Þjóðviljinn - 06.11.1977, Síða 17

Þjóðviljinn - 06.11.1977, Síða 17
Sunnudagur 6. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Um síðustu helgi sáu bókavarðafélag Islands, Félag bókasafnsfræðinga, Félag skólasaf nsvarða ásamt nokkrum kennara- og fóstrunemum um dag- skrá í Norræna húsinu, og bar hún titilinn „Börn og kvikmyndir". Dagskráin var i tvennu lagi: laugardaginn 29. nóvember hélt Anja Paulin frá Sænsku kvik- myndastofunni erindi og sýndi 3 kvikmyndir, og daginn eftir talaði sjónvarp fyrir dagblaðið Inform- ation, en er nú hætt þvi. Hún hefur haldið nokkrar sýningar á mynd- list eftir sig. Hún hefur tekið virkan þátt i umræðu þeirri sem á sér stað i Danmörku um börn og barnamenningu, um kjör barna og um kvikmyndir fyrir börn. Sjálf er hún einstæð móðir tveggja barna, 6 og 10 ára. Nokkrar af myndum hennar fjalla einmitt um telpurnar hennartvær: „Pigen Silke” hekir ein, og „Eline- de förste 16 man- eder” heitir önnur. Þetta eru myndir fyrir fullorðna, og sýna Lise Roos : gegn hinu náttúrulausa og alvörulausa „barnaefni”. Börn og kvikmyndir Lise Roos, kvikmyndastjóri og gagnrýnandi frá Danmörku. Ætlunin hafði verið að sýna nokkrar danskar barnamyndir i Tjarnarbiói i tengslum við þessa dagskrá, en vegna verkfallsins bárust þær ekki til landsins i tæka tið. Nú eru þær hinsvegar komnar og voru sýndar á fimmtudag og laugardag, og i dag, sunnudag, eru sýningar kl. 14 og 15.45. Það eru þvi siðustu forvöö i dag, að sjá þessar kvikmyndir i Tjarnarbiói. Fóstra og kvikmyndasmiður Lise Roos, sem talaði blaða- laust i h.u.b. tvo tima á skýrustu og skiljanlegustu dönsku sem ég hef nokkurntima heyrt, og vakti athygli viðstaddra fyrri ákveðnar skoðanir og skarplegar athuga- semdir — þessi kona hefur ýmis- legt brallað um dagana. Hún er útlærð fóstra, en sjálflærður kvik- myndastjóri, gagnrýnandi, kennari, myndlistarmaður og ýmislegt fleira. Hún hefur stjórnað 27 kvikmyndum, löngum og stuttum, leiknum og heim- ildarmyndum, á s.l. 10 árum. Hún skrifaði lengi um kvikmyndir og þær þróun barnsins fyrstu mánuðina. Lise hefur einnig gert kvikmynd um þroskasögu ungrar stúlku: „I din fars lomme” Það þykir oft afskaplega merkilegt ef karlmenn segja frá vandamálum uppvaxtarára sinna, en sjaldan eða aldrei er þess getið að konur eigi við einhver slik vandamál aö striöa — þaö þykir víst ekki efni i listaverk. „I din fars lomme” segir frá 12 ára telpu. Hún er ætluð áhorfendum á þeim aldri og uppúr, þ.e. unglingum og for- eldrum þeirra. Fyrir börn og fullorðna Það var einmitt eitt af þvi sem Lise Roos kom inná i erindi sinu, aö hún væri hætt að gera kvik- myndir „fyrir börn”. Hún vildi gera myndir sem höfðuðu bæði til barna og fullorðlnna. Ástæðan er fyrst og fremst sú skoðun hennar, að með öllu þvi náttúrulausa og alvörulausa „barnaefni” sem framleitt er i okkar vestræna heimi sé verið að drepa niður eðlilega forvitni barna. Þau eru ekki tekin með i reikninginn, það er ekki ætlast til að þau hugsi. Við þurfum að endurskoða hug- takið „börn” og skilgreina það uppá nýtt, sagöi Lise. Börn eru — i okkar vestræna þjóöfélagi —•" valdalaus minnihlutahópur. Samt eru þau fjóröungur ibúa Dan- merkur. Og þau eru ekkert siður alvarlegir áhorfendur en fullorðnir. Barnakvikmyndir þurfa að vera alveg jafndýrar i framleiðslu og fullorðinsmyndir, sem þýðir einfaldlega að jafn- miklar kröfur þarf að gera til þeirra listamanna sem framleiða barnakvikmyndir og gerðar eru til hinna, sem teljast til „alvöru- listamanna”. Það er e'kki for- svaraniegt að kasta höndunum til þess sem börnum er boðið uppá, aðeins vegna þess að þau hafa ekki völd til að gagnrýna og gera kröfur. Gerviheimur og sjónvarp Lise starfaði um skeið við danska sjónvarpið og framleiddi sjónvarpsefni fyrir börn. Henni er þvi mætavel kunnugt um allar þær reglur — skráðar og óskráðar — sem gilda á þeirri stofnun þegar „barnaefni” er annars- vegar. Það má ekki fjalla um þetta eða hitt, til þess að særa engan — ekki skilnaöarmál, ekki kynferðismál, ekki stjórnmál. Afleiðingin verður sú, að búinn er til gerviheimur fyrir börn, þar sem engin vandamál eru til, þar