Þjóðviljinn - 03.07.1977, Blaðsíða 21
Sunnudagur 3. júli 1977 ÞJOÐVILJINN — StÐA 21
Bjartsýnismaðurinn
YS OG ÞYS AF ENGU
Hvalnum hleypt af stokkunum (úr,,Vigsla heimsins”). Opnun fljótsins <úr,,Vfgsla heimsins”).
Viðtal við Jean Effel, höfund
myndaflokkanna um sköpun heimsins
ÉG KALLA MIG
BLAÐAMANN
Franski listamaöurinn Jean
Effel er þekktur um alian heim
fyrir teikningar sinar — hér i
blaðinu hafa birst nokkrir flokk-
ar hans um sköpunarsöguna,
um drottin hinn skeggjaöa og
hans ágætu hjálparkokka,
engiaprakkarana, um skrattann
sem jafnan liggur i leyni, um
Adam og Evu og þeirra fyrstu
skref. Þessir myndaflokkar
hafa farið um heim allan — ekki
sist eftir aö tékknesi kvikmynd-
arinn lloffman geröi teikni-
mynd um Sköpun heintsins.
llugmyndir Effels hafa veriö
notaðar i hinu þekkta brúöuleik-
húsi Obrastsofs i Moskvu, og i
Lcningrad hafa þær verið not-
aöar i ballet.
Effel hefur aldrei verið
flokksbundinn en jafnan staðið
nærri kommúnistum og teikn-
ingar hans birtast einatt i
vinstriblöðum — ekki sist þær
sem hann teiknar um viðburði
dagsins. Effel komst ungur i
kynni við sovéska rithöfundinn
Ilja Erenbúrg, og var það upp-
haf mikils sambands hans við
sovétmenn. Hér á eftir er ein-
mitt endursagt viðtal við Effel
sem fyrir nokkru birtist i sov-
éska blaðinu Nédélja (Vikan).
Blaöamennska og hóg-
værö
Ég er, segir Jean Effel, blaða-
maður frekar en listamaður. Ég
hef árum saman starfað við
dagblöð og brugðist við dags-
fréttum. Og það er engin upp-
gerðarhógværð hjá mér að segj-
ast vera blaðamaður. Ég er
stoltur af þeirri iðju. Hún sýnir
árangur umsvifalaust. I gær var
maður að hugsa um efnið, i dag
sérðu teikninguna á prenti. Auk
þess elur blaðamennska upp i
manni hógværð. Einn dagur er
liðinn og konan þin kemur af
markaðnum með perur sem
vafðar eru i dagblað með teikn-
ingum þinum — þær eru orðnar
að umbúðarpappir.
Faðir minn, sem var litt efn-
um búinn, vildi að ég yrði versl-
unarmaður, en ég hafði
snemma ákveðið að teikna — og
skrifa leikrit. Árið 1932 fór ég
með minar fyrstu teikningar i
blaö sem Henri Barbusse rit-
stýrði — og voru þær tengdar
striöi sem þá geisaöi i Marokkó.
Þær voru birtar, en blaðið var of
fátækt til að borga fyrir þær.
Nokkru siðar fór ég aö birta
myndir i Paris Soir og gat keypt
mér tannkrem, miðablokk i
neöanjarðarlestina og kaffi.
Eftir sex mánuði var ég orðinn
fyrsti dagblaðateiknarinn i
Frakklandi sem var ráðinn upp
á mánaðarkaup.
Stríö og friður
Ég var kallaður i herinn i
byrjun striðsins. Eftir ósigurinn
vann ég með Louis Aragon og
Paul Eluard i „Miðnæturútgáf-
unni” sem starfaði neðanjarð-
ar. Við gáfum út ádeiluritlinga
og plaköt um Hitler og franska
kvislinga.
Ég byrjaði á Sköpun heimsins
á striðsárunum, og farið var að
prenta þann flokk eftir strið.
Mér er sagt aö sá flokkur sé nú
talinn til sigildra bókmennta
og ér er ekki svo litið hreykinn
af þvi. Ég get ekki sagt, að bibli-
an sé'neitt að ráði fyrirmynd
min, fyrsta mósebók er sá
rammi, sem notaður er utan um
fólk, sem ég vona, að sé sæmi-
lega lifandi fyrir okkur samtið-
armenn.
Nú er ég að vinna við pöntun
frá blaði einu sem vill fá flokk
um ástalif Adams og Evu,
hvernig þau lifa og starfa og
uppfylla jörðina.
Ég hefi að visu aldrei skrifað
þau leikrit sem ég ætlaði mér
ungur. En ég hef drýgt þá synd
að gefa út ljóðabók. Hún er um
Bretagne, en þar hvilum við
okkur venjulega á sumrin.
Jean Effel: Ég trúi á góövild-
ina, enda syndaselur sjálfur.
Hefðbundin kvæði i gamansöm-
um tón.
Ég trúi á góðvildina. Tökum
til dæmis konu mina, hún er
heilög manneskja. Hver önnur
mundi þola eiginmann, sem
veltur inn úr dyrum klukkan
tvö að nóttu með heilan vina-
hóp sem hann vill gefa að éta og
tírekka? Og hún sem er slæm i
lifur og má ekki smakka vin.
Sjálfui hef ég alla ókosti: reyki
eins og strompur, þykir vin gott,
geri allskonar bölvaðar vitleys-
ur...
HÚSBY GGE JNDUR-Einangrunarplast
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæðið frá
mánudegi - föstudags.
Afhendum vöruna á byggingar-
stað, viöskiptamönnum
að kostnaöarlausu.
Hagkvæmt verð
og greiðsluskilmálar
við flestra hæfi
Borqarpla*t E r
Kor9ttH>c»r [Fflnii 93-T37Q
kvöM •« belfttrafaU W-7JM