Þjóðviljinn - 06.11.1977, Side 14
14 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 6. nóvember 1977
Stalln meö Churchill og Roose velt á Jalta: hagsmunir hins sovéska rlkis og sóslalismi . Sovéski fáninn yfir Berlln: ekkert hefur eflt jafn mikiö oröstfr Sovétrfkjanna og framlag
eru ekki eitt og hiö sama. þeirra til sigursins yfir Hitlcr.
AÐ
SEXTÍU
ÁRUM
LIÐNUM:
Októberbyltingin
og áhríf hennar
Framhald af 11 siöu.
fyrri villan leiddi tU mikils blóö-
baös verkalýös kinverskra stór-
borga, i hinu seinna tilviki fóru
klnverskir kommúnistar sinu
fram. Vantrú Stalins á kínversk-
um byltingaröflum, stórveldistil-
buröir hans I Mansjúriu eftir strið
sem og sá gikksháttur Krúsjofs
aö kalla sovéska tæknimenn og
teikningar þeirra heim frá Kína
1960 — allt hefur þetta lagst á eitt
um aö skapa fullan fjandskap
milli tveggja voldugra granna,
sem ættu, ef marka mætti fagra
kenningu, aö vera öörum fyrir-
mynd i sambúö.
Fasisminn
Þaö var minnst á orö þýsks
kommúnista frá 1934. Vissulega
hlutu margir aö renna vonaraug-
um til Sovétrfkjanna á þeim
myrku árum sigurgöngu fasisma
um Evrópu. En Ernst Toller og
fleiri hlutu og að spyrja sigaö þvi,
af hverju sigur Hitlers varö svo
auöveldur og raun bar vitni. Ein
meginástæöan var haröur fjand-
skapur kommúnista og sósial-
demókrata, sem voru báðir stór-
veldi i Þýskalandi. Og sá fjand-
skapur var augljóslega tengdur
þvi, aö hiö Moskvustýröa
Alþjóöasamband kommúnista
haföi i stéttastriði kreppuáranna
miöju kosiö sér sósialdemókrata
aö höfuöandstæöingi, I staö þess
aö leita bandalags viö þá gegn
hinni brúnu hættu. Þaö var aö
sönnu gert siðar, en ekki fyrr en
þaö var um seinan I Þýskalandi.
Grikkland og
Austur-Evrópa
Eftir þaö striö, sem geröi
Sovétríkin bæöi sterk og — um
tima — mjög vinsæl, var þaö enn
mjög ljóst, aö þegar spurt er
hvort skipti meiru fyrir sovéska
ráðamenn, öryggishagsmunir
rikis þeirra eða möguleikar á só-
sialiskri þróun, þá ráöa rikis-
hagsmunir. Riki um austanveröa
Evrópu uröu „alþýöuveldi” eftir
landafræöi og framsókn Rauöa
hersins og samkomulagi stór-
velda, enekki eftir þjóöfélagsleg-
um forsendum i hverju þeirra.
Þetta kom m jög greinilega fram I
dæmi Grikklands. Þar haföi mjög
róttæk skæruliöahreyfing tryggt
sér mikil áhrif og stuðning i bar-
áttuviö þýskthernámsiiö. Fram-
tiö landsins var i höndum þess-
arar hreyfingar en henni var fórn
aö i hendur bresks hers og grisks
afturhalds i nafni stórveldasam-
komulags. Þaö varö mikiö blóö-
baö, án þess sovéskir ráöamenn
hreyföu legg eöa liö — og siöan þá
hefur grisk vinstrihreyfing ekki
boriö sitt barr.
Þaö varö jafnvel enn afdrifa-
rikara, að þjóöfélagsbreytingar
um austanveröa Evrópu, sem um
margt voru jákvæöar, auövitaö,
fóru fram undir ströngu sovésku
eftirliti og tortryggni I garö alls
þess sem gæti stofnaö sovésku
forræöi íhættu. Sérkenni þessara
landa, sköpunarmáttur verklýös-
stétta þeirra, fengu ekki aö njóta
sin, uppbygging i sósialiska átt
varö mjög i skötuliki. Þegar svo
verstu hliðar hins sovéska kerfis
voru fluttar út meö móöursjúkri
herferö gegn Tito I Júgóslaviu og
sýndarréttarhöldum I Prag,
Búdapest og Sofiu, þá gátu áhrif-
in ekki orðiö nema á einn veg.
