Þjóðviljinn - 06.11.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.11.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. nóvember 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjóri:-Úlfar Þormóösson Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Sföumúia 6. Simi 81333. Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. úmsjón meö sunnudagsblaöi' Arni Berg- ,nann Prentun: Blaöaprent hf. 60 ár \ Þá kviknaði von mannkyns var kveðið um októberbyltinguna sem minnist sextiu ára afmælis i dag. En hún kviknaði af neistum sem voru áður til, af veiku skari Parisarkommúnunnar og af hugsjónum stéttabaráttunnar, af marxismanum, kenningunni um sósialismann, þjóðfélagið þar sem frjáls þróun einstaklingsins er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar. Fyrir þvi þjóðfélagi er barist vopnum stettabaráttunnar um allan heim. Af þess- um neistum hefur lifað eldur hugsjónar, hann lifir enn, oft veikur, stundum skær. Allskonar öfl hafa vegið að þessum hug- sjónum, helst auðvitað þau sem hugsjón- irnar beindust gegn og beinast gegn: Arðræningjum og gróðaöflum, sem fótum troða mannleg verðmæti. Arfur fortiðar- innar hefur einnig reynst þessari glóð hættulegur, ekki sist i sjálfu landi októberbyltingarinnar. Þvi miður. Sósialistum er skyldara en öðrum að fylgjast með þróun mála i Sovétrikjunum: þeir þurfa að skoða það sem vel gengur og ekki siður' það sem miður fer. Það er margt. Nú er svo komið að eldur hug- sjónanna er furðuveikur i landi byltingar- innar: en vonin lifir enn, þeim mun bjartari annars staðar. Sigur sósialismans er ekki við næsta götuhorn, sósialisminn verður ekki feng- inn á silfurfati einhverrar valdatöku i eitt skipti fyrir öll Sósialisminn felur i sér þrotlaust starf og átök við hin hversdags- legustu vandamál. Stóri-sannleikur er ekki til, sist i sósialismanum, sem sætir lögmálum breytinganna og byltingarinn- ar. Sá sem reynir að breyta sósialisman- um i endanlegan stórasannleik hættir að takast á við vandamálin, fyrir honum er sósialisminn trúarbrögð, ekki iðandi og sikvikult mannlif. Sovétrikin og októberbyltingin eru stærstu tiðindi þessarar aldar. Þau hafa haft varanleg áhrif á alla heimsmyndina og skipt sköpum i ægilegustu stéttaátök- um aldarinnar, þegar framsókn fasism- ans var stöðvuð. Tilurð og tilvera Sovétrikjanna, októberbyltingin, hefur sett svipmót sitt á alla umræðu i afskekkt- ustu afkimum veraldarinnar i sextiu ár. Til marks um það er margt: eftirminnileg hlýtur að verða frásögn Tryggva Emils- sonar i „Fátæku fólki” af þvi hvernig rússneska byltingin kom við ungan dreng frám i einu afskekktasta og fátækasta koti á íslandi á sinum tima. Enn i dag eru áhrif októberbyltingarinnar veruleg og enn valda þau spurningum, vekja efasemdir, vonbrigði og vonir. Þess vegna er skylt að reyna að vega og meta staðreyndir eins og reynt er i Þjóðviljanum i dag á 60 ára afmælinu. Samskipti íslands og Sovétrikjanna hafa um margt verið með jákvæðum hætti á þessum siðustu áratugum: má þar fremst nefna afstöðu sovétstjórnarinnar til útfærslu landhelginnar i 12 milur, 50 milur og 200 milur. Þá skal minnt á við- skipti landanna með fisk, og ekki siður á þau menningarsamskipti sem birst hafa meðal annars i þýðingum bóka, fleiri og margbreytilegri en gerist jafnvel með þeim þjóðum sem nær okkur eru. Allt eru þetta mikilvægir þættir að minnast ekki aðeins á afmæli, heldur einnig i hinu dag- lega