Þjóðviljinn - 19.07.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. júll 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Vaxtahækkunin er olía á eldinn Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveð- ið i samráði við rikisstjórnina að hækka vexti verulega. Þetta er ekki i fyrsta sinn á þriggja ára ferli þessarar rikisstjórnar að vextir eru hækkaðir verulega. Þetta er heldur ekki i annað eða þriðja sinn. Þetta er i fjórða sinn á þremur árum sem rikisstjórn Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokksins stendur fyrir meiriháttar hækkun á innláns- og út- lánsvöxtum banka og sparisjóða. Fyrir þessa breytingu voru útlánavextir taldir vera um 20% að meðaltali,en munu nú hækka i 22 - 23% og sennilega enn meira áður en árið er liðið. Þau lán, sem hæsta vexti bera, vaxtaaukalánin, eru nú að verða einn stærsti lánaflokkurinn i banka- kerfinu og bera nú 27% vexti eftir nýgerða breytingu. En hvað skal gera, spyrja áköfustu stuðningsmenn rikisstjórnarinnar. Verð- bólgan æðir upp úr öllu valdi og vextirnir hljóta að fylgja á eftir, ef unnt á að vera að vernda hag sparifjáreigenda. En hverjar verða afleiðingarnar? Framleiðslan i landinu verður að taka á sig stórauknar byrðar. Framleiðsla fyr- ir innlendan markaö mun leitast við eftir megni að velta vaxtahækkuninni aftur út i verðlagið. Samkeppnisaðstaða útflutn- ingsiðnaðarins versnar stórlega og gengi islensku krónunnar verður látið siga enn frekar ef að vanda lætur. Verð á landbún- aðarvörum hækkar að sama skapi. Að skömmum tima liðnum er öll vaxtahækk- unin komin fram i hækkuðu verðlagi og stóraukinni verðbólgu. Þá hækka vextirnir aftur samkvæmt þeim sjálfvirku vaxta- hækkunum, sem nú er verið að setja i gang. Og þannig endalaust áfram, eins og köttur, sem eltir rófuna á sjálfum sér. Sannleikurinn er auðvitað sá, að spari- fjáreigendum væri miklu meiri greiði gerður með þvi að draga verulega úr verðbólgunni i stað þess að hækka vext- ina. Nú er einmitt brýn þörf á að allar að- gerðir stjórnvalda miði að þvi, að draga sem mest úr verðhækkunum. Þetta er unnt að gera með ströngum verðlags- hömlum, sem tryggi, að atvinnurekendur taki sjálfir á sig þær launahækkanir, sem þeir hafa nýlega samið um, en varpi þeim ekki af sér út i verðlagið. Söluskattinn þarf að lækka, en afla rikissjóði tekna i staðinn með þvi að skattleggja sérstak- lega þann rekstur, sem nú sleppur með að borga litinn sem engan tekjuskatt. Ráð- stafanir, sem dygðu til að draga verulega úr verðbólgu, væru ólikt meiri fengur fyrir sparif járeigendur og stuðluðu fljótlega að stórauknum sparnaði i landinu. En rikisstjórnin velur ekki leið verð- hjöðnunar. Hún hellir oliu á eldinn, visvit- andi. Þessi seinasta ákvörðun um stór- hækkun vaxta ber vott um að rikisstjórnin hefur algerlega gefist upp i glimunni við verðbólguna. Hún lætur hverjum degi nægja sina þjáningu og virðist engin á- form hafa uppi um að hægja á verðbólg- unni. Spurningin er, hvenær hún gefst endanlega upp á að stjórna landinu. Hlutdeild forystumanna Framsóknar- flokksins i þessari ákvörðun er sérstakt i- hugunarefni. Forysta