Þjóðviljinn - 03.07.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. júll 1977 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 RAFAFL Barmahlíö 4 Reykjavík Símar 217 00 2 8022 Leggjum nýtt - lögum gamalt Reisugilli! Áfangi sem allir húsbyggjendur fagna. Einkum þó ef allt gengur samkvæmt áætlun. Am.k. leggjum viö mikiö upp úr því. Bjóöum hús- byggjendum hagkvæmar rafteikningar þegar viö önnumst raflagnir. Eins og allir sem skipta viö Rafafl njóta þeir einnig 10% afsláttar af öllu því raflagnaefni sem unniö er úr. Gerum sérstök föst tilboö ef óskaö er. og mikill skortur í vœndum Vatnseftirlit I Japan: þar er reynt aö nota vatn oftar en einu sinni. Er sá dagur langt undan aö dropi af vatni geti orðið jafn dýr og dropi af olíu? Einn þeirra sérfræðinga sem tóku þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um vatnsbúskap heimsins í Mar del Plata i Argentínu í byrjun apríl var svo böl- sýnn að halda þessu fram. Myndir teknar úr geimförum sýna, að það eru miklar gnægðir vatns á jörðunni. Vandinn er sá, að aðeins litill hluti þess er aðgengilegur mönnum til notkunar. 97,3% af 1,4 miljörðum rúmkilómetra af vatni á jörðunni er sjór og þvi ekki drykkjarhæft eöa nothæft til akuryrkju Af þeim 2,7% af fersku vatni, sem þá eru eftir, eru tveir þriðju bundnir i jöklum eða heimskautais. Annar drjúgur skammtur af vatni er i jarðlögum, einatt þúsundum metra undir yfirborði jarðar. t raun er það svo, að aðeins 0,36 af öllu vatni á jörðunni er sæmilega aðgengilegt mönnum i ám, stöðu- vötnum og mýrum. Það er hægt að beina þessu vatni i annan far- veg nú, og það er hægt aö bæta gæði þess til notkunar i þágu mannfólks. En magnið breytist ekki fyrir það. Klósett og bílaþvottur Eftirspurnin eftir þessum tak- mörkuðu vatnsbirgðum hefur breyst iskyggilega hratt eftir þvi sem þeim fjölgar sem nota vatn ekki aðeins til drykkjar eða mats- eldar, heldur og til að baða sig i, skola niður úr klósettum, þvo bila og vökva grasflatir. Meðan fólk á þurrari svæðum Afriku notar kannski aðeins þrjá litra af vatni á dag á nef hvert, þá eru ibúar þróaðra landa margfalt eyðslu- samari. Samkvæmt heimildum sem birtar voru á áðurnefndri ráðstefnu notar hver ibúi Lundúnaborgar 263 litara á dag, Parisar 500litra, Moskvu 600 litra og New York 1045 litra. Jafnvel þótt hver einstaklingur drægi úr vatnsnotkun sinni er liklegt að eftirspurnin haldi áfram að vaxa, þvi að gert er ráð fyrir þvi, að ibúar jarðar verði um sjö milj- arðar um næstu aldamót — þeir eru nú fjórir miljarðar. Áveita og iðnaður Einkaneysla á vatni er þó ekki nema litill hluti þess vatns sem landbúnaðurinn þarf, en hann tekur til sin 80% af öllu vatni sem mannkynið notar. Um þaö bil 30- 40% af allri matvælaframleiöslu heimsins er háð áveitum. Með aukinni eftirspurn eftir mat- vælum vegna fólksfjölgunar þarf að vinna nýtt land undir plóginn og þá fyrst og fremst fyrir tilstilli áveitna. Iðnaðurinn gerist og æ vatns- frekari. Hann þarf vatn til raf- orkuframleiðslu, til að kæla atómofna og til þess að framleiða málma og margskonar efna- blöndur. Afleiðingin er sú aö ár og vötn hafa i svo rikum mæli mengast af notkun vatns i land- búnaði og iðnaði — og svo af úrgangsefnum frá mönnunum sjálfum — að ekki er lengur hægt aö nota vatn úr þeim án þess það sé hreinsað með kostnaðar- sömum hætti. Þrátt fyrir hreins- unarviöleitni hefur ill nauðsyn fyrir drykkjarvatn úr menguðum vatnsbólum haft i för með sér meiriháttar sýkingu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, telur að allt að 80% af sjúkdóms- tilfellum megi rekja til mengaðs vatns. Nýleg vandræði hafa i auknum mæli beint athygli manna að þvi, hve takmarkaðar vatnsbirgöir heimsins eru i raun og veru. Til dæmis hefur það gerst viða i vesturhéruðum Bandarikjanna, að þurrkar hafa leitt til þess að mjög hefur gengið á birgðir jarð- vatns. Margir brunnar hafa geng- ið til þurrðar og bændur hafa orð- iö að bora dýpra og dýpra eftir vatni. Og þótt nýir brunnar finn- ist, þá er það oft svo, að lindirnar eru ekki þar sem mest þörf væri fyrir þær. ísjakar og eining Sum lönd reyna nýjar leiðir til að mæta vatnsþörfum sinum. Saudi Arabia'til dæmis hefur gert samning við firma eitt franskt um möguleika á þvi að draga mikla hafisjaka frá Suöurskautinu til hafnar við Rauða hafið og bræða hann þar. Aðrar aðferðir eru ekki eins nýstárlegar — til dæmis: I ísrael rignir sama og ekki átta mánuði ársins og landið er mjög háö vatni úr ánni Jórdan. En Israel vinnur einnig allmikið af vatni úr sjó, eða um þrjár miljón- ir rúmmetra á ári. Kostnaðurinn er mikill, eða um 200 kr á rúm- metra, en israelar eiga fárra annarra kosta völ. 1 Saudi Arabiu eru nægir peningar, og þar hefur stjórnin lagt út i áætlun sem á að kosta 12 miljarði dollara — sam- kvæmt henni á að vera hægt að vinna 2,3 miljónir tonna af vatni á dag árið 1980. Oliurikið Kuwait fær nú þegar mest af vatni sinu úr sjó. — Djúpir brunnar. Egypskir jaröfræðingar gera áætlanir um aö bora eftir vatni djúpt i jörð (allt að 1.200 metrum) undir eyði- mörkinni i vesturhluta landsins. Þeir segja, að með þessu vatni megi aftur græða upp eyðimörk- ina. En vandinn er sá, að við þessar lindir bætist sáralitiö á ári hverju, og þó að þær geti dugað lengi, þá mun jafnt og þétt ganga á þær eftir að vinnsla er hafin. Hringrás. Sum lönd reyna að drýgja vatnsbirgðir með þvi að nota hvern vatnsdropa oftar en einu sinni.Japanir reyna kerfi er byggir á þvi, að vatn er fyrst not- að til persónulegra þarfa, en sið- an fyrir iðnað. Pappirsiðnaöur finna reynir einnig kerfi sem ger- ir mögulegt að nota sama vatnið oftar en einu sinni, og ýmis lönd önnur krefjast þess, aö kælivatn sé notað i lokuöum kerfum, i stað þess að fyrirtæki geti stööugt dregið til sin vatn úr ám og vötn- um. Thamesá i þurrkum: vlða hefur verið hreinsað til, en hreinsun er dýr. Breytt er farvegum fljóta Astralir hafa til dæmis veitt hluta af vatni Snowy River, sem rennur i Tasmaniuhaf, gegnum Snowy Mountains (Snæfjöll) og siðan á nýtt ræktarland. Sovét- menn vinna og að þvi, að veita hluta af vatni ánna Ob og Jeniséi, sem renna i Norður-tshafið, suður á bóginn, inn á hinar þurru lendur Mið-Asiu. En sem fyrr segir: það er hægt að nýta vatn betur en nú er gert, en flest bendir til þess að sóun, mengun og svo fólksfjölgun muni gera vatnsbúskap æ erfiðari eftir þvi sem lengra liður. Vatnsbúskapur heims er rekinn með tapi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.