Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 1
Sáttanefnd i kjaradeilu BSRB er skipuð þeim Torfa Hjartarsyni rfkissáttasemjara, Hrafni Magnússyni framkvæmdastjóra Sambands almennra lifeyrissjóöa og Jóni Erlingi Þorlákssyni try gg inga f r æöingi. Meöal þess sem stöövast, ef til verkfalls BSRB kemur, er flugiö, póstþjónusta, Landssiminn, og tollgæsla. Þá má nefna starfs- stéttir eins og hafnarveröi og hafnsögumenn, fóstrur, kennara. Félagsmenn BSRB eru nú um 13 þúsund. Ahrif verkfalls BSRB gætu orðiö mjög viðtæk og lamað stóran hluta atvinnulifsins. Samgöngur aö og frá landinu stöövast. Þá má nefna þaö vand- ræðaástand, sem skapast hjá einstæöum foreldrum og hjónum sem bæöi vinna utan heimilis, vegna lokunar dagheimila og leikskóla. Hins vegar veröur haldiö uppi lágmarks öryggisþjónustu og heilsugæslu. Forstjórar hjá rikinu og staðgenglar þeirra fara ekki I verkfall, og ekki heldur ráöuneytisstjórar, deildastjórar og skrifstofustjórar i ráöu- neytum. Starfsmenn launa- deildar fjármálaráöuneytisins eni einnig undanþegnir verkfalls- rétti. Þaö er niu manna nefnd sem ákveöur hverjir eiga að halda áfram störfum ef til verk- fallskemur. Formaöur hennar er Helgi V. Jónsson. Hvaö er aö gerast I mengunarmálum fiskimjölsverksmiöjanna? —Sjó grein á bls 8<- 9. Algjörlega óviöundandi ástand rikir I mengunarmálum fiskimjölsverksmiöjanna viöast hvar á landinu, enda hefur engum hreinsibúnaöi veriö komiö upp viö þær, og reyk- háfar eru flestir lágir. Eins og sjá má á myndinni leggur reykinn frá Lýsi og Mjöl yfir Hafnarfjaröarbæ, þegar noröanátter.Þarernú veriö aö reyna hreinsiútbúnaö sem Jón Þóröarson á Reykjalundi hefur hannað, en niöurstööur hafa ekki veriö birtar enn. Opinberir aöilar hafa sýnt verksmiðjunum mikið lang- lundargeö Iþessum málum. Þaö erekki eins vist og flestir halda, aö reykurinn frá verksmiöjun- um sé meö öllu hættulaus, þvi i eldþurrkurum verksmiöjanna myndast nitrósamin, efni sem þekkt er sem krabbameins- valdur. * Sveinbjörn Klemenzson, vél- stjóri, ritar grein á bls. 8i dag, þar sem hann fjallar um ástandið i mengunarmálum fiskim jölsverksm iöjanna og viöbrögö opinberra aðila viö til- lögum hans um úrbætur. UÚÐVIUINN Miðvikudagur 7. september 1977 —42. árg. 196. tbl. chilefundUr til stuönings mannréttindum Á sunnudaginn kemur verður haldinn fundur til stuðnings mannréttindum í Chile í Félagsstofnun stú- denta, en þann dag, 11. september verða liðin 4 ár Ahrif verkfalls BSRB yrðu mjög víðtæk Einhugur um aðgerðir BSRB í kjaradeilunni 1 allsherjaratkvæöagreiöslu um samninga BSRB eöa sáttatillögu þarf 50% þátttöku. Kristján Thor- lacius formaöur BSRB sagöist ekki óttast aö þátttaka yröi lltil I slikri atkvæöagreiöslu, þvi reynslan heföi sýnt 70-80% þátt- töku I fyrri atkvæöagreiöslum um uppsögn samninga. 50% greiddra atkvæöa þarf til aö fella sátta- tillögu. Fyrirhugaö er aö hafa kjörstaöi um allt land og kosning mun standa yfir i tvo daga. Sátta- nefnd veröur aö koma fram meö sáttatillögu f siöasta lagi 5 dögum áöur en verkfall á aö hefjast, þ.e. 21. október nk. Verkfallsnefnd BSRB hefur verið skipuö, og sömuleiöis eru' starfandi verkfallsnefndir innan hvers aöildarfélags. Forsvars- menn BSRB segjast munu leggja mikla áherslu á aö veita félags- mönnum allar upplýsingar um samningamálin jafnóöum. „Þaö er mikill og vaxandi áhugi félagsmanna á