Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. september 1977 Fjölhæfan kennara vantar að barnaskóla Eyrarbakka. Upplýsingar gefa formaður skólanefndar i sima 99-3175 og skólastjóri i sima 99-3117. Fóstrur Fóstra óskast i leikskólann Álftaborg fyrir hádegi, sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður i sima 82488. Þjóðviljinn vill ráða starfsmann á afgreiðslu blaðsins frá næstu mánaðamótum eða fyrr. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri blaðsins. DJÚDVIUINN Siðumúla 6 — simi 81333 Blaðberar — Keflavík Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i Kefla- vik. — Upplýsingar i sima 1373. wamm Kópavngskaupstaður □ Verkamenn óskast nú þegar. Upplýsingar gefur yfirverk- stjóri i sima 41570 kl. 11-12 virka daga. Rekstrarstjórinn i Kópavogi á A Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ V —---*--*------:----- g Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur bverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI53468 FRÁ SIGLUFIRÐI S Adgerdir vinstri stjórn- | arinnar ollu þáttaskilum Enn berst Landpósti bréf frá Benedikt Sig- urðssyni, fréttaritara Þjóðviljans á Siglufirði: Útsvör og aöstöðugjöld Skrá yfir útsvör og önnur opinber gjöld á Siglufirði er fyrirnokkru komin fram. Alögð útsvör eru rúmar 140 milj. og er það um 6 milj. meira en áætlað var. Hækkun útsvara frá fyrra ári er 47% og mun það vera talsvert yfir landsmeðaltali. Að stöðugjöld eru 28 milj. og hafa hækkað um 88% frá fyrra ári. Fimm einstaklingar bera yfir 500 þús. kr. útsvar. Eru það Jó- hannes Gunnarsson, héraðs- læknir, með kr. 672.800.-, Hjalti Björnsson, skipstjóri, með kr. 632.200.-, Elías I. Elíasson, bæjarfógeti, með kr. 521.500.-, Jóhann Sv. Jónsson, tannlæknir með kr. 504.300.- og Ólafur Þ. Þorsteinsson, fyrrv. sjúkrahús- læknir, með kr. 503.500.-. Hæst aðstöðugjöld bera: Síld- arverksmiðjur rikisins með kr. 6.412.600.-, Þormóður rammi, með kr. 5.225.300.-, Kaupfélag Eyfirðinga, útibú, með kr. 1.756.300.-, ísafold h.f. með kr. 1.464.500.- og Siglósíld með kr. 1.110.700.-. önnur fyrirtæki bera öll minna en miljón, en næst kemst Húseiningsr h.f., með kr. 948.00.-. Bæjarframkvæmdir. Aðalverkefni bæjarsjóðs á þessu ári heftar verið gatnagerð. Er áformað að ljúka á sumrinu steypingu um 600 m af götum og 1200 m af gangstéttum. Verður þá lokið steypingu helstu um- ferðargatna á Eyrinni, að Norðurgötu undanskilinni, en hún er ein mesta umferöargata bæjarins. Siglufjörður er talsvert á eftir öðrum kaupstöðum i gerð var- anlegra gatna. Verði fram- kvæmdahraðinn næstu ár ekki meiri en verið hefur, eru horfur á að viðbótin við gatnakerfið verði meiri en nemur gerð var- anlegs slitlags á ári hverju. Vonir standa þó til þess að hægt verði að hraða gatnagerð- inni meira i framtiðinni með vaxandi tekjumöguleilium hjá bæjarsjóði, en einnig er áform- að að hætta að steypa götur að mestu þegar helstu umferðar- götum erlokið, og malbik notað á aðrar götur. Ýmsar orsakir liggja til þess, hve gatnagerðin hefur gengið hægt, meðal annars slæmur fjárhagur bæjarfélagsins um langt árabil og fram á siðustu ár, ennfremur jarðvegsdýpt og erfiðleikar við öflun góðs efnis. Hitaveitan Búið er að tengja um 2/3 bæj- arins við hitaveituna, og verður ekki hægt að bæta miklu við fyrr en aukið varmamagn hefur fengist, annaö hvort við nýja borun eða uppsetningu kyndi- stöðvar, en gert er ráð fyrir að hún komist i gagnið seint i haust. FRÁ AÐALFUNDI STÉTTARSAM- BANDS BÆNDA Fjölmargar tillögur voru samþykktar á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Eiðum á dögunum. Nokkurra þeirra hefur verið getið hér i blaðinu. Hér birtist viðbót: Skuldamál Aðalfundurinn... „bendir á, að við verðlagningu landbúnaðar- vara sé ávallt leitað nýrra upp- lýsinga um skuldir bænda við Stofnlánadeild landbúnað- Dreif ingarkostnaöur Aðalfundurinn.....skorar á Framleiðsluráð landbúnaðarins að fylgjast sem gerst með kostnaði við vinnslu og heild- söludreifingu búvara með það markmið i huga, að finna leiðir til að halda þessum kostnaði niðri svo sem framast er unnt”. Kaup húsfreyju. Aðalfundurinnn... „telur ein- boðið, að timakaup húsfreyju i verðlagsgrundvelli landbún- aðarvara verði jafnhátt tima- kaupi