Þjóðviljinn - 25.05.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.05.1977, Blaðsíða 16
NOÐVIUINN Miðvikudagur 25. mai 1977. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögUm og sunnudögum. Utan þessa tima erhægtað ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. @81333 Ginnig skalbent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Áfallalaus heildarrekstur hjá Flugleiöum: Hagnaðurinn nálægt hálf- um miljarði Hagnaður varð af rekstri Fiugleiða annað árið i röð f járhagsárið 1976. Eftir að tillit hefur verið tekið til f jármagnskostnaðar og afskrifta nam hagnaður- inn 462 miljónum króna. Afskriftir námu 466 miljónum og fjármagns- kostnaður 416 miljónum króna. Aðrar tekjur Flug- leiöa á árinu/ einkum af INÚK á lista- hátíð í Bergen Leikflokkur Þjóðleikhússins sýnir leikritið INÚK á Listahátið- inni i Bergen dagana 1.-6. júni nk. Fer flokkurinn utan 30. mai og sýnirleikinn 5sinnum á hátiðinni. Verða sýningar i Bryggens Museum i Bergen. Inúk hefur verið sýndur áður i Noregi. Það var i Þrándheimi i fyrstu utan- ferð flokksins fyrir tveimur ár- um. INÚK hefur alls verið sýndur i 18 löndum heims og eru sýningar orðnar nokkuð á þriðja hundrað. Fleiri islendingar verða á ferð- inni á Listahátiðinni i Bergen, þvi að fjöldi islensks tónlistarfólks tekur þátt i hátiðinni. sölu eignarhluta í CL-44 flugvélunum þremur og vegna tjónabóta, námu 244 miljónum króna. Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður Flugleiða, sagði á aðalfundinum, sem hald- inn var i gær, að það sem mest gildi hefði fyrir framtiðina væri sú staðreynd, ,,að áfallalaus heildarrekstur hefði orðiö á árinu og sannaði það ótvirætt að sam- eining Flugfélags tslands og Loft- leiða hefði verið réttmæt.” Heildareignir Flugleiða h.f. námu i árslok 1976 11.776 milj. króna en skuldir samtals 9.650 milj. kr. Eigið fé félagsins i árs- lok er þvi 2.126 milj. kr. Hagnaðurinn af rekstri Flug- leiða er aðeins 3% af heildartekj- um félagsins, og benda forráða- menn á að honum sé náð með svo hárri hleðslunýtingu vélanna, 75,7%, að vafasamt sé að lengra verði náð á þvi sviði. Þessvegna verði að gæta ýtrustu hagsýni og varfærni til þess að tryggja fjár- hagsafkomuna á komandi árum, einkanlega vegna þess að allur reksturskostnaður fer ört hækk- andi og sömuleiðis vegna ört harðnandi samkeppni flugfélaga, sérstaklega á flugleiðum yfir Norður-Atlantshaf. * Framhald á bls. 14. Þessi mynd vartekin af leikhópnum sem flytur Sabinu fyrirutan félagsheimiliðá Seltjarnarnesi I fyrra. Margrét óskarsdóttir ieikstjóri situr i þriðju röðlengst til vinstri. (Ljósm.iGlK; Litla leikklúbbnum á Isafirði: Boðið á listahátíð í Bergen með Sabinu eftir Hafliöa Magnússon á Bildudal Listahátiðin i Bergen verður haldin I 25. sinn núna um hvita- sunnuhelgina. I þvi tilefni er á- hugalistafólki boðið i fyrsta skipti að taka þát.t i þessari há- tið og hefur Litla leikklúbbnum á Isafirði hlotnast sá heiður að flytja þar alislenskan söngleik eftir Hafliða Magnússon á Bildudal. Er það Sabina eða Eyjan fagra sem Litli leik- klúbburinn frumsýndi i fyrra og hefur nú einnig veriö sýnd á Akureyri. Þessar upplýsingar fékk Þjóðviljinn hjá Trausta Hermannssyni á Isafirði, en hann er formaður leikklúbbsins. Sabina er ádeiluverk með léttu ivafi og söngvum og hefur hlotið mjög góðar undirtektir viða um land,og Litli leikklúbb- urinn ferðaðist ma. með leikinn um höfuðborgarsvæðið i fyrra. Leikstjóri er Margrét óskars- dóttir. Verkið verður flutt i 3 skipti i Bergen, þar af i eitt skipti á ráð- stefnu eða námskeiði, sem hald- ið verður fyrir áhugaleikfólk sem sækir listahátiðina. — GFr Magnús Kristinsson formaður Styrktarfélags vangefinna tekur fyrstu skóflustunguna að grunni hins nýja heimilis við Stjörnugróf. Ljósm.: —ÞH Styrktarfélag vangefinna Reisir nýtt dag- vistarheimili í gær var tekin fyrsta skóflu- stungan að grunni nýs dagvistar- heimilis sem Styrktarfélag van- gefinna er að hefja framkvæmdir við