Þjóðviljinn - 15.06.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. júni 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýdshreyfingar
og þjódfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson.
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Sföumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
700 í eldlínuna,
en öll alþýða
að baki
Hafnbann og stöðvun á öllum flugsam-
göngum innanlands og milli landa eru þær
aðgerðir, sem verkalýðshreyfingin hefur
nú ákveðið að gripa til i þvi skyni að knýja
fram viðunandi kjarasamninga.
Þessar aðgerðir voru boðaðar i gær með
viku fyrirvara og koma til framkvæmda
miðvikudaginn 22. júni, en daginn áður er
allsherjarverkfall um allt land.
Hafnbannið felur það i sér, að allur inn-
og útflutningur til landsins stöðvast, svo
og vöruflutningar með skipum milli hafna
innanlands og störf i vöruafgreiðslum
skipafélaga. Löndun á fiski i höfnum
landsins verður hins vegar ekki stöðvuð.
Flugsamgöngur til og frá landinu leggjast
algjörlega niður svo og flugsamgöngur
innanlands, nema með smæstu vélum.
Hér er um mjög harðar aðgerðir að
ræða, sem vonandi munu hafa mikil áhrif
til að knýja á um lausn kjaradeilunnar.
Með tilliti til fádæma þvermóðsku
atvinnurekenda og rikisstjórnar við
samningagerðina, mátti alls ekki dragast
lengur að til svo harðra aðgerða yrði
gripið, og hefðu reyndar gjarnan mátt
gerast fyrr.
Upphafleg krafa verkalýðshreyfingar-
innar um verðtryggð 100 þús. króna lág-
markslaun jafngildir nú kröfu um 117 þús.
kr. lágmarkslaun á mánuði, og hefur þá
verið tekið tillit til verðlagsþróunar siðan
Alþýðusambandsþing var haldið og einnig
til þess, sem á vantar, hvað varðar fulla
visitölutryggingu i þvi samkomulagi, sem
gert hefur verið um visitölumálin. Þarna
er einnig reiknað með nokkrum bótum
fyrir það tjón, sem verkafólk hefur beðið
vegna tafa á samningsgerðinni allt frá
fyrsta maí.
Þessa upphaflegu kröfu hefur verka-
lýðshreyfingin nú boðist til að lækka um 12
þúsund krónur, þannig að lágmarkslaunin
yrðukr. 105 þús. Þetta er sannarlega mjög
mikil tilslökun, en svar atvinnurekenda
var i fyrstu það eitt að með tilslökuninni
hafi verkalýðshreyfingin siglt samninga-
málunum i strand!! — Nú eru atvinnurek-
endur þó komnir aftur að samninga-
borðinu, en ekkert jákvætt svar hefur enn
sést frá þeim við hinu nýja boði verkalýðs-
hreyfingarinnar, sem sett var fram á
laugardaginn var.
Meðan svo er situr allt fast, en verka-
lýðshreyfingin mun,sem fyrr segir, gera
sinar ráðstafanir.
Verkafólk um allt land veit, að það þarf
þolinmæði til að knýja óbilgjarna stéttar-
andstæðinga til að opna budduna, — það
þarf bæði þolinmæði og baráttuvilja, sem
kallar fram harðnandi aðgerðir uns sigur
vinnst. Þennan baráttuvilja á meginþorri
verkafólks, þolinmæðina lika. Vilji
atvinnurekendur draga deiluna enn á
langinn, þá er það þeirra mál. Skaðinn
verður fyrst og fremst þeirra sjálfra.
Upp úr næstu helgi gengur hafnbann i
gildi og allar flugsamgöngur stöðvast. Til
að hrinda þessu i framkvæmd þurfa
aðeins 700 menn að leggja niður vinnu.
Þeir eru flestir Dagsbrúnarmenn. Þetta
verður gert ef ekki semst, en þessir 700
menn standa ekki einir. Þeir munu berjast
fyrir alla verkalýðshreyfinguna á Islandi,
verða hennar framvarðarsveit, en verka-
lýðsfélögin um allt land og fólkið i verka-
lýðsfélögunum, sem veit að samstaðan ein
færir sigur, munu tryggja, að fjölskyldur
þeirra, sem i eldlinunni standa, þurfi ekki
að svelta, hvað sem i skerst. Þannig
verður barist til sigurs.
