Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 16
PMÐVIUINN V Miðvikudagur 7. september 1977 i. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2ománudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugar.dögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heiiiia- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Þrjátin ára gamali langferöabill, og annar bíllinn, sem Egili Vil- hjálmsson byggöi yfir I Reykjavlk,veröur 1 feröum milli Iönkynningar I Laugardalshöll og Arbæjarsafns meöan á Iönkynningu I Reykjavik stendur. Iönkynning í Laugardals- Þetta sumarhús er aöalvinningurinn I happdrætti Iönkynningar i Reykjavik. Þaö er 45 fermetrar aö stærö, framleitt af Húsasmtöjunni og er þaö til sýnis i Lækjargötunni fyrir framan Gimli. 1 húsinu veröur starfrækt upplýsingamiöstöö, og þar veröa einnfg seldir happadrættismiöar. Auka- vinningar veröa 50 kari-og kvenfatnaöir frá iönfyrirtækjum i Reykjavik aö verömæti 1.4 miljónir króna. höll hefst 19. sept. Forráðamenn Iönkynningar i Reykjavik kynntu blaöamönnum I gær dagskrá og undirbúning aö lönkynninguniK, sem hefst 19. september n.k. og veröur jafn- framt lokaáfangi á iönkynningar- ári. Iönkynningarsýning hefst i Laugardalshöll 23.sept. og stend- ur í 10 daga. Þar munu um 150 reykvisk iönfyrirtæki sýna fram- leiöslu sina, og mun þar mest berad fataiönaöi, matvælaiönaöi og húsgagnaframleiöslu. Auk þess veröa þjónustufyrir- tæki borgarinnar meö kynningar á starfsemi sinni, og fjöldamörg meistarafélög iönaöarmanna sýna tæknibreytingar undanfar- inna áratuga i iön sinni og kynna félag sitt. Iöja félag verksmiöju- fólks veröur einnig meö bás á sýningunni. Iönsýningin mun teygja anga sina út fyrir höllina og munu stærri og grófgeröari hlutir veröa til sýnis I miöbænum. Nýstárlegar tískusýningar veröa I höllinni þessa daga, þar sem framleiöendur velja ekki framleiöslu til sýningarinnar, heldur sérstök nefnd iönkynning- ar. Sýnikennsla I matreiöslu verö- ur, auk þesssem fólkigefst kostur á aö kaupa varning á sérstöku kynningarveröi. Margt fleira er I blgerö, og veröur dagskráin nánar kynnt siöar i blaöinu, ai þaö sem ei«ha mesta eftirtekt mun vekja veröur án efa iönminjasýning f Arbæ, þar sem gömul verkstæöi veröa endurbyggö og iönaöarmenn veröa aö störfum. Sýningin í Ar- bæ veröur opnuö af forseta Is- lands á 20 ára afmæli Arbæjar- safnsins 22. september. —AI Enginn vilii tíl samninga af hálfu ríkisvaldsins, segir BSRB Eftir hálfs mánaöar samfelldar sam ninga viöræöur telur BSRB nú liggja ljóst fyrir, aö vilji rikis- valdsins til samninga sé enginn enn sem komiö er. A fundi meö fréttamönnum i gær kynntu for- svarsmenn BSRB margþættar rannsóknir, sem þeir teija fylli- lega rökstyöja kröfugerö BSRB. Hækkun lægstu launa mikilvægust. I kFöfugerö sinni leggur BSRB höfuöáherslu á hækkun lægstu launanna. Fyrir utan lægstu laun- in leggur BSRB mikia áherslu á miöbik launastigans, en þar eru fjölmennustu hóparnir innan BSRB, sem hafa dregist verulega aftur úr almennri launaþróun undanfarin ár. Nokkur dæmi frá kjara- rannsóknum. Fjölmörg dæmi má nefna þessu til stuönings. Athugun Hagstofu ísiands á kjörum skrifstofufólks leiöir I ljós, aö skrifstofufólk hjá BSRB um miöbik launastigans þarf aö hækka um u.þ.b. 18% til aö ná þeim launum, sem greidd eru fyrir sambærileg störf á al- menna vinnumarkaöinum, og þá ber aö athuga sérstaklega aö samanburöurinn er miöaöur viö janúarsl., þ.e.a.s. áöur en siöustu samningar almenna vinnumark- aöarins komu til framkvæmda. Niöurstööur þeirrar sameigin- legu nefndar, sem skipuö var af BSRB og fjármálaráöuneytinu 2. 