Þjóðviljinn - 25.05.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. mai 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 3 Podgorní hættir í stjórnmálanefnd Óvíst um ástœður og eftirmann MOSKVU 24/5 Reuter — Nikolíi Podgorni, forseti Sovétríkj- anna, hefur látið af störfum i stjórnm álanefnd sovéska kommúnistaflokksins, sem er æðsta valdastofnun rikisins. Vestrænir fréttaskýrendur telja liklegt að Podgorni láti einnig af störfum sem forseti i júni, er æöstaráö Sovétrikjanna kemur saman. Þykja þetta talsverð tiðindi, þar eð Podgorni hefur til þessa veriö talinn þriðji mesti valdamaður Sovétrikjanna, næstur þeim Bresjnef flokks- leiðtoga og Kosigin forsætisráð- herra. í Moskvu hefur engin skýring verið gefin á þessari ráðstöfun af opinberri hálfu, en hugsanlegt er talið að hár aldur og heilsufar Podgornis sé aðal- ástæðan. Podgorni er 74 ára og aðeins eldri en þeir Bresjnef og Kosigin. Podgorni er sá fyrsti, sem hverfur úr æðstu forustu Sovét- rikjanna frá þvi að Nikita Krústsjof var vikið þaðan fyrir nærri 13 árum. Hann er úkra- inumaður, fæddur árið 1903. Hann var verksmiðjuverka- maður er októberbyltingin var gerð 1917 og hafði ekki náð tvi- tugsaldri er hann var orðinn formaður félags ungra kommúnista i fæðingarþorpi sinu. 1 annarri heimsstyrjöld veitti hann forstöðu rannsókna- stöð um matvælaframleiðslu i Moskvu og varð aðstoðarmat- vælamálaráðherra Úkrainu 1944. Hann varð skömmu siðar Podgorni heilsar Nyerere Tan- saniuforseta. fulltrúi úkrainustjórnar i Moskvu og geröist þá náinn samstarfsmaður Krústsjofs, sem þá var leiðtogi Kommún- istaflokks úkrainu. 1960 varð hann fullgildur meðlimur stjórnmálanefndarinnar. 1965, árið eftir að Krústsjof var vikið frá völdum, varð Podgorni for- seti Sovétrikjanna. Podgorni hefur þótt viðmóts- góður maður og aðlaðandi og oft farið i erindum stjórnar sinnar erlendis, þegar erfiðleikar hafa risið á einhverjum stað. Þannig heimsótti hann fjögur riki i sunnanverðri Afriku fyrir tveimur mánuðum. Ræddi hann þá meðal annars við ródesiska skæruliðaleiðtoga og undirritaði mikilvægan vináttusamning við Mósambik. 1967 fór hann til Rómar og varð fyrstur leiötoga rikja undir stjórn kommúnista til þess að ganga á fund páfa (Páls sjötta). Til Sýrlands og Iraks fór hann þegar heitast var i kolunum á þeim slóðum eftir sexdagastriðið 1967. Jafnframt hefur Konstantin Katúsef verið leystur frá störf- um sem ritari miðnefndar Kommúnistaflokksins. Eftir- maður hans verður Konstantin Rúsakof, fyrrum ambassador Sovétrikjanna i Mongóliu. Er- lendir fréttamenn benda á, að þessi mannaskipti eigi sér stað á sama tima og sovéska stjórnin viröist vera að reyna að tryggjí sér hugmyndafræðilegan stuðn- ing annarra Austur-Evrópu- rikja fyrir ráðstefnuna i Beo- grad i næsta mánuði, en sú ráðstefna á að halda áfram störfum Helsinki-ráðstefnunnar 1975. Ennfremur er bent á, að Rúsakof sé sérfræðingur i kin- verskum málefnum og geti út- nefning hans þvi þýtt vaxandi áherslu Sovétrikjanna á að móta stefnu sina gagnvart hinni nýju forustu kinverja. Ekkert er enn um það vitað hver fyliir sæti Podgornis sem einn af þremur valdamestu mönnum Sovétrikjanna, en trú- legt þykir að sá, sem verður fyrir valinu, hafi mikla