Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. september 1977 Afinnlendum og erlendum vettvangi Jóhann J.E. Kúld fiskimái Árslaun fiski- manna og iön- verkamanna í Noregi Nýlega var það staðhæft i Nor- egi að meöallaun fisljimanna værukomin upp i n.kr. 95.000,00 á ári. Gegn þessari staðhæfingu bárust mörg mótmæli, sem full- yrtu að talan væri of há og röng. Meðal þeirra sem mótmæltu þessari fullyrðingu var Knut Vartdal fiskimálastjóri Noregs. Um mótmæli hans segir blaðið Fiskaren þann 25. ágúst sl.: „Knut Vartdal fiskimálastjóri upplýsti að talan 95 þús. sem árs- laun væri ekki réttog úr lagi færð. Þessi tala væri 10 þús n. kr. fyrir ofan hina réttu tölu ” Samkvæmt þessum upplýsingum fiskimála- stjórans, þá eiga meöallaun norskra fiskimanna að vera kom- in upp i'n.kr. 85.000,00 á ári, sem veröa i islenskum peningum sam- kvæmtgengi þegar þetta er skrif- áð ísl. kr. 3.179.000,00. Þá sagöi fiskimálastjórinn enn- fremur aö sér þyki skrýtið, eftir aö tekjur fiskimanna heföu verið gefnar upp, þá tækju stjórnvöld að bera þærsaman við tekjur iðn- verkamanna sem innu fyrir tima- kaup. Ef unnar klukkustundir fiskimanna yfir árið væru lagöar saman þá næðist áreiöanlega ekki timakaup iðnverkamanna sem væri n.kr. 31.00 á klst. Af þessari ástæðu væri fjarstæða að gera slikan samanburö. Þá vitum við það, að norskir iðnverkamenn bera úr býtum fyrir vinnu sina n.kr. 31.00 á klst. Þetta er i islenskum peningum samkvæmt gengi kr. 1159,40, eða fyrir 40 stunda vinnuviku kr. 46.376,00. Samkvæmt þessu fá norskir iðnaðarverkamenn fyrir dagvinnu eina saman, vinni þeir allt áriðjtr. 2.411.552,00. Til sam- anburðar getum við svo tekið 3-tja kauptaxta Dagsbrúnar eftir að hann hækkaði nú 1. september, en þessi kauptaxti er greiddur i f isk- iönaði islenskra frystihúsa. Þessi kauptaxti er kr. 580.00 á klst. i dagvinnu, eða kr. 23.200 fyrir 40 klst. vinnuviku. Samkvæmtþessu verður árskaupið fyrir dagvinn- una, sé unnið allt árið, kr. 1.206.400,00 Veiöileyfi til síld- veiöa gefin of snemma Égtelaðþað hafiverið rangt aö gefa reknetabátum veiðileyfLfrá og með 20. ágúst sl. A þessum tíma var sildin mjög mögur eftir sumarhrygningu. Þannig var sildin fyrstu dagana eftir að veiðar hófust i Jökuldjúp- inu meö aðeins 12-14% fitu sam- kvæmt mælingu, en með örlitið hærra fitumagn við austfirði og á Hornafjaröarmiðum. Þessi rek- netasild hefur verið fryst til beitu, enda var hún ekki söltunarhæf. En menn verða að gera sér ljóst, aö sfld með framansögðu fitu- magni er lika. lélegri sem beita, heldur en sfld sem náð hefur hærri f itu. Af þessari ástæðu heföi verið réttara að biða örlitið leng- ur með að veiða þá sfld sem ætluð er til beitu á næstu vetrarvertið. Heyrst hefur að veiðileyfin til reknetabáta hafi verið gefin út þetta snemma til að kanna veiði- svæðin. Hér kemur fram sá galli á skipuiagningu okkar fiskveiða sem ég hef gert margsinnis að umtalsefni i þessum þáttum, sem sé sá, að hafa ekki tiltæka þegar svona stendur á sérstaka leitar- báta sem kanna veiðisvæðin og veiðaaðeins tilkönnunar á magni og gæðum, I þessu tilfelli á fitu- innihaldi sildarinnar. Meöferöin á fiskkössum hér á landi Notkun fiskkassa hefur mikiö aukist hér á Islandi siðustu árin. Stærsti hluti togaraflotans notar nú slika kassa til aö isa i fiskinn yfir veiðiferðina, en með þessu hafa fengist langtum betri skil- yröi en áður þekktust, til að koma með góðan fisk að landi. Ennþá hafaþó ekki allir lært að isa fisk- inn rétt i kassana svo einfalt sem þaö er. Gallinn er sá að sumir setja of- mikið af fiski I kassana en of litið af is. Hæfilegt fiskmagn i hvern kassa sem tekur 90 1. sem er al- gengasta stærðin, er 58 kg. Isa skal i botn kassans svo og miðju hans, og að siðustu ofan á fiskinn, en aldrei má