Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 7. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Falldin og Geir: fyrir auknu Gódur grundvöllur norrænu samstarfi Forsætisróöherrar islands og Sviþjóöar, Geir Hallgrimsson og Thorbjörn Fálldin, héldu siödegis i gær fund meö fréttamönnum i tilefni þess, aö opinberri heim- sókn Fálldins til islands er lokiö, en Fðlldin mun halda utan i dag. Geir Hallgrimsson sagöi meöal annars á fundinum aö eitt af helstu stefnumálum stjórnar Fálldins væri aö styrkja norrænt samstarf, og heföi Fálldin sýnt þar viljann I verki meö þvi aö heimsækja öll hin Noröurlöndin þegar á fyrsta embættisári sinu sem forsætisráðherra. Thorbjörn Fálldin sagöi að skoöana- og upplýsingaskipti milli landa væru nauösynleg til aö stuðla aö samstarfi og væru opin- berar heimsóknir forustumanna gagnlegur liður i þvi efni. Það kom fram á fundinum aö for- sætisráöherrarnir voru sammála um, aö fullur grundvöllur væri fyrir auknu samstarfi Noröur- landa á ýmsum sviðum án þess aö nokkrum nýjum stofnunum væri komið upp i þvi skyn:. Forsætis- ráöherrarnir kváöust ekki hafa rætt neinar ákveönar fyrirætl- anir um sameiginlegar sænsk-is- lenskar framkvæmdir á sviöi stóriöju, en Geir Hallgrimsson gaf til kynna aö slikt samstarf vegi aukins norræns samstarfs i efnahags- og iönaðarmálum. Hann taldi aö skilningur væri fyrir þvi aö Noröurlönd litu á sig sem sameiginlegan markaö, sem nýta mætti betur og byggja á sem grundvelli viöhorfa i viðskipta- og efnahagsmálum út á viö. Um gæti komiö til greina, en i þvi sambandi yröu Islendingar aö hafa aögát viövlkjandi hættum á mengun og umhverfisskemmd, svo og taka tillit til nýtingar á is- lensku vatnsorkunni. Thorbjörn Falldin kvaöst ekki telja aö neinar hindranir væru i nýtilkomnar efnahagsráöstafanir sænsku stjórnarinnar sagöi FUlldin, aö stjórnin stefndi aö þvi aö viöhalda fullri atvinnu án þess að veröbólga ykist. Gaf Fálldin i skyn aÖ nokkur skilningur væri fyrir hendi af háifu sænska al- þýðusambandsins á ráöstöfunum stjórnarinnar. Sviar hafa nú sem kunnugt er ákveöið aö færa út fiskveiöilög- sögu sina á Eystrasalti og sagöi Geir Hallgrimsson aö sú ráöstöf- un nyti fulls skilnings og samúöar af hálfu islensku stjórnarinnar. dþ. Formanni v-þýska vinnuveit- endasambandsins rænt Lögreglan hefur handtekiö tvo menn BONN 6/9 Reuter — Vestur-þýsk lögregla leitar nú um Hanns-Martin Schleyer, og hafa þeir handtekiö tvo allt landiö aö vopnuðum mönnum, sem rændu í >gær for- menn, sem grunaðir eru um þátttöku í mannráninu. manni vestur-þýska vinnuveitendasambandsins, dr. Fjórir menn biðu bana, þegar dr. Schleyer var rænt. Tvennum sögum fer af bardaganum um Djidjiga NAIROBI 6/9 Reuter — Eþíópíumenn og skæruliö- ar af sómölsku þjóðerni í Ogaden-eyðimörk töldu báðir að þeir hefðu unnið sigra í bardögum sem nú geisa þar. Eru þetta stærstu bardagarnir í styrjöldinni, sem nú hefur staðið yfir í sex vikur. Sómalska fréttastofan tilkynnti i dag að borgin Djidjiga væri nú I höndum Frelsishreyfingar Vest- ur-Sómalilands, en i fréttum frá Addis-Abeba stóð, aö eþiópskir hermenn heföu borgina enn á sinu valdi eftir þriggja daga orustu. Blöö