Þjóðviljinn - 25.05.1977, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 25.05.1977, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. mai 1977. Spánn Framhald af bls. 3. einmitt um brot á þessari reglu. Suarez forsætisráöherra, sem orðinn er allvinsæll að talið er, hefur embættis sins vegna ótak- markaðan aðgang að rikisfjöl- miðlunum og segja andstæðingar hans að Miöflokkabandalagið geti á þann hátt farið i kringum hlut- leysisreglur útvarps _ og sjón- varps. Framkvæmdir Framhald af 12 siðu ekki glatt i geði mörgu hverju um þessar mundir, því finnst ekki rétt á málunum haldið. Það á aö visu tapaða stöðu i þessu máli og gerir sér grein fyrir þvi. Einn leik á það þó eftir aö leika. Hann dregst til næsta vors trú- lega, en mér er farið að heyrast á nokkuð mörgum að þeir ætli að nota sér þann leik. Það kemur sem sagt að þvi að fólkiö velur sér fulltrúa til að standa vörð um sin mál, löghelgi og mannréttindi og einnig til þess að fara með fram- sögu ýmissa mála, sem þessa byggð varöa. Þá kemur I hugann hver til traustsins hefur unnið. Það skyldi þó ekki verða sá, sem einn okkar manna stóð á móti málmblendisævintýrinu. Hann og flokksbræður hans hafa I orði og á boröi sýnt að þeir vilja Islandi allt. Þetta er fólkið farið að sjá. Það verða fleiri en flokksmenn, sem þannig lýsa vanþóknun sinni á hundsuninni, er þeir máttu þola nú. Sá sem þetta skrifar hefur ekki iátið teyma sig i neinn flokk til þessa og ætlar ekki að gera, en menn mun ég meta af verkum þeirra héreftir sem hingað til. Við næstu grannar Grundartanga bjóðum þennan nýja granna tæp- ast velkominn. Valgarður L. Jónsson. Menntaskólanemar Framhald af bls. 2. eins, en þegar meöaltal er reiknað úr öllum bekkjum hverfur lika hugsanleg skekkja. Þessi könnun rennir enn stoð- um undir það sem reyndar allir viðurkenna nú orðið, að konur á öllum aldri eiga mun erfiðara, uppdráttar en karlar og launa^ munurinn i svo til öllum at- vinnugreinum er staðreynd. Kristján gat þess einnig að i annarri könnun sem nemendur hans gerðu i vetur um hug- myndir og óskir nem. um frek- ara nám að loknu stúdentsprófi hefði komið i ljós að miklu fleiri piltar en stúlkur höfðu ákveðið hvaða framtiðaratvinnu þeir stefndu að. Mjög margar stúlk- ur voru óákveðnar og flestar þeirra sem stefndu að frekara námi völdu námsgreinar sem veita almenna menntun, svo sem hugvisindi og félagsfræði- lega menntun. Þessir nemendur stóðu að könnuninni: Andri M. Guð- mundsson, Friðrik Þ. Guð- mundsson, Jakobina Sveins- dóttir, Jóhanna S. Pálmadóttir Jón F. Bjartmarz., Lára V. Helgadóttir, Magdalena Her- mannsdóttir, Margrét Sigurðar- dóttir, ólafia S. Hjartardóttir, Pétur Guðbjartsson, Róbert B. Agnarsson, Sesselja Kristins- dóttir og Þórkatla M. Valde- ' marsdóttir. ___hs Yfírvinnubann Framhald af 1 siðu. allra togarana i dagvinnunni einni saman. Þetta aukavinnu- bann hefði lika orðið til þess að stundum hefðu allt að þrir togar- ar verið i höfn i einu vegna þess hve seint gengur að koma þeim út. „Yfirvinnubannið hefur sett allar áætlanir skipanna úr skorðum hjá okkur. Losun og lestun hefur tekið miklu lengri tima en áður, enda má segja að alltaf hafi verið unnið til kl. 19.00 hjá okkur hér i Reykjavikur- höfn”, sagði Sigurlaugur Þor- steinsson blaðafulltrúi Eimskips. Taldi hann að afgreiðsla i vöru- skemmunum hefði ekki tafist neitt, en nær öll önnur vinna tefð- ist vegna yfirvinnubannsins. Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri Breiðholts h.f. sagði að þvi væri ekki að neita, að verk tefðust hjá Breiðholti vegna yfirvinnubannsins. „En ég er sannfærður um að hægt er að skipuleggja dagvinn- una þannig að yfirvinna væri óþörf og ég tel nauðsyn að svo verði gert og að hægt verði þá að greiða mönnum sömu laun fyrir 8 timana og 10 tima áður. Vonandi opnar þetta yfirvinnubann augu manna fyrir þessu,” sagði Sig. Jónsson. —S.dór M Selfoss — Arnessýsla íslensk atvínnustefna Staðan í kjaramálum Umræðufundur á Hótel Selfossi í kvöld 25. mai kl. 20.30 Ragnar Bcnedikt Björgvin Sifirtar Snorri Alþýðubandaiagið efnir til umræðufundar um ís- lenska atvinnustefnu og stöðuna í kjaramálunumá Hótel Seifossi/ Seifossi/ i kvöld/ 25. maí kl. 20.30. Fundurinn verður í fyrir- spurnaformi/ áhersla iögð á spurningar/ svör, frjálsar umræður og stuttar ræður. Umræðum stjórnar Snorri Sigfinnsson. Fyrir svörum sitja: Ragnar Arnalds, Benedikt Davíðsson, Björgvin Sigurðsson og Sigurður Einarsson. Umræðum verður einkum beint að islenskum at- vinnumálum og þeim kjaraátökum sem yfir standa. • Hvaða áform eru uppi um frckari erlenda stóriðju? Fundurinn er öllum opinn. ISLENSK ÆbXmm nu ^&SSSTEFNA • Hvaða möguleikar eru á orkufrekum iðnaði I höndum lands- manna sjálfra? • Hvað þarf til að innlendur iðnaöur taki stór stökk fram á við? •> Hverjir eiga að hafa forystu i uppbyggingu atvinnulffsins? • Einstaklingar, riki, samvinnufélög, sveitarfélög? • Er útlit fyrir minnkandi eða vaxandi sjávarafla? • Er fiskiskipafloti islendinga þegar orðinn of stór eða þarf hann enn að vaxa? • Hvað er að gerast f samningunum? • Um hvað hefur þegar verið samið? • Vcrða heildarsamniugar gerðir án verkfalla? ALÞYÐUBANDALAGIÐ i Hagnaöurinn Framhald af 16. siðu. Dótturfyrirtæki Flugleiða eru gerðuppsérstaklega og ekki talin með i rekstraryfirlitinu, en þau eru International Air Bahama, Hekla Holding Ltd. og Hótel Esja. I árslok 1976 störfuðu 1.607 manns hjá Flugleiðum, þar af 467 erlendis. Flugleiðir áttu i árslok eftirtaldar flugvélar: Þrjár DC-8- 63 CF þotur, tvær Boeing 727-100C þotur, og fimm Fokker Friend- ship skrúfuþotur. Reisir Framhald af 16. siðu. Að sögn Magnúsar Kristinsson- ar formanns Styrktarfélags van- gefinna er gert ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkunar eftir þrjú ár. Aætlað er að húsið full- byggt kosti um 100 miljónir á nú- verandi verðlagi. Auk söfnunar- fjárins hefur félagið fengið 10 miljónir úr svonefndum styrktar- sjóði, en i hann rennur ákveðinn skattur af öli og gosdrykkjum. Afgangsins verður aflað með söfnun félagsins, merkjasölu, happdrætti oþh. Magnús sagði að i Bjarkarási væri höfuöáhersla lögð á starfs- þjálfun og svo yrði einnig i þessu nýja húsi. Bjarkarás hefur 48 vistmenn, en auk þess rekur félagið Lyngás við Safamýri þar sem eru 40 börn. Eru bæði þessi heimili fullsetin og ekki hægt að anna eftirspurn. —ÞH Carter Framhald af bls. 6. og öryggismála.” Þegar þetta er skoðað, fer heldur að draga úr þeim siðferðilegu yfir- burðum, sem Carter státar af framyfir þá Nixon og Kissinger. Hér sækir i sama horfið og