Þjóðviljinn - 06.11.1977, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. nóvember 1977
Svissneskt sinfóníurokk
meö brasílísku sólskini
Patrick Moraz —
Out In The Sun
(Charisma) FALKINN hf.
Stjörnugjöf: ^ ★ ★ ★
Frægöarferill svisslendings-
ins PATRICK MORAZ hófst ár-
iö 1973 er hann stofnaöi trióiö
THE REFUGEE ásamt tveim-
ur fyrrverandi meðlimum
hljómsveitarinnar THE NICE
(fyrir þá sem voru svo óheppnir
að missa af THE NICE skal þaö
upplýst aö þaö var hljómsveit
meö svipaö veldi i poppheimin-
um 1967 til 1970 og hljómsveitin
YES er með nóna), en hann
haföi kynnst þeim NICEfélög-
um, LEE JACKSON gitarleik-
ara, BRIAN DAVISON
trommuleikara og KEITH EM-
ERSON hljómborösleikara i
partýi eftir vel heppnaöa hljóm-
leika sem hljómsveitin hélt i
Sviss stuttu áður en hún hætti
þegar sá siðast nefndi yfirgaf
hljómsveitina og stofnaöi
EMERSON, LAKE & PALMER
áriö 1970. Þaö var einmitt
KEITH EMERSON sem stakk
upp á þvi viö þá JACKSON og
DAVISON er hann sagöi upp 1
THE NICE aö þeir skyldu reyna
aö fá MORAZ i sinn staö, sem
þeir og gerðu tilraun til en án ár-
angurs (þá) þar eö MORAZ var
viö nám (hann er háskólageng-
inn meira en góðu hófi gegnir).
Sumariö 1973 var MORAZ
tilbúinn aö koma til Englands og
ganga til liðs viö þá NICEfé-
laga, en þar sem THE NICE var
oröin aö goösögn og KEITH
EMERSON var orðin skærasta
poppstjarna þess árs o.s.frv.
var ákveöiö ef tir mikil heilabrot
og vangaveltur aö hljómsveitin
skyldi ekki heita THE NICE
heldur THE REFUGEE, þó að
hér hafi aöeins veriö um beint
framhald i sögu og ferli THE
NICE aö ræöa.
THE REFUGEE gáfu út eina
(mjög góöa aö sjálfsögöu) plötu,
„REFUGEE” sem kom út 1974
og sama ár var MORAZ boðið
aö taka viö sæti RICK WAKE-
MAN i YES, sem var þá, eins og
hún er ennþá, vinsælasta hljóm-
sveit heims; þetta var tilboö
sem MORAZ stóöst ekki og
hann yfirgaf THE REFUGEE
sem þá leystist upp og gekk i
YES og var hann þá á tæpum
tveimur árum búinn aö taka við
hljómborðssætum tveggja virt-
ustu og vinsælustu hljómborös-
leikara allra tima.
Meö YES lék hann inn á eina
plötu „RELAYER”, sem kom
út það sama ár, 1974. Eftir þaö
hætti YES aö starfa sem hljóm-
sveit um tíma og allir meölimir
hennar fóru aö leika inn á sóló-
plötur og kom sólóplata MORAZ
„STORY OF T” út 1976. A
„STORY OF f” er MORAZ
greinilega undir sterkum YES-
áhrifum, sérstaklega frá þeim
JON ANDERSON söngvara og
STEVE HOWE gitarleikara,
einnig er greinilegt aö MORAZ
notar hvaöa tækifæri á plötunni
sem gefst, til aö sanna aö hann
séað engu leyti eftirbátur RICK
WAKEMAN og tekst þaö meö á-
gætum. Veröur ekki annaö sagt
um „STORY OFT”enaö hún sé
ein albesta sólóplata YESmeö-
limanna, aö RICK WAKEMAN
plötunum meötöldum, og eru þó '
plötur hinna YESmeölimanna
engar tyggjóplötur. Þegar YES
byrjaöi svo aftur s.l. vetur,
mætti MORAZ ekki til leiks og
tók þá WAKEMAN sitt gamla
sæti á ný, en MORAZ fór aö
vinna aö sinni annarri sólóplötu
og er nú árangurinn kominn i
ljós.
Nú þarf MORAZ ekki aö
sanna hæfileika sina fyrir nein-
um þvi hann er margbúinn aö
sanna þá og sýna og er „OUT IN
THE SUN” mun sjálfstæöari,
léttari og auömeltari en aörar
piötur sem MORAZ hefur átt
leik á og YESáhrifin eru horfin
(aö mestu leyti).
Tónlistin, sem öll er samin og
útsett af MORAZ spannar yfir
ýmsar rokktegundir, sinfóniur
og brasiliska danstónlist, lögin
eru sum hver þaö létt aö þau telj
ast hiklaust vera „commércial”
önnur eru þaö þungmelt aö þaö
þarf aö hlusta á þau a.m.k.
