Þjóðviljinn - 07.10.1977, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.10.1977, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. október 1977 Járnblendiverksmiðjan V atnstakan áhyggjuefni Váðifélag Laxár viU að verksmiðjan karmi áhrifin á lifkskilyrðin i ánni Til stendur aö vatn til Járn- blendiverksmiöjunnar á Grund- artanga veröi tekiö I landi jarðar- innar Tungu I Svinadal, ásamt einhverjum landskika. NU hagar svo til aö vatn þaö, sem verk- smiðjan hugsar sér aö hiröa, fell- ur i Skarösá en hún aftur í Laxá i Leirársveit. Laxveiöibændur, sem þarna eiga hiut aö máli eru uggandi um, aö þessi vatnstaka kunni aö valda röskun á lifsskil- yröum á þessu vatnasvæöi og þvi tók Veiöifélag Laxár máliö til meðferðar á aöalfundi sinum 24. fyrra mánaöar. Þar var sam- þykkt svohljóðandi Ályktun „Aöalfundur Veiöifélags Lax- ár, haldinn i veiöihúsi félagsins laugardaginn 24. sept. 1977 lýsir áhyggjum sinum vegna fyrirhug- aörar vatnstöku Járnblendifé- lagsins i landi Tungu I Svinadal. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til stjórnar Járnblendifélags- ins, aö hún láti á sinn kostnaö framkvæma rannsókn á þvi, hvortfyrirhuguö vatnstaka kunni aö valda röskun á lifsskilyröum i ánni. Leiöi slik rannsókn i ljós aö svo veröi, telur fundurinn aö Járnblendifélagiö sé bótaskylt gagnvart aöilum aö Veiöifélagi Laxár”. Flutningsmenn þessarar tillögu voru 4 og var hún samþykkt meö samhljóöa atkvæöum. Eignamám? Grétar Jónsson, bóndi á Hávarösstööum i Leirár- og Meiasveit sagöist ekki vita betur en aö samningaumleitanir stæöu yfir um kaup á vatni og einhverju landssvæöi I Tungu. Þó mundi það mála sannast, aö þeir, sem ættu vatnsréttindin og umrætt land, væru ekkert hrifnir af söl- unni. Og ekki mundi ennþá vera búiö aö semja um veröiö. Svo kynni aö fara, að mat yrði látiö fara fram og þá framkvæmt eign- arnám.ef ekki semdist um verö á grundvelli matsins. — Og þá má spyrja, sagði Grétar, — veröur eignarnám variö meö því, aö þarna sé um þjóöarnauðsyn aö ræöa? Grétar taldi, aö búiö væri aö semja viö þá, sem ættu land þaö, er væntanleg vatnsleiðsla frá Tungu aö Grundartanga lægi um. Hann áleit einnig, að Jaröanefnd sýslunnar væri andvig sölunni þvi hún teldi.aö Tunga mættiekki viö því aö missa það land, sem þar væri falast eftir. En þegar þetta er ritaö, haföi ekki tekist aö ná tali af formanni Jaröanefndar- innar Guömundi Péturssyni á Gullberastööum, til þess aö fá álit nefndarinnar á málinu. Steinsholt og Efra- Skarð Jaröirnar Efra-Skarö og Steinsholt eiga land aö Skarösá. Bændur þar eiga því hagsmuna aö gæta I þessu máli. Ólafur Jakobsson i Steinsholti sagöi, aö ennþá heföi ekki veriö viö þá talaö og þvi væru þeir held- ur ekki búnir aö gera neinar kröf- ur. — Þetta er alvarlegt mál fyrir okkur, sagöi Ólafur og á meðan ekkert er viö okkur rætt, getum viö sett stólinn fyrir dyrnar. Ólafur Magnússon á Efra- Skaröi sagöi aö vatnstaka Járn- blendifélagsins I Tungulandi mundi óhjákvæmilega leiða til röskunará vatnsmagni i Skarösá. Væri þaö einkum tilfinnanlegt þegar