fyrr: Bandarikin — og raunar helstu riki Vestur-Evrópu einnig — treysta engum frekar i þriðja heiminum en valdhöfum á borð við Demirel i Tyrklandi, Hassan i Marokkó, persakeisara, Park í Suður-Kóreu eða konunginn i Saudi-Arabiu. Strið milli grikkja og tyrkja? Fyrir Carter vakir auðvitað að reyna að styrkja stöðu Nató við austanvert Miðjaðarhaf, en sú staða er ekkert björguleg. Milli Nató-rikjanna tveggja á þessum slóðum, Tyrklands og Grikklands, rikir nánast fullur fjandskapur út af Kýpur og yfir- ráðum yfir Eyjahafi, og gengur svo langt að sumir spá jafnvel striði milli þeirra i sumar. Til- raunir Bandarikjanna til þess að jafna málin hafa til þessa leitt til þess eins, að þau hafa fengið báða aðila upp á móti sér. leikfElag 2i2 REYKJAVtKUR “ “ BLESSAÐ BARNALAN i kvöld uppselt föstudag uppselt 2. hvitasunnudag kl. 20.30 SKJALDHAMRAR fimmtudag kl.20.30. Miðasala f Iönó kl. 14-20.30 Simi 16620. Tyrkir halda lokuðum flestum herstöðvum Bandarikjanna i Tyrklandi i refsingarskyni vegna vopnasölubannsins, og grikkir, sem eru bandarikja- mönnum reiðir fyrir stuðning þeirra við herforingjastjórnina þarlendu og einnig fyrir að hafa ekki þvingað tyrki brott af Kýpur, fóru að dæmi frakka, slitu hermálasamstarfi við Nató og sviptu Miðjarðarhafsflota Bandarikjanna aðstöðu i grisk- um höfnum. Vinsemd Carters við tyrkja- stjórn nú verður áreiðanlega til þess að egna grikki gegn stjórn hans enn meir en orðið er, en hvort „lækning” hans gerir tyrki eitthvað mildari i garð Bandarikjanna og Nató er öllu meira vafamál. dþ. Ræða Björgvins Framhald af bls. 5 sókn til stuðnings islenskum mál- stað gegn þeim óheillaöflum, sem i skjóli hersetunnar hreiðra um sig. Hún er staðfesting og innsigli þeirrar bjargföstu ákvörðunar fámennrar, friðelskandi þjóðar að fá að búa ein i landi sinu án mengaðra áhrifa huga og handa þeirra, sem vélráðum slægðar og yfirdrepsskapar beita til að villa um og rugla dómgreind almenn- ings meðhinum óliklegustu vopn- um. Hún er vitnisburður þess mátt- ar, er býr i órofa samtökum fólks- ins, þess afls, sem ósigrandi er, standi fólkiö einhuga saman. Sjálfstæðisbarátta íslendinga veröur ávallt að vera borin uppi af fólkinu sjálfu. Hún er þáttur i sameiginlegri sókn alþýöu allra landa til sjálfstæörar tilveru þjóðanna. Við vonum að sú barátta geti sem fyrst leitt til uppfyllingar langþráðra vona mannkynsins um betri og friðsamari heim. Og nú leggjum við af stað i gifturika göngu — góðir félagar — i þeirri öruggu vissu að þúsundir þjóðhollra Islendinga taka af heil- um hug kröftuglega með okkur undir kröfur dagsins: ísland úr Nató — herinn burt. Móðir min, Ragna Pétursdóttir, gullsmiður, Grenimel 28, Reykjavfk, andaðist á Borgarspitalanum sunnudaginn 22. mai. Karl Jóhannsson. Maðurinn minn Sigurður Guðmundsson frá Skáholti er látinn Anna Biering Eiginkona min, móðir og tengdamóðir Sigríður Einarsdóttir Melgerði 20, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. mai kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Sjálfsbjörg,félag fatlaðra. Pétur Lárusson Valgerður Pétursdóttir Guðmar Pétursson Einar Pétursson Guðriður Pétursdóttir Jóhanna Pétursdóttir Elsa Agústdóttir Edda Hákonardóttir Jón A. Kristinsson og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.