Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 8
Í8 SÍDA — ÞJOÐVILJINN Miftvikudagur 7. september 1977 SVEINBJÖRN KLEMENZSON. vélstióri Hvad er í mengunarmálum hjá fiskimjöls- verksmiðjunum? að gerast Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjur eru og hafa verið miklar tekjulindir fyrir þjóðarbúið, og segja má að þær hafi verið eina stóriðjan hér á landi áður fyrr. Eitt að því sem ávallt fylgir verksmiðjurekstri í svo stórum stíl er mengun og þar eru fiskimjölsverk- smiðjurnar engin undan- tekning. óþefur frá þeim fer vax- andi og er mikið vandamái víða þar sem reykeimur og ólykt frá þeim berst yfir byggð svæði og veldur óþægindum og leiðindum. Hreint andrúmsloft er ekkert aukaatriöi i lifi fólks. baö eru tal- in sjálfsögö mannréttindi aö menn fái andaö aö sér hreinu lofti og framtiö lifs hér á jöröunni er mikiö til komin undir þvi hvernig til tekst meö hreinsun andrúms- loftsins. óþefurinn frá fiskimjölsverk- smiöjunum er ekki lifshættuleg- ur, en þó er þaö svo aö hættuleg rotvarnarefni eru sett i hráefniö og sýnt er aö ef ekki er rétt meö þau fariö, geta þau valdiö tjóni á heilsu manna. Þegar byrjaö var aö nota þessi efni i sildarmjöliö á sinum tima drapst sauöíé' austur á landi af of stórum skammti. Eftir þaö var ákveöinn hámarks- skammtur i mjöliö, og settreglu- gerö þar um, en enn er þörf aö- gæslu þegar þessi hættulegu efni eru meöhöndluö. Krabbameins- valdur A náttúruverndarþingi áriö 1975 kom fram, aö rotvarnarefni eins og formalin og nitrit geta veriö skaöleg þegar þau rjúka út i andrúmsloftiö frá mjölþurrkur- um verksmiöjanna. Viö hitann i eldþurrkurunum myndast efniö nitrósamin, nltrit og amin, en þaö efni hefur reynst vera krabba- meinsvaldur. Það er þvi ljóst aö reykurinn frá verksmiöjunum getur veriö heilsu manna hættulegur, og þvi er afskiptaleysi yfirvalaa i þess- um efnum fráleitt. A aöalfundi I Félagi Isl. fiski- mjölsframleiöenda 11. júni 1971 var gerð samþykkt um aö óska eftir þvi að Rannsóknarstofnun fiskiðnaöarins framkvæmdi at- hugun á þvi hvernig eyöa mætti reyk og óþef frá verksmiöjunum á hagkvæman hátt. Siöan þessi beiðni kom fram eru liöin 6 ár. A þeim tima hefur ekkert gerst á verklega sviðinu sem bætt hefur ástandiö. Rann- sóknarstofnun fiskiönaöarins sendi frá sér skýrslu af þessu til- efni áriö 1973, en þar eru einung- is upptaldar ýmsar aöferöir sem reyndar hafa veriö I nágranna- löndunum, en engin svör eru viö þeirri spurningu hvernig hag- kvæmast yröi aö leysa þessi mál hér á landi. Mengunarvandinn frá fiski- mjölsverksmiöjunum hefur verið til staöar i tugi ára viöast hvar á landinu. Þrátt fyrir megna óánægja manna hefur litiö veriö reynt eöa gert til þess aö leysa þessi mál, en þó hefur viöleitni veriö til þess I Reykjavik. 1 Reykjavik starfa nú 3 fiski- mjölsverksmiöjur, en á landinu öllu eru yfir 50 slikar verksmiöj- ur. Tvær verksmiöjanna I Reykja- vik eldþurrka mjöliö, og sjó er dælt og úðaö á móti reykeiminum til kælingar og hreinsunar á hon- um. Þessi aöferö er útlend og átti á sinum tima aö leysa vandann, en hefur ekki reynst sem skyldi, eins og sjá má og finna I nálægö verksmiöjanna. Þriöja verksmiöjan er Stjörnu- mjöl hf. i örfirisey, litil verk- smiöja og nýleg, en þar er mjöliö gufuþurrkaö. Þar er eimurinn frá verksmiöjunni hreinsaöur meö sjó, og viröist árangurinn nokkuö góöur, enda er hægara aö eyöa eim og ólykt frá gufuþurrkara en eldþurrkara og eimurinn er ööru- visi