kjara- málunum”, sagöi Kristján Thor- lacius, ,,og alger einhugur hefur rikt um allar okkar aögeröir hingaö til. Viö stefnum ekki aö stjórnleysi, og verkfall sem slikt er ekki okkar keppikefli. En verkfallsrétturinn er mikilvægur til aö ná fram okkar kröfum. Viö vonum aö viöræöur næstu daga leiöi til viöunandi samninga, eöa sáttatillaga i siöasta lagi”. Kristján tók fram, aö samningar myndu gilda frá 1. júli sl. og væri samkomulag um þaö viö rikis- valdiö. Næsti sáttafundur i kjaradeilu opinberra starfsmanna innan BSRB veröur i dag kl. 2. frá valdaráni herforingja- kliku Pinochets. A fundinum veröur sýnd kvik- mynd sem heitir Félagi Victor Jara, og Miriam Bell, chileönsk flóttakona, búsett i Bretlandi seg- ir frá sinni persónulegu reynslu af valdaráninu. Fundarstjóri veröur Ingibjörg Haraldsdóttir, og aö lokinni dagskrá veröa al- mennar umræöur um ástandiö i Chile. Þaö voru nokkrir Islenskir námsmenn, sem kynntust Mir- iam Bell i Bretlandi sem frum- kvæöi áttu aö þessum fundi og fengu hana til þess aö koma i til- efni hans. Bragi Guöbrandsson, sagöi I samtali viö Þjóöviljann I gær aö leitaö heföi veriö stuön- ings allra pólitiskra flokka og hópa viö fundinn og heföu undir- tektir veriö góöar. Baráttuhreyf- ing gegn heimsvakdastefnunni, en hún gefur út SAMSTOÐU, hefur tekiö virkan þátt i undirbúningn- um, en I hreyfingunni starfar Suöur-Amerikuhópur, sem m.a. vann útvarpsdagskrá um Chile á 11. september fyrir ári. A sunnudaginn veröur seldur bæklingur til stuönings chileönskum útlögum i Bretlandi, en i honum eru greinar eftir Guö- rúnu TUlinius, Tómas Einarsson og Braga Guöbrandsson. Miriam Bell ritar ávarp i bæklinginn. AI Krdbbameinsvaldur í útblæstrinum Halldór Laxness: Talaði við blaðamenn 3 daga í röð frá morgní til kvölds vegna útkomu Skáldatíma á þýsku Halidór Laxness: Ekki von a nýrri bók á næstunni. Þaö er ekki álitið gott aö tala mikiö um hálfskrifaöar og óskrifaöar bækur, og þó aö maö- ur sé alltaf aö fást viö eitthvað er ekki von á neinu nú á næst- unni, sagöi Halldór Laxness i samtali viö Þjóöviljann i gær. Halldor var spuröur um nýjar útgáfur á verkum hans er- lendis og sagöi hann aö allt- af væri veriö að gefa út bækur eftir sig og kæmu aö meðaltali 17-20 bækur út á ári einhvers staöar. T.d. heföu 4 útgáfur komiö út á þýsku á þessu ári þám. Skálda- timi sem heföi vakiö ógurlegan uppsteyt i Þýskalandi og mikiö umtal. Ég var þar sjálfur og tal- aöi viö blaöamenn 3 daga I röö frá morgni til kvölds um bókina, sagöi Halldór. Hann var einnig spuröur aö þvi hvort einhver ný tungumál heföu bæst I hópinn viö þau sem verk hans hafa verið gefin útá.Ég hef veriösvo heppinn aö ekki hafa bæst viö þýöingar á nýjum tungumálum upp á siö- kastið, svaraöi hann. Ég held aö bækur eftir mig hafi nú komiö út á 51 eöa 52 tungumálum og af þeim er afar mikill fjöldi sem ég skil ekki eitt einasta orö i og ein 12 þar sem ég þekki ekki einu sinni letriö. Maöur fær stundum i hendur þýöingar frá borg eöa landi einhvers staöar I andskot- anum sem maöur hélt aö væru ekki einu sinni gefnar út bækur I. Halldór sagöist ekki vita hve- nær kvikmyndin um Paradisar- heimt yröi tilbúin, en sagöist eiga von á kvikmyndageröar- mönnum nú I haust. Þaö skortir ekki peninga i hana, heldur hve- nær menn geta gefið sér tima, sagöi nóbelsskáldiö aö lokum. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.