Þjóðviljinn - 15.06.1977, Page 2

Þjóðviljinn - 15.06.1977, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. júní 1977 Skrifið — eða hringið í síma 81333 Embættaveitingar Kæri bæjarpóstur: Þar sem Sambandiö hefur óskað eftir og reyndar farið fram á að rætt yrði um sam- vinnuhreyfinguna á fundum innan hennar i ár, ætla ég að leggja nokkur orð i belg. Ég tel mjög óeðlilegt að ungt fólk með heilbrigða skynsemi ráði sig til fyrirtækja innan samvinnuhreyfingarinnar eins og hún er skipulögð núna. Ef 2 menn skipa svipaða stöðu og vinna svo til sömu störf hjá SIS getur annar maðurinn ekki fengið að vita hvaö hinn fær greitt, þar sem launadeildin er nokkurs konar leyniplagg innan SIS. Ef starfsmaður hefur hug á að komast i einhverja hærri stöðu innan SIS, má það teljast nokk- urn veginn útilokað nema að vera i mjög góðu sambandi við innstu koppana innan SIS. Sem dæmi um óeölilega embættis- veitingu skal ég nefna aö nú ný- lega var ráðinn framkvæmda- stjóri hjá skipadeild SIS; ég tel Þakkir fyrir Ríkid í ríkinu Ég færi þeim Einari Karli Haraldssyni og Erni Harðar- syni sérstakar þakkir fyrir þáttinn Rikið i rikinu sem fluttur hefur verið i sjón- varpinu og hefur vakið geysilegt umtal i heimabæ minum Hafnarfirði og umræður um þessi mál og er það stjórnendum þáttarins til sóma og vonandi þjóöinni sem heild og löggjafanum til þess að hefjast handa til úr- bóta þeim mesta vágesti sem nú herjar að þjóðinni á svip- aðan hátt og þorskstofninn sem nú er að ganga sér til þurrðar i forðabúri þjóðar- innar i hafinu sem umlykur hólmann. Þetta eru svipuð mál til úrlausnar fyrir alþingi og rikisstjórn þó að þau séu ekki byggð á sama grunni. Hafiö þökk fyrir Markús B. Þorgeirsson skipstjóri. það nokkurn vegin vist að það hljóti að vera hæfir menn innan skipadeildarinnar til að gegna þessu starfi, en það fór nú svo að sá sem fékk starfið hefur aldrei unnið hjá skipadeildinni áöur. Þó að þetta sé tekið sem dæmi er þetta ekkert sérstakt, 90% — 95% af framkvæmdastjórastöð- um innan sambandsins eru i svipuðum dúr. Ef ráðinn væri framkvæmdarstj. yfir búvöru- deildina fengi mjög liklega upp- gjafa skipstjóri starfið, ef um framkvæmdarstjóra yfir sjá- varútvegsdeild væri að ræða kæmi eflaust kaupfélagsstjóri frá Egilsstööum til greina þar sem engin fiskvinnsla er þar. A meðan sambandið gerir ekkert til þess að breyta til i rekstri sinum þarf það ekki að búast við jákvæðum viðbrögðum fólksins sem að samvinnuhreyfingunni stendur. En þá skulum viö snúa okkur að kaupfélögunum. Þau eru nú þannig upp byggð i dag (þó að þau eigi ekki að vera það) að SIS ræöur nokkurn veginn hver verður ráðinn kaupfélagsstjóri i hvert sinn sem slik ráðning fer fram þó að stjórnir kaupfélag- ana geri það að nafninu til. Það virðist vera þannig málum hátt- að,móralskt’séð að kaupfélags- menn, stjórnir kaupfélaganna, og stjórn sambandsins haldi að kaupfélögin séu dótturfyrirtæki SIS, en SIS ekki dótturfyrirtæki kaupfélaganna i sameiningu. SIS er orðið svo ráðamikið inn- an kaupfélaganna að óeðlilegt er. Það ætti að hafa stjórnarkjör innan kaupfélaganna og SIS þannig að hver maður sitji ekki nema i 4 ár og fari svo burtu og verði ekki endurkosinn að 4 ár- um liðnum. Það