Þjóðviljinn - 06.11.1977, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. nóvember 1977
Silja Aöalsteinsdóttir skrifar um BARNABÆKUR
Flóttinn til
landsins í
fjarskanum
asta kvöldi kemur faðir minn
konungurinn til min inn i her-
bergið mitt, og við setjum saman
flugmódel og tölumst við. Og ég
stækka og mér liður vel hér i
Landinu i fjarskanum. Faðir
minn konungurinn merkir meö
blýanti á eldhúshurðina i hverj-
um mánuði til að sjá hvaö ég
stækka.—Elsku MIó minn, það er
nú meira hvaö þú hefur stækkað,
segirhann þegar við mælum hæð-
ina”.
Það fáa sem Bússa þykir vænt
um I veruleikanum hefur MIó hjá
sér I Landinu I fjarskanum. Vin-
urinn Jum-Jum er lifandi eftir-
mynd Benka, Lundin gamla verð-
ur mamma Jum-Jums, og
Miramis, hestur Miós, hefur
tryggu augun hans Gamla-Brúns,
þreytta ölgerðarklársins I
Upplandsgötu, og sömu kækina
lika, þótt Miramis sé að sjálf-
sögðu allra hesta bestur.
En þó að lesandi fái þannig I
ýmsum smáatriðum að vita að
Bússi er bara aö láta sig dreyma,
þá er veruleikablekkingin mjög
vel gerö. Ævintýriö stendur alveg
sjálft og er fullkomlega sannfær-
andi, eins og ævintýri gerast best.
Það kemur fram að Bússi er
bókaormur og hefur m.a. lesið
1001 nótt, enda veit hann hvað á
að vera i ævintýrum. Þar þurfa
hetjur á töfragripum að halda
eins og flautunum góðu og skeið-
inni sem óvænt fylltist af mat
þegar á lá—-og þar getur jörðin
opnast þegar þörf krefur án þess
að það sé nokkuð undarlegt.
Ævintýrið lýtur sinum eigin lög-
málum.
Elsku Mió minn er flótti
aðþrengds barns frá hörðum og
sárum veruleika. Að visu er ekki
allt gott I draumalandinu, en sá er
munurinn að þar má einangra hið
illa og losna við það fyrir fullt og
allt. Flóttinn leysir auðvitað eng-
an vanda fyrir Bússa litla, hann
situr eftir sem áður kaldur og
svangur á bekknum I almenn-
ingsgarðinum, en þó á sá alltaf
von sem hefur hæfileikann til að
lifa annað eins ævintýri og hér er
sagt frá.
Still bókarinnar er sérkennileg-
ur og bygging hennar mjög vand-
lega gerð með endurteknum
leiðarminnum og stefjum sem
minna á þulur—og auðvitaö lika
þjóðsögurnar og ævintýrin sem
sagan ber svo mikinn svip af. Auk
ævintýraminnanna sem urmull er
af I sögunni eru þar lika minni úr
helgisögum. MIó minnir á frels-
arann þegar hann kviðir örlögum
sinum og hugsar til föður sins:
,,Ég veit að þú vilt að ég berjist
við riddarann Kató, en viltu hlifa
mér við því”. (bls.106)
Þýðingin á sögunni er frábær.
Það er eins og þýðleiki og ljóö-
ræna islenskunnar njóti sin til
fulls á þessum ævintýrasögum
Astrid Lindgren. Sagan er viða
eins og undurfallegt ljóð. Allur
frágangur er I samræmi við inni-
hald, en Ilon Wikland hefur ekki
lagteins mikla vinnu I myndirnar
i þessari bók og i Bróður minum
Ljónshjarta. Þó eru myndirnar
margarafbragös fallegar. Það er
sérkennilegt að taka eftir þvl að
það er engin mynd af riddaranum
Kató I bókinni, og raunar bætir
það enn einni vidd i söguna. Börn
sem hafa gaman af að velta sög-
um fyrir sér hafa hér ærið verk-
efni.
Astrid Lindgren; sérkennileg
bygging með endurteknum ieið-
arminnum og stef jum sem minna
á þulur
Elsku MIó minn
Höf. Astrid Lindgren
Myndir Ilon Wikiand
Heimir Pálsson þýddi
Mál og menning 1977
188 bls.
Verð kr. 1920.-
Það er sannarlega gaman aö fá
þær hvora á fætur annarri I góð-
um Islenskum útgáfum ævintýra-
sögurnar hennar Astriðar
Lindgren. Að visu hefði verið
skemmtilegra að fá þær I réttri
röö, Mió á undan Bróður mfnum
Ljónshjarta, af þvi að MIó ber
nokkur merki þess að vera eldri,
Bróðir minn Ljónshjarta er meira
unnin bók, en um slik smáatriði
ber ekki að fárast.
