Þjóðviljinn - 07.10.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 07.10.1977, Qupperneq 11
Föstudagur 7. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Úr leiknum I gærkveldi. Þrátt fyrir aö Haukarnir næöu oft aö skapa sér marktækifæri, réöu þeir ekki viö hraðaupphlaup Kinverjanna. Fyrsti sigur á vesturlöndum Kinverska handknattleiks- landsliöiö vann sinn fyrsta sigur i för sinni til vesturlanda meö þvi aö vinna Hauka meö 32 mörkum gegn 25. Leikurinn fór fram I iþróttahúsinu i Hafnarfirði og vakti litla hrifningu hinna örfáu áhorfenda, sem leiö sina lögöu i iþróttahúsið. Kinverska liöiö haföi frá upphafi mikla yfirburði i leiknum, sem e.t.v. sést best á þvi aö þeir breyttu stööunni úr 6:5 i fyrri hálfleik i 16:5. Eftir þaö slökuöu þeir eilitiö á þannig aö staöan i hálfleik var 17:10. Seinni hálfleikur var ekki frekar en sá fyrri neitt augnayndi fyrir áhorfendur. Kínverjarnir voru greinilega mun betri aöilinn og á köflum sýndu þeir skemmti- lega takta. Forystan jókst þö ekki Framhald á 14. siöu Olympíuleikamjr og framkvæmdavaltlið — eftir I. Vinogradsky, forstjóra þeirrar stofnunar í Moskvu er annast hönnun menningar-, tómstunda-, íþrótta og heilsumannvirkja Undirbúningur Ólympiuleika er alltaf tengdur þvi aö finna lausn á flóknum vandamálum mann- virkjageröar. Viö athugun á reynslu þeirrs sem skipulagt hafa undangengin ólympiumót koma i ljós tvær meginstefnur. 1 fyrsta FH-liðið valið Liö FH sem leikur viö finnska liðið Kiffen iEvrópu- keppni bikarhafa á morgun i iþróttahúsinu i Hafnarfirði, hefur nú verið valiö, og er þaö skipaö eftirtöldum leik- mönnum: Markveröir: Birgir Finnbogason Magnús ólafsson Aðrir leikmenn: Auðunn Óskarsson (fyrirliöi) Geir Hallsteinsson Þórarinn Ragnarsson Om Sigurösson Sæmundur Stefánsson Guðmundur Ámi Stefánsson Guömundur Magnússon Vignir Þorláksson Valgarö Valgarösson Manchester í 2. umlerð Eftir mikið japl, jaml og fuöur gat leikur Manchester United og franska liösins St. Etienne farið fram. Eins og kunnugt er var Manchester- liðið dæmt úr keppninni af UEFA vegna óspekta áhang- enda sinna. Sú ákvörðun var siðan tekin til baka með þvi skilyrði þó, aö heimaleikur Manchesterliðsins yröi ekki leikinn á velli þess, heldur á einhverjum öðrum velli I Englandi og þá i 200 milna fjarlægð hiö minnsta frá Old Trafford. Það var leik- vangur Plymouth sem varð fyrir valinu, og fór leikurinn fram á miðvikudagskvöldið. Manchester hafði alla yfir- burði i leiknum og sigraði með 2 mörkum gegn engu. Stuart Pearson skoraði fyrra mark Manchester rétt fyrir leikhlé, og I seinni hálfleik bætti Steve Coppel öðru marki við og tryggði með þvi sigur Manchester og um leið þátttökurétt i 2. umferð Evrópukeppninnar. I næstu umferð leikur Manchester viö Porto frá Portúgal lagi færast þægindin stöðugt I auknan, bæði hvað snertir aðbún- að iþróttamannanna sjálfra og áhorfenda. I öðru lagi er um að ræða stöðugt meiri dreifingu leikanna á fleiri iþróttasvæði. Auk þess ber nú meira á þeirri viöleitni aö nýta þær aðstæður sem þegar eru fyrir hendi og byggja ný mannvirki á þann hátt að þau megi koma að gagni eftir að Ólympiuleikunum er lokið. Að ææum likindum munu Ólympiuleikarnir I Moskvu 1980 einkennastaf þessum stefnum, og bróa bær áfram. Svæðin þar sem keppt verður 1980 hafa verið valin með tilliti til þeirrar stefnu sem mörkuð er i heildarskipulagi Moskvuborgar. Þau iþróttamannvirki sem fyrir eru, eða i smiðum nú, samkvæmt aðalskipulaginu, verða nýtt svo sem kostur er. Að ólympiuleik- unum loknum munu þessi mann- virki notuð fyrir tómstundastörf og likamsþjálfun borgarbúa. 