má Hklega telja þá kaupfélagsstjóra á fingrum sér sem ráðnir hafa verið til eins ákveðins kaupfélags og hafa starfað þar áður, og er óhætt að segja að stjórnir kaup- félaganna hafi i flestum til- fellum ráðið kaupfélagsstjóra eftir að höfuðstöðvarnar (SIS) hafi samþykkt það. x. ALDARSPEGILL Úr íslenskum blöðum á 19. öld 3rot úr fyrirlestrum um íslenzk skáld Brot um Gisla Brynjúífsson cptir Guðmuml Hjaltason. Sorg málar Ciísli ninð sjálf- stR)ðum b 1 á m a, scr fr.gurð lifsins og eískar pað hoitt, stýðst ci við hlátur njc stálsinnið tómn, styðst oi við vonanna lánsprikið noitt, finnur 011 polir vol sviðann í sárum, sætt kvcð- ur lífið og umfaðmar liol — aðoins vil „svtilun í sjálfstreðum tárum sínuni hjá vísnuðu blómum á mol“. IIr „)Skálclalýsing“. Fróði 7. ágúst 1886 Dýrasti kartöflu- garöur á landinu Reglustikumeistarar kapp- kosta að hafa götur borgarinnar sem beinastar. Engu likara en bilar geti ekki beygt. Þannig á hin glæsta Reykjavikurborg að vera. Þráðbein stræti með hús- um i reglulegum röðum, helst öll eins. I kringum húsin eiga að vera rennsléttar grasflatir með trjám i kring og eins blömabeð. Þetta var ég að hugsa á hægu tölti vestur á Grimsstaðaholti. Löngu áður en nýtisku Reykja- vik teygði sig þangað suður eftir var þar dreifð byggð húsa og i mörgum þeirra ólust upp harð- skeyttir strákar sem sumir urðu kommúnistar og börðust i kreppuslagsmálum. Þegar reglustikumeistarar lögðu kvarða sina á hverfið stóð þessi óreglulega byggð þvers og kruss i vegi fyrir þeim alveg eins og kommastrákarnir sem ólust upp i þeim stóðu þvers og kruss i þjóðfélagskerfinu. Og var nú úr vöndu að ráða. Þessi óstýrlátu hús skyldu hverfa. Allt skyldi verða beint og hreint og snurfusað og eins. Ibúarnir voru ýmist keyptir út úr húsum sinum eða reknir úr þeim. Kálgarðar, túnbleðlar, rænfang og birkitré fóru undir malbik, slétt var úr hólum og smám saman varð allt eins og upp reis nýtisku Reykjavík. Samt varð þetta ekki hægt með öllu. Sumir og einstaka menn sigruðu jafnvel reglustik- una meö islenskum sauðkindar- þráa. Þannig átti t.d. að fjarlægja grásleppuskúrana við Ægissiöu af þvi að þeir féllu ekki að reglu- stikunni. Góðir menn komu i veg fyrir það. Ein af fáum götum i Reykja- vik sem ekki er þráðbein er Tómasarhagi i Grimsstaðaholti. Þar gáfust beinstefnumenn upp. Til þess að láta gamla bæi og og hús, sem standa þar þrákelknis- lega, hverfa inn f bakgarða af þvi að ekki var hægt aö koma þeim i burtu var Tómasarhagi lagður I stórum boga. Þarna kúra þessi hús milli Fálkagötu og Tómasarhaga og eru eigin- lega ekki við neina götu og i trássi viö guð og menn og skipu- lagsyfirvöld. Einn þessara bæja heitir Litli- bær og bóndinn i Litlabæ átti talsvert land og rak þarna bú- skap. Og enn á fólkið i Litlabæ stóra lóð og þar eru rætaðar kartöflur að góðum sið. Við Tómasarhaga standa stór og stæðileg góðborgarahús en á einum stað er eyða. A heilli lóð við götuna á einum dýrasta stað i Reykjavík eru ræktaðar kart- öflur. Það eru kartöflur fólksins i Litlabæ. 