Þjóðviljinn - 06.11.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.11.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 6. nóvember 1977 MAGNÚS KIARTANSSON: Fyrir skömmu lagði ég fram á þingi formlega fyrirspurn til Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins og dóms- málaráðherra. Ég spurði hann að þvi hvort Framsóknarflokkurinn myndi ekki haga kosningabaráttu sinni fyrir næstu alþingiskosning- ar þannig aö leggja áherslu á að erlendri hersetu yröi aflétt á næsta kjörtimabili. Enn fremur spurði ég hann að þvi hvort nokk- ur yröi valinn i framboð á vegum Framsóknarflokksins nema hann beitti sér af einlægni gegn er- lendri hersetu. Þingskjalið var i fullu samræmi viö ákvæöi þing- skapa um það hvernig orða skuli fyrirspurn, en samt gerðist það aö Asgeir Bjarnason, forseti sam- einaös þings og flokksbróðir Ólafs, tilkynnti mér að fyrir- spurninni væri hafnað á þeirri forsendu að Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra væri allt önn- ur persóna en Ólafur Jóhannes- son formaöur Framsóknarflokks- ins, og gæti sá fyrrnefndi ekki svarað neinum fyrirspurnum um hátternihins siðarnefnda.Ég vildi ekki sætta mig við þennan skrif- finnskuúrskurð en óskaði eftir þvi að áfrýja honum til sameinaðs þings, og féllst Asgeir á það af sinni venjulegu ljúfmennsku. Þar var haft nafnakall um úrskurðinn og hann auðvitað staðfestur. Ólafur Jóhannesson gerði þá grein fyrir afstöðu sinni, mann- borlegur aö vanda, að hann væri fús til að svara fyrirspurn minni ef ég bæri hana til að mynda fram utan dagskrár. En siöan stóð Ás- geir Bjarnason upp úr forsetastóli sinum og tilkynnti að hann myndi ekki heimila fyrirspurnina utan dagskrár heldur. Dr. Jekyll og mr. Hyde Mér þótti sú kenning einkar fróöleg aö Ólafur Jóhannesson væri tviskiptur persónuleiki, einn sem dómsmálaráðherra en allt annar sem formaður Fram- sóknarflokksins. Ég þekki að visu þær kenningar sumra sálfræð- inga að menn geti haft tviskiptan persónuleika, firna sundurleitan. Ég las ungur fræga skáldsögu sem breski rithöfundurinn Robert Louis Stevenson skrifaði um þetta fyrirbæri á öndverðri þessari öld, Dr. Jekyll og mr. Hyde. Hann greinir þar frá visindamanni, Jekyll að nafni, prúðum og drengilegum, sem finnur upp lyf til þess aö draga fram verri hluta persónuleika sins. Þegar hann tekur inn lyfið breytir hann i senn um útlitog innræti, veröur ferlegt afstyrmi sem vinnur hin verstu óhæfuverk. Mér þótti sú kenning forseta sameinaðs þings að Ólaf- ur Jóhannesson væri fyrirbæri af þessu tagi harla kynleg; hins veg- ar láðist forsetanum að geta þess, hvort Ólafur væri Jekyll sem dómsmálaráöherra og Hyde sem formaður Framsóknarflokksins eða öfugt. Ég tók skýringuna hins vegar ekki alvarlega; ég tel mig þekkja ólaf Jóhannesson býsna vel, þótt hann sé ekki viöhlæjandi allra, og persónuleiki hans er ekki vitund klofinn; hann situr ein- vöröungu I ríkisstjórn sem for- maður Framsóknarflokksins. „Að spila á spil” Ég veit fullvel aö forseti sam- einaös þings kvaö upp úrskurðinn i samræmi viö vilja Ólafs Jó- hannessonar, en þar kemur ann- að til en tvískiptur persónuleiki. Ólafur Jóhannesson hélt ræðu á fundi framsóknarflokksmanna skömmu eftir aö núverandi rikis stjórn var mynduð og sýndi þar dýpra inn I hugskot sitt en hann er vanur. Hann sagöi að forustu- maður I stjórnmálum yrði að hegöa sér eins og maður sem væri að spila á spil; öliu máli skipti að aörir þátttakendur sæju ekki hvaö maður heföi á hendinni sjálfur. Ég skrifaöi nú grein i Þjóöviljann, vakti athygli á þess- um ummælum og þvi sem I þeim fælist og vitnaði I ljóð eftir Stein Steinarr: Að sigra heiminn er eins og aðspila á spil með spekingslegum svip og taka i nefiö. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, þvi það er nefnilega vit- laust gefiö. Þetta er sú stefna sem Fram- sóknarflokkurinn hefur farið eftir undanfarinn aldarþriðjung. Ég held að fyrsta alvarlega fyrirbær- ið af þessu tagi hafi komið fram i dagsljósið þegar Bandarikja- stjórn bar fram kröfu sina, um þrjár varanlegar herstöðvar á ís- landi 1945. Birst hefur i Timariti Máls og menningar skýrsla Krist- ins E. Andréssonar um leynivið- ræður þær sem þá fóru fram milli þingmanna úr öllum flokkum. Hún sýnir að forustumenn Fram- sóknarf lokksins mátu kröfu Bandarikjanna einvöröungu út frá þvi sjónarmiði, hvort hægt væri aö nota hana til þess að sprengja nýsköpunarstjórnina. Þegar krafa Bandarikjastjórnar náði fram að ganga, að visu mikið breytt og milduð, hafði þingflokk- ur Framsóknar þann hátt á að skipta sér i tvennt meö hlutkesti — hann vildi halda öllum mögu- leikum opnum, þegar næst væri gefið i hinni pólitísku spila- mennsku. Tvö tímabil Framsóknar- flokksins Framsóknarflokkurinn hefur ekki alltaf ástundað þetta hátt- erni; hann átti mikla leiötoga fyrstu áratugina sem hann start'- aði og þeir voru ekki hræddir við að láta sjá á spilin sln, heldur báru fram hugsjónakröfur af fyllstu einurð. Ég átti þvi láni að fagna að kynnast einum þeirra, og þeim hæfileikarikasta, á ein- kennilegan hátt, Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Ég hafði raunar kynnst honum piltur, þvi að faðir minn og hann voru vinir, en eftir Dr. Jekyll og mr. Hyde að ég tók að skipta mér af stjórn- málum taldi ég aö skoðanir minar væru svo f jarlægar Jónasi aö ekki yrði framar um nein kynni að ræða. Samt geröist það 1956 aö Jónas Jónsson tók aö hringja til min. Þá höfðu Ólafur Jóhannes- son og Gylfi Þ. Gislason gert ein- hver siðlausustu stjórnmála- hrossakaup sem um getur I is- lenskri sögu, áætlun um aö nota firna rangláta kjördæmaskipun til þess að ná meirihluta á alþingi út á svo sem þriðjung atkvæöa., Það er ekki að furöa þótt Gylfi þykist nú vera einlægur baráttumaður fyrir lýðræöisleg- um kosningalögum!) Jónasi blöskraði þetta siðleysi, hann sagöi mér að hann teldi að is- lenskir sósialistar gætu helst komið i veg fyrir þetta ólýðræðis- lega valdarán og tók að leggja mér ráö um skrif Þjóðviljans. Siöan héldum við Jónas áfram að talast við i sima meðan hann lifði, mér til ógleymanlegrar ánægju. Ég ætla ekki að rekja þau kynni hér, en þegar Jónas talaöi um Framsóknarforustuna, gagn- rýndi hann hana alltaf fyrir skort á hugsjónum og hugrekki, hún hefði hvorki getu né vilja til þess aö setja sér myndarleg markmið og standa eða falla meö þéim, hún spilaði aðeins valdapóker með spekingslegum svip og tæki i nef- iö. Hundinn vantaði Þetta hefur einkennt öll störf Framsóknarforustunnar undan- farinn aldarþriðjung; hún hefur þaö eitt markmið aö sitja I rikis- stjórn. Forustumennirnir eiga auövelt meö að berjast fyrir hvaöa stefnu sem er, og taka upp þveröfuga stefnu án nokkurs um- þóttunartima eftir þvi sem kaup- in gerast á eyrinni. Þetta hefur komiö afar ljóst fram i sambandi við hersetumálið. Ég minnti á það áðan hvernig flokkurinn skipti sér i tvennt með hlutkesti þegar Keflavikursamningurinn var gérður. Þegar endanlegt hernám kom til framkvæmda 1951, voru áhugamál Framsóknaforustunn- ar þau ein aö reyna að græða sem mest á hersetunni eins og Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn. Hlutafé sjálfrar samvinnu- hreyfingarinnar var notað til þess að stofna hermangshlutafélagið Regin og samið við Sjálfstæöis- flokkinn um helmingaskipti á hernámsgróðanum. Fé sam- vinnumanna var notað t'il þess aö stofna Oliufélagið h.f. sem fékk einkarétt á viöskiptum við banda- riska herinn. Afergjan i gróða var svo mikil að örlæti hernámsliðs- ins hrökk ekki til, heldur varð Oliufélagið uppvist aö stórfelld- um lögbrotum og gjaldeyrisstuldi og sumir æðstu valdamenn Framsóknarflokksins dæmdir i hæstarétti fyrir þjófnað, en reyndu ýmsir að fela sökina bak við æöstu heiðursmerki islenska lýöveldisins sem þeir fengu um sömu mundir. A flokksþingum Framsóknar var hins vegar alltaf talað um þaö loðnum oröum aö herinn ætti nú eiginlega aö fara að fara. Rey nt var að taka forustu Framsóknarflokksins á þeim orð- um i tið fyrrverandi rikisstjórnar, en þegar loks tókst aö ná sam- komulagi um fyrirkomulag