mögu- leika á að verða eftirmaður Bresjnefs, sem nú er sjötugur að aldri. Frumskilyrði Hollandsstjórnar gagnvart skæruliðum: Látið börnin laus BOV ENSMILDE/ Hollandi 24/5 Reuter — Hollenska stjórnin tilkynnti í dag þeim suðurmólúkkönsku skæruliðum/ sem hafa um 170 manns í gíslingu á tveimur stöðum í norður- hluta landsins, að þeir yrðu að láta laus öll börnin, sem eru meirihluti gíslanna, áður en kröfur þeirra yrðu teknar til athugunar. Skæruliðarnir halda 105 börnum og sex kennurum þeirra föngnum i þorp- skólanum í Bovensmilde og hafa þrengt þeim saman inn i tvö herbergi. Foreldrar barnanna hafa safn- ast saman úti fyrir skólanum og biða átekta um örlög þeirra. Um 60 aðrir gislar eru i haldi skæru- liða i járnbrautarlest um 20 kiló- metra frá Bovensmilde. Skæru- liðar þeir, sem hafa lestina á valdi sinu, skutu i dag á lögreglu- þyrlu, sem flaug yfir, en hittu ekki. Joop den Uyl, forsætisráð- herra Hollands, hefur sagt að ekki komi til greina að skæru- liðarnir l'ái að fara úr landi með nokkurn gislanna. Suðurmólúkkarnir krefjast þess að i skiptum fyrir gislana verði látnir lausir 21 landi þeirra, sem sitja i hollenskum fangelsum fyrir skæruaðgerðir. Þar á meðal eru árásir á farþegalest og indó- nesiska konsúlatið i Amsterdam i desember 1975. Stjórnin hefur verið i simasambandi við skæru- liðana og hefur geðlæknir einkum annast viðræðurnar af stjórnar- innar hálfu. Dómsmálaráðherr- ann hefur upplýst að háttsettur maður i samfélagi suðurmólúkka i Hollandi myndi reyna að ná tali af skæruliðunum i kvöld. 200 flokkar bjóða fram á Spáni Miðflokkabandalagið sakað um misnotkun ríkisfjölmiðla MADRID 24/5— Kosningabarátt- an fyrir spænsku þingkosningarn- ar, þær fyrstu I fjóra áratugi, hefst formlega i dag, en kosningarnar hafa verið ákveðn- ar 15. júnl. Kjósendur eru um það • bil 23 miljónir og keppa yfir 200 leyföir flokkar um hylli þeirra. Ýmsir flokkar, þar á meðal nokkrir róttækir vinstri flokkar, eru þó enn bannaðir, en þeir reyna að fara i kringum bannið með þvi að bjóða fram sem óháð- ir. Sigurstranglegustu flokkarnir eru taldir vera Miðflokkabanda lagiö, en á þess vegum býður Su- arez forsætisráöherra sig fram, svokallað Bandalag alþýðu, sem er helsti ihaldsfiokkurinn og lýtur forustu fyrrverandi ráðherra Francos, kristilegir demókratar, sósialistar og kommúnistar. Marga flokkanna skortir basði fjármagn og mannafla til að kynna viðhorf sin kjósendum, sem margir eru heldur illa aö sér um stjórnmál éftir fjögurra ára- tuga fasistaeinræði, og leggja þeir þvi mikla áherslu á að sjón- varp og útvarp verði ekki notaö i kosningabaráttunni einum flokki tilstuðnings fremur enöörum. En margir flokkar, bæöi til vinstri og hægri, saka Miöflokkabandalagið Framhald á bls. 14. r Israel: Ovissa í stjórnmálum vegna veikinda Begins TEL AVIV 24/5 Reuter — Israelsk stjórnmál eru I nokkurri óvissu vegna veikinda Menakems Begin, leiðtoga hins hægrisinnaða Likúd-flokksernáði mestu fylgi allra flokka i þingkosningunum ný- verið, en hann ernú á sjúkrahúsi. Hugsanlegt er talið að Begin veröi að sleppa flokksforustunni við einhvern annan, en flokksmenn hans munu ekkiá eittsáttirum hver það eigi aö vera. Forustumenn Likúd hófu í dag samningaumleitanir viö nýstofn- aðan