Þjóðviljinn - 06.11.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.11.1977, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 SEXTUGUR Á MORGUN: Pétur Thorsteinsson Óliklegt má telja, aö nokkurt riki annaö hafi sýnt jafn slóttuga kurteisi i viðskiptum sinum við Sovétrikin og ísland. Hér er átt við þá staðreynd, að um langan aldur höfðum við þar sendiherra og ambassador sem fæddur var á sjálfan byltingardaginn, sjöunda nóvember 1917. Maðurinn er Pét- ur Thorsteinsson, sextugur á morgu.n ásamt riki Lenins. önnur staðreynd og ekki siður merk er sti, að ferill Péturs Thor- steinssonar i utanrikisþjónust- unni er nokkurnvegin jafngamall lýðveldinu. Hann hefur tekið lög- fræðipróf 1944 og byrjar störf fyr- ir utanrikisráðuneytið 1. júni 1944, nokkrum dögum áður en lýðveldið er endurreist. Hann er þvi sá maður, sem einna mestan þátt hefur átt I uppbyggingu utan- riksiþjónustunnar eins og auð- veldlega má sjá af starfsferli hans. Hann hefur verið sendi- herra hjá helstu stórveldum, deildarstjóri utanrikisviðskipta, ráðuneytisstjóri, fyrir utan for- mennsku i fjölmörgum viðskipta- nefndum. Og nú hefur hann orðið sú nýjung að vera fyrstur Isl. ambassadora á ferð og flugi og þá um hin mikilvægu gömlu nýsköp- unarriki Asiu. Svo getur sýnst sem Pétur vilji i starfi taka nótis af hugmyndum sagnfræðingsins Barracloughs um tilfærslur þyngdarpunkta veraldarsögunn- ar frá hinu gamla aðsetri hans á vestanverðri Evrópu. Aðrir menn væru færari um að meta starfsferil Péturs Thor- steinssonar, en mig grunar að það álit sé með réttu útbreitt, að hann sé prýðileg fyrirmynd um traust- an, margfróðan og reyndan em- bættismann. Areiðanlega hefði utanrikisþjónustan orðið mun betri og nytsamlegri, ef að hlutur atvinnumanna af skóla og gerð Péturs hefði orðið meiri en raun ber vitni i þvi ráðuneyti, sem öðru hvoru verður fyrir miklum skakkaföllum vegna lákúrulegra pólitiskra hrossakaupa. Pétur hóf feril sinn i Moskvu þegar 1944, og þangað var hann fyrst skipaður sendiherra 1953. Nokkru siðar gerðist það í fyrsta skipti að islenskir stúdentar kæmu á þær slóðir. Er nú skemmst frá þvi að segja, að þau ;frú Oddný gerðu okkur sendiráðs- húsið við Brauðgötu að kær- komnu athvarfi með gestrisni á- gætri og velvild sem lengi verður i minnum höfð með þakklæti. Arnaðaróskum til Péturs og hans ágætu konu fylgja og siðbúnar þakkir fyrir langar samræður og deilur fróðlegar um Sovétrikj- anna og annarra landa gagn, böl og nauðsynjar. Arni Bergmann. B IANDSVIRKJON Auglýsing Skrifstofa Landsvirkjunar verður flutt næstu daga frá Suðurlandsbraut 14 að Háaleitisbraut 68, Reykjavik. Skrifstofan verður opin á fyrrnefnda staðnum á venjulegum skrifstofutima meðan á flutningunum stendur, en frá og með mánudeginum 14. þ.m. á siðarnefnda staðnum. Simanúmer og telexnúmer haldast óbreytt. Reykjavik, 6. nóvember 1977 LANDSVIRKJUN Hjúkrun- arfélag / Islands KAMRÍEYJAR eyjar hins eilífa vors MALLORKA Vitið þér að Mallorca cr eftirsótt vctrarparadis fyrir milljónir norður Evrópubúa. Þar crsólrikt og yndislcgt vctrarvcður, dags- hitinn oftast 20-28°, cnda falla appclsinurnar af trjánum a Mallorca i janúarmánuði, og sitrónuuppskeran cr í fchrúar. BESTU HÓTELIN OG ÍBÚÐIRNAR SEM VÖL ER Á Sunna býður upp á bestu hótelin, íbúðirnar og smáhýsin, sem fáanleg eru á Kanaríeyjum. Corona Roja, Corona Blanca, Koka, Rondo, Sun Club, Eugenia Victoria, Los Salomones, Atindana bungalows og Don Carlos íbúðir í Las Palmas. Sunna býður upp á vinsælt dagflug á laugardögum. Hægt er að velja um 1, 2, 3 eða 4 vikna ferðir. Brottfarardagar: 5., 26. nóv. 10., 17., 29. des. 7., 14., 28. jan. 4., 11., 18., 25. fcb. 4., 11., 18., 25. marz. 1., 8., 15., 29. apríl. Pantið snemma meðan ennþá er hægt að velja um brottfarar- JÓLAFERÐ MALLORCA 18. des. - 4. jan. Beint dagflug. Dvalið á eftirsóttum íbúðum og hótelum, s.s. Royal Magaluf, Portonova, Hótel Barbadon, Guadalupc og Helios. ÓDÝR LANGTÍMA VETRARDVÖL Brottfor 4. janúar. Dvalið i 10 vikur með fullu fæði á Hótel Helios. Oll herbergi mcð baði og sólsvölum, glæsilcgir sam- komusalir, dansað á kvöldin, sundlaug í garðinum, rétt við bað- ströndina. Verð aðeins kr. 159.000. Flugferðir, hótel og fullt fæði állan tímann. daga og gististaði. Látið drauminn rætast . . . Til suðurs með Sunnu. LONDON Munið ódýru Lundúnarfcrðirnar. Brottfarir alla þriðjudaga. FEMASKRIFSTDFAN SDNNA UEKJARGÖTU 2 SIMAR 16400 12070 Félagsfundur verður á Hótel Sögu, Atthagasal mánudaginn 7. nóvember n.k. og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Aðalkjarasamningurinn. Kjararáð H.F.í. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Björns Svanbergssonar, forstjóra. Bergþóra Jónsdóttir Hrafnkell Björnsson Dagbjört Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Hrafnkelsson Ingveldur Björnsdóttir Gunnar Þórðarson og systkini hins látna. Dl NewYoik að sjá þaö mjjasta Tækni — eöa tískunýj ungar, það nýjasta í læknisfræói eöa leiklist, þaö sem skiptir máli í vísindum eöa viöskiptum. Það er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast — þú finnur þaö í Bandaríkjunum — þar sem hlutimir gerast, New York er mikil miöstöö hvers kyns lista, þar eiga sér stað stórviöburðir og stefnumótun í málaralist, leiklist og tónlist svo dæmi séu nefnd. Frá New York er ferðin greiö. Þaöan er stutt í sól og sjó suður á Flórida - eöa í snjó í Colorado. Svo er einfaldlega hægt að láta sér líða vel viö aö skoöa hringiðu fjölbreytilegs mannlífs. New York — einn fjölmargra staða í áætlimarflugi okkar. flucfélac LOFTLEIBIR ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.