Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 5
a/ eriendum vettvangi MiOvikudagur 7. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Húa Kinaformaður og Vance utanrikisráðherra Bandarlkjanna heilsast. Kinverskir ráðamenn hvetja bandariska til harðsnúnari afstöðu gegn Sovétrikjunum. Þegar demókratastjórn Carters tók við af repú- blikanastjórn skúrksins Nixonsog dugleysingjans Fords var svo að heyra á mörgum, að þeir teldu að tímamót — og það til hins betra — væru mörkuð í sögu Bandarikj- anna og heimsins alls. Notre Dame-ræðu Carters, þar sem hann vísaði kommúnistahræðslunni á bug og lýsti f rati á kalda stríðið, var jafnvel líkt við f jórtán púnktana hans Wilsons sem uppskrift að nýjum og betri heimi. Nú eru þessir hveitibrauðsdagar Carter-stjórnarinnar greinilega á enda. Ot á við er stefna stjórnar hans — hvort sem það er með vilja hans sjálfs eður ei — á góðum vegi með að leiða til nýs kalds stríðs, og i samræmi við það mætir hann vaxandi gagnrýni og ásökunum — ekki sist á innlendum vettvangi. Margir bandarikjamenn, bæði til hægri og vinstri við Carter, eru jafnvel farnir að sakna Kissingers og hans kaldrifjuðu og hundingjalegu uppskiptapólitíkur, byggðri á erfðinni frá Bismarck og Metternich. Nýtt kalt strið í uppsiglingu? „I Bandarlkiunum eru bó nokk- uð margir aðilar að stofnunum demókrata um utanríkismál farnir að bollaleggja um það, hvort hann (Carter) sé raunveru- lega fær um að gegna embætti sinu,” segir bandariska vikuritið Time. „Stöðugt fleiri komast á þá skoðun,” heldur blaðið áfram, ,,aö heildarsamræmi vanti i stefnu hans (I utanrikismálum) og að sumar aðferða hans hafi gagnstæð áhrif viö það sem til er ætlast. 1 innanrlkismálum hefur það sýnt sig, að Carter virðist halda að áhrifamiklar yfirlýsing- ar um eitthvert markmið jafn- gildi þvi að gera eitthvað til að nálgast það. 1 utanrikismálum er hegðun hans á sömu lund.” „Næstum öll hugsanleg glappaskot..." Þróun sú i samskiptunum við Sovétrikin, sem stefna Carters hefur valdið, vekur mesta gagn- rýni. George Kennan, þekktur og dálltiö broslegur kommúnista- hatari frá Truman-timanum en jafnframt einn af þrautreyndustu diplómötum Bandarikjanna og með kunnugustu mönnum þeirra um sovésk málefni, veittist þann- ig harölega að Carter i blaðagrein i júli. Stjórnin hefur, skrifar Kennan, „gert næstum þvi öll þau glappaskot, sem hugsanlegt var að láta sér verða á,” i viðræðun- um við Kremlarbændur. Kennan undirstrikar hneykslun sina enn betur með þvi að segja, að Carter- stjórnin „hafi haft að engu allan þann lærdóm, sem viö höfum dregið af samningaumleitunum við Sovétrikin frá þvi eftir siðari heimsstyrjöld.” Spjótin beinast ekki sist aö Zbigniew Brzezinski, aðalráö- gjafa Carters i öryggismálum, sem er evrópumaður eins og fyrirrennari hans Kissinger. US News and World Report, málgagn þekkt fyrir hægrisinnuö viöhorf, hefur eftir sumum fremstu so- vétsérfræðinga Bandarikja- stjórnar, aö Brzezinski virðist beinlinis „hafa nautn af þvi að ergja rússana.” 1 þvi sambandi er það dregið fram i dagsljósið að Brzezinski sé af pólskum aðals- ættum, sem sagt afkomandi ein- hverrar hrokafyllstu stéttar i Evrópúsögunni, fólks sem hafði andúð og fyrirlitningu á rússum sem eina sina helstu erfðavenju. Slökunarstefnan á förum? Athyglisvert er aö slökunar- stefna (Detente, sem til skamms tima var mikið tiskuorð jafnt vestan tjalds sem austan, virtist nú orðið nánast bannorð i innsta hring bandariskra ráðamanna. Fyrirmæli um stefnumótun I ör- yggismálum, sem Carter nýlega gaf varnarmálaráðherra sinum og New York Times birti kjarn- ann úr (þrátt fyrir að skjalið átti að vera „algert túnaðarmál”), eru til vitnis um þetta. 