bónda”. Um gærur Aðalfundurinn ... „felur stjórn Stéttarsamb. að kanna eftir- farandi atriði i samvinnu við Framleiðsiuráð: a) Hversvegna mikill meiri hluti af gærum er ekki fyrsta flokks vara, samkvæmt umsögn gærukaupenda. Leitað sé sam- starfs við sláturleyfishafa og söluaðila svo og sérfræðinga Búnaðarfél. Islands til að finna orsakir gæruskemmda og leita þegar ráða til úrbóta. b) Taka til endurskoðunar þungahlutfallstölu milli gæru og kjöts, þar sem athuganir benda til, að það hlutfall, sem nú gild- ir, sé ekki rétt”. Tollar Aðalfundurinn... „mótmælir harðlega þeim hækkunum á tolli og innflutningsgjöldum á jeppa- bifreiðum til bænda, sem komu til fullrar álagningar á s.l. ári. Jeppar eru nauðsynleg atvinnu- tæki þeirra, sem stunda land- búnað. Þvi felur fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að vinna ötullega að lækkun tolla og innflutningsgjalda af jeppa- bifreiðum til bænda. Þá leggur fundurinn rika áherslu á að tollar, vörugjald og söluskattur af vélum til land- búnaðar verði felldur niður svo landbúnaðurinn fái notið sömu kjara að þessu leyti og hinar framleiðsluatvinnugreinarnar, sjávarútvegur og iðnaður. Fundurinn minnir á, að nú eru dráttarvélar með drif á öllum hjólum tollaðar miklum mun hærra en aðrar dráttarvélar og ber að afnema það misrétti og gera bændum með þvi móti kleift að eignast þessi stórvirku tæki”. Atvinnusjúkdómar. Aðaifundurinn.... „hvetur stjórn Sambandsins til þess að gangast fyrir könnun á út- breiðslu atvinnusjúkdóma með- al þess fólks, sem starfar við landbúnað”. — mhg Starfsmenn Orkustofnunar hafa nú lokið nýrri kortlagningu og nákvæmari en áður, á hita- svæðinu i Skútudal, og munu nú næstu daga ákveða nýjan bor- unarstað. Verður ný hola boruð i haust, að öllu forfallalausu, að sögn Bjarna Þór Jónssonar, bæjarstjóra. Rafveitan. Framkvæmdum við neðri Skeiðsfossvirkjun er nú að mestu lokið. Hefur i sumar verið unnið.þar að ýmisskonar lagfæringum og frágangi. Vatnsstaðan i miðlunarlóninu er góð nú, en þurrkasumarið i fyrra og mikið álag vegna loðnubræðslunnar i fyrrasumar og -haust orsakaði það, að keyra varð disilstöð mestallan s.l. vetur. Sá mikli fjörkippur, sem hófst i atvinnulifinu hér fyrir 4-5 árum með tilkomu togaranna, ásamt loðnuvinnslunni og stofn- un nýrra atvinnufyrirtækja, hefur gjörbreytt afkomu bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja til hins betra. A það jafnt við um bæjar- sjóð, rafveitu, hafnarsjóð, vatnsveitu og aðrar bæjarstofn- Byggingar. Bygging nýs frystihúss Þor- móðs ramma hófst fyrir nokkr- um árum, en stöðvaðist vegna skorts á framkvæmdafé. Nú er unnið að þvi að steypa grunn undir þann hluta hússins, sem eftir var, og verður reist á hon- um stálgrindahús. Þar verður komið fyrir vinnslusal, fiskmót- töku, kaffistofu o.fl. Þá er áformuð bygging togara- bfýggjú framan við fiskmót- tökuna, og er i sumar verið að undirbúa hana með jarðvegs- skiptum og fleiru. Staðið hefur til i mörg ár að fullgera efri hæðir ráðhússins, sem er búið aö standa uppsteypt talsvert á annan áratug og ónot- að að öðru leyti en þvi að böka safnið hefur neðstu hæðina til afnota. Að sögn bæjarstjóra mun það ekki dragast lengur, heldur verða hafist handa i haust og ekki hætt fyrr en verk- inu er lokið. Milli 20 og 30 ibúðir eru i byggingu, þar af 9 i raðhúsum i Hafnartúni, við samnefnda götu. Skipulagðar lóðir undir einbýlishús eru nú að mestu þrotnar, þvi mikið er sótt eftir slikum lóðum, en skipulagsstörf hafa dregist á langinn. Nú mun vera lokið að mestu gerð aðal- skipulags og liður þá væntan- lega ekki á löngu áður en ný byggingasvæði verða fyrir hendi. Likur benda til þess, að næstu ibúðahverfi verði á svæð- inu umhverfis Langeyri. Skortur á vinnuafli hefur nokkuð hamlað framkvæmdum, bæði hjá bæjarfélaginu og við ýmiss konar byggingarfram- kvæmdir. Undanfarin ár hafa allt að 50 unglingar verð i ung- lingavinnu hjá bænum,' en i sumar fengust ekki nema 10. Nú eru skólar að byrja og fjöldi námsfólks og unglinga hverfur af vinnumarkaðinum, og hlýtur það óhjákvæmilega að koma hart niður á slikum fram- kvæmdum að öðru óbreyttu. Benedikt Sigurðsson. vor Umsjón: Magnús H. Gislason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.