litiö væri i ánni. Þá munaði verulega um Tungulækinn þvi þar væri rennsliö miklu jafnara. „Lítill hlutur” Siguröur Sigurösson I Stóra- Lambhaga taldi þetta „litinn hlut”. Vatnsmagn það, sem teflt væri um, væri litiö eöa um 1/2% af rennsli Laxár. — Þaö stendur nú til að gera einhverjar umhverfisrannsóknir á þessu svæöi, sagði Siguröur, — og athuganir á afleiöingum vatnstökunnar fyrir Laxá veröur liöur i þeim. Þessar umhverfis- rannsóknir eiga aö vera búnar aö standa i ár áöur en verksmiöjan tekurtilstarfa.Siguröursagöi, aö fyrir nokkrum dögum heföu menn veriö þarna á ferö til þess aö at- huga hvar rannsóknartækin skyldu sett niöur. Aleit hann, aö til stæöi aö koma þeim fyrir i haust. — mhg Margur heldur migsig Örstutt athugasemd frá Helga Seljan, alþingismanni Helgl Seljan Þaö gladdi mig óneitanlega, er ég sá leiöara Tímans I morgun, aö ritstjóri hans skyldi bregðast svo hart viö, sem raun bar vitni. Gott er aö sök blti sekan. Um aöalefni greinar minnar var að sjálfsögöu ekki rætt. Hins vegar var aöalefniö þaö, aö Guömundur Hjartarson seöla- bankastjóri heföi starfað meö bankastjórum, völdum á við- reisnartimanum. Þaö kemur engum á óvart, þó fariö sé meö rangtúlkanir á afstööu og stefnu Guömundar Hjartarsonar — þaö er nú einu sinni sérgrein Þórarins, en þegar farið er meö dylgjur um aö Ihaldsstjórnin hafi stöðvaö Guömund af I vaxtahækkunum og gengisfellingum þá er þaö tæpast sæmandi, jafnvel ekki þeim Timamönnum. En jdir hvaöa vaxtastefnu hefur þá Guömundur Hjartar- son lagt blessun sina aö mati Þórarins? Ekki sameiginlega stjórnar- stefnu, eins og ég heföi nú haldiö, þessa á miöri leiö til hægri, sem lýst var I einum leiö- aranum á dögunum. Nei, ekki einu sinni þaö. Miöaö viö niöur- stööuna um vilja Alþýöubanda- lagsins til samvinnu viö Sjálf- stæöisflokkinn, þá hefur stefnan veriö Sjálfstæöisflokksins, en Framsókn aöeins fylgt henni I auömýkt. Þá erum viö Þórarinn komnir aö sömu niöurstöðu um stjórnarstefnuna, nema hvaö hann gengur lengra — einn á Sjálfstæöisflokkurinn aö hafa haft húsbóndavaldið — hlut- skipti þjónsins er Framsóknar. Þetta þótti mér sérlega ánægju- leg játning. Nokkrum sinnum er þvi svo skotiö aö, aö Lúövik Jósepsson láti mig tala og skrifa svona og svona. — Ja er þaö furöa, þó Þórarinn mæli svo. Margur heldur mig sig. Þaö er raunar vorkunnarefni, að maöur eins og Þórarinn Þórarinsson skuli vera látinn skrifa svona — ekki siztþegarlitið er tilþess, sem er yfirritstjórinn. í þeim saman- buröi uni ég glaður viö minn hlut. 4/10 ’77 Helgi Seljan Frá æskulýdsnefnd Alþýdubandalagsins: Rútan á ráðstefnuna Við minnum á ráðstefnu ungra Alþýðubandalags- manna á Akureyri um næstu helgi, 8.-9. október. Ráðstefnan verður haldin í Alþýðuhúsinu og hefst á laugardaginn kl. 10. Rútan heldur af stað frá Aðalstöðinni í Keflavík kl. 16 í dag, föstudaginn 7. okt. Kl. 16.30 er rútan við„Boll- una" í Hafnarfirði. Frá Grettisgötu 3 leggur rútan af stað kl. 17 út úr bænum. Rútan verður við Akra- nesvegamótin kl. 18.15. Við minnum fólk á að taka með sér svefnpoka, en séð verður fyrir gist- ingu. Þátttökug jald er kr. 1500. Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins. Skipun eftir- litsmanna með opinberum byggingum Þjóðviljinn hefur að gefnu tilefni leitað upplýs- inga hvernig eftirlitsstörf- um með opinberum bygg- ingum úti á landi er háttað. Rikið greiðir 85% af stofnkostn- aöi sjúkrahúsa læknisbústaöa og bústaöa hjúkrunarfólks, en Framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar rikisins sér um útboð og fylgist meö framkvæmdum. Innkaupastofnunin skipar siöan eftirlitsmann meö verktakanum, sem samið hefur verið við, og er almenna reglan sú að eftirlits- maðurinn sé einn af föstum starfsmönnum stofnunarinnar og sinni eftirlitsstarfinu frá Reykja- vik eða Snæfellsnesi, en þar eru þeir búsettir. Ef ráöinn er maöur utan stofn- unarinnar, er yfirleitt um heima- menn að ræöa. Skúli Guömunds- son, yfirmaöur framkvæmda- deildarinnar sagöi I samtali viö Þjóðviljann aö ef ekki reyndist unnt aö fá heimamann til eftir- litsstarfanna, yrði aö leita I annaö byggðarlag, og nefndi sem dæmi að yfirleitt fylgdist eftirlitsmaöur á Akureyri meö framkvæmdum af þessu tagi á Norðurlandi. Skúli sagðist ekki muna til þess að ráðnir hefðu verið menn úr öðrum byggöarlögum til eftirlits- starfa þegar hægt hefði veriö að fá byggingameistara á staðnum til þess. Þó sagöi hann að Innkaupa- 'stofnunin hefði i einstaka tilfell- um fengið menn, sem þegar heföu sinnt eftirlitsstörfum I sinu byggðarlagi, til þess að taka að sér verk á nálægum stað. Þetta væri gert til þess að dreifa eftir- litsstörfunum ekki of mikiö, og væru þetta einu tilfellin þar sem ekki væru ráönir heimamenn eða fastir starfsmenn stofnunarinnar til slikra starfa. —AI Plötuumsiagiö um „Lög unga fúiksins” er eftir Steingrim Ey- fjörö Kristmundsson. Heiniur Pimkts- ins á plötu Gagn og gaman gefur út plötu meö textum Péturs Gunnarssonar, lögum Valgeirs Guðjónssonar og Leifs Haukssonar, sem leikin eru af Hrekkjusvinum 1 næstu viku kemur á markaöinn ný hljómplata sem tekin var upp á liönu sumri. Aö henni stendur hópur tónlistar- fólks sem hefur komiö viöa viö á siöustu mánuöum — og aö auki ungur rithöfundur. Platan heitir Lög unga fólksins og hljómsveitin heitir Hrekkjusvin. Textar á plöt- unni eru allir eftir Pétur Gunn- arsson en lögin eftir Valgeir Guöjónsson og Leif Hauksson. Það er tJtgáfufélagið Gagn og Gaman sem gefur Lög unga fólksins út. Er þetta annað út- gáfuverk félagsins. Þaö fyrra voru Kvöldfréttir Olgu Guörúnar og ólafs Hauks Simonarsonar. A liönu voru réö Gagn og Gaman þá þrímenninga til aö vinna efni fyr- ir hljómplötu um fyrstu ár barns i skólakerfinu. Útkoma þessa starfs eru Lög unga fóiksins. Nokkuö hefur efni plötunnar breyst frá þvi sem áætlaö var i upphafi. Mestu ræöur þar texta- gerö Péturs, en ljóöin á plötunni eru i sterkum tengslum viö heim Púnktsins, sem aflaöi höfundin- um mikilla vinsælda á liðnum vetri. Einnig er skammt frá Græn- jöxlum, sem verið er aö sýna Framhald á 14. slðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.