Þjóðviljinn - 07.10.1977, Side 16

Þjóðviljinn - 07.10.1977, Side 16
DIQÐVIUINN Föstudagur 7. október 1977 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. r Ihaldiö og framsókn i borgarstjórn: ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Svæföu tillögu um frumkvæði í BSRB Sigurjón Pétursson kvaddi sér hljóös utan dagskrár i upphafi borgarstjórnarfundar i gær, og bar fram tillögu um að borgar- stjórn beitti sér sérstaklega til lausnar yfirstandandi kjaradeilu BSRB og hins opinbera. Tillagan var svohljóöandi: ,,t ljósi þeirrar eindregnu and- stöðu borgarstarfsmanna við sáttatillögu í yfirstandandi kjara- deilu, telur borgarstjórn nauð- synlegt að ná samkomulagi um þær meginkröfur starfsmannafé- lagsins: 1. að hækka laun 2 leið- rétta laun um miðbik launastig- ans, 3 tryggja rétt starfsmanna- félagsins til uppsagnar með verk- fallsheimild, ef forsendur samn- ingsins breytast. Borgarstjórn felur borgarráði og launamála- nefnd að reyna til hins ýtrasta að ná samkomulagi áður en til verk- falls kemur.” Björgvin Guðmundsson, full- trúi Alþýðuflokksins, lýsti stuðn- ingi við tillögu Alþýðubandalags- ins, en bæði framsókn og íhaldið i borgarstjórn vildu svæfa hana. Borgarstjóri lagði til að tillög- unni yrði visað til borgarráðs og launamálanefndar til umfjöllun- ar. Röksemdir hans voru þær að kjaradeilur væru margflókin og viðkvæm mál og væri ekki i verkahring borgarstjórnar að gripa inn i þær. Kristján Benediktsson tók i sama streng og borgarstjóri og taldi borgarstjórn ekki réttan vettvang til að taka afstöðu i kjaradeilunni. Sigurjón Pétursson itrekaði það BHM-kennarar lœstir úti i verkfallinu? Menntaskólarnir verda lokaðir deilunni álit sitt i umræðunni um tillög- una, að það myndi vissulega greiða fyrir lausn kjaradeilunnar ef borgarstjórn tæki afstöðu til hennar, áður en til verkfalls þyrfti að koma. Málalok yrðu þau að tillaga borgastjóra var samþykkt að við- höfðu nafnakalli. Alfreð Þor- steinsson gerði grein fyrir þvi við atkvæðagreiðsluna að hann væri fylgjandi efnisatriðunum i tillögu Alþýðubandalagsins, en teldi samt rangt að taka afstöðu á við- kvæmu stigi i kjaradeilu BSRB og stjórnvalda. — j.A. Húsverðir eru í BSRB og hafa lyklavöldin Starfsmenn BSRB leynast viöa i kerfinu. Ef til verkfalls kemur á þriðju- daginn leggst kennsla að miklu leyti niður i grunnskólum og framhaldsskólum, þarsemfélag- ar i BSRB eru i meirihluta meðal kennara. Hið sama gildir ekki um menntaskóla og Háskólann. Þar eru kennarar i BHM og fara ekki i verkfall. Flest bendir þó til þess að kennsla leggist einnig niður á æðri námsstigum. Fyrir utan skrifstofumenn skólans, sem eru i BSRB, þá eru húsverðir þar einnig. Þeir fara i verkfall á þriðjudaginn og hafa mikil völd, þar sem eru lyklavöldin. Þeir geta þvi ekki sinnt þvi starfi sinu að opna skólana á tilskyldum timum, og þessvegna er vist að nemendur og BHM-kennarar komi: að harölæstum dyrum, ef til verkfalls dregur. Nema að sjálfsögðu að undanþágunefnd BSRB skerist i leikinn. —AI Loönuverö hækkar erlendis 1 fyrradag sögðu útgerðarmenn og sjómenn verði á loðnu upp með vikufyrirvara vegna hækkana á loðnulýsi og mjöli erlendis að undanförnu. Verðið á mjöli er nú komiö upp I 6,80 dollara prótein- einingip en var i sumar 5,70-5,80 dollarar. Mjölframleiðendur gátu þá ekki sætt sig við það verð og var ekkert selt á þvi. Hins vegar var i sumar eitthvaö selt á 6.30- 6.50dollara. Þá mun lopnulýsi nú vera komið i 425-430 dollara hvert tonn en I sumar fengust 380-390 dollarar fyrir tonnið. —GFr Tryggingarstofnun: Bætur greiddar í dag Tryggingarstofnun ríkisins auglýsti I gær, að byrjaö yrði að afgreiða bótagreiðslur til rétthafa idag. Venjulega eru þær greiddar út i stofnuninni 15. hvers mánaðar og sækja um 40% bótaþega greiðslur sinar þangað. Vegna yfirvofandi verkfalls BSRB verður reynt að flýta afgreiöslu. Þeir sem fá bætur sinar af- greiddar gegnum banka geta reitt sig á að þær verða að venju fyrir- liggjandi þann 10. eða á mánu- daginn. Kristján Kristjánsson fyrrverandi hljómsveitarstjóri er einn þeirra. MARANTZ hljómtækin eru framleidd fyrir þá, sem aðeins sætta sig við full- kominn hljómburð,fyrir menn eins og Kristján Kristjáns- son . En ekki aðeins fyrir þá, Líka fyrir okkur hin. Öll erum við unnendur einhverr- ar tónlistar, og öll viljum við, að hljómtækin okkar skili tónlistinni eins og listamenn- irnir fluttu hana. Slíkan árangur tryggja MARANTZ hljómtækin. Og verð þeirra er lægra en flestir halda. Leiðandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150. MARANTZ FYRIR ATVINNUTÓNLISTARMENN - OG LÍKA OKKUR HIN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.