fylla kassana upp- fyrir brúnir. Rétt notkun fisk - kassa hefur geysilega mikla þýð- ingu fyrir góða nýtingu við flökun og þar með afkomu frystihúsa. En fiskikassar þurfa góða með- ferð svo þeir endist sem lengst, en með meðferðinni er hér ábóta- vant bæði á sjó og landi. Þaö er þvi miður ekki óalgeng sjón hér að sjá heilum stafla af kössum með fiski i skipað á land þannig, að krækt hefur verið undir brúnir neðsta kassans. Þetta er óhæfileg meðferð og þannig endast plast- kassarnir illa. Skipa þarf kössunum i land standandi á flekum og þannig þurfa þeir lika að standa bæði i fiskilest og i móttökum frysti- húsanna. Þetta er grundvallar- skilyröi til þess að kassarnir end- ist vel. En flekamir sem kassarn- ir eiga að standa á stuðla jafn- framtað betri geymsluskilyrðum fyrir fiskinn vegna þess loftrúms sem verður við gólf. Nú þegar frystihúsaeigendur telja rekstr- arskilyröi húsanna erfið, þá þarf að huga að þeim hlutum sem bet- ur mega fara, og eittaf þvi er tvi- mælalaust meðferðin á fiskiköss- unum. Kostnaðarliðurinn fisk- kassar er talsvert mikill hjá frystihúsi sem rekur t.d. tvo tog- ara, en þessi búnaður á sjó og landi stuðlar meira en flest annað að góðri afkomu. Að sjálfsögðu rýrist þessi hagnaður, ef ending fiskkassanna er helmingi styttri hér heldur en annarsstaðar, sök- um vankunnáttu og trassahattar. Almennar fréttir úr bréfi Síldar- útvegsnefndar 1 upplýsingabréfi til síldarsalt- enda frá Sildarútvegsnefnd út- gefnu 28. ágúst 1977 er sagtfrá þvi sem Síldarútvegsnefnd er búin að gera nú fyrir þessa haustvertið á sviöi sildarsölu og markaðskann- ana. 1 bréfinu segir: „í júni tókust samningar i Moskvu við Sovét- menn. Samiö var um 25% minna magn en á s .1. ári, enda var mikill ágreiningur um söluverð. Skömmu áður hafði verið gengið frá samningum við finnska kaup- endur. Sölumagniö þangað var mun minna en vonir höfðu staðið til. Olli þvi einnig ágreiningurum söluverðið. Nokkur verðhækkun náðist þó i báðum löndunum frá fyrra ári og Sovétmenn féllust nú á að kaupa verulegt magn af svokallaðri „Special-slld” sem er fremur léttsöltuð, hausskorin og slóg- dregin slld með 3ja kg. sykur- skammti. Var þetta talinn mikill ávinningur þar sem Sovétmenn höföu árin á undan neitað að kaupa nema heilsaltaða sild af ódýrustu stærð. Fyrri hluta júlimánaðar fóru svo fram f Reykjavik samninga- viðræður við Svia og V.-Þjdð- verja. Um þær samningaviðræð- ur segir siðar i bréfinu: „Eftir að samningar höfðu tekist við Svia og V-Þjóðverja um sölu á saltaðri sild fóru að berast til landsins fyrirspurnir um hraðfrysta sild, einkum frá V-Þýskalandi og Hol- landi,en vaxandiótta gættiþá hjá sildarvinnslu og sfldarsölufyrir- tækjum i þessum löndum um að skortur kynni að verða þar á hraðfrystri og nýrri sild á næst- unni”. Það skal tekið fram að I bréfinu segir, að Sildarútvegsnefnd hafi snemma i sumar gert fyrirspurn- ir til S.H. og Sjávarafurðadeildar S.l.S. um hvað hægt mundi að selja af hraðfrystri sild. Töldu söluaðilar frystrar siidar sölu- horfur ekki sérlega góðar og reiknuðu ekki með meiri sölu beggja fyrirtækjanna en sem svaraði 3000 smál. Um þetta segir siðar i bréfinu: SUN „hefur áfram verið I sam- bandi við söluaðila frystrar sild- ar, en ekki liggur enn ljóst fyrir hvaða magn unnt er að selja af frystri sild né heldur hvaöa verð unnt er að fá fyrir sildina.” Siðan heidur bréfið áfram svohljóö- andi: „Afundi sem haldinn var i Sildarútvegsnefnd is.l. viku, upp- lýstu þeir stjórnarmeðlimir i SUN, sem jafnframt eiga sæti i stjórn S.H., að á stjórnarfundi i S.H. fyrr sama dag hefði verið skýrt svo frá, að ekki væri gert ráð fyrir að unnt yrði að selja til útflutnings nema 2-3000 smál. af frystri sild á vertiðinni. Jafn- framt upplýstu sömu aðiiar, að litlar