1 áætlunum er gert ráð fyrir 6 Ólympiumiðstöðvum i Moskvu. Höfuðstöðvarnar verða i Luzhniki. Stóra iþróttasvæðið þar verður endurnýjað og bætt, þar munu fara fram hátiðahöldin I sambandi við opnun og lokun ÓL- 80 og auk þess keppni i knatt- spyrnu (lokakeppni) pg kappreið- um (Prix des Nations). Blak- keppni i karlaflokki veröur haldin á minni iþróttavellinum, póló- keppnin i sundlaug Luzhniki og keppni i júdó og fimleikum verður háð i Iþróttahöllinni. Nú stendur yfir smiði iþróttahúss sem nota má til ýmissa hluta á Luzhniki- svæðinu, og verður blakkeppni i kvennaflokki þar. Nálægt þess- um mannvirkjum á aðalmiðstöð ÓL-80 að risa, þ.e. sjálfvirka eftirlitsstöðin. Allt svæðið verður endurbætt og búið öllum nýjustu tækjum, þar veröur sköpuð ákjós- anieg aðstaöa fyrir dómara, fréttamenn, sjónvarps- og út- varpsupptöku osfrv. Ahorfenda- bekkirnir i Luzhniki munu sam- tals rúma 146.000 manns, og um 350.0000 manns munu geta fylgst þar með keppninni á dag. 1 norðurhluta sovésku höfuð- borgarinnarer verið að reisa nýtt iþróttasvæði. Meðal mannvirkja þar verður innanhússvöllur fyrir 45.000 áhorfendur — sá stærsti i Evrópu — þar sem keppt verður i hnefaleikum og körfubolta (karlaflokki). Moskvubúar þarfnast sliks vallar sem siðar verður notaður fyrir stærri viö- burði i iþrótta- og menningarlif- inu. Innanhússundlaug fyrir 10.0000 áhorfendur — sú stærsta i Sovétrikjunum — verður byggð nálægt vellinum og veröur þar keppt i sundi og dýfingum. Þetta Iþróttasvæði verður það mikil- vægasta af öllum þeim nýju mannvirkjum sem reist verða fyrir ÓL-80. íþróttasvæðið við Leningrad- breiðstræti verður fullkomnað og byggt upp að fullu. Nálægt þvi fer nú fram smiði á knattspyrnuvelli undir þaki með sæti fyrir 5000 áhorfendur og verður þar keppt i glimu. 1 hverfinu Khimki- Khovrinl verður byggður iþrótta- salur, einnig fyrir 5000 áhorfend- ur. Verið er að byggja upp stórt iþróttasvæði i norð-vestur hluta höfuðborgarinnar. Þar er verið að koma upp öðrum áfanga róðraskurðar og innanhússhjóla- braut fyrir 6000 áhorfendur, og er það stærsta braut sinnar teg- undar i Sovétrikjunum. Einnig er verið að leggja þar 15 km. langa hjólreiðabraut utanhúss. Þetta svæði, ásamt skiðasvæðinu sem þegar hefur verið starfrækt lengi þarna i grenndinni, verður eitt af stærstu útivistar- og iþróttasvæð- um sem verkalýðshreyfingin fær til sinna umráöa að ÓL afstöðn- um. í Ismailovo-hverfinu i austur- hluta Moskvu er verið að reisa aðra óL-miðstöð i tengslum við nýtt iþróttasvæði sem iþróttahá- skóli borgarinnar ræöur yfir. Þar er salur fyrir 5000 áhorfendur sem veröur vettvangur lyftinga- keppninnar. Iþróttahöliin i Sokolniki verður endurhæfð