Á Vestfjörðum hafa nú verið undir-
ritaðir sérstakir samningar við atvinnu-
rekendur þar. Má vera að sú samnings-
gerð verði til að koma einhverri hreyfingu
á málin annars staðar. Þar er gert ráð
fyrir að um næstu áramót verði lágmarks-
laun 91.000 kr., það er i samræmi við hug-
mynd sáttanefndar, sem sett var fram um
miðjan mai.
Þótt þarna sé siðan gert ráð fyrir 9.000,-
krónum i viðbót á siðari hluta ársins 1978,
þá er hér um lakari samninga að ræða en
verkalýðshreyfingin i heild getur sætt sig;
við, og geta þeir þvi ekki orðið til fyrir-
myndar. —k.
Ekki við, en
sjúklingamir, —
sagði maðurinn
Það ér gömul saga og ný, að flestir at-
vinnurekendur á íslandi þykjast aldrei
geta hækkað kaupið hjá verkafólki svo
neinu nemur, hversu vel sem árar.
Hins vegar þykjast þeir jafnan hafa
mikla „samúð” með vinnandi fólki.
Stundum þykjast einstakir menn úr hópi
atvinnurekenda jafnvel hafa fundið ein-
hver ja gullnámu, sem verkafólk geti ausið
úr, án þess það komi þó við pyngju gull-
kálfanna sjálfra, sem eiga fyrirtækin.
Það var t.d. i sjónvarpsþætti þann 3.
þ.m. , að einn samningamanna atvinnu-
rekenda, Viglundur Þorsteinsson, þóttist
geta bent landsmönnum á,eina slika gull-
námu:
,, Við skulum hætta að láta sjúklingana á
spitölunum hafa ókeypis fæði, — þá verður
hægt að hækka kaupið”, sagði þessi
fulltrúi Vinnuveitendasambandsins
frammi fyrir alþjóð. Sem sagt góðir
hálsar: Til okkar, sem eigum og rekum
fyrirtækin, er ekkert að sækja, allar
hirslur tómar, — en hver veit nema leysa
ætti kjaradeiluna með þvi, að láta þessa
ræfla, sem hafa verið lagðir inn á sjúkra-
hús, þó að minnsta kosti borga fæðið
sitt?!!
Svona er að vera á móti samneyslunni
og eiga sitt andlega höfuðból vestur i
Bandarikjunum. — k.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
Ráðleysi?
Af eðlilegum ástæðum hafa
kjara- og kaupkröfur verkafólks
verið i brennidepli siðustu mán-
uði. Það er skiljanlegt að meg-
inþunginn sé lagður i þær i
landi, þar sem enn hefur ekki
tekist að tryggja lifvænleg laun
fyrir átta stunda vinnudag.
Hinu má ekki gleyma i hita
kjaraátakanna að þau munu
ekki eyða stéttaandstæðum
þjóðfélagsins. Þvi hlýtur verka-
fólk að spyrja hvað sé til ráða?
Á endalaust að berjast viö óvin-
veitt rikisvald og atvinnurek-
endur um leiðréttingar á kaupi
og kjörum eöa leita annarra
ráða? Eða erum við ef til vill
ráðalaus i auðvaldsþjóðfélag-
inu? Þarf fyrst að kollvarpa þvi
áður en verkafólk tekur til sinna
ráða?
Sósialískar
vinjar?
Bjarni Þórðarson, fyrrver-
andi bæjarstjóri i Neskaup -
stað, lagði á það áherslu i sjón-
varpsviðtali að sósialistar þar i
bæ hefðu alls ekki verið að
framkvæma sósialismann á sin-
um langa valdaferli. Þeir hefðu
að visu hrint i framkvæmd ýms-
um félagslegum framfaramál-
um, en tómt mál væri að tala
um að reisa sósialiska vin i auð-
valdsþjóðfélagi. t þessu er m.a.
fólgin sú skoðun að enda þótt
fyrirtækin á staðnum séu i eigu
bæjarfélagsins eða i höndum
sósialista verði þau að lúta
sömu lögmálum og kapitalisk
fyrirtæki og rekast samkvæmt
þvi.