flokk, Lýðræöislegu breytingahreyfinguna, með stjórnar- myndun fyrir augum. Ovist er um árangur af þeim viðræðum, þar eð flokkarnir eru mjög ósammála um hvaö gera skuli við vestur- bakkahéruðin svokölluöu. Likúd vill að Israel haldi héruðum þess- um áfram og haldiáframaö byggja þau gyðingum, en Lýðræðislega breytingahreyfingin styöur i meginatriðum svokallaöa Allon-áætl- un, sem gengur út á það að Israel hafi keðju varðstöðva meðfram Jórdan og afhendi aröbum vesturbakkahéruðin að ööru leyti i skiptum fyrir samninga um fullan frið. Vaxandi gyðingahatur í Austurríki TEL AVIV 23/5 Reuter — Fulltrúar Heimssamtaka gyöinga hafa borið fram við ambassador Austurrikis I tsrael umkvörtun af þvi tilefni, að gyðingahatur fer nú mjög vaxandi I Austurriki, að sögn samtakanna. Er i þvi sambandi nefnd svokölluð Ný hægrihreyfing, sem stundar það meðal annars að dreifa nýnasiskum bæklingum meðal stúdenta i austurrískum háskólum. Fulltrúar Heimssamtak- anna segjast hafa beiðið ambassadorinn að fara þess á leit við austurrisk stjórnarvöld, að þau gerðu allar þær ráðstafanir, sem mögulegar væru lögum samkvæmt, til þess að hindra athafnir ný- nasista og kynþáttahatara. Hálf sjötta milljón atvinnurekenda í EBE BRUSSEL 24/5 — Talið er að heldur hafi dregið úr atvinnuleysi i rikjum Efnahagsbandalags Evrópu i siðastliðnum mánuði, eða um lOO.OOOmanns.Samkvæmtskýrslustjórnarnefndar EBE dró i mán- uðinum úr atvinnuleysinu i öllum löndum bandalagsins nema Bret- landi; þar færðist það heldur I aukanaSamkvæmt skráningu eru at- vinnuleysingjar I EBE-rikjum nú rúmlega 5.4 miljónir talsins. Samkvæmt ýmsum öðrum heimildum, meðal annars frá verkalýðs- samtökum, er atvinnuleysið i sumum löndum, til dæmis ítaliu, þó miklu meira en skýrslur frá stjórnarvöldum sýna. Einn árangur yfirvinnubannsins: Isfirðingar hreinsa bæinn Snyrtimennsku i bæjum hér- lendis er viða mjög ábótavant. Þannig hefur td. verið á Isafirði i vor að aðkomumenn hefur rekið i rogastans að sjá umgengnina. Allar göitur hafa verið þaktar for, drasli og sandi. Inni I görðum er allt vaðandi i bréfum, bilflökum og rusli. Hefur þetta stungið mjög i augu, ekki sist sómakærra isfirðinga. Bæjaryfirvöld hafa þótt m jög lin og áhugalaus um að bæta ástandiö og hafa forgöngu um þrifnað. Nú þegar yfirvinnu- bannið hefur létt þrældómsokinu af þæjarbúum hafa þeir sjálfir tekið til hendi.og nú fara flokkar manna um bæinn, sjálfboðaliðar, og hreinsa hann skipulega hverfi fyrir hverfi. Tekur hann nú óðum stakkaskiptum. Ýmist eru það klúbbarnir i bænum sem skipu- leggja hreinsunina eða ibú.ar ein- stakra gatna taka sig saman. —GFr. Starfshópur verkafólks um opið hús: Staðan í kjaradeilunm rædd á Hallveigarst. t kvöld kl. 20.30 efnir Starfshópur verkafólks um opið hús til fundar að Hallveigar- stöðum. Fulltrúar úr aðalsamn- inganefnd ASt mæta á fundinum og skýra frá gangi mála og stöðunni i kjaradeilunni og svara fy rirspurnum. Siðan verða almennar umræður um hvað gera skuli og um önnur málefni verkafóiks. Trió Borlus leikur i opnu húsi i kvöld. Fundarstjóri verður Sigriður Skarphéðinsdóttir. Aður hefur starfshópurinn haft opið hús 1. mai, 4. mai, 11. maí og 18. mai.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.