Sambands isl. sam- vinnufélaga bar nýlega fram tilmæli um vaxtalækkun og ritstjóri Timans,Þórarinn Þórarinsson, hefur hvað eftir annað lýst yfir seinasta árið, að lækkun vaxtanna sé óhjákvæmileg nauðsyn. Samt sem áður láta forystumenn Framsóknar kúga sig til að samþykkja stórfellda hækkun vaxta orðalaust. Þeir vilja greinilega mikið til vinna að ekki kastist i kekki með stjórnar- flokkunum til að komast sem lengst hjá að kosningar skelli yfir — i von um að úr ræt- ist á næsta vetri. Ingi R. Helgason, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins i bankaráði Seðlabankans, studdi ekki tillögur bankastjórnar um breytingu á vaxtakerfinu. 1 skriflegri greinargerð benti hann á, að með sifelldum vaxta- hækkunum væri verið að skapa meiri vanda en ætlunin væri að leysa. Vandi bankakerfisins sem og annarra þátta efnahagslifsins yrði ekki leystur með end- urteknum hækkunum vaxta einum sér án annarra viðhlitandi efnahagsaðgerða. Afstaða Inga R. Helgasonar er i fullu samræmi við margyfirlýsta stefnu Al- þýðusambands íslands og stefnu Alþýðu- bandalagsins. Tilgangslaust er að elta verðbólguna með vaxtahækkunum. Það er aðeins olia á eldinn. Hitt er miklu mikil- vægara, að hægja verulega á hinni heima- tilbúnu verðbólgu með samræmdum og markvissum aðgerðum. — RA. r I lausu lofti Blaöamannafundir sem efnt er til að lokinni opinberri heim- sókn einhvers leiötoga eða þjóö- höföingja, eru venjulega mjög dauflegir. Liggur nærri, aö blaðamaður, sem á annaö borö hefur nokkrar spurnir af viö- komandi fyrirmönnum, geti sagt sjálfur, hvaö þeir muni segja, áöur en farið er á fund- inn. Rætt hefur verið i vinskap um alla skapaöa hluti. Formúl- urnar eru almennar og sleipar, svo að ekki má á þeim hönd festa. Allt hangir i lausu lofti. Allt á þetta við um blaöa- mannafund þann sem haldinn var undir lok heimsóknar Schmidts kansiara til tslands. Þó var þar fram borin ein setning sem kom óþægilega á óvart. 1 upphafi fundar ávarp- aði Geir Hallgrimsson gest sinn og þakkaöi honum komuna eins og gengur. Siðán vék Geir aö þvi, aö Schmidt heföi flutt sér einkar nytsamar útskýringar á alþjóöamálum og lauk máli sinu á aö óska kanslaranum gæfu i aö „gegna þvi forystuhlutverki sem menn vænta af býskalandi i alþjóðamálum”. Forystuhlutverk vestur-þýskra Nú ætti Geir Hallgrimsson að vita, að þessi „forysta (leadership) Sambandslýð- veldisins er einhver umdeild- asti þáttur i sambúð ríkja um vestanveröa Evrópu. Fátt er algengara en aö heyra raddir sem eru mjög gagnrýnar á hvernig vesturþjóðverjar beita efnahagslegum styrk sinum til að stjórna Efnahagsbandalagi eins og þeim best þykir, og þar Þegar Geir haföi persónugervíng sjálfs vesturþýska marksins viö hliö sér, fann hann hjá sér þörf til aö útnefna hann til sérstakrar forystu I heiminum... meö aö setja þeim, sem verr eru settir (t.d. itölum) pólitisk skilyrði i lánamálum og skammt i beinar hótanir um af- skipti af samsetningu sam- steypustjórna þar og annars- staöar. Viö minnumst i þessu sambandi ekki á gagnrýni vinstrisinna á Helmut Schmidt, sem formanni Sjálfstæðis- flokksins er aö sjálfsögðu sama um, heldur