IJalda striöiö magnaöist, Ahugi
verkalýðs á róttækum þjóöfélags-
breytingum, sósialiskri byltingu,
hlaut aö dofna — vegna þess aö i
austri sem vestri sameinuöust
rikjandi öfl um aö halda þvi fram
aö enginn annar sósialismi væri
til en hinn sov^ski. Kommúnistar
og sósialistar einangruöust i ráö-
villtri biöstöðu.
Undan
nauðhygg ju
Þverstæöur hinnar sovésku
framgöngu i heiminum kristall-
ast áriö 1968: 1 þann mund eru vi-
etnamar aö berjast hetjulegri
baráttu og hafa til þess m.a. full-
tingi Sovétrikjanna. Þeirra
Sovétrikja sem eru meö hervaldi
aö koma I veg fyrir brýna viö-
leitni tilsósialiskrar nýsköpunar i
Tékkóslóvakiu. Eins og oft áöur
skyldi öryggi hins sovéska kerfis
ganga fyrir öllu — eins þótt þaö
kostaöi m.a. aö einlægum vel-
vildarmönnum sovétrikjanna
fækkaöi meö gífurlegum hraöa.
En um þessar mundir er
reyndar svo komiö, aö söguleg
reynsla ogþá ekkisist framganga
hins sovéska rikis sjálfs hafði
tryggt þaö, aö mikill hluti sósial-
ista og kommúnista haföi losað
sig undan þeirri nauöhyggju, sem
er jafnhagkvæm 'valdhöfum i
Washington og Mt)skvu. Þeirri
nauðhyggju aö Sovétrikin og só-
sialismi séu eitt og hiö sama.
Leitinaö nýju sambandi lýöræöis
og sósialisks hagkerfis var vel á
veg komin og hefur dregið til sin
mikinn liösauka siöan.
Málsvörn
Eneins og fyrr var getiö, þá eru
þaö tiöindi af þróun hins sovéska
samfélags sjálfs sem hefur einna
hæst boríö I allri kappræöu Um
möguleika sósialiskrar viöleitni.
Sjálfsmynd Sovétmanna er vel
þekkt. Samkvæmt henni búa þeir
I landi sannrar lifsgæfu, vanda-
málin eru leyst eöa I þann veginn
aö ieysast.
Til eru þeir sem enn taka þessa
mynd fullgilda I bernskri von og
trú.
Aörir vita betur um ýmsar
„skuggahliðar”. En þeir eru til-
búnir aö afsaka marga hluti.
Málsvörn þeirra er snúin úr eftir-
farandi þáttum:
Sovétmenn voru fyrstir á
óruddri braut.
Þeir tóku viö fátæku landi og án
lýðræöisheföar.
Þeir hafa ekki fengið aö sanna
ágæti sitt i friöi (eyöilegging
borgarastriös og heimsstyrjald-
ar).
Þeir hafa sýnt aö þaö er vel
hægt aö reka þjóöfélag án kapi-
talista. Til dæmis hafa þeir sl. 25
ár rúmlega 9% árlegan hagvöxt
meðan Bandarikjamenn veröa aö
látasérnægja tæp fjögur prósent.
Þeir hafa þrátt fyrir alla erfiö-
leika tryggt alþýöu menntun og
komiö á afkomuöryggi og drjúgri
samneyslu.
Þeir losuöu okkur viö nasism-
ann og eru eina hugsanlega mót-
vægiö gegn alveldi bandarisks
auömagns.
Helstu rök
gagnrýninnar
1 annan staö fara þeir sósialist-
ar sem legg ja áherslu á gagnrýna
afstööu til sovéskrar reynslu.