þrisvar sinnum áöur en manni
finnst þau skemmtileg.og veröa
nokkur þeirra alveg sérstaklega
skemmtileg þegar búið er aö
hlusta á þau nokkrum sinnum.
MORAZ er mikið betri laga-
smiður en WAKEMAN og ekki
nálægt þvi eins þjófskur, en
hvor þeirra er betri hljómborös-
leikari er erfitt um aö dæma og
veröur aö teljast smekksatriöi
Gamlar lummur
Dúmbó og Steini
Steinar hf.
Stjörnugjöf: ★ ★*r
Þaö þarf ekki aö þvi aö spyrja
aö þegai; einhver tónlistar-
tegund, sem litið þarf til aö
kosta, selst vel hér á landi, þá
rjúka allir, sem svo lágt vilja
leggjast (þetta eru i öilum tilfell*
um lélegar tónlistartegundir),
upp til handa og fóta og setja
hver annan á hausinn —
óviljandi — meö þvi aö fjölda-
framleiöa tónlistartegundina I
óhófi.
Um þessar mundir er allt
heilbrigt fólk búiö aö fá ógeö á
amerisku , sveitaslögurunum
meö Islensku vitleysistextun-
um, sem rignt hefur yfir is-
lenska eins ótt og titt og gengis-
fellingum.
Núna virðast gamlar rokk-og
roillummur falla f góðan jarö-
veg hjá börnum undir tólf ára
aldri og fólki á fertugs- og
fimmtugsaldri vegna þeirrar
gifurlegu auglýsingar sem rokk
og rollið hefur fengiö aö undan-
förnu á hinn ýmsa hátt,t.d. var
kvikmyndin American Graffity
og dauöi rokkkóngsms, Elvis
Prestley, þær albestu auglýsing
ar sem ein tónlistartegund hefur.
hlotið hér á landi frá því aö ég
man fyrst eftir mér. Eins og hin
óskráöu lög gera ráö fyrir þá er
nú orðið erfitt aö þverfóta fyrir
(hálf) íslenskum rokk-og roll
meö
nýjum
bull-
textum
plötum, sem eru nú búnar aö
leysa amerisku sveitaslagarana
af hóimi — eöa svo gott sem.
Dumbó er ein af þeim hljóm-
sveitum sem spruttu upp á gull-
timabili rokk og rollsins þ.e. um
svipað leyti og Bítlarnir fóru af
stað. A þvi timabili, sem hljóm-
sveitin starfaöi, en hún hætti
störfum um svipaö leyti og
Bltlarnir, kom hún litillega við á
hljómplötumarkaönum. Lítil og
ómerkileg plata kom frá Dúmbó
& Steina fyrir tíu árum, og
tveimur árum seinna, sama ár
og hljómsveitin hætti, gaf Tóna-
útgáfan út Poppfestivalplötu,
þar sem ýmsar hljómsveitir og
söngvarar léku og sungu eitt lag
hver og þ.á m. var eitt mjög
gott lag flutt af Dúmbó & Guð-
mundi Hauk I Blood, Sweat &
Tearsútsetningu, og þrátt fyrir
betri upptöku á nýju plötunni,
þá stendur poppfestivallagiö
„Þú Gafst Mér Svo Mikía
Gleöi” ennþá uppúr sem besta
framlag Dúmbó á hljómplötu
fyrr og síðar.
Megin uppistaöa þessarar
siðustu Dúmbóplötu eru gamlir
og margþvældir erlendir rokk
og rollslagarar auk fjögurra
áöur óþekktra slagara eftir
Jóhann G. Jóhannsson og
Finnboga Gunnlaugsson (git-
arleikara Dúmbó). Útsetning-
arnar eru það einfaldar og
hlutverk hljóðfæraleikar-
anna yfirleitt þaö smá að
það er algerlega ógerlegt fyrir
ókunnuga að greina að hér sé á
ferðinni átta manna hljómsveit.
Ég er viss um að Gunnar (
Þórðarson og Roy Wood færu'
létt með aö endurtaka þessa
sömu plötu svo aö engu munaöi
nema siöur sé, við þriöja mann.
Enginn Dúmbófélaganna er
góður hljóöfæraleikari, aö und-
anskildum Ragnari Slgurjóns-
syni, sem er skemmtilega
smekklegur, léttur og öruggur
trommuieikari og ásamt þeim
Karli Sighvatssyni, sem útset-
ur og stjórnar strengjaleik
og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur
(Díddú i Spilverkinu), sem
syngur I laginu „Angelía”, fer
hann meö áhugaveröasta hiut-
verkið á þlötunni en þessi þrjú
siöastnefndu framleiöa þaö eina
þvi aö munurinn er ekki mikill,
báöir eru þeir smekklegir,
vandvirkir og léttir, MORAZ er
liklega heldur léttari, alla vega
á „OUT IN THE SUN” og það er
furða hvað honum tekst að
halda hljóðfæraleiknum hrein-
um miðað við aö t.d. i laginu
frábæra „TIME FOR A
CHANGE”, nánar tiltekið i
kafla þess „BIG BANDS OF
ANCIENT TEMPLES” leikur
hann á ellefu mismunandi
hljómborðshljóöfæri, þó aö ég
haldi þvi reyndar fram að þessi
kafli hefði komiö alveg eins vel
út, þó aö ekki heföi hann notaö
nema tæpan helming þessara
hljómboröa, annars er þaö allt i
lagi þó að hann noti eins mörg
hljómborö og hann kemst yfir á
meðan honum tekst að hafa leik
sinn þetta hreinan, þvi fátt er
eins leiöinlegt og hljóöfæra-of-
notkun og ofhleðsla, s.br. ROY
WOOD o.fl.
