Þjóðviljinn - 25.05.1977, Blaðsíða 13
Miövikudagur 25. mai 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
sjönvarp
Stjórnmálin frá stríðslokum:
r
Frakkland, Italía og
Þýskaland 1950-60
ONEDIN
enn á flot
„Þiö þekktuö þennan mann”
var sungiö sleitulaust hér fyrir
nokkrum árum og þau orö
mætti eflaust heimfæra upp á
þennan mæta mann, sem litur
alvarlegum augum á lesendur
Þjóöviljans. Maöur þessi er
nefndur Peter Gilmore og leikur
James Onedin f þeim óendan-
legu framhaldsþáttum sem
kenndir eru viö skipafélag hans.
Sjónvarpiö hefur nú fengiö nýj-
an skammt af þessum bresku
þáttum og veröur hinn fyrsti
þeirra sýndur í kvöld kl. 20.55.
Onedin blessaöur rekur segl-
skip, sem flytja varning yfir At-
lantshafiö. Nú eru hinsvegar
komin til sögunnar gufuskip, og
sem sannur kapitalisti færir
Onedin út kviarnar og á í haröri
samkeppni við gufuskipafélög-
in. En eins og menn vita, er hörö
samkeppni ær og kýr allra rétt-
trúaöra kapitalista. Hér á tsl-
andi er þessu aö vísu annan veg
farið eins og svo mörgu ööru,
þvi aumingja islensku kapi-
talistarnir hlaupa jafnan grát-
andi i náöarfaöm rfkisins, sem
reisir þá jafnharöan viö, sem
oröið hafa undir i hinni höröu
samkeppni um hinn frjálsa
markaö.
„Stjórnmálin frá striöslok-
um” eru á dagskrá sjónvarpsins
kl. 21.45 i kvöld. Þættir þessir
hafa vakið athygli og hlotið góða
dóma flestra þeirra sem fylgst
hafa með þeim. Þeir eru fransk-
ir og þykja kærkomin tilbreyt-
ing frá bandariskri eða breskri
söguskoðun, sem sjónvarps-
áhorfendur hafa löngum verið
mataðir á. Það er etv. til marks
um ágæti þessara þátta, að
Morgunblaðiö hefur fárast yfir
þeim og þeirri ósvinnu, að bjóða
islendingum upp á að skoða
heiminn með öörum gleraugum
en þeim sem vinir okkar og
verndarar i vestri láta okkur i
té.
Þessir frönsku fræðsluþættir
þykja vel gerðir og léttari en
menn eiga að venjast um slika
þætti. Stjórnmálaástandið er
sýnt i samhengi við daglegt lif
og tiðaranda á þvi timabili, sem
um er að ræða.
1 kvöld verður sýndur þáttur,
sem fjallar um Frakkland.
Italiu og Þýskaland áratuginn
1950-'60. Þýðandi og þulur er
Sigurður Pálsson, sem er kenn-
ari i Leiklistarskóla Islands og
með þekktari ungum ljóðskáld-
Leiðrétting:
Meinleg villa varð i fyrirsögn i blaðinu i gær. Hér á siðunni var
sagt frá upplýsingum sem koma fram i ársskýrslu Rikisútvarpsins.
Þar kemur m.a. fram, að 71.4% biómynda þeirra, sem sýndar voru i
islenska sjónvarpinu árið 1975, eru bandariskar, og 47% þeirra leik-
rita, sem flutt voru. Þá er það einnig athyglisvert, að „léttir mynda-
flokkar” svonefndir skiptast nær algjörlega milli Bretlands, 67%,
og Bandarikjanna, 32,8%.
Fyrirsögnin i gær brenglaðist svo, að þar sagði að 70% biómynda
og nær helmingurskemmtiþátta hefðu verið breskir. En fyrirsögnin
átti að vera svona:
r
Arid 1975 voru rúmlega
70% BÍÓMYNDA
BANDARÍSKAR
og nær helmingur leikrita breskur
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Agústa Björnsdóttir
byrjar að lesa söguna „Dýr-
in á Snælandi” eftir Halldór
Pétursson. Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriða.
Kirkjutónlist kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Hljómsveitin Filharmonia I
Lundúnum leikur „Litið
næturljóð”, serenöðu
(K525) eftir Mozart, Otto
Klemperer stj. / Zino
Francescatti og Filhar-
moniusveitin i New York
leika Fiðlukonsert i D-dúr
op. 77 eftir Brahms,
Leonard Bernstein stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Nana”
eftir Emile Zola Karl Isfeld
þýddi. Kristin Magnús Guð-
bjartsdóttir les (13).
15.00 Miödegistónleikar FIl-
harmoniusveitin i Vinar-
borg leikur „Don Juan”
sinfóniskt ljóð op. 20 eftir
Richard Strauss, Wilhelm
Furtwangler stj. Hljóm-
sveitin Filharmonia i Lund-
únum leikur Sinfónlu nr. 2 i
d-moll eftir Antonin
Dvorák, Rafael Kubelik stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.30 Litli barnatiminn Finn-
borg Scheving sér um hann.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynning.ar
19.35 Súmerar — horfin þjóö
Jón R. Hjálmarsson
fræðslustjóri flytur siðara
erindi sitt.