lifi. Eftir önnur sextiu ár frá októberbylt- ingu kemur upp ártalið tvö þúsund þrjátiu og sjö. Þá mun margt hafa breyst frá þvi sem nú er: hér skal engu spá en fullyrt að þá verði sá kyndill sósialism- ans sem kveiktur var fyrir 60 árum enn bjartari en nú i landi októberbyltingarinn- ar, þá hafi nýjar kynslóðir lyft hugsjóninni i hæðir á ný — i Sovétrikjunum eins og annars staðar. Þess vegna er manninum boðið upp á að eiga von þrátt fyrir allt sem misfarist hefur á langri vegferð. —s. Tvær fiugur f einu: jarkahögg f brjóstkassann og spark I hnésbæturnar. Líkamsmeiðingar í knattspyrnu: FRYSTU ÞENNAN! þaö er sama hvernig þú ferð að Á laugardaginn mun braka í beinum segja þeir sem vel þekkja til at- vinnuknattspyrnu, sem verður sífellt hraðari og grimmari. Með sakleysis- svip munu stjörnur fótbolt- ans beita svivirðilegustu brögðum til að koma and- stæðingnum úr leik. Þaö eru aöeins asnar sem nota gróf brögð, segir i nýlegri grein um þetta mál í þýska vikublaöinu Stern. Brögðin verða æ verri og verri. Þaö er hægt aö valda miklum sársauka t.d. með þvi aö stinga spenntum visifingri og löngutöng i lend andstæðingsins — og oftast verður ekki eftir þessum skepnuskap tekið. Það er hægt að krækja fingri í auga manns eða skalla i nefbein hans svo litið beri á. Það er hægt að reka olnbogann snöggt og eins og óvart i maga eða rifjahylki andstæðings. Daglega fjölgar þeim at- vinnumönnum sem leggja slika og þvilika iðju fyrirsig. Dómarar eiga erfitt um vik. Flest afbrotin gerast i þvögu innan vitateigs, þegar allir hafa augun á boltan- um, eða rétt áður en hornspyrna er tekin meðan allir eru á þönum eftir sem hagstæðastri stöðu. Annað er, að yfirleitt hika knattspyrnumenn við að kæra hvern annan. Þeir hyggja heldur á hefndir siðar. Þegar Jupp Kappellman frá Bayern Milnchen var kærður fyrir að hafa af ásettu ráði sparkað i sköflung Werners Lorant frá FC Saarbrflcken, svaraði hann þvi til, að Lorant hefði byrjað: Fyrir nokkru kleip hann fast um punginn á mér i hornspyrnuringulreið, sagði Kappelmann. Klögumálin ganga á vixl, dóm- ararnir fórna höndum eða segja sem svo: Hvað annað geta strákarnir gert? Þjálfarinn segir sem svo: Frystu hann þennan. Og það spyr enginn að þvi hvernig að þvi er farið. Snöggt högg i magann á þeim sem ætlaöi að verfta fljótur 1 boitann. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSSPÍTALINN HJCKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi á Barnaspitala Hringsins (7-C). HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast nú þegar i framhaldsnám i skurð- stofuhjúkrun. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri spitalans simi 29000. VÍFILSSTAÐASPÍTALI HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast til starfa á deild 5. H Jú KRUN ARFRÆÐIN GUR óskast i hálft starf á göngudeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdarstjóri simi 42800. KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Ósk- ast, fullt starf eða hlutastarf kemur til greina. Barnagæsla á staðnum og húsnæði i boði. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 38160. LÆKNARITARI óskast nú þegar til starfa, stúdentspróf eða hliðstæð menntun nauðsynleg ásamt með góðri réttritunarkunnáttu og leikni i vélritun. Upplýsingar veitir lækna- fulltrúi simi 38160. Reykjavik, 4. nóvember 1977. SKRIFSTOFA Rí KISSPÍ TAL ANN A EIRÍKSGÖTU 5, Simi 29000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.