Bússi litli ólason situr úti i
almenningsgarði að kvöldlagi og
langar ekki heim. Eiginlega á
hann hvergi heimili sem standi
undir þvi heiti. Munaðarlaus
hafði hann verið tekinn i fóstur af
fólki sem kærir sig ekkert um
hann þegar hann eldist, finnst
hann leiðinlegur, hávaðasamur
og sóðalegur. Þar sem hann situr
þarna, aleinn og afar einmana,
lætur hann hugann reika inn I
ævintýralandið, og hrúgar á þeirri
för saman ýmsu sem hann hefur
lesið I bókunum sem Erla frænka
vill ekki að hann lesi. Lundin
gamla I ávaxtabúðinni fær honum
eplið gullna og biður hann fyrir
dularfull skilaboð, og auk þess
finnur hann anda I flösku til að
vera nú alveg öruggur. Hér er
barn að opna sér leið inn I
draumaland og notar til þess öll
brögð sem þaö kann —I einu. Og
Ein af myndum Ilon Wikland við Elsku MIó minn
honum tekstlika að komast leiöar
sinnar. Áður en varir er Bússi
kominn til Græneyjar I Landinu i
Fjarskanum þar sem hann hittir
föður sinn konunginn. MIó prins
er kominn heim.
I landinu i fjarskanum er allt
einsog börnum þykir best, og þaö
er gaman að sjá hvaða hugmynd-
ir sú mikla barnakona Ástriður
gerir sér um það hvað börnum
þykir best. Þarna er ekkert
Tivoli, engar furðuvélar, ekkert
af þvi sem hrúgaö er á börn á jól-
um og afmælum. Engar gjafir,
ekkert sælgæti. Hér er borðað
brauðið sem stillir hungur og
drukkið vatnið sem stillir þorsta,
annars er ekki neytt. Menn ferö-
ast á hestum, enda er miðalda-
bragur á öllu eins og ber i ævin-
týrum. Menn lifa i nánum tengsl-
um við náttúruna, börnin leika
sér og vinna - en vinnan verður
lika leikur —heimurinn er viður,
fullur af kærleik, og frelsið er
nóg.
Eins og i Bróður minum Ljóns-
hjarta eru skýr skil góðs og ills i
Elsku MIó minn. Allt I landi MIós
er gott (og hvitt) og einnig I Land-
inu handan vatnanna og Landinu
bak við fjöllin. En fjarst i þvi
landi eru landamæri Landsins
fyrirhandan. Þar býr hið illa sem
I þessari bók er þjappaö saman I
eina persónu, riddarann Kató.
Hann hefur komið mörgu illu til
leiðar og er svo samanherpt
vonska aðblóm fölna við að heyra
nafn hans, fiðrildi missa vængina
og fuglar fíýja i hreiður sin. 1
landi Katós er allt dautt, illar
hugsanir hans deyða allan jarð-
argróður, og þar er allt svart eins
og Kató sjálfur. Persónur Bússa
skiptast I svartar og hvitar i
bókstaflegri merkingu. Þetta
hlýtur að gera söguna mjög
óæskilega ilöndum byggðu svörtu
fólki - nema litunum væri snúið
við i þýöingum, góða fólkið haft
svart og riddarinn Kató hvitur.
Það er býsna einföld veraldar-
■ mynd að skipta mönnum svona i
algóða menn og alvonda, en þó er
sagan ekki alveg sögð. Kató kem-
ur lesanda á óvart i lokin.
Sagan um MIó gerist I barns-
huga og höfundi tekst eiginlega
betur i henni en Bróður minum
Ljónshjarta að sýna barnið I
ævintýrinu, þvi sagan er
sérkennilegt sambland af hugar-
flugi og jaröbundnum hversdags-
leika. Það sem Bússi ólason þráir
þar sem hann situr á bekknum er
hamingjusamt lif I faðmi kjarna-
fjölskyldunnar eins og Benka vin-
ur hans lifir. Allramest þráir
hann þó föður eins og Benka á, þvi
hann hefur sætt sig við aö móðir
hans sé dáin. Um föður hans veit
enginn, en Erla frænka segir:
„Það er nú auðvelt að giska á
hverskonar ræfill hann hefur ver-
ið”. I ævintýralandinu ber kon-
ungurinn, faöir Miós, mikinn svip
af föður Benka, og það sem mest
er um vert, hann gerir það sama
með Mió og faðir Benka gerir
með syni sinum: ,,A hverju ein-
V opnii
kvödd
-
eftir Ernest Hemingway
þýöingu Halldórs Laxness
Fegursta ástarsaga
Hemingways og jafnframt
ein beiskasta úttekt hans á
mannlegu hlutskipti og
örlögum.
Nyerð kr. 4.560,-
frélagsverð kr. 3.700.
Mal og
Menning