sem fullorðnir breyta um rödd til þess aö ávarpa börnin, verða blíðir og falskir, sibrosandi. Svo lýkur þessari dagskrá á þvi að hunangsröddin segir „... og fariði nú fram að bursta tennurnar”. En i staöinn fyrir að hlýða sitja börnin kannski kyrr við kassann og horfa á næsta atriði, sem er fréttaútsending. Og þar sjá þau heim hinna fullorðnu: banka- ránin og flugslysin og striðin og allt þetta ljóta sem ekki má minn- ast á i barnatimanum. Rannsóknir hafa leitt i ljós að yfirgnæfandi meirihluti barna trúir þvi sem hann sér i kass- anum, að það sé allt satt og rétt og raunverulegt. Þau sjá það sjálf, með eigin augum. Sllka trú er erfitt að uppræta, eftir aö hún hefur einu sinni verið innrætt ungu barni. Ahrifamáttur sjón- varpsins er óvéfengjanlegur, og hann mun ekki minnka i fram- tiöinni heldur þvert á móti vaxa. Myndmál veröur æ stærri þáttur I lifi barna, og ætti þvi ekki siður að vera mikilvægt aö kenna börnum að lesa það en að kenna þeim bók- mál. Samt er ekki gert ráð fyrir þvi i dönskum skólalögum, nema i einni aukasetningu þar sem segir að sjónvarp, kvikmyndir og önnur hjálpargögn megi nota i kennslustundum ef þörf er á og aðstæður leyfa, eða eitthvað i þeim dúr. Tökum börn alvarlega Niöurstaðan verður: tökum börn alvarlega, tökum þau með i reikninginn. Lise| kvaðst hafa þá reynslu af börnum að oft vildu þau helst sjá eitthvað alvarlegt, eitthvað sem hefur með tilfinn- ingar að gera, samskipti manna, mannleg vandamál. Þau lifa i raunveruleikanum og eru hluti af honum. Hversvegna skyldu þau þá verða aö láta sér nægja innan- tóma afþreyingu á kvikmynda- tjaldi eða sjónvarpsskermi? A næstunni tekur Lise til við skemmtilegt og óvenjulegt verk- efni: hún hefur fengiö fjár- veitingu og aðstöðu til að gera kvikmynd I skóla einum. Fyrst ætlar hún að kynnast skólanum i viku, og siöan fær ein bekkjar- deild 6. bekkjar fri i þrjár vikur til aö taka þátt i gerð kvik- myndarinnar. Krakkarnir eiga aö kynnast öllum þáttum kvik- myndaframleiðslunnar, og þegar myndin er tilbúin eiga þau aö skoða hana og meta. Þetta er i fyrsta sinn sem slik tilraun er gerð i Danmörku. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru — sem fyrr segir talaði Lise lengi og kom viða við. Margt af þvi sem hún sagði átti vissulega erindi til fleiri en þeirra sem staddir voru i Norræna húsinu þennan sunnudag, og liklega verða aðrir til að gera þvi betri skil en hér er mögulegt. Þótt hún talaði eingöngu um ástandið i Danmörku og þær aðstæður sem hún þekkir best af eigin raun, fannst manni oft sem þetta gæti einnig átt við hér, og jafnvel i enn rikara mæli. Þvi einsog Þorgeir Þorgeirsson sagði i umræðunum sem spunnust af erindi Lise: „A Islandi erum við öll á sama stigi og börn eru i öðrum löndum, kvikmyndalega séð”. Við fáum sárasjaldan eða aldrei tækifæri til að sjá okkar heim, okkar raun- verulega heim túlkaðan 1 kvik mynd. Okkur er mestmegnis boðið uppá innantóma afþreyingu, og gildir þá einu, hvort við erum ung eöa gömul. I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i Örvænting Fassbinders Rainer Werner Fass- binder, einn af aðal- mönnunum i nýju þýsku bylgjunni, er um þessar mundir að ljúka við fyrstu kvikmyndina sem hann gerir með enskumælandi leikur- um — væntanlega er þetta æfing fyrir Ame- rikuferðina, sem Fass- binder ætlar að takast á hendur. Myndin heitir örvænting (De- spair) og er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Nabokof. Aðal- hlutverkið leikur Dirk Bogarde. Fassbinder hefur lýst myndinni svo, að hún fjalli um ,,þaö augnablik sem kemur i llfi sér- hvers manns þegar hann upp- götvar að hann er búinn aö vera. Að héöan i frá muni hann að visu halda áfram að lifa, en ekki upplifa neinar nýjar tilfinning- ar. Allt verður að endurtekning- um, og skripaleikurinn sem maöur er þátttakandi i heldur áfram aö vera skripaleikur...” Dirk Bogarde leikur mann sem neitar að bregðast við þessu augnabliki i lifi sinu á þann hátt sem algengastur er. 1 stað þess að setjast i helgan stein og fara að ver ja kerfið ákveöur hann að verða brjálaður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.