Róttœk tilraun
Við fyrstu athugun má segja
að hér sé um niöurstööu raun-
sæs og reynds athafnamanns aö
ræða. Á hitt verður þó að benda,
að um skeið hefur verið gerð at-
hyglisverð tilraun i atvinnu-
rekstri, sem örugglega á eftir að
hafa viðtæk áhrif á rekstrar-
form fyrirtækja hériendis i
framtiðinni. Hún hófst með
stofnun Samvirkis, sem enn
starfar, og siðan með þróun
Rafafls út úr þvi, en siöarnefnda
framleiðslusamvinnufélagið er
mun róttækara að formi og opn-
ara en hið fyrrnefnda. A aðal-
fundi Rafafls nýveriö var sam-
þykkt að breyta lögum félagsins
til samræmis við nýorönar
breytingar á lögum um sam-
vinnufélög, og er starfsemi fé-
lagsins nú ekki lengur bundin
við atvinnurekstur i rafiðnaði,
heldur er markmið þess aö
hefja starfsemi i flestum grein-
um iðnaðar á sem flestum stöö-
um. Heitir félagið nú Fram-
leiðslusamvinnufélag iðnaðar-
manna, og eru 80 tii 90 iðnaðar-
menn innan þess. Þetta félag er
bundið við iðnaðarmenn, en þó
geta allir starfsmenn þess geng-
ið i það, enda þótt þeir séu ekki
faglærðir. Allir starfandi fé-
lagsmenn fá sama kaup, sem er
talsvert hærra en gengur og
gerist á almennum vinnumark-
aði, og samt veitir félagið af-
slátt til viðskiptamanna. Þessi
algera launajöfnunarstefna inn-
an félagsins reynir mikið á fé-
lagsþroskann, og skýringin á
velfarnaði Rafafls er fyrst og
fremst öflug félagsleg starf-
semi.
Frystihús og
togarar?
Þvi er minnst á Rafafl i þessu
sambandi að flest bendir til þess
að þetta rekstrarform henti i
flestum tegundum atvinnu-
rekstrar. Ekkert er þvi til fyrir-
stöðu að reka togara eða frysti-
hús sem framleiöslusamvinnu-
félag. Einn megintilgangurinn
með félagslegri fjárfestingu i
byggðum landsins hefur verið
að staðbinda kapitalið. Kostur
framleiðslusamvinnufélags eins
og Rafafls er að það eiga fé-
lagsmenn sjálfir og geta þegar
þörf kemur upp á hinum ýmsu
stöðum fært út kviarnar og tekið
heimamenn í félagið. Rafafl
starfar nú á 5-6 stöðum á land-
inu.
Samvinnufélagaformið hefur
verið of vitt og þungt i vöfum og
fólk, jafnvel sósialistar, sem
ráðist hefur i smáfyrirtæki hef-
ur frekar stofnað hlutafélag um
það heldur en samvinnufélag.
Framleiðslusamvinnufélögin
hafa alla burði til þess að vega
að hlutafélagsforminu, og er
það vel.
Meira að segja
Erlendur
,Með samstilltu átaki verka-
fólks, eignarrétti þess og yfir-
ráðum yfir atvinnustarfseminni
er hægt að gera hvorttveggja I
senn, að bæta stórlega launakjör
i landinu og lækka verð á vöru
og þjónustu. Smáfyrirtæki ein-
stakra iðnmeistara, sem al-
gengust eru I iðnaði á tslandi,
eru ekki megnug þess að þróa
fram þá breyttu atvinnuhætti,
sem stuðla að verklegum fram-
förum og bættum kjörum al-
mennings. Þvi ber að efla sam-
vinnu i landinu,” segir i frétt frá
Rafafii.
Það er skoðun þess sem þetta
ritar að meðan „beðið er eftir
byltingunni” beri að ná fótfestu
fyrir sósialisk viðhorf og sósial-
isk atvinnurekstrarform á sem
flestum sviðum. Framleiðslu-
samvinnufélög eru hiklaust ein
af leiðunum til þess. Sósialistar
i Neskaupstað, sem ráða fyrir-
tækjum, mættu vel huga að þvi
hvilikri öldu þeir gætu komið af
stað ef þar i bæ yrðu teknir upp
róttækari rekstrarhættir. Meira
að segja Erlendur i Sambandinu
er farinn að tala um tilraunir
með samvinnuframleiðslufélög.
—ekh
‘I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I