Þjóðviljinn - 06.11.1977, Qupperneq 5
Siglaugur
Brynleifsson skrifar
Sunnudagur 6. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA S
Ljóð Nínu
Bjarkar
Nfna Björk Arnadóttir:
Min vegna og þin.
Heimskringla 1977.
Nina Björk Amadóttir gaf út
sina fyrstu ljóöabók 1965, Ung
ljóö, siöan komu út Undarlegt er
aö spyrja mennina 1968, Bömin i
garðinum 1971, Fyrir börn og full-
oröna 1975 og siðan þessi bók, Min
vegna og þin. Hún hefur auk þess
skrifaö nokkur leikrit.
„Skáld skyldu einbeita sér að
hinu einstæöa og tjá meö þvi hið
almenna” sagöi Goethe við
Eckermann þann 11. júni 1825. Og
þetta er þaö sem Nina Björk
Arnadóttir gerir i mörgum þeirra
ljóða sem birtast i þessari ljóða-
bók hennar. Henni tekstað tjá at-
vik og eigin reynslu á þann hátt
aö hún tjáir meö þvi eigin tima,
hinn almenna Zeitgeist og afstöðu
sina til þess sem einkennir tim-
ana sem hún lifir. Og hún gerir
það á þann hátt, aö þaö hittir i
mark og kastarsterku ljósi á um-
hverfið. Þetta er einkenni góös
skáldskapar og hvati þessa eru
eiginlegar tilfinningar, næmi og
sár skynjun.
Nina Björk fjargviörast ekki i
neinu þessara kvæða sinna, hún
er lágróma, ai „hið veika sigrar
hiö sterka”. Sá mikli fjöldi
kvæöabóka sem nú kemur Ut er
að mestu leyti tilraunir til ljóða-
geröar, margt af þvi er einskorö-
aö við stefnur eöa þá uppreisn
gegn... ef til vill öllu, ofthrikaleg
áttavilla, kvæði sem eru ort viös
fjarri skáldinu sjálfu, ef svo
mætti segja, stundum tilbúin
hýstería, persónulaus, þvi falla
þau dauð til jarðar, eru mörkuö
lyginni. Meöal einkenna ljóöa
Ninu Bjarkarer einlægni, hún er
öll i ljóðum sinum og þau eru
hennar frá grunni.
Uppruni hennar skin i ljóðun-
um. skynjun þeirra hluta og til-
finninga sem eiga sér langa sögu i
þjóödjúpinu og eru öllu eldra, eru
grunntónn margra kvæöanna,
helgur arfur kynslóöanna. Þar
kemur inn sá tónn, sem á sér
bergmál i hverjum einstaklingi,
þótt poppgarg nútimans kæfi
hann meðal flestra. Þessi tónn er
religiös og þaöer hann sem gefur
þessum ljóöum þessa sérstæöu og
mjúku dýpt. Fátt er vandfamara
meö en þennan tón, oft vill hann
verða væminn, vegna )>ess aö
eiginleg sárindi og kvöl samsam-
ast ekki tjáningu hans. Og hann
er ákaflega sjaldgæfur, þvi að til
þess aö hann hljómi ófalskur,
þarf mikla listræna tjáningar-
hæfni.
Þessi ljóð eru afneitun á af-
skræmingunni og beinskeytt árás
á hégómann, sem viröist höfuö-
einkenni nútima lifsmáta. Nina er
fjarlæg þeim ráövilltu konum,
sem geysast áfram eins og ein-
hverskonar „karlynjur”, sem af-
neita „feminu”. Þessi afstaða
Ninu kemur ljóst fram í einu
sterkasta ljóöi bókarinnar, Leiöin
okkar:
...ég veit
þeir setja sprengjur sinar
i grautinn þinn
þó fer ég meö þig á hverjum degi
aldrei gleymi ég dögunum
þegar þú lékst þér í sólinni
og ég gat setið á þröskuldinum
timunum saman
ég átti eina blússu
og svart pils
og þarfir minar voru
aö þú vaknaðir til sólarinnar
og hjúfraðir þig að mér á
kvöldin
min vegna og þin
hló sólin...
mökkur sem kæfir ljósbirtu
daganna
erum við orðin Jesús...
Ljoðiö Meö visnasöng er sterk
mynd af viðbrögöum og kenndum
á þeirri stund mestrar mennskrar
Nina Björk Arnadóttir.
niöurlægingar sem getur oröiö i
velferðarsamfélaginu:
...þér fáið resept með heim
sagði hann bæði
kvalastillandi og róandi stesolid..
og valium
og librium og truntusól...