brott- fararinnar birtist á skrifstofu Olafs Jóhannessonar stór hópur Framsóknarleiötoga og kerfis- manna sem mótmæltu þvi að missa spón úr aski. Myndir af þessum lýð minntu mig á visuna fornu: Þetta er Hlíðarhreppsnefndin, hún er að skriða i Kuðunginn. Ekki er friður flokkurinn, mér finnst að prýði hundurinn. En þvi miöur var enginn hund- ur til þess að prýöa flokkinn sem ruddist inn i Stjórnarráðshúsiö. Nokkru siöar tók Framsóknar- forustan sæti i nýrri rikisstjórn, og leiðtogarnir áttu auðvelt með að taka að sér að vinna aö stefnu- miðum sem voru algerlega and- stæð þeim sem þeir höfðu þóst að- hyllast næstu þrjú árin á undan; sami maöurinn sem átti að fram- kvæma brottför hersins virtist ekki eiga vitund erfitt með aö taka aö sér að efla hernámið. Hann jók framkvæmdir á vegum hernámsliösins svo að askamenn gætu fyllt spóna sina sem mest. Og sá leiðtogi ungra Fram- sóknarmanna, sem best kunni hin nýju Framsóknarvinnubrögð, vargerðuraö skransala hersins i verðlaunaskyni og fær væntan- lega prósentur af sölunni eins og fyrirrennari hans. Kjörsvið fyrir pólitíska framagosa Oft heyrist um það talað að al- þingi hafi sett ofan siðustu ára- tugi, alþingismenn séu minni bógar en þeir voru áður fyrr og vinnubrögðin lágkúrulegri. Ekki tel ég mig dómbæran um þessar kenningar, en vist er um það að mannvali til alþingisstarfa er öðru visi háttað en áður var. A þessari öld hafa orðiö byltingar- kenndar breytingar á islensku þjóðfélagi fyrir tilstilli verklýös- hreylingar og sósiaiiskra við- horfa og m.a. valdiö þvi aö nú eru ungum, dugmiklum mönnum opnar fjölmargar leiðir til þess að einbeita kröftum sinum og áhuga að öðrum verkefnum en stjórn- málastarfi, en þeir áttu naumast kost á öðru en stjórnmálabaráttu fyrir hálfri öld. Einnig hefur það gerst hjá núverandi stjórnar- flokkum aö lögfræðinám er talið forsenda fyrir stjórnmálastarf- semi, og má mikið vera ef lög- fræðideild háskólans fer ekki senn aö opna sérstakt kjörsvið fyrir pólitiska framagosa. Vinnu- brögðin á alþingi hafa hins vegar mótast af þvi siðustu áratugi að Framsóknarforustan hefur beitt hentistefnuspilamennsku sinni til þess að reyna að sitja helst alltaf i rikisstjórn án tillits til málefna. Þetta hefur valdið þvi að mörgum finnst ekkert mark takandi á þvi sem stjórnmálaflokkar boða fyrir kosningar; þegar lokið sé viö að gefa spilin I kosningum taki klók- indin ein við án tillits til málefna eða hugsjóna (svo að ég festi á blaö orð sem nú um skeið hefur veriö talið bannhelgt.) Þessi þró- un er vissulega háskaleg lýöræöi og þingræði og getur boðið heim hverskonar fasiskum Glistrúp- sjónarmiðum. Meginábyrgö á henni ber forusta Framsóknar- flokksins með siðlausri henti- stefnu sinni. Einn fyrir alla og allir fyrir einn öll mætti þessi þróun vera Is- lenskum launamönnum sérstakt umhugsunarefni. Félög launa- fólks eru nú öflugustu samtök á Islandi, en jafnframt hefur verk- sviö þeirra þrengst; i kjarasamn- ingum er nú yfirleitt aðeins tekist á um krónur (raunar ekki aura lengur). Þegar samningar hafa verið geröir vita allir að kaup- hækkanir þær sem samiö hefur veriö um eru gervitölur; siðan taka stjórnarvöld til við að ógilda samninga með óðaverðbólgu; hún er ekkert dularfullt fyrirbæri, heldur hagstjórnartæki. Þótt samtök launafólks séu sterk á sviöi hinnar þrengstu kjarabar- áttu, skortir þau pólitiskan styrk að sama skapi. Á þvi sviði höfum við veriö eftirbátar annarra landa i Vestur-Evrópu, þar sem verklýðssamtök hafa ævinlega sterka stjórnmálaflokka viö hliö sér, flokka sem kenna sig ýmist við sósialdemókratisma eöa Svölu-bingó verður i Súinasal Hótel Sögu fimmtudaginn 10. nóvember nk. m.a. 2 utanlandsferðir Fjjöldi glæsilegra vinninga Verðmæti vinninga 850 þúsund krónur. Húsið opnað kl. 20.00. Stjórnandi Jón Gunnlaugsson. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugíreyja Tískusýning Modelsamtökin sýna nýjustu haust- og vetrartískuna. Allur ágóði rennur til líknarstarfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.