frá þeim siöarnefnda. í langan tima hefur allt veriö I sjálfheldu meö þessi mál. Fólk sem býr viö þessi óþægindi árum saman er óánægt og kvartar, ráöamenn verksmiöjanna lofa úrbótum á hverju ári, en ekkert gerist i málunum áratugum sam- an. Hvar eru úrbœturnar? Hvaö hafa þær innlendu stofn- anir sem meö þessi mál fara, gert á undanfömum árum til úrbóta? Heilbrigðiseftirlit rikisins og Rannsóknarstofnun fiskiönaðar- ins eru merkar stofnanir og störf þeirra manna sem ráöa feröinni þar eru mikii ábyrgöarstörf. Þeir mega'þvi ekki ofmetnast eöa láta persónulega duttlunga ráöa gjöröum sinum, heldur ber þeim aö kryf ja málin til mergjar, prófa nýjar leiöir og koma á raunhæfum úrbótum i þessu efni, i staö þess aö halda aö sér hönd- um og koma jafnvel i veg fyrir innlendar lausnir á vandanum. Þessar stofnanir vinna á flest- um sviöum gott og þarft verk fyr- ir þjóöfélagiö, en hins vegar veröur aö gagnrýna þaö sem miö- ur fer hjá forráöamönnum þeirra, til þess aö þeir geti lært af mis- tökum sinum. Hér á eftir mun ég sýna fram á ofriki þessara tveggja stofnana, og færa rök fyrir gagnrýni minni á þær, — eöa kerfiö, eins og oft er nú sagt. Undanfariö ár hef ég haft hug á þvi aö eyöa reyk og eimi frá verk- smiöjunum á einfaldan og hag- kvæman hátt. Ég hef starfað ára- tugum saman viö þessar verk- smiöjur og er málum þvi kunnug- ur. Ég hef smiöaö litiö til- raunatæki, e.k. vatnsbaös —loft- hreinsitæki og gert meö þaö nokkrar tilraunir á undanförnum árum. Af þessum tilraunum hefur aö minu mati og annarra oröiö svo góöur árangur aö æskilegt mætti telja aö tækiö yröi prófaö betur viö raunhæfar aöstæöur, þ.e. við fiskimjölsverksmiöju. Nokkrir verkfræöingar hafa gefiö mér umsögn sina um tækiö, eftir aö hafa kynnt sér teikningar og tilraunir með þaö. Töldu þeir allir tækið athygiisvert, en bentu hins vegar á að ekkert væri hægt aö fullyröa um gildi þessarar aö- feröar fyrr en tækiö heföi veriö smiöaö I hæfilegri stærö og til- raunir geröar meö þaö viö fiski- mjölsverksmiöju. Hreinsitæki þetta er tæknilega einfalt I notkun og eftirliti, og meö nokkrum handtökum má tengja þaö eöa aftengja, ef ekki eru not fyrir þaö. Tækiö starfar i vinnslu viö hreinsunina á eftirfarandi hátt: (Lýsing þessi er viðaukalýsing viö einkaleyfislýsingu á tækinu, sem áður hefur veriö gerö) Hreinsun eimreyksins er köld vatnsúöun yfir eiminn þegar hann kemur inn I hreinsitækiö, sem veldur þéttingu og hreinsun á eimnum aö vissu marki. Þessi úrfelling á óhreinindunum bland- ast svo I vatnið I tækinu. Siöara stigið fer þannig fram, aö eimurinn sem er óþéttur og er aö magni til meirihluti, er þrýst I gegnum streymandi skolvatnið, sem er neöst i tækinu á sifelldri snúningshreyfingu. 1 skolvatninu eru nokkrar skiljuplötur, alsettar smáum göt- um sem eimurinn, óhreinindin og lyktarefnin fara i gegnum og blandast þvi vatninu. Meö þessu vinnst aö tryggöur er sem stærstur snertiflötur milli vökva, eims og lofttegunda og eimreykurinn er greindur I sund- ur I smáar einingar, umkringdar vökva i iöustreyminu i tækinu, og viö hringstrauminn lengist snertitiminn milli lofttegunda og vökva. Viö þessa meöhöndlun þéttist og kælist eimurinn snögglega og óhreinindin aöskiljast úr eimin- um I vatniö. Ef hreinsun eimsins er ekki tal- in fullnægjandi má blanda skol- vatiö kemiskum efnum t.d. klóri o.fl. Margir álita aö vatnshreinsun geti ekki ieyst þann vanda, sem er á feröum I fiskimjölsverk- smiöjunum, en