Þjóðviljinn - 03.07.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 3. júli 1977 ÞJ6ÐVILJINN — SÍÐA 15 A PÁUL WEBER áKjarvals- stöðum bessa dagana er á Kjarvals- stööum sýning á verkum þýska graflklistamannsins A. Paul Weber, sem þýska bókasafnið og félagið Islensk grafik efna til. A. Paul Weber, sem er 83ja ára gamall, á að baki langan lista- mannsferil. Elsta myndin á sýningunni, frá árinu 1932, er hin fræga og spámannalega mynd, sem ber heitið Hitler — þýsk örlög, og aflaði listamanninum strax frægðar á sinum tima. Paul Weber er nú vel þekktur i Paul Weber,— Sjálfsmynd. Karlmennska („Herrar sköpunarverksins") Kærkomin tilbreyting heimalandi sinu fyrir bóka- skreytingar sinar. Mörg vérk & sýningunni eru lika frummyndir að bókaskreytingum og eru bæk- urnar sjálfar til sölu á staðnum. Þetta verður að nægja um ævi- feril listamannsins, þvi að upplýsingar um hann voru af skornum skammti, þar sem engin sýningarskrá hefur verið gefin út. Fyrir vikiö verður sýningin óað- gengileg og einnig má ætla að marga langi til að vita nokkur deili á þessum sérstæða lista- manni. t stað þess að gefa út sýningar- skrá hefur verið brugðið á það ráð að láta gera miða við hverja mynd með heiti hennar á þýsku ásamt islenskri þýðingu, sem i nokkrum tilfellum er aíls ekki nógu nákvæm og jafnvel villandi eins og þegar Die Herren der Schöpfung er útlagt Karl- mennska svo að tint sé til eitt dæmi. Það bætir hins vegar nokkuð úr skák að sýningin er vel og skipulega uppsett og verk- unum raðað saman eftir viðfangsefnum og fyrir bragðið verður hún aðgengilegri en ella heföi veriö. Gömul hefö i grafiklíst Lita má á verk Paul Weber sem anga af þeirri hefð, sem hinir miklu meistarar grafíklistar- innar, spánverjinn Goya, og Frakkinn Daumier, lögðu grund- völl að, en i verkum þeirra er oft að finna napra ádeilu á tiðar- andann og þjóðfélagið, sem þeir bjuggu við. Það er margt i list Weber sem minnir á verk þessara gömlu meistara. Kjarninn i verkum hans er sömuleiðis ádeila og beiskt háð. útkoman verður hins vegar nokkuð ólik, þar sem verk Weber eru sprottin upp úr þýsku þjóðfélagi. Allir þekkja hina blóðidrifnu sögu Þýskalands á 20. öld og þvi skyldi engan undra þó að hrylíingur og óhugnaður séu oft nálægir i verkum listamannsins. Víðtæk ádeila Paul Weber hóf snemma að Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifar um myndlist beina skeytum sinum að hernaðaranda landa sinna. Hann gaf út skopmundir i formi flug- rita, tók þátt i útgáfu andspyrnu- blaðs gegn stuðningsmönnum Þriðja rfkisins og hlaut áö laun- um fangelsisvist. 1 sumum verka sinna tekst Weber prýðis vel að sýna anda nasismans eins og til dæmis i myndinni „Riickgrat raus!" eða Burt með dálkinn!, þar sem herjansmikill slátrari með hnif i kjaftinum sker hrygginn úr mannverum sem marsera upp- réttar i beinni röð að skurðar- borðinu. en skriða siðan hrygg- lausar buft. 1 öðru verki, sem nefnist Die Herren der Schöp- fung, sýnir listamaðurinn tvo hermenn berjast i návigi um- kringda áhorfendum, sem eru dýr. Fagurt fordæmi hjá þeim sem litu á sig sem eins konar æðri kynstofn, höfuð sköpunar- verksins. En Weber nemur ekki staðar við ættland sitt og list hans veröur að eins konar heimsádeilu. Hann deilir á hernað utan sins eigin lands og annar snar þáttur i sýningunni er myndflokkur um mengun, sem i meðförum Weber verður ekki siður ógnvekjandi en striðið. Áhorfandinn þarf ekki að fara i neinar grafgötur með það hvert stefnir, þvi að i myndum Weber er honum rækilega sýnt fram á að mannkynið er á góðri leið með að tortima sjalfu sér með skeytingarleysi slnu um náttiiruna. Enn aðrar myndir lialla um manninn sjálfan og ýmsa bresti hans eins og forvitni og menningarsnobb en i þessum myndum kemur skopskyn lista- mannsins hvað hreinast fram. Weber er gæddur mjög auðugu Ljótur leikur imyndunarafli. Stundum er eins og hann vilji setja sér ákveðnar skorður með þvi að gefa sér fast myndefni eins og i skák- myndunum, þar sem leitmótifið eru tveir menn að tafli. Skákin gefur tilefni til að sýna marg- visleg svipbrigði og látbragð og jafnframt má kalla fram i huga áhorfandans ákveðna atburði með þvi að leiða saman vissar persónur til leiks eins og hers- höfðingja i riddaraliðssveit og indiána eða Napoleon og persónu- gervingu hins rússneska vetrar, svo að eitthvaö sé nefnt. Listrænt gildi Aðalatriðið i listsköpun Weber hlýtur að vera, að boðskapurinn komist til skila og hann veki áhorfandann til umhugsunar. Þvi má spyrja, hvert sé listrænt gildi verka hans. Weber vinnur myndir sinar i steinprent eða lithografiu og geta sýningargestir fengið nokkra hugmynd um þessa aðferð, þvi að einn steinn er hafður til sýnis. Þótt lista- maðurinn noti steinprent er teikningin samt sterkasta tjáningarmeðal hans. Hann ræður yfir mjög fjölbreytilegum teiknistil, allt frá smágerðri og nosturslegri teikningu yfir i ein- faldar myndir, sem dregnar eru meö fáum, léttum og hröðum strikum. Weber virðist hins vegar leggja miklu minna upp úr bak- sviði mynda sinna, sem oft er dálitið grunnt og illa útfært i samanburði við mannamynda- teikningarnar. En þrátt fyrir það að einhverja myndbyggingar- galla megi finna á sumum mynda Weber gerir hinn fjölbreytilegi teiknistillhans það að verkum, að sýningin verður lifandi og langt frá þvi að vera tilbreytingarlaus. I heild má segja að sýningin sé skemmtileg og auðskilin. Hún er kærkomin tilbreyting frá þeim sýningum, sem hér hafa verið að undanförnu. Þvi er full ástæða til að hvetja fóik til að sjá hana.og ég held að óhætt sé að segja að flestir muni hafa nokkurt gaman af. Guðbjörg Kristjánsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.