i höfuöborg Eþiópiu birtu fréttir af þvi.að skæruliöar heföu oröiö fyrir miklum áföllum. Aö sögn erlendra sendimanna i Addis Abeba virtust þessar fréttir eþiópisku blaöanna vera sannar. Sómalir neita þvi.aö þeir taki beinan þátt i bardögunum I Suö- austur-Eþiópiu, en þeir viöur- kenna þó, aö þeir sendi skæruliö- unum hergögn. Sögöu sómalir i dag aö skæruliðarnir heföu nú tekiö Djidjiga, en erlendir sendi- menn i Addis Abeba töldu aö allt benti til þess, aö eþiópiski herinn heföi borgina enn á valdi sinu og heföi hann hrundiö árás skæruliö- anna. Töldu þeir að sómalir heföu misst mjög mikið af hergögnum sinum i bardaganum. Dr. Hanns-Martin Schleyer var aö aka eftir götum Kölnar i gær þegar honum var gerð fyrirsát. Haföi stórri bifreiö veriö lagt i veginn fyrir hann og þegar hann varð aö stoppa, var gerö skothriö á bil hans. Þar lét lifið bilstjóri hans og þrir lögregluþjónar sem fylgdu honum, en siöan komu mannræningjarnir akandi , hvit- um bil og drógu dr. Schleyer burt með valdi. Vestur-þýskir embættismenn telja að þarna hafi veriö að verki félagar úr samtökum hryöju- verkamanna og ætli þeir aö nota dr. Schleyer sem gisl til aö krefj- ast þess aö „skæruliöar”. sem sitja i fangelsi, veröi iátnir lausir. En Kurt Rebmann rikissaksókn- ari sagði þó aö ekki væri enn vitað um ástæður mannránsins. Bill mannræningjanna fannst á bila- stæöi i Köln i gærkvöldi, og fundu lögregluþjónar miöa undir einu sætinu, en þar voru engar kröfur heldur var lögreglan aöeins vöruö við þvi aö leita mannræningj- anna. Kurt Rebmann sagöi fréttamönnum að lögreglan heföi fundiö ibúö i Köln, þar sem mann- rániö heföi e.t.v. veriö skipulagt, og vissu hver heföi leigt bifreiö- ina, sem mannræningjarnir not- uðu, en hann vildi ekkert segja um þá tvo menn, sem hafa veriö handteknir. Siöan dr. Schleyer var rænt hafa vestur-þýsk blöð og frétta- stofan DPA fengiö nafnlausar upphringingar sem lýst hafa ábyrgöinni á hendur ýmissa rót- tækra skæruliðahópa, en Kurt Rebmann sagöi fréttamönnum aö hann tæki slfkar hringingar ekki alvarlega. Ein hringingin kom þó ab sögn frá samtökunum „Rauö- ur morgun”, sem taiin voru hafa staðiö á bak viö moröiö á banka- stjóranum dr. Jíirgen Ponto 30. júli i sumar. Danskur postuhnsrnaður príónastúlka Á Heimilinu '77 starfar f jöldi úflendinga í sýningardeildum við sýnikennslu. Þeir eru f ulltrúar erlendra fyrirtækja hingað sendlr sérstaklega til þess að leiðbeina og kynna þá framleiðslu sem sýnd er. Á Heimilinu '77 eru ekki aðeins útlendingar, þar starfa hundruð íslendinga í sýningardeildum við það eitt að þjóna þér. Allt þetta fólk er reiðubúið að ræða við þig og sýna þér hvernig hlutirnir eru framkvæmdir. Hvernig væri að líta inn? Útdregnir vinningar i gestahappdrættinu: 31/8 ” 22926 26/8 Nr. 1693 sóttur 1/9 " 27501 27/8 " 3511 sóttur 2/9 " 29814 sóttui 28/8 " 5066 3/9 " 32558 29/8 " 14760 4/9 " 43661 30/8 " 17552 sóttur 5/9 " 45983 Vinningar í gestahappdrætti: 17 Sharp litsjónvarpstæki frá Karna- bæ og fjölskylduferð til Flórida á vegum Útsýnar. Dregið daglega. Heimilíð77 ersýningarviöburður ársins HEIHIUÐ7J i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.