þó viröast skoöanir skiptar i þeim efnum. Ég hef þá skoöun, aö meö vökva sé hægt aö hreinsa loft, enda er þaö iöulega gert við ýmsar aö- stæöur. Aö sjálfsögöu fer þaö eftir óhreinindunum og tækjunum, hvernig þau eru hönnuö og útbú- in, en eins og ég hef áöur tekiö fram má auka virkni tækisins meö hjálp efnablöndunar, ef þess er þörf. Það má segja aö tilrauna- tækið sem ég hef útbúið og gert tilraunir meö sýni þetla, þó þaö sé ófullkomnara en ég heföi óskaö vegna mikils kostnaöar viö smföi þess. Til þess aö fá tækiö smiöaö i réttri stærö og fá þaö prófaö viö raunhæfar aöstæður, hef ég leitaö til opinberra aðila meö beiöni um fyrirgreiðslu. Heilbrigöis- og tryggingamála- ráöuneytið, sem ég leitaöi til i marz 1975, tók vel I málaleitan mina og baö Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins um umsögn um tækiö. Stofnunin sendi þá frá sér bréf þar sem ágæti tækisins er mjög dregiö i efa og þvi likt viö tæki sem Þjóöverji nokur, Kurmeier aö nafni, haföi smiöaö fyrir 15 ár- um og reynst illa. Eftir aö einn af færustu og reyndustu verkfræöingum okkar i þessum málum sýndi fram á þaö aö tækiö átti ekkert skylt viö tæki Kurmeiers baö ráöuneytiö um nýja umsögn stofnunarinnar. Siöari umsögnin var engu ýtar- legrien sú fyrri og þar vantar all- an rökstuöning fyrir þeirri niöur- stööu stofnunarinnar aö ekki beri aö prófa hreinsitækiö. Rannsóknarstofnun fisk- iönaöarins kom þvi i veg fyrir aö tækiö yröi prófaö, auk þess sem stofnunin geröi aö þvi skóna aö ég væri aö stela eöa stæla aðferöir annarra manna. Tveir verkfræöingar hjá Heil- brigöiseftirliti rikisins, þeir Einar Valur Ingimundarson, og Eyjólf- ur Sæmundsson hafa gefið um- sögn um tækiö, Einar Valur i árs- byrjun 1974 og i jan. 1975, og Eyjólfur 30. mai 1975. Báöir telja þeir aö hreinsi- búnaöinn eigi aö prófa við eölileg- ar aöstæöur, og reynist hann full- nægjandi ætti hann aö geta spar- aö verksmiöjunni mikið fé I fram- tiöinni. Fiskimálasjóður Þann 18. mai 1976 samþykkti stjórn Fiskimálasjóös aö veita úr sjóönum kr. 3 miljónir með sam- þykki sjávarútvegsmálaráðu- neytisins til kostnaöar vegna smiöi hreinsitækisins, enda komi þá greiðsla þar I móti frá fiski- mjölsverksmiöjum til prófunar á tækinu. Viö þessa fyrirgreiöslu frá Fiskimálasjóöi tók mál þetta nýja stefnu. Min viðbrögö voru aö skrifa fiskimjölsverksmiöjum á Faxa- flóasvæöinu, kynna þeim niöur- stöðu Fiskimálasjóös og biöja þær um fyrirgreiöslu þar á móti. Þá gerist það aö Heilbrigðis- eftirlit rikisins sendir íiskimjöls- framleiöendum skýrslu um varn- ir gegn mengun og óþef frá fiski- mjölsverksmiöjum, en áöur haföi málaleitan min fengiö góöar undirtektir. í skýrslunni er fullyrt aö hreinsibúnaður minn sé ekki full- komin lausn á vandanum á Faxa- flóasvæöinu. Greinargerð HER Þessi greinargerö HER varö til þess aö fiskimjölsframleiöendur töldu sér ekki fært aö ráöast i prófun á tækinu, enda ekki nema eölilegt þar sem þaö haföi fyrir- fram veriö dæmt ófullnægjandi af ekki ómerkari stofnun. Greinargeröin er meö ólikind- um villandi og þar eru fullyröing- ar sem ekki eru á rökum reistar, fyrir nú utan aö allar sannanir vantar, enda hefur tækiö ekki veriö prófaö né smiöaö á viöun- andi hátt. Afstaða Rannsóknarstofnunar fiskiönaöarins og Heiíbrigöiseft- irlitsins uröu þvi til þess.aö tækiö fékkst ekki sett upp og prófaö, en Fiskimálasjóöur setti þaö sem skilyröi fyrir fjárveitingu sinni aö fiskimjölsframleiöendur