Fóstureyöingar, dagheimili,
vinna og undirbúningur undir
betur borgaöa vinnu og kaupa,
kaupa, iáta mata sig á úrkasti,
róa sig meö pilluáti, þetta er
heimurinn sem er fullkomin and-
stæða inntaksljóða Ninu Bjarkar.
Rilke hélt þvi einhverntima
fram aö skáld mætti vera ánægt
ef þaö kæmi saman einni fullkom-
inni setningu eöa ljóöi,og hvað um
þaö, þá eru fullkomin ljóö ekki al-
geng. 1 fyrri hluta bókar Ninu eru
kvæði sem uppbygging, inntak og
orðaval eru þanin til vissrar full-
komnunar sem er ekki á færi
nema góðra skálda og þar sem
hið ósagöa hljómar þó skýrast.
Meðal þeirra kvæða eru Foreldr-
ar minir og Tvö hjörtu.
Þaö er fremur sjaldgæft að út
komi góöar ljóðabækur, sem
skera sig afdráttarlaust frá þeim
sæmilegu og þokkalegu. Þaö er
einnig mjög eölilegt aö svo sé.en
þvi ánægjulegra er þegar slikt
gerist og nú hefur þaö gerst, aö
meö þessari þessari fimmtu
ljóöabók sinni hefur Nina Björk
náö þeirri hæö I ljóöagerö aö
vænta má framhalds sem mun
auðga islenskar bókmenntir eins
og þessi ljóö hafa nú gert.
Skammstafanir
Sigurðar Jóhannssonar
Skam instafanir ■— Abbrevi-
ations heitir frumraun ungs höf-
undar sem gefur út sjálfur, Sig-
uröar Jóhannssonar. Ljóðin eru
frá árunum 1965-1977.
Sigurður kom við stjórnmála-
sögu landsins sem móðurskip
Framboösflokksins I næstsiöustu
kosningum. Eneins og menn vita
er sú taug römm sem dregur
rekka til skáldskapar.
Bókin er á tungum tveim,
svosem helmingur á islensku og
afgangurinn á ensku, en Siguröur
er tvítyngdur, uppalinn i Banda-
rikjunum.
Bálkar bókarinnar heita t.d.
Geljur, Sýra, Loksins frjáls eöa
Vinir. Mörg kvæðanna eru af hinu
lokaöa tagi sem svo heitir. En á
einum staö lesum við svofellda
„opna” yfirlýsingu:
Sigurður Jóhannsson
I pólitik er ég lýðskrumssinni
hlynntur öllum sem vilja
breyta eyðiieggja
rifa niður, hafa hátt
gagnvart ástinni er ég
frjálshyggjumaður
hlynntur fullu húsi af konum
næringarfræðilega séð
vil ég éta það sem tönn
á festir
húsnæðisvandi minn leysist
i helli á kyrrahafseyju
listin (listin að lifa)
felstlþvi
að þeir sem vilja koma
og fara sem vilja fara
og eru sem vilja vera
mér og mlnum að meinalausu.
Finnski sellóleikarinn
ARTO NORAS
leikur verk eftir Kilpinen, Boccherini,
Kodaly og Sjostakovitj við undirleik Gisla
Magnússonar þriðjudaginn 8. nóvember
kl. 20:30.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Verið velkomin
NORRÆNA
HUSIO
Auglýsing til hunda-
eigenda áSuðurnesjum
Hundahreinsun fer fram á Suðurnesjum
sem hér segir:
Fyrir Keflavik: Mánudaginn 7. nóvember
milli kl. 10 og 12 við gamla bæjarverk-
stæðið við Flugvallarveg.
Fyrir Hafnarhrepp: Miðvikudaginn 9.
nóvember kl. 13-14 i húsnæði ofan við
höfnina.
Fyrir Vatnsleysustrandarhrepp:
Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 10-12 við
gamla samkomuhúsið.
Fyrir Grindavik: Fimmtudaginn 10.
nóvember kl. 10-12 við áhaldahúsið.
Fyrir Miðneshrepp: Föstudaginn 11.
nóvember kl. 10-12 við áhaldahúsið.
Fyrir Gerðahrepp: Föstudaginn 11.
nóvember kl. 13-14 við gamla skólann.
Hreinsunargjald, krónur 2.500 greiðist á
staðnum.
Áriðandi er að allir hundar á viðkomandi
stöðum séu færðir til hreinsunar á aug-
lýstum tima, þar sem annars má búast við
að lóga þurfi dýrum, sem ekki er komið
með.
Heilbrigðisfulltrúi
Suðurnesja