1 skýrslu, sem er til grundvallar fyrirmæl- um forsetans stendur svart á hvitu að „heimurinn sé nú i öðr- um þætti kalda striðsins.” Varla er hægt að túlka þetta öðruvisi en svo, að Bandarikjastjórn sé orðin fráhverf slökunarstefnunni. Við þvi má búast að með þessu færist nýtt fjör i vígbúnaðar- kapphlaupiö. Bandarikin hafa fitjað upp á nýjum tryllitækjum i þvi sambandi, beitieldflaugum (cruise-missiles), nifteinda (newtrónu)-sprengjum og Mark 12-A-eldflaugaroddum. Talið er að þessar nýjungar muni á mikil- vægum sviöum tryggja Banda- rikjunum hernaðarlega yfirburöi framyfir Sovétrikin. Enginn vafi leikur á þvi, að Sovétrikin munu svara i sömu mynt. Hætt er við aö þetta leiði til þess, að umræður risaveldanna um takmörkun kjarnorkuvigbúnaðar komist i al- gera sjálfheldu. Lífseig kredda Carter hlaut á sinum tima mik- ið lof fyrir eindregin ummæli gegn ániðslu á mannréttindum i Sovétrikjunum og vlðar. Þaö framtak hafði að minnsta kosti þau jákvæðu áhrif að auka um- ræöur um þau mál. En nú virðast æ fleiri hallast að þvi, að þessi mannréttindabarátta Carters hafi fyrst og fremst verið hugsuð sem skrautfjööur i hattinn og sið- ferðisleg stæling fyrir banda- rikjamenn eftir Vietnamstriðið og Watergate-skandalana. Meira að segja heyrist þvi haldiö fram, að á bak við þessa mannréttinda- baráttu leynist tilhneiging til sóknar gegn þjóðfélagskerfi So- vétrikjanna og bandalagsrikja þeirra. Raunar hefur þaö veriö kredda i bandariskri utanrikis- pólitik lengst af frá þvi að bolsé- vikar tóku völdin i Rússlandi, að stöðug og friösamleg sambúð viö Sovétrikin kæmi vart til greina, nema þvi aðeins, að grundvallar- breytingar yrðu á stjórn- og efna- hagskerfi Sovétrikjanna. Þvilik- um draumórum visaði Þjóöverj- inn Kissinger að sjálfsögðu á bug. Viðvörun Brandts Vist er um það aö sovéskir ráöamenn lita svo á, að i mann- réttindasókn þeirra Carters og Brzezinskis felist afturhvarf til þessa sérstaka ameriska draums. Og sovétmenn eru ekki einir um þá skoðun. Áhrifamestu valda- menn Vestur-Evrópu, Giscard d’Estaing i Frakklandi og sósial- demókratar i Vestur-Þýskalandi, eru ekkert yfir sig hrifnir af mannréttindapólitik Carters. Af hálfu vesturþýskra valdhafa kann að liggja að baki öðrum þræði sú ástæða, að þeir séu ekk- ert hrifnir af umræðum um mannréttindamál yfirleitt, sem er' skiljanlegt meö tilliti til þess, að sjálfir niðast þeir kappsam- lega á mannréttindum i sinu heimalandi. En fleira Ijemur til. Willy Brandt, fyrirrennari Hel- muts Schmidt i rikisskanslara- embætti, hefur nýlega lagt áherslu á, að góður árangur slök- unarstefnunnar sé forsenda fyrir þvi, að einhver árangur náist i mannréttindamálum, og bent á að sú stefna hafi ekki upphaflega verið mótuö með þaö fyrir aug- um „að steypa kommúniskum rikisstjórnum frá völdum.” Hér er greinilega um að ræða aðvörun til bandarikjamanna, og telja má vist að Brandt tali hér ekki siður fyrir munn vesturþýsku stjórnarinnar en sjálfs sin. Vest- ur-Þýskaland, sem er i enn bráð- ari hættu en Bandarikin ef til risaveldastriös kæmi og leggur auk þess áherslu á vaxandi við- skipti viö Austur-Evrópu, er ekk- ert hrifið af hinni nýju tóntegund frá Washington. Herská bjartsýni Á bak viö þennan nýja tón virðist meöal annars liggja stór- aukin bjartsýni á mátt og mögu- leika Bandarikjanna sem stingur mjög i stúf við það þunglyndis- kast, sem menn þar voru haldnir eftir hrakfarirnar i Vietnam og Angólu. Vaxandi vopnaskak bandariskra ráðamanna stafar að þvi er virðist ekki af ótta viö að sovétmenn séu að komast fram úr þeim i vigbúnaöarkapphlaupinu. Þvert á móti virðist sú trú nú al- menn i höfuðstöðvunum vestra að sovétmenn séu þar langt á eftir bandarikjamönnum, samanber nýja CIA-skýrslu um þau mál. En i krafti þessara yfirburða virðist ýmsa áhrifamikla bandariska stjórnmálamenn og hers- höfðingja nú dreyma um, að á þessum grundvelii sé nú tækifæri til að láta kné fylgja kviði gagn- vart Sovétrikjunum. Það heyrist að stefnt sé beinlinis að þvi að knýja sovétmenn til aukins vig- búnaöarkapphlaups i þeim