Þjóðviljinn - 06.11.1977, Qupperneq 21
Sunnudagur 6. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
Sköpun
Evu
— Hvað veit ég, hann sagðist bara ætia að segja
henni til i hellafræðum
Ekki gripa fram í fyrir honum meðan hann er
að sýna garðinn
— Þetta er rósin. Notkunarreglur: maður leggur
botninn á nefinu ofan á blómhnappinn...
— Grænar baunir. Umbúnaður vor er hylki, það
er heilsusamlegt og praktiskt i senn...
Adolf J. Petersen:
VÍSNAMÁL
Dynur á stræti dropaslag
Það er oft sagt, að skálda-
launin lendi ekki ætið á réttum
stöðum, hvað sem þvi veldur.
Eitt et vist að margir eru þeir
sem ekki hljóta arð af andlegri
framleiðslu sinni, en ef til vill
einhverjir aðrir. Sigurgeir Þor-
valdsson i Keflavik hefur um
það þetta að segja.
Margur græðir aldrei á
andans fræðum sinum —,
öðrum þræði aðrir fá
arð af kvæðum minum.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla, en Bragi Jóns-
son frá Hoftúnum hefur kannski
aðra. meiningu:
Fjarlægðin þó finnist þér
fegurð mesta geyma,
sannast það að ætið er
allra fegurst heima.
Viða fósturfoldar mér
fegurð birtist sýnum.
Sveitin min þó ávallt er
efst i huga minum.
Hverjum og einum finnst sinn
blettur fegurstur. Þórhildur
Sveinsdóttir frá Hóli kvað:
Dagsins striti frá ég flý
fegin öllu að gleyma,
ef að daglangt dvei ég i
dölunum minum heima.
En það eru ekki allir sama
sinnis:
Er i sjóði ei hjá mér
unaðs hróður finna.
Enga glóð af ást ég ber
til æskuslóða minna.
AJP
Lifið leikur ekki við alla. Þor-
leifur Kolbeinsson frá Háeyri
kvað:
Lifið manns er leiðindi,
lunti, böl og andstreymi,
allra mesti óþarfi
sem ekki svarar kostnaði.
Þrátt fyrir ýmsar hrellingar
gat Sigurður Breiðfjörð brosað
móti fegurð himinsins og kvaö:
Sólin klár á hveli heiða
hvarma gljár við baugunum,
á sér hár hún er að greiða
upp úr bárulaugunum.
Sunnlendingar vita að
stundum er sólskin, þótt hitt sé
oftar; sennilega hefur verið
rigning þegar Tryggvi Emilsson
kvað:
Dynur á stræti dropaslag
dals og vætir kinnar,
hreinsar nætur, heiðir dag,
hugann bætir innar.
„Hinir gömlu góðu timar” eru
enn sem fyrr eitthvað sem vert
er að muna eftir, að mörgum
finnst. Það er sem ljómi frá
liðnum dögum í minningunni
hjá Höllu Loftsdóttur:
Er minn hugur horfin stig
hvarflar leiðir sinar,
vilja stundum verma mig
vonirnar brostnu minar.
Þeim á brautum brosir margt
biikið helgra dóma.
Skinið er svo skirt og bjart
að skuggarnir sjálfir ljóma.
Heimspekin sækir á suma
menn. Teitur Hartmann kvað:
Allir tosa inn i heim
erfða syndapoka.
Fortiö manna fylgir þeim
fram til æviloka.
Fyrr en varir feigðargrip
fast að kverkum herðir,
ónýtast i einum svip
allar ráðagerðir.
En góður er hver genginn:
Margan eltir ærurán,
uns hann liggur dáinn,
en bætt er fyrir brigsl og smán
með blómsveigum á náinn.
Margt gengur hinn sama veg.
Lárus Salómonsson i Kópavogi
kvað:
Fæstei breytt um forlög neins,
fingur lifs þau teyma.
Stundum rennur elfan eins
og aöföll hennar streyma.
Allt flýtur að einum ósi,segir
Lárus:
Ævi skörin brotnar breiö,
blóðug gerist slóðin.
öll við förum eina ieið
yfir fjörumóðinn.
Manngeröin er misjöfn.
Þórður Halldórsson á Dag-
verðará kvað:
Manna reynist misjöfn gerð,
I minni og huga festu:
Umgangast þá æðstu verð-
eins og sýkla verstu.
