Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Miövikudagur 7. september 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis. 'Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaöaprent hf. NATO-sjónarmiðin höfðu farið halloka á valdaárum vinstristjórnarinnar var ákveðið að berja fram einskonar hefnd gegn íslendingum, — hefnd eða ráðningu, sem átti að duga um aldur og ævi. Gerður var samningur við Breta og Vestur-Þjóð- verja um að íslendingar mættu ekki færa landhelgina út úr 12 milum nema að fengnu samþykki alþjóðadómstólsins i Haag. Talsmenn þessa nauðungar- samnings töldu honum það helst til gildis að hann væri óuppsegjanlegur. Þáverandi stjórnarandstöðuflokkar, Framsóknarflokkurinn og Alþýðubanda- lagið,lýstu þvi yfir að þeir myndu hafa þennan millirikjasamning að engu. Þegar Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn töpuðu þingmeirihlutanum var samningi þessum sagt upp og landhelgin færð út i 50 sjómilur. Það var Alþýðu- bandalagið sem hafði frumkvæðið um þá útfærslu i 50 sjómilur. Sú stefna var kölluð „siðlaus ævintýrapólitik” i Alþýðublaðinu og af utanrikisráðherra viðreisnar- stjórnarinnar. En djörf stefna Alþýðu- bandalagsins i landhelgismálinu sigraði; jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn vill núorðið eigna sér þá stefnu og margir fleiri óverð- ugir, jafnvel Jósep Luns, vildu þá Lilju kveðið hafa! Þegar Alþýðuflokknum og Sjálfstæðis- flokknum tókst að knýja fram samþykki alþingis við nauðungarsamninginn frá 1961, bentu margir aðilar á þann háska sem af honum gæti hlotist fyrir afkomu þjóðarinnar, fyrir fiskistofnana við landið og þar með tilverugrundvöll landsmanna. En talsmenn NATO-linunnar létu sér hvergi segjast; þeir gengu svo langt að einn helsti sérfræðingur rikisstjórnar- innar i landhelgismálum taldi 12 milurnar ófrávikjanleg alþjóðalög! Sem betur fer hrinti þjóðin af sér öki nauðungarsamningsins með kosninga- sigri Alþýðubandalagsins og falli viðreisnarstjórnarinnar 1971. Og i dag mega menn gjarnan velta þvi fyrir sér hvaða afleiðingar stefna ihaldsins og Nató-vina hefði getað haft fyrir lifskjör þjóðarinnar i dag. Landhelgin væri ekki 200 milur, ekki 50 milur, heldur 12 sjómíl- ur. Fiskistofnarnir væru enn verr á sig komnir en þeir eru nú. Þar af leiðandi væru lifskjörin enn verri og þær raddir að sama skapi háværari sem heimtuðu leigu- gjald fyrir herstöðina og/eða fleiri erlend stórfyrirtæki inn i landið. útfærsla landhelginnar og yfirráð Islendinga yfir fiskistofnunum og nýtingu þeirra er stærsti sigur sem íslendingar hafa unnið i sjálfstæðisbaráttu sinni á siðari tveimur áratugum lýðveldisins; sá sigur vannst vegna þess að þjóðin bar gæfu til þess að fylkja sér um stefnu Alþýðubandalagsins, islenskra sósialista. En ánægjan yfir þeim sigri má ekki verða til þess, að menn gleymi þvi sem ihaldsblöðin þögðu um á dögunum þegar þau rifjuðu upp ávinninga landhelgisbaráttunnar: Samingunum 1961. Þjóðin verður að muna þá samn- inga; — sama hugarfarið gæti enn leitt valdamenntil samskonar óhæfuverka: Að taka hagsmuni erlends hernaðarbanda- lags, útlendinga, fram yfir grundvallar- hagsmuni islensku þjóðarinnar. —s. Má ekki gleymast Fyrir nokkrum dögum minntust ihalds- blöðin merkilegra áfanga i landhelgis- málinu. Þau minntust hins vegar ekki á þann þátt i sögu landhelgisbaráttunnar sem snýr að Sjálfstæðisflokknum alveg sér- staklega, en það er samningurinn við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961. Forsaga þess samnings var sú. að vinstristjórnin ákvað fyrir forystu Alþýðubandalagsins að færa landhelgina út i 12 sjómilur 1. september 1958. Innan vinstristjórnar- innar sátu jafnvel ráðherrar á svikráðum við útværsluna; þeir tóku vináttuna við NATO fram yfir hagsmuni Islendinga. Gilti þá einu þó að Bretar réðust með of- beldi inn fyrir 12 milna landhelgina á Nató-herskipum. Hernaðarbandalagið var samt forgangsaðili þegar þessir menn gerðu upp hug sinn til útfærslunnar i 12 sjómilur. Þrátt fyrir harða andstöðu innan stjórnarinnar og i stjórnarandstöðunni, Sjálfstæðisflokknum, tókst engu að siður að knýja útfærsluna til framkvæmda. Þegar vinstristjórnin fyrri fór frá völdum tók fljótlega við samstjórn Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. Þessi stjórn hafði þingmeirihluta til þess að knýja fram NATO-afstöðuna i landhelgismálinu. Og