i Stjörnugróf I Reykjavik. Ris nýja heimilið á sömu lóð og Bjarkarás sem styrktarfélagið rekur einnig. Tildrög að byggingu þessa nýja heimilis eru þau að i fyrra þegar stjórn félagsins var að ræða það kom fuiltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnará fund hennar og segir að stofnunin hafi ákveðið að helga árið 1976 málefnum vangefinna. Var fórnarvika kirkjunnar helguð kynninguá málefnum vangefinna og fjársöfnun hafin þeim til styrktar. Afrakstur söfnunarinnar varð 15 miljónir króna sem Styrktar- félag vangefinna fékk til ráðstöfunar. Akvað félagsstjórn- in þá að ráðast I byggingu dag- heimilisins. Nýja heimilið verður 620 fer- metrar að stærð auk 130 fermetra kjallara. Það er ætlað fyrir 24 vistmenn og verða það einkum unglingar og fullorðið fólk. Smiði hússins var boðin út og tekið til- boði Húsgrundar hf. sem bauðst til að gera húsið fokhelt fyrir 42 miljónir. Framhald á bls. 14. íhaldið í útvarpsráði Fdur Svavari Gests þáttínn Út og suður Hafnar tilboðiumsjónarmannaþáttarinsfrá í fyrrasumar A fundi útvarpsráðs sl. föstu- dag voru umræður um sumar- dagskrá hljóðvarps á dagskrá. Kom þar til snarpra deilna vegna eins dagskrárliðar, þáttarins Út og suður sem var á dagskrá sið- degis á laugardögum i fyrrasum- ar. Eins og menn muna höfðu þau umsjónmeð þessum þættiÁsta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson. Var þættinum útvarp- að beint og stóð i fjórar klukku- stundir. Þegar útvarpsráð fjallaði um þennan þátt á föstudaginn lá fyrir tilboðþeirra Astu og Hjalta um að annast þennan þátt með sama sniði og i fyrra. En það lá einnig fyrir annað tilboð i sama þátt: Svavar Gests hljómplötuútgef- andi kvaðst vera reiðubúinn að taka þennan þátt að sér og fella hann að hljómplöturabbi sinu sem hann hefur haft á sunnudög- um undanfarin sumur, þættinum Alltaf á sunnudögum. Eins ogáðursegir urðu snarpar deilur um þetta á fundi útvarps- ráðs og lyktaði þeim með nafna- kalli. Fjórir greiddu atkvæði með þvi að fela Svavari þáttinn en tveir voru á móti. Þeir sem voru hlynntir Svavari voru ihalds- mennirnir Friðrik Sófusson, Auð- ur Auöuns og Ellert Schram og framsóknarmaðurinn Þórarinn Þórarinsson. Á móti voru Ólafur R. Einarsson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins og Stefán Júliusson fulltrúi Alþýðuflokksins. I tilefni af þessari einkennilegu afgreiðslu haföi Þjóðviljinn tal af Ólafi R. Einarssyni. Hann kvaðst hafa látið bóka að hann teldi óeðlilegt að fela Svavari þennan þáttþar semhanná ma. að kynna nýjar islenskar hljómplötur, en hann er sjálfur umsvifamikill hljöm plötuútgef andi. — Þessi ákvörðun er lika van- traust á ágætt útvarpsfólk. Þau framkvæmdu þessa hugmynd að hafa beinan útvarpsþátt i svona langan tima á mjög snjallan þátt og brutu þar með isinn að þessu leyti. Hljóðvarpið heyrði ekki eina einustu gagnrýnisrödd á þennan þátt, en fékk hins vegar mikið hrós fyrir hann. Það var ætlunin með þessum þætti að koma á samfelldri léttri dagskrá á laugardagseftirmið- dögum, þættisem fólk gæti skrúf- að frá i bilnum sinum eða i útileg- unni, þætti sem ekki væri sundur- klipptur af umferðarþáttum oþh. Þau gerðu þetta mjög vel, fóru td. vitt og breitt um landið, Jrátt fyrir það að yfirvinnubann út- varpsmanna skapaði þeim ýmsa erfiðleika. Og nú eigum viö að fá Svavar Gests, sem ég leyfi mér að kalla gamla lummu. Hann gengur inn í uppbyggingu þáttarins sem þau Asta og Hjalti komu upp og á að vera skemmtilegur i hálfa fjórðu klukkustund. Það er i lagi að fela þessum manni skemmtiþátt á einhverjum öðrum tima,en þarna á hann ekki heima. Þeim Astu og Hjalta hefur verið boðinn timinn á sunnudags- morgnum sem þeir hafa nú Einar Karl og Ami Gunnarsson, en það má telja vafasamt að þau þiggi hann eftir þessa meðferð, sagði Ólafur. Þess má geta i lokin að Svavar Gests er flokksbundinn sjálf- stæðismaður, en þau Ásta og Hjalti eru i hvorugum stjórnar- flokknum. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.