til þess að hún geti hýst handbolta- keppni ólympiuleikanna. Arangurinn af öllum þessum framkvæmdum verður i fyrsta lagi sá að uppfylltar verða allar kröfur alþjóðlegu Ólympiunefnd- arinnar og i öðru lagi fá Moskvu- búar til sinna afnota mikið af iþróttamannvirkjum sem eru skemmtileg frá sjónarhorni byggingalistar og koma að góðu gagni i framtiöinni. Flest mannvirkjanna veröa staðsett þannig I borginni að greiður aðgangur verður að al- menningsfarartækjum, neðan- jarðarjárnbrautarlest og skemmtigörðum. Ólympiuþorpið er eitt atærsta atriðið i áætlunum þessum. Mikil- vægasta krafan sem gerð er til staðsetningar þess er að þaðan sé auðvelt að komast til allra þeirra staða þar sem þjálfun og keppni fer fram. Þessvegna hefur verið ákveðið að byggja þorpið I suð- vesturhluta borgarinnar. Ólympiuþorpið verður notaö sem ibúðahverfi að ÓL afstöðnum. Einnig er gert ráö fyrir tals- veröum byggingaframkvæmdum til þess að tryggja eðlilegt starf fulltrúa fjölmiðlanna. Meðal þeirra er smiði alþjóðlegrar sjón- varpsstöðvar i nágrenni þeirrar stöðvarsem þegar er fyrir hendi i Ostankino, og blaöamannamiö- stöð fyrir 3000 fréttamenn. Gistihúsum i borginni veröur fjölgað talsvert, og einnig veit- ingahúsum, kaffihúsum og versl- unum. Mikið starf verður unnið að þvi að leggja fleiri hraðbrautir, byggja brýr og skipuleggja bila- stæði á iþróttasvæðunum. I Moskvu er allt i fullum gangi við undirbúning þessarar miklu hátiðar iþrótta, friðar og vináttu. APN Gunnar Finnbjörnsson verftur meftal þátttakenda á Norfturlanda- mótinu i Stokkhólmi. Island á NM í borðtennfs islendingar taka þátt i Norður- landamótinu i borðtennis sem fram fer i Stokkhólmi dagana 7.- 9. október. Aft þessu sinni er afteins sent lið til keppni i karla- flokki, og þá bæði keppt I einlifta- leik og tviliðaleik. Islensku leikmennimir halda út I dag, en þeir eru: Ragnar Ragnarsson, Erninum (fyrirliði) Gunnar Þ. Finnbjörnss. Erninum Stefán Konráðsson Gerplu Hjálmtýr Hafsteinsson KR Tómas Guðjónsson Kr Fararstjóri verður Gunnar Jóhannsson formaöur Borðtennissambands Islands. Eins og kunnugt er standa Sviar mjög framarlega á heims- mælikvarða i borötennis- iþróttinni. Eiga þeir nokkra af alira bestu borðtennismönnum heims, menn eins og Stellan Bengtsson og Kjell Johansson. Þeir taka þó ekki þátt i mótinu þar sem þeir eru atvinnumenn i iþróttinni, og engin peninga- verðlaun verða i boði. Að þessum tveimur köppum undanskildum verða allir bestu borðtennismenn Norðurlandanna meðal þátttak- enda frá öllum Norðurlanda- þjóöunum nema Færeyjum. Að sögn Gunnars Jóhannssonar for- manns borðtennissambandsins er ekki við miklum afrekum að búast frá okkar mönnum, þó að sjálfsögðu sé aidrei hægt að segja um þaö fyrirfram. Hingaö til hafa Islendingar veitt Norðmönnum allharða keppni á þessum mót- um en nú hafa Norðmenn æft af miklum krafti, undir handleiöslu Kjell Johanssonar. Hvort Borðtennissambandið hefði 1 hyggju að fá hingaö erlendan þjálfara, kvaðst Gunnar ekki getað sagt af né á um, málið yrði athugað, og slðan teknar ákvarðanir þegar heim væri komið. —hól

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.