Auk hljómborösleiksins sem
er hiti og þungi plötunnar, radd-
ir MORAZ i flestum lögunum á-
samt VIVIENNE McAULIFEE.
Söngvarinn frábæri JOHN
McBURNIE semur aö venju
flesta textana og syngur öll lög-
in aö undanskildu „hardrokk-
laginu” „LOVE-HATE-SUN-
RAIN,YOU”, sem FRANCOIS
ZMIROU öskrar. Textarnir eru
lélegir en söngur McBURNIE er
mjög góður og fallegur.
Helstu hljóöfæraleikararnir
sem koma viö sögu á plötunni
fyrir utan áöurnefnda kappa
eru: RAY COMEZ gitarleikari,
WORNELL JONES bassagitar-
leikari og ANDY NEWMARK
trommuleikari, voru þeir allir
ásamt söngvurunum áöqr-
nefndu einnig á „STORY OF T”
aö undanskildum WORNELL
JONES, þvi þaö ar JEFF
BERLIN sem sá um bassaleik-
inn á henni. Allir fara þessir
kappar með hlutverk sln með á-
gætum og hógværö.
Auk þessara „föstu” leikara
ber og lemur trumbuhópurinn
. RIO DE JANEIRO ýmis áslátt-
arhljóöfæri þ.á m. kinverskar
og brasiliskar trumbur, tam-
bórinur o.m.fl., HERBIE
MANN blæs i flautu svo litið ber
á o.m.fl. koma við sögu i ein-
stökum lögum.
PATRICK MORAZ er þaö
mikill tónlistarmaður (LEE
JACKSON hefur látið hafa eftir
sér aö MORAZ sé einn af þrem-
ur fremstu tónlistarmönnum
heims), þrælmenntaður á tón-
listarsviöinu lika og fær eftir
þvi, að hann ætti með réttu að
halda sig aö þyngri tónlist en
megnið af „OUT IN THE SUN”
er, hann hefur sýnt það oft og
sýnir þaö einnig á stöku staö á
þessari plötu að hann fer létt
með aö afgreiöa þyngri og
flóknari verk. Umslagiö er á-
gætt og textarnir fylgja meö á
nærhaldinu.
Bestu iög:
Time For A Change
Kabala
Silver Screen
—jens
F.v.: Reynir Gunnarsson (saxófón), Trausti Finnsson (bassl),
Finnbogi Gunnlaugsson (gltar) Asgcir Guömundsson (hljómborö),
Sigursteinn Hákonarson (söngur), Ragnar Sigurjónsson (tromm-
ur), Jón T. Hervarsson (saxófón) og Brynjar Sigurðsson (bassi).
sem eitthvert vit er i og gaman
er aö á plötunni. Sigursteinn
Hákonarson er alls ekki lélegur
söngvari, nema þegar söngur
hans er borinn saman viö söng
frumútgáfu laganna sem
Dúmbó & Steini flytja frá Bítl-
unum.Swinging Blue Jeans o.fl.
rokkrisum.
Textarnir, sem allir eru á
islensku, eru vægast sagt mjög
lélegir, innantómir bulltextar,
hnoðaðir lauslega saman af
Þorsteini Eggertssyni og Ellert
B. Þorvaidssyni (fjórir hvor),
Jóhann G. Jóhannsson (viö lög-
in sin tvö), Theod6r Einarsson
og Guöný Jónsdóttir (einn
hvor).
1 sömu viku og þessi Dúmbó-
plata kom út, kom önnur mjög
svipuö rokk og rollplata út meö
leik og söng Lúdó & Stefáns og
er þaö Dúmbó til happs aö þvi
le)tinu til aö nokkur gæðamunur
er á plötunum, Lúdó i óhag, sér-
staklega koma yfirburbir
Dúmbó & Steina vel i ljós I lag-
inu „The Birds And The Bees”,
sem er tekið fyrir á báöum
hljómplötunum.
Umslagið er það lélegasta
sem Pétur Halldórsson hefur
hannaö til þessa og er þaö miður
ef á aö þynna hugmyndaflug
Péturs út með f jöldaframieiðslu
á framlögum hans á plötuum-
slög. Hann er of góöur listamaö-
ur til þess aö slikt megi eiga sér
staö þegjandi og hljóöalaust.
Textarnir fylgja með á sér-
prentuðu blaði.
Bcsta lag:
Angelia
—jens