likur væru á verðhækkun á þessu takmarkaða magni frá fyrra á.ri. Þá heföi og komið fram að stærsti viðskiptaaðilinn I frystri sild teldi að ekki væri unnt að greiða hærra verð fyrir frystu sildina en s.l. ár, m.a. vegna auk- ins framboðs frá Kanada og U.S.A.” Næsti kafli I bréfi Sildarútvegs- nefndar hljóðar svo: „Ýmislegt bendir þó til þess, að á komandi vertið muni nást tiltölulega hag- stæðara verð fyrir frysta sild en saltaða, en framleiöendum er að sjálfsögðu frjálst, hvort þeir taka sikiina til söltunar eöa frystingar. Rikir því nokkur óvissa um það, hve mikið verður saltað á vertið- inni og getur svo farið að sildar- söltunin muni að þessu sinni ekki geta keppt við hraðfrystinguna um hráefnið, en þessu var þveröf- ugt farið á sJ. ári eins og áður hefur komið fram. Varla þarf að taka fram, aö f öllum fyrirfram- samningum SUN. er svo kallaður „veiði- og ve Kunarfyrirvari,” enda væri annað fráleitt, þegar jafn sveiflukennd markaösvara á i hlut og sildin.” Siðár i bréfinu segir: „Fari svo . að hinn umræddi skortur á óunn- inni sild, þ.m.t. heilfrystri sild, á þessu hausti verði þess valdandi að ekki takist að afgreiöa um- samið magn af saltsild til þeirra markaða, sem unnið hefur verið að byggja upp á undanförnum tveim árum, getur það að sjálf- sögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir framtiðina. Öneitanlega væri bað t.d. kaldhæðið, ef keppi- nautar eins og Hollendingar, sem með undirboðum hafa rutt okkur út af þýðingarmiklum saltsildar- mörkuðum, t.d. pólska markaðn- um, myndu nú með skyndilegum yfirboðum I suðurlandssild — vegna timabundins sfldarskorts á sjálfum hollenska markaðnum — verða þess valdandi að enn fleiri markaðir glatist, t.d. hinn stóri markaöur I Sovétrikjunum, en flestir munu þeirrar skoðunar, að aukinn sildariðnaður á íslandi á næstu árum sé að nokkru leyti undir þvi kominn, hvernig til tekst með sildarsöluna til Sovét- rikjanna. Samningaumleitanir við Sovétmenn taka yfirleittlang- an tima og krefjast mikils undir- búnings. Það er rétt að við gerum okkur það ljóst, að þessi stóri viðskipta- aðili treystir ekki á seljendur, sem afgreiða vörurnar eftir geð- þótta og hlaupa frá samningum, ef skyndilega býðst hagstætt verð annarsstaðar um skamman tima, jafnvel þótt I samningum sé skýr afgreiðslufyrirvari. Hið sama gildir einnig um aðra erlenda við- skiptaaðila okkar”. Hér lýkur tilvitnun I upp- lýsingabréf Sildarútvegsnefndar. Ég er sammála Sildarútvegs- nefnd i þvi, að það geti haft alvar- legar afleiöingar fyrir framtlðina ef ekki verður staðið við gerða samninga um sölu á saltsild frá s.l. sumri, svo framarlega að nægjanleg sild veiðist til þess. Hinsvegar þykir mér það skorta á I bréfi nefndarinnar að ekki skuli þar vera upplýst um hvað margar sfldartunnur er búið að selja til hvers viðskiptaaðila sem nefndir eru i bréfinu og fyrir hvaða verð. Yfir þvi ætti ekki að þurfa að vera nein leynd. Þá væri óneitanlega forvitnilegt að fá upplýst igegnum hvaða aðila gert er ráð fyrir að Hollendingar bjóði svo hátt verð i frysta síld hér, að saltsildarsamningar séu i hættu, fyrst Sölunefnd Hraðfrystihús- anna og Sjávarafurðadeild S.l.S. telja sifluhorfur á frystri sild ekki betri en þær að sölumagn geti varla orðið yfir 3000 smál. og verðhækkun tæpast frá s.l. ári. Hvaðan hefur Sildarútvegs- nefnd þær upplýsingar, að gera megi ráð fyrirhærra boöi I frosna sild frá Hollendingum en saltsild- armarkaöirnir þoli,fyrst þær eru ekki komnar frá Sölusamtökum frosinna fiskafurða hér? Þetta væri óneitanlega fróölegt aö fá upplýst. Málið lægi þá ljósara fyrir. Rétt er aö taka fram að leyfð veiði á sild í ár er 25 þús. smál. istað 15.þús.smál. I fyrra. 2/9.1977 Jóhann J.E. Kúld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.