'júni' sl. til aö kanna launagreiösl- ur rikisins, ileiöa i ljós aö iönaö- armenn innan BSRB þurfa um 20% hækkun til aö ná þeim laun- um, er rfkiö greiöir öörum iön- aöarmönnum skv. öörum samn- ingum en sftmningum BSRB. Þetta er samkv. meöallaunum iönaöarmanna fyrir sex fyrstu mánuöi ársins 1977, þ.e. fyrlr siö- ustu almeanu kjarasamninga. Kjararannsóknanefnd metur tekjuáhrif siöustu kjarasamninga um 25-26%, ef gert er ráö fyrir aö yfirborganir haldist. Ahrif þess- arar hækkunar þarf þvi aö semja um til viöbótar þeim leiörétting- um, sem hér hefur veriö drepiö á. Rikisverksmiðju- samningarnir Hækkun launa skv. þeim samn- ingum, sem fjármálaráöuneytiö geröi viö rikisverksmiöjurnar ný- veriö, er 26% eöa um 29% af sum- arvinnufólk er undanskiliö. Samánburöur viö þessa samn- inga leiöiri ljós, aö iönaðarmaöur i launaflokki B9 hjá BSRB þyrfti aö fá rúmlega 44% hækkun á iaun sin I dag til aö fá sömu laun og hann fengi fyrir dagvinnu sina hjá rikisverksmiöjunum. Verk- stjóm iönaöarmanna er raðaö i Bll hjá BSRB og þar þyrfti aö hækka launin um 66% til aö ná launum aöstoöarverkstjóra og um 75% til aö ná verkstjóra iön- aðarmanna hjá rikisverksmiðj- unum. Þessarupplýsingar, sem þó eru aöeinsbrot af þvi sem lesa má úr þeim gögnum sem fyrir liggja, sýna aö tilboö rikisins um 7,5% hækkun júlilauna er langt frá þvi aö vera umræðugrundvöllur um kjör félaga BSRB. -eös MANTOVA, Italiu, 5/9 Reuter — 69 ára gamall bóndi, Lino Manto- vani aö nafni, lést I dag úr hjarta- slagi þegar stóö í bardaga upp á lifog dauöa viö vespuflokk. Haföi hann veriö aö höggva niður tré og þá skemmt vespuhreiöur. Réöust vespurnar allar á hann, en vespu- bit er eitrað og getur veriö hættu- legt. Síldin ordin sölt- unarhæf Niöurstööur aþ slöustu mæl- ingum á búkfitu sildar eru þær a§ stærsta sildin sem veiddist 1. sept. sl. NNV af Surtsey er 16,9% feit,en i minni stæröarflokkunum er hún 16,7-20,2 prs. Skv. samn- ingum veröur lágmarksfita aö vera 16% miöað viö fullverkaöa saltsilc^en má þói samningum viö Sovétrikin vera 12-16%, en þá ladckar veröiö um 5 prs. Eftir þessum siðustu mælingum aö dæma ætti sildarsöltun þvi aö geta hafist af fullum krafti. I fitu- mælingum sama dag vestur af Hrolllaugseyjum hefur þó sildin aöeins búkfitu 13,4%-14,5% og haföi ekki fariö yfir 16% neins staðar I ágústmánuöi. A feröalagi Falldins á mánudaginn slóst Per-OIof Sundmann rit- höfundur og þingmaöur Miöflokksins I för meö samflokksmanni sinum, Þorbirni Fölldin forsætisráöherra, og gat frætt hann á ýmsu um tsiand og Islenska sögu. Myndin er tekin af þeim félögum viö Gullfoss, en fyrir henni miöri er Hans YVestin blaöafulltrúi sænska forsætisráöherrans. A bls. 3 er sagt frá blaöamannafundi meö Fálldin I gær, og á bls. 6 frá ferðinni á mánudag. (Myndina tók GFr) Sœnska sjónvarpið gerir kvikmyndir um: Fcilldin og Sund- mann á íslandi Sænska sjónvarpið er með flokk manna hér um þessar mundir til að gera tvær kvikmyndir. önnur á að heita Ein vika í lífi Thorbjörns Fálldins for- sætisráðherra, og varð heimsókn hans á íslandi fyrir valinu, en hann dvelur hér einmitt eina viku. I næstu viku verður svo gerð svipuð kvik- mynd um einn frægasta rithöfund Svía núna, Per- Olof Sundmann, en hann er hérstaddur, enda mik- ill áhugamaður um ísland og sögu þess. Varð því ísland líka fyrir valinu sem vettvangur þeirrar kvikmyndar. Per-Olof Sundmann er reyndar flokksfélagi Fálldins, í Miðf lokknum sænska, og þingmaður þess flokks. GFr —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.