blátt áfram á há- borgaralega gagnrýni á fram- göngu vesturþýskra stjórnvalda i alþjóðamálum. Þaö er illt til þess að vita, að menn skuli þurfa að verða svo litlir i sér og óstyrkiri hnjáliöum, þegar hafa fyrir sér persónugerving sterks gjaldmiðils, eins og vestur- þýska markiö er, að þeir séu umsvifalaust farnir aö útnefna handhafa svo mikilla aura til sérstakrar forystu i heiminum. Franskur Dlaöamaður stóð við hliö Þjóðviljamanns á blaöamannafundi þessum, og þaö datt af honum andlitiö þeg- ar hann heyrði þessi sérkenni- legu ummæli Geirs. Gamlar kennisetningar Nú var það ekki aðeins Geir sem flaskaöi á vesturþýskri mekt. Morgunblaöiö helgaöi þessari hálfs annars sólarhrings heimsókn þrettán siöur á laugardaginn og bar þar hvergi skuggann á — okkur rekur ekki minni til að svo mikiö hafi verið við bandariska forseta haft i þvi blaöi þegar þeir hafa stungiö hér niður fæti, og er þá mikiö sagt. Gylfi Þ. Gislason skrifar bráöskemmtilegan leiðara um komu Schmidts i Alþýðublaöið á sunnudaginn. Fylgir þeim skátasögum, sem Gylfi segir af garpskap kanslarans af bernskum fjálgleik, mynd af gestinum svo mikil, að aðrar eins hafa ekki sést i islensku blööum siöan Maó dó. En svo vill til, aö þegar skátasögum af Helmut Schmidt i mannraunum lýkur.kemur Gylfi meö pólitiska lýsingu á þessum formanni þýskra sósialdemókrata, sem er merkilega nálægt sanni, - óvart. Gylfi segir: „Hann er i hópi þeirra for- ystumanna jafnaðarmanna i heiminum, sem óbundnastur er af gömlum kennisetningum”. Hér á Gylfi aö sjálfsögöu viö marxismann, já, við sjálfan só- sialismann, og er ekki nema satt og rétt, að Helmut Schmidt tekur miö af flestu ööru i stjórn- sýslu sinni en þeim „gömlu” — og þó ávallt nýju — „kenni- setningum”. Skrýtin uppákoma Einkennileg uppákoma birtist i Lesbók Morgunblaösins um helgina. 1 heimsókn til þekkts borgara i bænum segir að kjör- gripurinn i stofu hans sé mál- verk eftir sjálfan Rúbens. „Ekki hafði höfundur þessa samtals (Gisli Sigurösson rit- stjóriLesbókar) hugmynd um að til væri i eigu Islendinga verk eftir Rúbens og yrði það eflaust metiö á þó nokkur kúgildi. Geir keypti málverkið á strlðsárun- um af breskum aöalsmanni; þaö var meöan yfir stóöu hinar gifurlegu árásir þjóöverja á enskar borgir og þessvegna ýmislegt falt, sem á friðartim- um hefði alls ekki komiö til greina að selja.” 1 sömu Lesbók er svo grein um fræga listaverkafalsara og brellur þeirra. Þar segir meðal annars: „Þegar listaverk frægra meistara frá ýmsum timum eru boðin til sölu, þarf jafnan aö fylgja þeim forsaga eöa skýr- ing, sönnuö eöa sennileg. Og þurfi aö búa sögur til, getur ver- ið gott að hafa strið og alls konar umbrotatima til skýr- inga, þvi að á slikum timum getur allt gerzt. Það er til dæmis alls ekki ósennilegt, að gömul aöalsætt sé svo illa stödd fjár- hagslega, að hún sé tilneydd aö selja úr safni sinu, og þaö er þá auðskiliö, aö hún vilji komast hjá þvi að láta þaö vitnast, hvernig högum hennar sé hátt- að.” Okkur fannst þetta semsagt skrýtiö. Aðgát skal höfö i nær- veru ... Rubens. AB

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.