir
þjóðfélagsumbótum.
Ecevit sigurstrangleg-
ur
Spennan i tyrkneskum stjórn-
málum hefur aukist um allan
helming undanfarið vegna þess,
aðþingkosningarfara i hönd, en
þær eiga að verða 5. júni. Óvin-
sældir ihaldsstjórnar Demirels
eru orðnar slikar, að samkvæmt
niðurstöðum skoðanakannana
getur flokkur Ecevits, Lýð-
veldissinnaði þjóðarflokkurinn,
gert sér vonir um að fá um 60%
atkvæða. Hugsast getur að
Demirel taki til sinna ráða til
þess að hindra að sósialdemó-
kratar komist til valda, ef til vill
I samráöi viö herinn, sem allt
frá tið Kemals Atatúrks, stofn-
anda tyrkneska lýðveldisins,
hefur verið aðalvaldhafi lands-
ins, þótt menn hafi verið að
föndra með þingræöi jafnhliða.
1960 steypti herinn þannig
Menderes forsætisráðherra af
stóli og lét siðan drepa hann.og
1971, þegar Demirel hafði verið
forsætisráðherra i sex ár með
álika árangri og nú sýnir sig,
settu hershöfðingjarnir hann af.
Þá rikti upplausnarástand i
landinu og hershöfðingjarnir og
ihaldssamir stjórnmálamenn
sáu byltingarhættu i hverju
horni. Enda þótt tyrknesku
hershöfðingjarnir viðhéldu allt-
af þingræðisstjórn sem skálka-
skjóli, yfirgengu þeir i grimmd
og illmennsku jafnvel kollega
sina i Grikklandi.
Fyrirheit Carters
Engu að siður er tyrkneski
herinn nokkuð sérstakt fyrir-
bæri, sem starfar meðal annars
af þvi að hann hefur verið svo
lengi riki i rikinu. Enda þótt
æðstu menn hans séu sagðir
hlynntir Demirel, eru lægra
settir herforingjar margir taldir
meiri vinir Ecevits, enda varð
hann mikil hetja i augum
þjóðarinnar og þó sérstaklega
hersins er hann fyrirskipaði
innrásina á Kýpur sumarið
1974.Þetta gerir að verkum að
hægriöflin eru sennilega að
vissu marki tortryggin i garð
hersins og vildu frekar mega
vera án stuðnings hans að þessu
sinni.
Við þetta miðast „lækninga-
tilraun” Carters. Á Lundúna-
fundinum lofaði Carter Demirel
þviað hánn skyldi leggja sig all-
an fram um að fá Bandarikja-
þing til þess að fella úr gildi
bann það á vopnasölu Banda-
rikjanna til Tyrklands, sem
þingið, þar sem grikkjavinir
voru i meirihluta, setti eftir inn-
rásina á Kýpur. Þetta fyrirheit
er gefið i þeirri von, að það auki
álitDemirels i augum kjósenda.
Það gæti einnig aukið álit hans
meðal herforingjanna.
Sækir i sama horfið
Carter hefur eins og kunnugt
er, gagnrýnt pólitiskar ofsóknir
i Austur-Evrópurikjum og
meira að segja i sumum rikja
Rómönsku-Ameriku. Það er
lofsvert, ekki sist miðað við
hundingjahátt Nixon-Ford-
stjórnarinnar í þeim efnum. En
nú bregður svo við að Carter
beitir áhrifum sinum til stuðn-
ings tyrknesku stjórninni, sem
hefur á sér hið versta orð fyrir
brot á mannréttindareglum.
Stjórnmálaflokkar, sem sýna af
sér einhverja róttækni til
vinstri, eru bannaðir i Tyrk-
landi og tilvera stærsta
þjóðernisminnihluta landsins,
Kúrda, er ekki einu sinni viður-
kennd. Svo er að sjá að Carter
vilji hafa ihalds- og fasista-
stjórn Demirels áfram við völd,
þar eð hann telji hana liklegri til
öruggs fylgis Bandarikjunum og
Nató en krata Ecevits. Enda
hefur Cyrus Vance, utanrikis-
ráöherra Carters, þegar sagt að
i hverju tilfelli þurfi mann-
réttindabaráttan að vegast og
metast með tilliti til „efnahags-
Framhald á 14. siðu'