1 stað þess að selja lóðina fyrir miljónir og græða á henni ræktar fólkið sina jörð eins og ekkert hafi i skorist. Samkvæmt lögmálum kap- italismans er þessi spilda dýr- asti kartöflugarður á landinu. — GFr Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins NÝJAR LEIÐIR í ræðu sinni á hátíða- fundi Sambands í Háskóla- biói í fyrrakvöld sagði Er- lendur Einarsson, for- stjóri, m.a. í þeim kafla er f jallaði um framtíðarþró- un hreyfingarinnar: En samvinnuhreyfingin þarf ætíð að leita nýrra leiða til þess að verða að liði. Þar mætti nefna til- raunir með framleiðslu- samvinnufélög, en menn í byggingariðnaði hafa nú hafið rekstur samvinnufé- laga. Ég tel, að Sambandið ætti að styrkja tilraunir með sa m vinn uf ra m- leiðslufélög. Við þurfum stöðugf að leita leiða til þess að sætta f jármagn og vinnu. Þá tel ég tímabært Erlendur Einarsson. aðgerð verði tilraun í sam; vinnuhreyf ingunni að stofna samvinnufélög fyrir aldrað fólk, sem orðið hefur að hætta störf- um, til þess að skapa því starfsgrundvöll við sitt hæf i. Þá er verðugt verkefni að styðja fólk til þess að eyða frístundum sínum á skynsamlegan hátt. Ungmennaf. BorgarQaröar 60 ára Ungmennafélag Borgarfjarðar, i Borgarfirði eystra,verður 60 ára á þessu ári. Haldið verður upp á afmælið 17. og 18. júni með veg- legri dagskrá, sem hefst kl. 13 þann 17. með messu i Bakka- fjarðarkirkju. Hópganga verður frá kirkjunni á iþróttasvæðið. Klukkan 14 hefst útisamkoma á iþróttavellinum. Verður þar m.a. glimusýning, knattspyrna og ýmis boðhlaup. Kaffiveitingar verða i Fjarðarborg og um kvöldið verður hátiðardagskrá þar, og dansleikur á eftir. Meðal gesta á hátiðinni eru Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála- ráðherra, Asgeir Sigurvinsson, knattspyrnumaður, stjórn UlA og margir eldri ungmennafélagar. Á laugardag 18. verður hátiðinni haldið áfram með knatt- spyrnuleik milli Samyrkjafélags Eiðaþinghár og UMFB. Um kvöldið verður svo frumsýnt leik- ritið „Allra meina bót” eftir Jónas og Jón Múla Arnasyni undir leikstjórn Einars Þorbergs- sonar skólast jóra. Hátiðinni iýkur með dansleik þar sem Kaktus leikur og syngur. Opið hús starfshóps verkafólks í kvöld 1 kvöld kl. 20.30 heldur Starfshópur verkafólks um opið hús fund að Hallveigarstöðum við Túngötu. Að venju verður fjallað um stöðuna i kjarasamningunum og aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar. Full- trúar úr samninganefnd ASÍ koma á fuiidinn. Verkafólk er hvatt til þess að koma og taka þátt I að móta stefnu verkalýðshreyfiinnar. Mótmælasigling nskiskipa LUNDUNUM 13/6 Reuter — Breskur frystitogari, nýkominn heim af miðunum viö Nýfundna- land, sigldi í dag upp fljótiö Tems Imótmælaskyni viö tillögur Efna- hagsbandalags Evrópu i fisk- veiðimálum. Búist er vlö aö yfir 50 önnur fiskiskip fylgi togaran- um eftir upp á móts viö breska þinghúsiö og þeyti þar flautur sin- ar í klukkustund. Aö lokinni þeirri mótmælaaögerö er búist viö þvi aö skipin sigli aftur niöur fljótiö. Breskir fiskimenn krefjast 50 sjómilna fiskveiðilögsögu fyrir sig eina út af ströndurh Bret- lands, þar eð þeir óttast aö fiski- flotar annarra EBE-rikja ofbjóði fiskistofnum þar að öörum kosti. Er þaö breska fiskimálasam- bandið, sem skipuleggur mót- mælasiglinguna upp Tems. Tog- arinn, sem fer i fararbroddi flot- ans,heitir Junella og er 1300 smál>

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.