Krists eru orðin ennþá skýr,
engu rikir fórna.
Fátæktin er furöu dýr
fyrir þá sem stjórna.
Vestur-lslendingurinn Jón
Stefánsson kvað:
Fölsuð blekkir, þruggar tál,
bræöi skekkir vitið,
en það er ekkert efamál,
úlfúð hnekkir hverri sál.
Likt þessu er veðurlýsing hjá
Jóni:
Fýlu rudda grimu grett
græði nuddar, treður
vætu sudda-þoku þétt,
það er tudda veður.
Það er ekki allt sem sýnist.
Sigurgeir Þorvaldsson, Kefla-
vik, kveður svo:
Eitt sinn hitti maður mann
mann, sem enga þekkti.
Þekkti enginn heldur hann,
hann því alla blekkti.
Svo er þetta kannski sjálfs-
blekking sem Sigurgeir kveður
um: _
Maður nokkuð yngist upp
eftir hverja stöku — .
Makans strýkur mjúkan hupp
milii svefns og vöku.
Nú eru strokurnar vel þegnar.
Sigurgeir segir:
„Allt mitt færi illa geð”
æpti mærin Hulda,
,,ef ég væri ekki með
einhvern lærakulda.**
1 Rósarimum kveður Jón
Rafnsson þannig:
Vinarkveðja að vonum hér
verður blandin trega.
Menjaþöll og mækjagrér,
minnast ákaflega.
Andans flótti ógnar mér,
orðagnóttin flúin.
Njörvadóttir nálgast fer,
nærri þróttur búinn.
Af ýmsum ástæðum komast
menn i vanda. Guðmundur
Gunnarsson á Tindum kvaö:
Skulda ótta að mér slær,
aldrei rótt má verða,
vökunóttum valda þær.
vinnuþróttinn skerða.
Þó á mér hvili eins og biý
iðgjöld heimsku minnar,
dauðahaldi held ég I
hálmstrá vonarinnar.
Kannski hefur gatan ekki
veriðauðrötuð. Baldvin Jónsson
skáldi kvað:
Ég er á vöndum villustig,
veikist önd af trega.
Hefur i böndum mæða mig
mikiö hönduglega.
Um skilningsleysi og sitthvað
fleira orti Hreiðar Eyjólfsson
Geirdal:
Til að greina böl frá bót
brestur skilning taman.
Allir vita: Gull og grjót
getur legið saman.
Mönnum titt á móti blæs,
margur hrekst á grunninn.
Fremur sjaldan flýgur gæs
feit og steikt i munninn.
Þjóðin öll — i orðum fám —
yfir sannleik breiðir.
Ekki sjást i ættarskrám
ýmsar krókaleiðir.
Meðan á verkfalli BSRB stóð
kom i Þjóðviljanum undan-
þágubeiðni i ljóðum eftir
Guðmund Jónsson söngvara; þá
var það að einn af lesendum
blaðsins hugsaði upphátt.en vill
þó ekki láta nafns sins getiö:
Hefur vaxtað vel sitt pund,
visast soltiö eigi.
Guðmundur i „garnalund”
gekk á sjötta degi.
Ilann i leyni lagði af sér
lurðuflein án tafa,
en bölvaö mein þar ekki er
orðið skeini að hafa.
Sendir hafa verið tveir
botnar, sá fyrri við:
Krafla er af óstjórn lands
orðin raunsæ myndin.
Karl Jónsson á Kleppsvegi
botnar svo:
Hugur minn er hugsun blands
hverra eign er syndin.
Siðari botninn er við:
Útvarpsdyrum enn er læst,
engin mynd á skjánum.
Jóhannes Asgeirsson frá
Pálsseli bætir við:
Það er af þvi ekkert fæst
útúr þessum bjánum.
Eldri kona hringdi og kvaðst
hafa lært eftirfarandi visu
þegar hún var ung,en ekki vita
um höfundinn, og biður þá sem
það kunna að vita að láta Visna-
mál fá höfundarnafn:
Þú ert að smiða þundur skiöa,
þig vel prýða verkin slyng.
fcg er að skriða vesæll viða
vafinn kviða og mótlæting.
Og hver veit rétt skil á
þessum visuhelming?
Klukkuna vantar kort i rok,
komin er sex á norðan.