20.00 Kvöldvaka a. Einsöng-
ur: Sigurveig Hjaltested
syngur lög eftir Bjarna
Böövarsson Fritz Weiss-
happel leikur á pianó. b.
Ferðast i vesturveg Þórður
Tómasson safnvörður I
Skógum flytur þriðja og
siðasta hluta frásögu sinnar
af ferð til Bandarikjanna i
fyrra. c. Leitin Baldur
Pálmason les nokkur kvæði
Ur nýlegu ljóðakveri Björns
Haraldssonar i Austurgörð-
um i Kelduhverfi. d. Sungiö
og kveöiöÞáttur um þjóðlög
og alþýðutónlist i umsjá
Njáls Sigurðssonar., e.
Vafrastaöir og völuleiöi
Rósa Gisladóttir frá Kross-
gerði les úr þjóðsagnasafni
Sigfúsar Sigfússonar. f.
Kórsöngur: Karlakór
Akureyrar syngur islensk
lögSöngstjóri: Askell Jóns-
son. Pianóleikari:
Guðmundur Jóhannsson.
21.30 tftvarpssagan: „Jómfrú
Þórdis” eftir Jón Björnsson
Herdis Þorvaldsdóttir les
(23).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöld-
sagan: „Vor i verum” eftir
Jón Rafnsson Stefán
ögmundsson les (13).
22.40 Nútimatónlist Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.05 Fréttir. Dagskrárlok.
18.00 Bangsinn Paddington.
Breskur myndaflokkur.
Þýöandi Stefán Jökulsson.
Sögumaður Þórhallur Sig-
urðsson.
18.10 Börn um viða veröld.
Þessi þáttur er um börn á
Indlandi. Þýðandi og þulur
Stefán Jökulsson.
18.35 Rokkveita rikisins.
Hljómsveitin Cirkus. Stjórn
upptöku Egill Eðvarðsson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Nýjasta tækni og visindi.
Umsjónarmaður Sigurður
H. Richter.
20.55 Onedin-skipafélagiö (L)
Framhald fyrri þátta. Aðal-
hlutverk: Peter Gilmore og
Jessica Benton. 1. þáttur.
Þegar „Helen May" fórst.
James Onedin færir enn út
kviarnar, en hann á nú i
harðri samkeppni við skipa-
félög, sem eiga gufuskip.
Elisabet systir hans hefur
undirtökin i stjórn Frazer-
skipafélagsins, og er hún
ekki siður óvægin en James.
Róbert bróðir þeirra er
þingmaður og reynir að
forðast hin ráðriku systkin
sin. Þýöandi óskar
Ingimarsson.
21.45 Stjórnmálin frá
striðslokum Franskur
frétta- og fræðslumynda-
flokkur. I þessum þætti er
einkum fjallað um Frakk-
land, Italiu og Þýskaland á
árunum 1950-60. Þýðandi og
þulur Sigurður Pálsson.
22.45 Dagskrárlok.
Utibú
barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur, sem verið hef ur í Árbæjarskóla, er f lutt
i Heilsugæslustöðina Árbæ, Hraunbæ 102, sími
71500.
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur
Nám fyrir
hjúkrunarfræðinga
Ráðgert er að gefa hjúkrunarf ræðingum, sem
stunda eða hyggja á kennslu, kost á námi
næsta haust í uppeidis- og kennsluf ræðum við
Kennaraháskóla Islands.
Gert er ráð f yrir að skipfa náminu i tvö ár með
8-10 vikustundum hvort ár.
Þeir sem hug hafa á námi þessu eru beðnir að
tilkynna það ráðuneytinu fyrir 20. júní næst-
komandi.
Menntamálaráðuneytið
23. mai 1977.
íbúð óskast
2ja herbergja íbúð óskast til leigu. Tilboð
sendist afgr. Þjóðviljans fyrir 28. mai n.k.
merkt ,,Góð fyrirframgreiðsla”.
ÚTBOÐ
Byggingarnefnd Kleppjárnsreykjaskóla
i Reykholtsdal, Borgarfirði, ósk-
ar hér með eftir tilboði i gerð hráhúss
mötuneytisbyggingar fyrir skólann.
Útboðsgögn verða afhent á teiknistofu
Itaks hf., Gnoðarvogi 44 Reykjavik, simi
86325, fráogmeð miðvikudeginum 25. mai
1977 gegn 20 þúsund króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu-
daginn 10. júni 1977 klukkan 2 eftir hádegi.
Byggingarnefnd Kleppjárnsreykjaskóla.
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi:
Hjallaveg
Miðbraut, Seltjarnarnesi
ÞJÓÐ VILJINN
Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna
Síðumúla 6 — sími 81333
Auglýsingasíminn er
81333