til- gangi aö valda þeim efnahagsleg- um þrengingum. Þessi herskáa bjartsýni sumra bandarikja- manna virðistganga svo langt, aö þeir kváðu telja aö Bandarikin komist innan skamms i svipaða aðstöðu gagnvart Sovétrikjunum og i lok siðari heimsstyrjaldar, þegar Bandarikin gátu ráöið lög- um og lofum um mestan hluta heimsins og héldu Sovétrikjunum og fylgirikjum þeirra raun- verulega i hernaðarlegri og efna- hagslegri herkvi. Mekka hægriöfgamanna Vináttan viö Kina er mikið atr- iði i þessum endurnýjaða viga- móöi frá Truman-timanum. Vance utanrikisráðherra Banda- rikjanna var nýlega i opinberri heimsókn i Kina, en hann er ekki nema einn af mörgum banda- rikjamönnum, sem þykja þar góðir gestir nú um stundir. Kina litur á Sovétrikin sem höfuðand- stæðing sinn i heimsmálum og virðist reiðubúið til bandalags við svo aö segja hvern sem er gegn þeim. Það hafa albanir, trygg- ustu vinir kinverja um langt skeið, gagnrýnt þá fyrir. Ekki eru mörg ár siðan valdhafar Kina voru óbótamenn af versta tagi i augum bandarikjamanna, en nú minnast bandariskir ráðamenn aldrei á Kina ööðruvisi en með lotningu sem „alþýðulýðveldið Kina.” Peking er orðin sannköll- uð Mekka fyrir bandariska hægriöfgamenn, einkum þá, sem nátengdir eru hernum og stór- iðnaðinum, sem framleiöir fyrir herinn, og mega auðvitaö ekki heyra minnst á að dregið sé úr vopnaframleiðslu. Hugleysinginn Kissinger Einn slikra, fyrrverandi yfirað- miráll Bandarikjanna Elmo Zumwalt („vitur maður og góö- gjarn,” sagði Hannibal Valdi- marsson, þegar bandarikjamenn buðu honum vestur i tiö „vinstri- stjórnarinnar” siðari), ræddi ný- lega i Peking við Li Hsiennien, varaforsætisráðherra Kina, og Húang Húa utanrikisráðherra. Að sögn Zumwalts gagnrýndu þessir viðmælendur hans Bandarikin opinskátt fyrir að þau sýndu of mikla sáttfýsi gagnvart Sovét- rikjunum og lögöu áherslu á aukna samstöðu Bandarikjanna og Kina gegn rússneska „isbirn- inum”, eins og þeir orðuðu það. Li kvaö Kissinger hafa verið alltof linan gagnvart sovétmönnum og sagði: „Hann er ákaflega hrædd- ur við Sovétrikin. Ég held að Bandarikin ættu að vera harö- snúnari gegn Sovétrikjunum.” Þetta var eins og talað út úr hjarta Zumwalts, sem ennfremur kvað kinverja lita svo á, aö so- vétmenn legðu meiri áherslu á að auka áhrif sin i Evrópu en I öör- um heimshlutum. Endurnýjun „umsáturs- ástands"? Þrátt fyrir kærleikana milli ráðamanna i Washington og Pek- ing ber þeim þó enn ýmislegt á milli, til dæmis eru Bandarikin enn ekki reiöubúin að offra skjól- stæöingum sinum, eftirlegukind- um Sjang Kaiséks á Taivan. Ekki er ljóst hvaö það atriði er mikil hindrun i vegi náinnar samstöðu með þessum tveimur stórveldum, sem fyrir ekki nema áratug voru óvinir mestir i heimi. Hinsvegar er ljóst, að kinverskir ráðamenn og margir áhrifamenn i Banda- rikjunum hafa i huga myndun nýs og voldugs bandalags gegn Sovét- rikjunum og bandalagsrikjum þeirra, bandalags sem Bandarik- in, Kina og Vestur-Evrópa yrðu meginaðilarnir i. Þessu banda- lagi gæti verið innanhandar að koma Sovétrikjunum i samskon- ar „umsátursástand” og þau voru i fyrstu árin eftir heims- styrjöldina siðari og voru raunar þar áður i lengst af frá bylting- unni i Petrógrad. Hætt er við að slikur gangur mála myndi leiöa af_ sér kaldastriðsástand, hliö- stætt þvi sem var á eftirstriðsár- unum, en að þessu sinni yrði þaö miklu hættulegra, vegna gifur- legra framfara i framleiðslu hverskyns múgmoröstækja og margfalt meiri vopnabirgða i höndum risaveldanna og annara. Siðastliöinn hálfan annan áratug munu vopnabirgðir heimsins hafa fimmtánfaldast aö magni, og kunnáttumenn á þvi sviði halda þvi fram, að vigbúnaöur risaveld- anna sé komin á það stig, að ráða- menn þeirra hafi ekki lengur möguleika á gera sér viöhlitandi grein fyrir stærð hans og mætti, hvað þá aðrir. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.