hún gerði meira: Þar sem r Alverstregðan Þegar álsamningurinn var gerður á sinum tima við Alusuisse um að reisa verk- smiðjuna i Straumsvik, var gert ráð fyrir þvi, að hér á landi þyrfti ekki að setja upp nein hreinsitæki. Að sjálfsögðu voru forráða- menn Alusuisse ánægðir fyrir sitt leyti með það fá að koma upp álbræðslu þar sem engar slikar kröfur voru gerðar, vitandi um hver þróunin var annars staðar. Af Islands hálfu voru engar kröfur gerðar til álversins um hreinsitæki, og ætla má að þeir sem samninginn geröu hafi með þvi viljað kaupa Alusuisse til þessara framkvæmda hér. Mengunin af Alverinu, innan húss og utan, hefur siðan orðið hverju mannsbarni ljós, og kröfur um uppsetningu hreinsi- tækja hafa gerst háværari eftir þvi sem á leið, og Þjóðviljinn hefur allra blaða mest barist fyrir uppsetningu slikra hreinsi- tækja. A vinstri stjórnarárunum gerði Magnús Kjartansson þáverandi heilbrigðisráðherra þá kröfu til álversins að hreinsi- tæki yrðu sett upp, en þeirri kröfu var neitaö og vitnað i aðalsamninginn þar sem hreinsitæki voru ekki áskilin. Þegar aflað hafði verið laga- heimildar og útgefin reglugerð um mengunarvarnir var ál- verinu fyrirskipað að sækja um starfsleyfi samkv. þessum nýju reglum, eða reksturinn yrði stöðvaður ella. Sótti álverið þá um starfsleyfi og lýsti þvi jafnframt yfir, að Alusuisse væri reiðubúið til þess aö koma upp hreinsitækjum þótt ekki væru þeir skyldaðir til þess skv. aðalsamninginum. Þá var markaður fyrsti áfanginn i baráttunni fyrir hreinsitækjum i álverið, en eftir var gliman um hvernig þau ættu að vera, og hvað langan tima ætti að taka að setja þau upp. Enn þriggja ára frestur Gerðar voru margvislegar til- raunir og m.a. samið við islenskan uppfinningamann, Jón Þórðarson, um smíði tilrauna- tækis, en það reyndist ekki nógu áhrifarikt gagnvart flúornum, þótt það hreinsaði rykið vel. Sfðan komu fram tillögur frá álverinu um uppsetningu hreinsitækja á þremur árum, sem er allt of langur timi tækni- lega séð. Má minna á, að þing- menn Alþýðubandalagsins lögðu fram þingsályktunartillögu á siðasta þingi þess efnis að , álverinu yröi gert skylt að setja upp hreinsitæki innan eins árs. Nú hefur heilbrigöisráðherra veitt álverinu leyfi til þess að dunda sér við uppsetningu tækj- anna i þrjú ár, án þess að til- kynna landslýð nokkuð um það. Vist má segja að betra er að fá hreinsitæki i álverið á þremur árum heldur en ekki, en er þessi dráttur nauðsynlegur? Svo er alls ekki, og hefur skolla- leikurinn við álverið staðiö alltof lengi. Besta beljan „Sviþjóð skipar heiðurssess I fornnorrænni menningararf- leifð — i sameiginlegri menningararfleifð okkar — sem heimkynni Asa á jörðu. í Ynglingasögu Snorra Sturlui sonar — hinum goðafræðilega inngangi að frásögnum Heims- kringlu um konungaættir Norðurlanda — er þessari for- sögulegu Sviþjóö goðafræðinnar lýst á ógleymanlegan hátt, sem landi árs og Fróðafriðar, þar sem þeir sátu i friði og velsæld, Óðinn að Sigtúnum og Freyr að Uppsölum.” Svona er nú forsætis- ráðherrann okkar kominn langt i goðafræðinni, og heilsaði Sól- veigu og Þorbirni FSlldin meðal annars með þessum orðum. Hinsvegar hefur ráðherrann greinilega ekki lagt eins mikla rækt við Handbók bænda eins og goðafræðina. Bóndinn og for- sætisráðherrann Þorbjörn breytti ferðaáætlun sinni á mánudaginn oe stakk inn höfði i fjósið i Þrándarholti í Gnúp- verjahreppi hjá Ingvari Jóns- syni og sonum hans Steinþóri og Þráni. Segja nærstaddir að sænski forsætisráðherrann hafi gert sig heimakominn og spurt margs, en Geir hafi staðið nærri durum og sagt fátt. í vistlegu fjósi feðganna var aðeins ein kýr. Til þess að leggja nú eitt- hvað til málanna er sagt að Islenski ráðherrann hafi spurt: „Er þetta besta beljan yðar?” „Sr det Er basta kossa?” Liklega hefur ráðherranum þótt sennilegast að ekki væri veriðað reka nythæstu kýrnar á beit. Það upplýstist svo að kýrin var haldin doða, en á þvi kunni Fálldin skil, þótt hann hafi nú látið af kúabúskap f bili. Eftir þessa uppfræðslu i land- búnaðarmálum er sagt að utan- rikisráðuneytið ætli að leggja til að Geir Hallgrimsson fari i skoðunarferð um nokkur bila- innflutningsfyrirtæki i Reykja- vik, næst þegar forsætis- ráðherra erlendrar þjóðar kemur I heimsókn. r orréttindabeljan var með doða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.