Þeir segja sem svo:
Sovéskt þjóöfélag hefur þróast i
andstööu viö mörg grundvallar-
atriði sósialisma. Geöþóttastjórn
og hreinsanir Stalinstima kostuöu
gifurlegan f jölda fólks lifiö, og viö
neitum þvi, aö slik tiöindi sé eitt-
hvaö þaö sem sé lögmálsbundiö i
sósialisma. Vissulega hafa orðiö
framfarir I menntun, visindum
og framleiðslu. En árangur
þeirra hefur komiö mjög misjafnt
niöur, vegna þess aö stjórnsýsla
hefur byggst á geöþótta aö ofan
um leiö og verklýössamtök hafa
verið gerö áhrifalaus og ómynd-
ug. Um leiö hefur veriö byggt upp
forréttindakerfi. Þaö er ekki aö-
eins fólgiö i miklum tekjumun
(Sovéskur fyrirlesari sem gisti
MIR fyrirskömmu nefndi 50rúbl-
ur sem lægstu laun og 500 sem
hæstu — en þaö er hægt aö finna
enn verri dæmi). Fyrir utan
tekjumun er komiö upp sérstöku
kerfi fyrir forréttindahópa, þar
sem þeir fá torfengna vöru á góöu
veröi í lokuöum verslunum, sér-
staka heilbrigðisþjónustu I íokuö-
um stofnunum og þar fram eftir
götum.
Gagnrýni er mjög skorin viö
nögl — I raun eru þaö valdhafam-
irsjálfir sem ákveöa hvaöa gagn-
rýni sé nytsamleg — hin er bann-
færö. Umræða fer ekki fram um
mörg þýöingarmikil mál. Launa-
kerfiö er hálfgert leyndarmál.
Forréttindi eru bannhelg og ekki
á dagskrá neinsstaðar. Sovét-
menn gera aö leyndarmálum
margar þær upplýsingar sem eru
nauösynlegar til aö heilbrigö um-
ræöa um þeirra samfélag geti
fram fariö. Visitala framfærslu-
kostnaðar er leyndarmál rétt
eins og upplýsingar um áfengis-
neyslu, glæpi og jafnvel slys.
Hið eina rétta
Ekki bætir þaö úr skák, aö um
leiö og Sovétmenn hafa uppi mik-
iö pukur um eigin vandamál, taka
þeir ekki annað I mál, en aö þeir
hafi fundiö hina einu réttu leið. 1
oröi kveðnu segja þeir aö hver
þjóö þurfi aö finna sina leiö til só-
sialisma, i reynd viðurkenna þeir
ekki slika leit. Maóisminn er
„smáborgaral eg ævintýra-
mennska”. Trotskismi glæpsam-
leg villa. Umbótastefna Dubceks
er gagnbylting. Evrópukomm-
únismi er kratismi (ef viðurkennt
er aö hann sé til).
öll þessi rök eru gild, bæði þau
sem umburöarlyndir bera fram
og hinir gagnrýnu. Mjög margir
hafa búiö sér til afstöðu, sem er
einhverskonar blanda af' hvoru-
tveggjaj málsvörn og gagnrýni.
En það er augljóst, aö hinar
gagnrýnu tilhneigingar vinna á.
Hrifningarskeiðin
Hlutföllin milli hrifningar,
málsvarnar og gagnrýni hafa
breyst í rás sögunnar.
A fyrstu árum byltingarinnar
voru sósfalistar og kommúnistar
fyrst og fremst hrifnir af áræðni
og byltingareinbeitni rússneskra
bolsévika. Þeir vissu vel af hinum
gifurlegu erfiöleikum og fyrir-
gáfu þvi margt. En Rósa Lúxem-
burg sá þá þegar þverstæðu, sem
átti eftir aö draga langan dilk á
eftirsér.Hún sagöi sem svo: Þaö
undrar engan þótt Lenin og bolsé-
vlkar hans geti ekki komiö á full-
komnu lýöræöi og jafnrétti i
snatri. En þaö er öllu lakara, aö
þeirhafa nú þegar tilhneigingu til
aö gera illa nauösyn aö dyggö,
breyta þvi sem kalla mætti
bráöabirgöaráöstöfun i háska i
kenningu um þaö, aö einmitt
svona skuli aö byltingu staöiö en
ekki ööru visi.
Hrifning af Sovétrikjunum fór
mjög hátt i byrjun kreppunnar.
Dubcek og Brésjnef skömmu fyrir innrásina: endanleg yfirlýsing um aö f reynd veröa engin veruleg
frávik ieyfö frá sovéskri fyrirmynd.