Þjóðviljinn - 06.11.1977, Síða 24
P/ODVH/i
m
Sunnudagur 6. nóvember 1977
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348.
Ci 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans I sima-
skrá.
Bókaútgáfan Bjallan
nemur
land í
Bröttu-
götunm
1
SHIÍ — |Ui=ÍJ m-.
es
u
fflfflnglpwffi
PTTii
nii
QQJöl
Aðalstræti
tfri.qi.iitXLat
Ðókaútgáfan Bjallan
hefur nú flutt f nýtt
húsnæði að Bröttugötu 3-A í
Grjótaþorpinu og verður
þar daglega opið á milli kl.
4 og 6.
Bjallan var stofnuð áriö 1973 og
hefur siðan einbeitt sér aö útgáfu
fræðibóka fyrir börn og unglinga.
Tveir bókaflokkar hafa komið út
á vegum Bjöllunnar, þýddir úr
ensku. Er þar i fyrsta lagi að
nefna Bjöllubækurnar: Mannslik-
aminn, Geimferðir, Merkar
uppfinningar, Billinn, Næturhim-
inninn Ljós, speglar og linsur.
Hinn flokkurinn nefnist: Alfræði
barnanna, Forsöguleg dýr Tölur
og hlutföll, 1 fjöruborðinu, Or
heimi skordýranna, Vatnið og
Blómjurtir.
Báðum þessum bókaflokkum
var mjög vel tekið af kennurum
og þeir hafa mikið verið notaöir
við sjálfstæða heimildaöflun i
skólum.
A þessu hausti hafa þrjár nýjar
bækur komiö út á vegum Bjöll-
unnar:
Berin á lynginu er úrval
ævintýra, ljóða, leikja og sagna. I
bókinni er til skila haldið mörgu
þvi helsta i barnabókmenntum
heimsins, er telst hafa varanlegt
gildi. Fjórir norrænir sérfræðing-
ar um lesefni barna hafa annast
valið, en þýöandinn, Þorsteinn
frá Hamri, hefur með tilliti til
sumra myndskreytinganna,
skeytt inn nokkru af islensku efni.
Myndirnar eru ýmist gamlar og
góðkunnar eða nýjar af nálinni og
sumar beinlinis unnar fyrir þessa
bók. Þær ættu engu siður en texti
bókarinnar, að geta orðið góðir
heimilisvinir á Islandi. Norræni
Menningarmálasjóðurinn veitti
styrk til útgáfunnar. Prentstofa
G. Benediktssonar setti bókina,
auk þess sem hún sá um umbrot
og filmuvinnu og er hlutur Prent-
stofunnar allur hinn ágætasti.
Bókin er prentuð i Póllandi i sam-
vinnu við sænsku útgáfuna
Bonniers.
Örvar-Oddssaga kemur út I
fyrsta sinni hérlendis i elstu og
upprunalegustu gerð sinni. Sagan
á heima i þeim flokki fornra rita
er tiðast er nefndur Fornaldar-
sögur Norðurlanda. „Örvar-Odd-
ur er stórbrotið afkvæmi
sagnaþokunnar, sem hvilir yfir
Noröurþjóðum fyrir íslands-
byggð þegar vikingaferðirnar
voru að hleypa öllu i ærsl og
busl”, segir Þorsteinn frá Hamri i
formála, en hann bjó söguna til
prentunar meö nútimastafsetn-
ingu og samdi skýringar. Guðrún
Svava Svavarsdóttir teiknaði
myndir ibókina. Setningu umbrot
og filmuvinnu annaðist Prent-
stofa G. Benediktssonar.
ísafoldarprentsmiðja sá um
prentun og bókband.
Ættum við að vera saman??
Bókin fjallar um Tómas. Hann er
heilaskaðaður, vangefinn,
þroskaheftur, fatlaður. Nafniö,
sem við notum um ástand Tómas-
ar, skiptir ekki máli. Barnið sjálft
skiptir máli. Tómas segir okkur
frá ýmsu, sem hann getur gert
einn eða með aöstoð annarra.
Hann hefur ánægju af sömu
hlutum og önnur börn. Munurinn
á Tómasi og öðrum börnum er sá,
að hann þarf meiri hjálp en flest
önnur börn til að framkvæma
það, sem talið er sjálfsagt að börn
á hans aldri geti.
Bókin er kjörinn grundvöllur til
umræðna um vandamál fjölfatl-
aðra barna. Höfundur hennar er
Hanne Larsen, en Bryndis
Viglundsdóttir, sérkennari, þýddi
bókina. Prentstofa G. Benedikts-
sonar sá um setningu og myndun
texta. Bókin er prentuð i Dan-
mörku i samvinnu við dönsku
bókaútgáfuna Borgen.
Auk þeirra bóka, sem hér hafa
verið nefndar og komnar eru út er
á næstunni væntanleg fræðibók
fyrir börn og unglinga um þorsk-
inn, eftir Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræðing og Kolbrúnu
Sigurðardóttur kennara. Fjallar
Ý 5
bókin m.a. um liffræði þorsksins,
veiðar og vinnslu, landhelgisdeil-
ur og fiskivernd. Bókina prýðir
fjöldi mynda og teikninga. Hún er
hentug i átthaga- og samfélags-
fræðikennslu i grunnskólum.
Fiskimálasjóður veitti styrk til
útgáfunnar.
Framangreindar upplýsingar
Framhald á bls. 22
STANLEY
I®
Verkfærin
sem fara vel í hendi
Góð verkfæri þurfa að fara vel í hendi,
að öðrum kosti standa þau ekki undir
nafni sínu og merki.
STANLEY verkfærin hafa frá
upphafi verið talin með bestu
verkfærum, sem völ er á. Sumir
fagmenn vilja alls ekki önnur
verkfæri, hvort sem það heitir hefill,
hamar, skrúfjárn eða surform, —
meðal annars vegna þess hve
STANLEY fer vel í hendi!
✓