tækju þátt i kostnaöinum. Þaö er þvi alvarlegur hlutur, ab stofnanir, sem eiga aö vinna aö lausn þessara mála, hvor á sinu sviði, telja sig færar um aö meta hæfni tækisins án þess að þaö sé fullreynt, og koma þar meö i veg fyrir tilraunir meö þaö. Frá þeim sjálfum hefur hins vegar ekkert komiö, sem breytt hefur ástand- inu i verksmiðjunum. Innlendar lausnir? í skýrslu HER er greint frá þvi aö tveir islendingar hafi hannaö hreinsitæki, en þau eru þar bæði lýst ófullnægjandi. Annaö tækiö, sem Jón Þórðarson á Reykjalundi hefur smiöaö er nú I prófun hjá Lýsi og Mjöl I Hafnarfirði, en Al- veriö I Straumsvik hefur kostaö þaö að einhverju leyti. Niðurstöö- ur hafa ekki verið kunngjörðar enn þá! Hitt tækiö hefur ekki veriö próf- aö enn, einkum og sér I lagi vegna afstööu fyrrgreindra stofnana. Vélsmiöjan Héöinn hefur gert tvær kostnaöaráætlanir um smlöi tækisins, þá fyrri, sem hljóöaöi upp á 3,8 miljónir áriö 1974 og þá siðari i april 1976 og hljóöaði hún upp á um 8 miljónir króna án söluskatts. Ff tækiö veldur hreinsihlut- verki sinu, opnast auk þess leiö til þess aö nýta hitann frá skilvatn- inu og spara þannig mikið fé, sem annars fer i oliukaup. Vélsmiðjan Héöinn hefur einnig gert útreikninga á þvi hversu mikið 500 tonna verksmiöja gæti sparaö sér á einum mánuöi, ef hitinn frá skolvatni hreinsitækis- ins væri nýttur til þess t.d. aö hita upp fæöivatniö á eimkatla eöa hita upp hráefniö áöur en þaö fer inn á sjóöara verksmiöjunnar o.fl. Þeir útreikningar sýna að spara má um 3 miljónir króna á mánaöarkeyrslu einnar 500 tonna verksmiðju með þvi að beisla þannig þá hitaorku, sem farið hefur forgöröum upp um reyk- háfa verksmiöjanna hingaö til. Væri þá komin hitahringrás frá þurrkara I eimketil og minnkar hún oliunotkunina, eins og út- reikningarnir frá vélsmiðjunni sýna. Allar eru þessar tölur aö breyt- ast frá ári til árs, og olluveröið lika. Nú er Vélsmiöjan Héöinn aö reikna út kosnaöaráætiun enn á ný og vonast ég til þess aö hún verði tilbúin bráðlega. Þaö er þvi ljóst að verksmiðjur landsins sem bræöa árlega nær eina miljón tonna af fiski gætu sparað háar fjárfúlgur fyrir þjóðarbúið I oliunotkun ef nýta mætti hitann á þennan hátt. Ég hef á undanförnum árum átt tal við marga menn þar á meðal ráöherra heilbrigðis og fiskimála, þeirra aðstoðarmenn, og einnig fiskimjölsframleiðendur. Það er óhætt aö segja aö þeir hafa allir verið mjög velviljaðir I þessum málum og vil ég nota tækifæriö og þakka þeim þaö, og eins öörum sem stutt hafa mig i þessum efn- um. Fiskimjölsframleiöendur veröa hins vegar að gera sér ljóst aö þeir verða að koma þessum mál- um i betra horf. Það veröur ekki gert án mikilla fjárútláta og áhættu, þvi litil reynsla er fyrir hendihér á landi i þessum efnum. Þeir ættu þvi aö kynna sér þær innlendu aðferðir, sem þó eru á bcðstólunum og spara þannig gjaldeyri bæði I innflutningi hreinsitækja og oliu. Miövikudagur 7. september 1977 ÞJÓBVILJINN — StÐA 9 HAUSTSTEFNA HER- STÖÐVAAN DSTÆÐING A óiafur Haukur Sfmonarson flytur ljóö fyrir fullu húsi f Félagsstofnun stúdenta á laugardaginn. Flutt var dagskráin Stórveldiö og smárikiö, undir stjórn Hrafnhildar Guömundsdóttur, og var hún fléttuð saman úr Sóleyjarkvæöi og banda- risku leyniskýrslunum. Margir höföu börnin sin meö og þau tóku þátt i gleðskapnum. Hér tekur einn stuttur pfanósónötu á hljóðfæriö f Félagsstofnun stú- denta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.