Þjóðviljinn - 06.11.1977, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 06.11.1977, Qupperneq 12
 1,2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. nóvember 1977 Sunnudagur 6. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Nikulás annar, keisari allra Rússa, hefur veriö settur frá vöidum I febrúar 1917. Spilltir og úreit- ir stjórnarhættir, landhungur bænda, réttinda- kröfur róttækra menntamanna og verkamanna — ásamt meö megnri óánægju með strlðsrekst- urinn — allt sameinaöist þetta um aö fella þá kórónu sem haföi verið bakhjarl afturhalds um alla Evrópu. Rússneskir hermenn á vlgstöövunum fagna febrúarbyltingunni — og hafa uppi rauöan fána. Bolsévikar, róttækastir rússneskra flokka, áttu verulegu fylgi aö fagna I hernum og hermanna- ráöum þeim sem fljótlega var komið á fót. SVIPMYNDIR FRÁ BYLTINGARÁRUM Bráöabirgöastjórnir tóku viö völdum og sjást hér nokkrir ráöherrar hínnar fyrstu: fyrir miöju er Lvov fursti, for- sætisráöherra en við hliö hans til hægri þjóöbyltingar- maöurinn Kcrenski, sem varö slöar forsætis- og hermála- ráöherra. Bráöabirgöastjórnirnar voru milli tveggja elda: i þeim réöu sterk borgaraleg öfl sem vildu halda strlöinu áfram og takmarka mjög þjóöfélagslegar breyt- ingar — hinsvegar fór vaxandi þrýstingur frá ráöunum, sem uröu róttækari i kröfum slnum meö hverjum mánuöi sem leið. r - JSp- - ■' lL W- ’ WKvJz.. ¥*y" ® ÍY) afc £. J 1 -igf „ÁÉSÍ. ö . j ov’jT fer * 1 Ráö verkamanna, hermanna og bænda á fyrsta þingi sinu i júni 1917. Tvlveldi skapaöist I landinu: annarsvegar Bráöabirgöastjórn, hinsvegar ráöin. Bolsévikar og aörir byltingarsinnar (t.d. vinstri þjóöbyltingarmenn) voru mjög sterkir I ráöunum, en staöa þeirra flokka sem reyndu aö halda fóstfestu bæöi I ráöum og gamla stjórn- kerfinu fór hriöversnandi. Aöfaranótt sjöunda nóvember geröu bolsévikar uppreisn I Pétursborg. Þeir geröu áhlaup á VetrarhöIIina, sem myndin sýnir, og handtóku ráöherra Bráöabirgðastjórnarinnar. Mynduö var stjórn bolsévika og vinstriþjóöbyltingarmanna undir forsæti Lenins, en þaösamstarf stóö ekki nema tæpt ár. Slöan hefur ver- iö eins flokks kerfi i landinu. Bolsévikar áttu sér afburöasnjallan foringja I Lenin. Þaö var hann sem sá i ráðunum visi aö nýju rikisvaldi og möguleika til aö láta borgaralega lýöræöisbyltingu snúast I sósialiska byltingu. Aö hans ráöum var sú stefna tekin sem lýsir sér i kjörorðinu: 011 völd til ráöanna. — Myndir eru engar til af Lenin frá þessum lima — hér er hann. að leggja hornstein aö minnismerki um Karl Marx þrem árum siöar. Forsætisnefnd ráöanna 1919 — frá vinstri: Jenúkidze, Kamenef, Avanesof, Dzersjinskl, Smidovitsj og Rykof. Framan af var oft deilt hart um stefnumótun og aöferö I Kommúnista- flokknum, en slöar vék öll umræöa fyrir geöþóttastjórn Stalins. Fjórir þessarra manna létu lifið fyrir aftökusveitum um þaö bil fimmtán árum siöar ásamt meö fjölmörgum öörum forystumönnum byltingarinnar. Trotskl var um þes$ar mundir annar þekktasti leiötogi byltingarinnar. Hann hlaut mikiö lof fyrir skipulagningu Rauöa hersins og sést hér meö herforingjaráöi slnu. Trotskl beiö ósigur fyrir Stalin I átökum um kommúnistaflokkinn og stefnu hans, var hrakinn i útlegö og siöar myrtur. Herir hvitliöa svonefndra.sameinaöra andbyltingarafla, sóttu aö hinu unga ráöalýöveldi úr öllurn áttum. Verkamenn og bænda- synir uröu kjarni hins Rauða hers sem næstu fjögur árin barðist fyrir lifi byltingarinnar. Myndin sýnir sveit úr Rauða hernum. Erlendir herir tóku mikinn þátt i borgarastyrjöldinni viö hliö hvitliöa — franskir, japanskir, bandariskir — hér sést bresk hersveit I Vladivostok 1918. Borgarastyrjöldin kostaöi mikl- ar fórnir enda eru engar styrjaldir grimmdarlegri. Hér stcndur hvit refsisveit yfir Hk- unt bænda sem grunaöir voru um samúö meö bolsévikum. 1 miðjum orrustugnýnum var hafist handa um ýmis þau verk- efni scm brýnust voru. Eitt hiö fyrsta var aimenn menntunar- bylting: þegar áriö 1920 hefst herferö um aö kenna alþýðu- fólki aö lesa og skrifa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.