Þjóðviljinn - 25.05.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.05.1977, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. mal 1977. Miövikudagur 25. mai 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Heimsókn í Landsmið j una un, rennismiði, rafvirkiadeild, trésmiði og söludeild. Fyrirtæk- inu hafa verið falin mörg flókin verkefni, smá og stór, og er nú fyrirtækið rekið með talsverð- um hagnaði eftir að ,,við- reisnarstjórnin” sálaða hafði nær gengið að þvi dauðu fyrir nokkrum árum. Meðal þess sem nýlega hefur verið eflt er þjón- usta fyrir skilvindur og loft- verkfæri. Eftir að hafa rætt um vanda- mál og verkefni Landsmiðjunn- ar yfir kaffibollanum var gengið um vinnustaðinn en þess má geta að mikill hluti starfs- manna vinnur úti i bæ. Nú er til dæmis verið að reisa mikla tanka úti i örfirisey og þar er fjöldi starfsmanna frá Land- smiðiunni. Greinilegt var að starfsfólkið, sem er að yfirgnæfandi meiri- hluta járnsmiðir, er hreykið af fyrirtæki sinu og viil veg þess sem mestan. Þess var getið að það sem helst stæði járniðnaði fyrir þrifum i höfuðborginni væri ónóg slippaðstaða. Hér vantar áþreifanlega góða þurr- kvi. Lág laun standa iðnaðinum islensk atvinnustefna er andsvar Alþýðubanda- lagsins við stefnu þeirra manna sem vilja njörfa landið sem fastast við erlent fjármagn með því aðgefa alþjóðlegum stór- iðjuauðhringum lausan taum á islenskri grund. Til þess að móta ákveðna framtíðarstefnu í islenskum atvinnumálum hefur flokkurinn unnið sem farin var í hið stóra ríkisf y rirtæki Land- smiöjuna við Sölvhóls- götu fyrir skemmstu. Nokkrir forráðamenn fýrir- tækisins ásamt samstarfsnefnd- inni, sem sagt var frá hér i Þjóðviljanum laugardaginn 14. mai, tóku á móti gestunum i kaffistofu fyrirtækisins þar sem skýrt var frá rekstrinum og jafnframt boðið upp á kaffisopa. Landsmiðjan var stofnuð árið 1930 og starfa þar nú eftirtaldar deildir: plötu- og ketilsmiði, eldsmiði, járnsteypa, vélvirkj- mikið starf að undan- förnu með ráðstefnuhaldi og margvíslegri útgáfu- starfsemi. Nú að undan- förnu hafa forystumenn Alþýðubandalagsins ásamt framámönnum i verkalýðshreyfingunni heimsótt iðnfyrirtæki til að kynnast þeim og starfsfólki þeirra af eigin raun og verður hér sagt frá einni slíkri heimsókn Alþýðu- bandalagið og íslensk atvinnu- stefna: ISLENSK ÍWa-AWINNU Loftur Amundason eldsmiður sýnir Sigurjóni Péturssyni, Baldri óskars syni og Guðjóni Jónssyni formanni Fél. járniðnaðarmanna verkstæði sitt. (Ljós.: GEL) Fyrirtækið kynnt í kaffistofunni. Frá vinstri eru Garðar Sigurðsson alþingismaður, Guðmundur Bjarnleifs- son járnsmiður i samstarfsnefnd, Sigurður Daníelsson yf irverkstjóri, Lúðvík Jósepsson alþingismaður, Þórð- ur Guðlaugsson yfirverkstjóri, Sigurjón Péturssonborgarfulltrúi, Svava Jakobsdóttir alþm. og Baldur óskarsson starfsmaður verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins (Ljósm.: GEL) Hermann Jónsson járnsmiður er kominn hátt á áttræðisaldur og er elsti starfsmaður Landsmiðjunn- ar, búinn að vinna þar síðan á kreppuárunum. Hann er fullur af f jöri og ber þess sannarlega ekki merki að hann sé orðinn gamall. A hverju einasta ári fer hann á skauta og hleypur um aIII eins og unglamb. Spjallað við einn af elstu járnsmiðum Landsmiðjunnar. Fv. Bjarnleifur Arni Bjarnleifsson járnsmiður, Lúðvík Jósepsson, Svava Jakobsdóttir, Arni Kristbjörnsson trúnaðarmaöur járnsmiða (bak við), Stefán Einarsson járnsmiður og Guðjón Jónsson (Ljósm.: GEL) '::í ->'í Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja Þann 8. mai hélt Kaupfélag Suðurnesja aðalfund. 1 skýrslu stjórnar sem formaður félags- stjórnar, Sigfús Kristjánsson, flutti kom fram að félagsmenn voru i árslok sl. 2.850 og hafði þeim fjölgað nokkuð á árinu. Heildarvelta félagsins var á árinu 1976 liðlega 1,3 miljarðar, afskriftir voru 4,5 miljónir og tekjuafgangur 556 þúsund. Var honum að mestu ráðstafað til menningarstarf- semi á félagssvæðinu og til starfsmannafélagsins. Þá var flutt skýrsla um rekstur hrað- frystihúss félagsins. Það velti liðlega 518 miljónum á árinu sem leið, afskrifaði 45,8 miljónir og sýndi 14,8 miljóna króna tap. Loks lýsti fundur- inn yfir stuðningi við ályktun stjórnar StS i tilefni kjarasamninganna. Ættfræðafélagið Myndbrengl Leiðinlegt mynda- brengl varð i blaðinu i gær i þættinum Vinna og verkafóik Með viðtalinu við Freyju Eiriksdöttur var ekki birt rétt mynd. Myndin var af Ernu Haraldsson, en hér er rétta myndin af Freyju, og biðjum við alla aðila velvirðingar á þessum mistökum. hélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Þar kom ma. fram að hafinn er undirbúningur að útgáfu allsherjarmanntalsins frá 1801, en það nær til allra sókna landsins og hefur allt varðveist. 1 stjórn félagsins eru nú Ólafur Þ. Kristjánsson formaður, Bjarni Vilhjálms- son, Jóhann Gunnar Ólafsson, Pétur Haraldsson og Jakobina Pétursdóttir. Átelja aðstöðuleysi þroskaheftra Á aðalfundi Vinafélags Skálatúnsheimilisins sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt að átelja harðlega „rikjandi óstand um árabil i daggjalda málum heim- ilisins... Fundurinn lýsir furðu sinni á þvi að yfirvöld skuli ekki skilja rekstrarörðugleika þessara heimila, þvi það er staðreynd að daggjöldin nægja aldrei fyrir eðlilegum og daglegum rekstri þeirra... Futidurinn átelur harðlega þann mikla seinagang yfir- valda til að skapa aðstöðu fyrir þroskahefta á heimilum i landinu til eðlilegrat; og sjálf- stæðrar þjálfunar og kennslu, sem er þó, samkvæmt lands- lögum, sjálfsagður réttur þeirra.” Ársþing UMSE Ársþing Ungmenna- sambands Eyjafjarðar var haldið að Dalvik um siðustu mánaðamót. I skýrslu stjórnar kom fram að megin- hluti starfsemi sambandsins er á sviði iþróttamála, en alls eru iþróttaiðkendur á sambandssvæðinu nær 1.700 talsins. Iþróttamaður UMSE 1976 var kjörinn Aðalsteinn Bernharðsson úr Umf. Framtið. t UMSE eru nú 15 félög með 1.054 félagsmenn innan sinna vébanda. Formaður UMSE var endur- kjörinn Haukur Steindórsson, Þrihyrningi. UMSE á 70 ára afmæli á þessu ári, og i tilefni af þvi skoraöi ársþingið á UMFt og ungmennafélögin almennt að gera þetta ár að sérstöku baráttuári gegn áfengisbölinu og hvatti til bindindisfræðslu i skólum. Þá skoraði þingiö á sambandsfélögin að vinna sem ötulast að gróðurvernd og landgræðslu. Mjólkursamlag KEA Aðalfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn á Akureyri 2. mai sl. t skýrslu samlags- stjóra, Vernharðs Sveins- sonar, kom fram að innlagt mjólkurmagn var liðlega 22 miljónir litra á árinu sem leið og hafði aukist um 1.92% milli ára. Framleiðendur voru 320 og hafði fækkað um 28 frá fyrra ári. Af mjólkinni var 21,7% selt sem neyslumjólk,en 78,3% fór til framleiðslu á ýmsum mjólkurvörum. Voru framleidd 1.592 tonn af slikum vörum. Heildarverð til fram- leiðenda fyrir innlagða mjólk varð kr. 64.03 fyrir hvern litra á árinu sem leið. Á árinu 1976 fjárfesti samlagið 144 miljónir króna i byggingu og vélum og 40 miljónir i tankflutningabif- reiðum fyrir mjólkur- flutninga. Er tankvæðingu samlagssvæðisins nú að fullu lokið. Sállækningar med tónlist Þann 8.-15. júni n.k. verður bandariski tónlistarlæknirinn HELEN BONNY stödd hér á landi á vegum Rannsókna- stofnunar vitundarinnar. Mun hún ásamt Geir V. Vilhjálms- syni, sálfræðingi, halda einnar viku námskeið i SALLÆKN- INGUM MEÐ TONLIST. Námskeið þetta er eingöngu ætlað þeim sem starfa á sviði heilbrigðisþjónustu eða sál- gæslu, einkum læknum, sál- fræðingum, félagsráðgjöfum. hjúkrunarfólki, sérkennurum og stjórnendum heilbrigðis- stofnana. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skóglendi á íslandi Út er komið rit á vegum Skógræktar rikisins og Skóg- ræktarfél. lslands,rit er nefn- ist „Skóglendi á Islandi”, at- huganir á stærö þess og á- standi. Er i ritinu fjallað um allan þann skóg sem finnst hér á landi og gerð greinargóð út- tekt á stærð hans og ástandi, m.a. eru margar töflur i ritinu til nánari útskýringa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.